Alþýðublaðið - 05.01.1995, Síða 8
Fimmtudagur 5. janúar 1995
3.tölublað - 76. árgangur
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Allt upp í loft í Kvennalistanum út af seinagangi við uppröðun á framboðslista í Reykjavík:
Þingkonu hafnað
Óánœgja meðal yngri kvenna sem hugleiða
hliðar á kostnað Elínar G. Olafsdóttur?
Uppstilling á framboðslista
Kvennalistans í Reykjavík fyrir al-
þingiskosningamar í vor er að verða
hin mesta þrautaganga. Niðurstöður
forvals, sem fram fór í desember,
liggja ekki enn fyrir og margir telja
ólíklegt að þær verði nokkm sinni
birtar opinberlega. Búið mun vera að
telja atkvæðin tvisvar en þrátt fyrir
það er engin niðurstaða fundin. Það
verður uppstillinganefnd sem þarf að
taka af skarið og gera tillögu um upp-
röðun á listann, en innan nefndarinn-
ar mun vera bullandi ágreiningur.
Togstreitan mun vera millum yngri
kvennalistakvenna, annarsvegar
fylgjenda Þómnnar Sveinbjamar-
dóttur, framkvæmdastjóra Kvenna-
listans, og hinsvegar fylgjenda Elínar
G. Ólafsdóttur, skólastjóra, Lang-
holtsskóla.
Úrslit hins leynilega forvals
Samkvæmt ömggum heimildum
Alþýðublaðsins mun röð frambjóð-
enda í forvalinu hafa verið eftirfar-
andi: I. sæti: Kristín Astgeirsdóttir
alþingismaður, 2. sæti: Guðný Guð-
bjömsdóttir, 3. sæti: Þómnn Svein-
bjamardóttir og 4. sæti: Elín G. Ól-
afsdóttir. Kristín hlaut nokkuð afger-
andi kosningu í efsta sætið en mjög
mjótt var á mununum milli næstu
frambjóðenda.
Styrrinn mun standa um það, að
stuðningsmenn Elínar vilja að hún
skipi þriðja sætið, en ungu konumar
Óskoraður oddviti Kvennalistans í
Reykjavík. Kristín Ástgeirsdóttir
hlaut afgerandi kjör í efsta sætið í
hinu harðlokaða forvali.
em fastar fyrir: „Ef Elín verður sett
ofarlega á listann en Þórunni ýtt til
hliðar, munu ungu konumar einfald-
lega segja skilið við Kvennalistann.
Við getum ekki séð að Elín muni
fiska mikið af atkvæðum," sagði ein
af viðmælendum Alþýðublaðsins úr
þeirra hópi. Þessi afstaða var staðfest
af fleirum. Annað sem vekur athygli
er að Guðrúnu Halldórsdóttur, sem
nú situr á Alþingi, virðist algerlega
hafa verið hafnað í þessu forvali.
að segja skilið við flokkinn. Þórunni Sveinbjörnsdóttur ýtt til
Pirringur yfir seinagangi
Mikill pirringur er nú innan
Kvennalistans í Reykjavík út af þess-
um seinagangi. Ekki er búist við til-
lögu uppstillingamefndar fyrren í.
næstu viku. Það sem vefst fyrir
nefndinni er hve fá atkvæði ber á
milli og því hefur þurft að telja tvisv-
ar eins og áður sagði. „Nú reynir á
hvað Kvennalistinn getur verið pró-
gressívur," segir ein hinna ungu.
„Okkur finnst þessi bið lykta af því
að markvisst sé verið að vinna að því
að sniðganga okkur,“ segir önnur.
Viðmælandi Alþýðublaðsins í hópi
hinna eldri neitar því hinsvegar alfar-
ið að nokkuð slíkt sé í farvatninu og
fmnst sérkennilegt að einhver viti
eitthvað um hvað skoðanakönnunin
hafi sýnt, því það „eigi enginn að
vitá' nema uppstillinganefndin.
Uppstillingamefndin er nú að tala
við þær konur sem gáfu kost á sér, og
þannig hefur þegar verið rætt við
Kristínu Ástgeirsdóttur. Hún var
hinsvegar ófáanleg til að staðfesta
það í samtali við Alþýðublaðið að
rætt hefði verið um fyrsta sætið.
Ekkert talad vid Þórunni
Elín mun vera stödd á Kananeyj-
um þessa dagana, svo ekki verður
það til þess að flýta því að þetta lang-
dregna uppstillingaferli taki enda.
Það hefur nú staðið yflr í rúman mán-
uð.
Þómnn Sveinbjamardóttir sagði í
Þórunn Sveinbjarnardóttir lenti í 3.
sæti, samkvæmt heimildum Al-
þýðublaðsins. Kristín Ástgeirs-
dóttir mun hinsvegar ekki vilja
hafa hana svo ofarlega á lista.
samtali við Alþýðublaðið að ekkert
hefði verið talað við sig um niður-
stöður könnunarinnar, né um sæti á
listanum, en að öðm leyti vildi hún
ekki tjá sig um málið og vfsaði á upp-
stillinganefnd.
Einn heimildamaður blaðsins
sagði að Kristín Ástgeirsdóttir beitti
sér mjög ákveðið gegn Þórnnni:
„Kristín vill að Elín G. Ólafsdóttir
skipi 3. sætið, og þessvegna hefur
uppstillingarnefndin ekki einu sinni
rætt við Þóranni ennþá.“
Elín G. Ólafsdóttir. Ungar kvennal-
istakonur hóta að hætta ef hún fær
þriðja sætið.
Guðrún Halldórsdóttir alþingis-
maður, sem eins og áður segir virðist
engan veginn vera inni í myndinni að
hafa ofarlega á listanum eftir útreið
hennar í forvalinu, verður erlendis til
19. janúar.
Það verður svo félagsfundur
Kvennalistans í Reykjavík sem tekur
endanlega ákvörðun um uppröðun á
listann og má búast við því að sá
fundur verði spennuþmnginn og
jafnvel afdrifaríkur fýrir framtíð
Kvennalistans.
Samstarf MHÍ
og Menningar-
stofnunar
Bandaríkjanna:
Skjálist
þeirra
bestu
Myndlista- og handíðaskóli ís-
lands og Menningarstofnun
Bandaríkjanna efna til sýninga á
skjálist (video art) sjö eftirmið-
daga í janúar og er fyrsta sýningin
klukkan 16 í dag. Á skjálistahátíð-
inni verða sýnd valin verk eftir
listamennina Vito Acconi. John
Baldessari, William Wegman,
Bill Viola, Martha Rosler og tíu
aðra skjálistamenn sem hlotið
hafa viðurkenningu síðustu tutt-
ugu árin.
Flest þessara verka hafa ekki
verið sýnd áður á Islandi. Verkin
spanna vítt svið hvað varðar við-
fangsefni, tækni og hugmynda-
fræði. Þótt ómögulegt sé að gefa
neina heildarmynd af þessum
miðli em myndböndin valin með
það fyrir augum að veita innsýn í
mismunandi notkun myndbands-
ins sem þróttmikils og mikilvægs
listmiðils. Verkin eru fengin frá
Electronic Arts Intermix safninu í
New York.
Myndböndin verða sýnd 5.,
10„ 12., 17., 19., 24. og25.janúar
í Menningarstofnun Bandaríkj-
anna að Laugavegi 26 og hefjast
klukkan 16. Aðgangur er ókeypis
og öllum heimill en hver sýning
tekur eina til eina og hálfa klukku-
stund.
Skeggrætt í Hafnarfirði
Þessir tveir hafnfirsku kumpánar voru að spjalla saman í vetrarblíðunni í gær þegar Einar Óiason Ijósmyndari
blaðsins var á slóðum gafiara. Ekki vitum við umræðuefníð, en sjálfsagt hefur prófkjörsbarátta Alþýðuflokksins
borið á góma - og loppur.
Auknir styrkir stórhækka ferðakostnað Háskóla íslands:
Erlendur ferðakostnaður
hækkaði í 70 milljónir
— á árinu 1993 en kostnaðurinn var 49 milljónir áirið áður.
Styrkir frá Evrópuríkjum stóraukast og kalla á œ fleiri utanlands-
ferðir með tilheyrandi kostnaði.
Gunnlaugur H. Jónsson, fjármálastjóri Háskólans:
Auknir styrkir frá Evrópu kalla á fleiri ferðir og auk-
inn kostnað þeim samfara. A-mynd: E.ÓI.
Ferðakostnaður Háskóla ís-
lands erlendis hækkaði milli ár-
anna 1992 til 1993 úr 49 milljónum
í tæpar 70 miiljónir króna. Fjár-
málastjóri Háskólans, Gunnlaug-
ur H. Jónsson, telur þessa hækkun
stafa af auknum styrkjum til skól-
ans frá Evrópuríkjum sem gangi
út á utanferðir nemenda og kenn-
ara. Þessum styrkjum fjölgaði
áfram á síðasta ári og má því búast
við enn meiri útlátum Háskólans í
erlendan ferðakostnað í fyrra.
Ríkisreikningur fyrir árið 1993
er nýkominn út. Þar kemur fram
að erlendur ferðakostnaður Há-
skóla íslands það ár nemur tæpum
70 milljónum króna. Til saman-
burðar má geta þess að erlendur
ferðakostnaður aðalskrifstofu
utanríkisráðuneytisins er 59 millj-
ónir 1993 og hafði lækkað um átta
milljónir frá árinu áður. Sam-
kvæmt ríkisreikningi 1992 var er-
lendur ferðakostnaður Háskólans
það ár hins vegar 49 milljónir.
Hækkunin er iiðlega 20 milljónir
króna milli ára.
Gunnlaugur H. Jónsson fjár-
málastjóri Háskólans sagði í sam-
tali við blaðið að þessi hækkun
hefði sínar skýringar. „Það sem
hefur breyst er það að Evrópu-
samstarfið hefur mjög eflst og við
fáum nú tugi milljóna króna í
styrki frá Evrópu. Þetta gengur
fyrst og fremst út á ferðir nemenda
og kennara til menntunar. Árið
1993 námu styrkir
frá Norðurlöndum
og öðrum Evrópu-
löndum um 50
mill.jónum króna og
árið 1994 voru þetta
orðnar eitt hundrað
milljónir. Margir
þessara styrkja eru
eingöngu til svona
samskipta, skipti á
kennurum og nem-
enduin sein þá hafa
óhják væmilega
ferðakostnað í för
með sér. Þá eru
ferðir kennara í
rannsóknarleyfum
einnig nokkuð stór
liður í erlendum
ferðakostnaði skól-
ans,“ sagði Gunn-
laugur.
Til viðbótar þess-
um erlenda ferða-
kostnaði kemur
fram í ríkisreikn-
ingi 1993 að Háskól-
inn eyddi 15 millj-
ónum króna til
ferðalaga hér inn-
anlands. Þetta er
raunar nokkru
lægri upphæð en
árið áður. Gunn-
laugur H. Jónsson sagði að stærst-
ur hluti þessa innlenda ferðakostn-
aðar væru ferðir framhaldsskóla-
kennara sem væru að koma til
Reykjavíkur til endurmenntunar
við Háskólann.