Alþýðublaðið - 06.01.1995, Side 1
Máttarstólpar Alþýðubandalagsins í Reykjavík beita sér ekki í kosningabaráttunni:
Ekkert pólitískt starf
í Alþýðubandalaginu
- segir Álfheiður Ingadóttir um ástandið í Alþýðubandalaginu. Svavar Gestsson segir Alþýðublaðið leggja Alþýðubandalagið í einelti.
„Starf innan Alþýðubandalags-
ins er í algjöru iágmarki og raun-
ar lítið sem ekki neitt. Það er ekk-
ert pólitískt starf í gangi í þessum
flokki. Mér flnnst það heldur
dapurlegt þegar pólitískur flokk-
ur sinnir ekki pólitísku starfi en
það er bara staðreynd. Ég ætla
hins vegar ekki að elta ólar frekar
við þessi framboðsmál Alþýðu-
bandalagsins,“ sagði Alfheiður
Ingadóttir, einn af oddvitum
flokksins í Reykjavík til þessa í
samtali við Alþýðublaðið í gær.
„Þessi framboðslisti sem er bú-
ið að búa til mun þá væntanlega
annast bæði kosningaundirbún-
ing og gerð kosningastefnuskrár
og auðvitað hafa kosningabaráttu
með höndum fyrir flokkinn. Ég er
ekki í þeim hópi og ætla ekki að
vera að angra fólk frekar með at-
hugasemdum eða tillögum," sagði
Alfheiður ennfremur.
„Ég les nú aðallega um þetta í
Alþýðublaðinu og hef því ekki
ástæðu til að vera mjög stressað-
ur yfir því,“ sagði Svavar Gests-
son alþingismaður þegar hann
var spurður álits á þeirri
óánægju sem grasserar innan
flokksins í Reykjavík. Svavar tók
spurningar blaðsins óstinnt upp.
Hann kannaðist ekki við neinn
ágreining innan flokksins í
Reykjavík og taldi allar fréttir
þar að lútandi uppspuna Alþýðu-
blaðsins.
Sjá frétt á blaðsíðu 7
og leiðara á blaðsíðu 2.
100 listamenn
sýna „metra-
verk" í Nýlista-
safninu
„Við ætlum að opna 17 ára af-
mælissýningu Nýlistasafnsins
á laugardaginn klukkan átta;
minnast þess að 17 ár eru liðin
frá stofnun Félags Nýlista-
safnsins - árið 1978. Mig minn-
ir að það séu um 115 manns í
samtökunum (innlendir og er-
lendir) og að minnsta kosti 100
manns ætla að taka þátt í sýn-
ingunni. Það er ekkert þema á
sýningunni, en hver sá er sýnir
fær úthlutað einum lengdar-
metra á vegg og síðan vinna
menn með þessi pláss sem
raðað er í stafrófsröð. Ekkert
fagurfræðilegt mat tengir verk-
in saman og heildarsýn fer útí
bláinn. Sumir vinna þetta á
staðnum og aðrir koma með
að heiman," sagði Ivar Val-
garðsson myndlistarmaður í
stuttu spjalli við Alþýðublaðið í
gær. Með honum á myndinni
er Hafdís Helgadóttir kollega
hans og Hrafnkell, sonur ívars
stendur einsog vera ber við fót-
skör föður síns. A-mynd: E.ÓI.
Kvennalistinn í Reykjavík:
Töluverð átök um skipan listans
- segir Guðný Guðbjörnsdóttir varaþingkona Kvennalistans 1 Reykjavík.
„Frambjóðendum hafa ekki verið
kynntar niðurstöður skoðanakönn-
unarinnar, enda þarf' hún ekki að
skipta máli fyrir endanlega skipan
listans, þar sem þær voru ekki bind-
andi,“ sagði Guðný Guðbjömsdóttir,
varaþingkona Kvennalistans í
Reykjavík í samtali við Alþýðublað-
ið. Einsog skýrt var frá hér í blaðinu
í gær, er mikil ólga innan Kvenna-
listans vegna forvals í Reykjavík
sem fram fór í desenlber. Niðurstöð-
ur hafa ekki verið kynntar, og fæstir
frambjóðendur fengið að vita urn út-
komu sína.
Guðný sagði við Alþýðublaðið að
vissulega hefði uppstillingamefndin
talað við hana en þó ekki um ákveð-
ið sæti: „Annars vil ég helst ekki
ræða þessi mál á þessu stigi.“
Aðspurð um hvort það væri rétt
sem heyrst hefði að tekist væri á um
uppröðun á listann sagði Guðný að
sér skildist að það væm tölúverð
átök um skipan hans. Tímamörkin á
því að uppstillingamefnd skili tillög-
um um skipan listans munu vera
„einhvemtíma í janúar".
Samkvæmt heimildum Alþýðu-
blaðsins hlaut Kristín Ástgeirsdóttir
afgerandi kosningu í efsta sætið, en
síðan komu þær Guðný Guðbjöms-
dóttir, Þómnn Sveinbjamardóttir og
Elín G. Ólafsdóttir. Mjög er tekist á
um þriðja sæti listans, enda niður-
stöður forvalsins ekki bindandi
vegna afar dræmrar þátttöku. Stuðn-
ingskonur Elínar sækja það mjög
fast að hún hljóti þriðja sætið en ekki
Þórunn.
Einsog Alþýðublaðið sagði frá í
gær er mikil óánægja meðal yngri
kvenna, enda gæti svo farið að eng-
inn fulltrúi þeirra yrði í einu af efstu
sætum. Alþýðublaðinu er kunnugt
um að fréttin í gær vakti hörð við-
brögð í hópi eldri liðsmanna
Kvennalistans. „Ungu konurnar em
nú látnar sverja það af sér, ein af ann-
arri, að hafa hótað að hælta í
Kvennalistanum ef Elín verður tekin
fram yfir Þómnni," sagði heimilda-
rnaður í Kvennalistanum í samtali
við blaðið í gær.
Búast má við að kvennalistakonur
freisti þess að koma saman lista í
Reykjavík fljótlega, enda hefur hin
langa bið haft afar slæm áhrif á and-
mmsloftið innan Kvennalistans.
Aðspurð hvort þessi langa bið
tæki ekki á taugamar svaraði Guðný
því til, að auðvitað væri það vont,
bæði fyrir frambjóðendur og sam-
tökin að þetta drægist svo á langinn,
„en aðalatriðið er að það náist góð
lending.“
Skoðanakönnun DV:
Fylgi Þjóðvaka minnkar
Samkvæmt kosningaspá DV
sem byggð er á skoöanakönnun
sem gerð var um helgina, hefur
fylgi Alþýðuflokksins aukist úr
4,8% í 6,4% frá því í nóvember.
Fylgi Sjálfstæðisflokks og Fram-
sóknarflokks vex einnig lítillega,
en Þjóðvaki, Alþýðubandalag og
Kvennalisti dala.
Þjóðvaki fær nú 18,8% (fékk
síðast 23,4%), Framsóknarflokk-
ur fær 23,1% (21,1%), Alþýðu-
bandalag 13,2% (14,8%),
Kvennalisti 6,7% (7,4%) og Sjálf-
stæðisflokkur 31,8% (28,5%).
Samkvæmt þessu fengi Al-
þýðuflokkurinn fjóra þingmenn
kjörna, Framsóknarflokkur 15,
Sjálfstæðisflokkur 20, Alþýðu-
bandalag 8, Kvennalisti 4 og
Þjóðvaki 12. Könnun DV á stuðn-
ingi við ríkisstjórnina leiddi ljós
að um 40% fylgja henni, en rúm
60% eru henni andvíg.
Enn gustar um RÚV:
Vonandi fæ
ég vinnu ein-
hversstadar
- segir Elva Björk Gunnarsdóttir sem hefur sagt upp
sem framkvæmdastjóri RÚV. Eitt af síðustu verkum Ól-
afs G. Einarssonar verður að ráða eftirmann hennar.
„Ég er bara þannig gerð, að mér
finnst betra þegar ég ræð mig til
starfa einhversstaðar, að vinna
einsog brjálæðingur í nokkur ár
og hætta svo. Það er var alls ekki
þrýst á mig að láta af störfum hjá
Ríkisútvarpinu,“ sagði Elva Björk
Gunnarsdóttir, sem sagt hefur
upp starfl sínu sem framkvæmda-
stjóri RÚV frá 1. aprfl. Elva Björk
var ráðin framkvæmdastjóri í út-
varpsstjóratíð Markúsar Ámar An-
tonssonar, og samkvæmt heimildum
Alþýðublaðsins hefur samstarf
hennar og Heimis Steinssonar ekki
verið gott. Elva Björk neitaði því al-
farið að það væri skýring uppsagnar-
innar: „Ég hef unnið með Heimi
Steinssyni í þrjú og hálft ár, og sem
framkvæmdastjóri hef ég verið stað-
gengill hans. Við höfum unnið mjög
vel saman, en það væri sérkennilegt
ef ekki hefðu komið upp tilvik þar-
sem okkur greindi á.“
Það hefur gustað mjög um Ríkis-
útvarpið síðustu misseri, meðal ann-
ars vegna Hrafnsmálsins svokallaða
fyrir tveimur árum og uppsagna
pistlahöfunda í haust. Eiga hinar
miklu deilur þátt í því að Elva Björk
kýs að leita sér að annarri vinnu?
, JSÍei, deilumar hafa ekkert ýtt á mig.
Þegar maður ræður sig í svona starf,
þá veit maður náttúriega að ýmislegt
getur komið upp.“
Elva Björk lætur af starfí 1. apríl,
og því verður það væntanlega eitt af
síðustu embættisverkum Olafs G.
Einarssonar menntamálaráðherra að
skipa eftirmann hennar. Elva Björk
sagði aðspurð að tímasetningin væri
alger tilviljun. „Ég hef varla hugsað
út í þetta mál þannig," sagði hún.
Elva Björk sagði óráðið hvað tæki
við, en hún ætlaði að byrja á því að
taka sér langt frí. „Vonandi fæ ég
einhverja vinnu einhversstaðar.
Vonandi verður það starf þarsem ég
á meira eftir af sjálfri mér fyrir fjöl-
skyldu mína og vini.“
Illugi sækir ekki um:
„Hlýtur ekki
Sigurdur G. aö
fá stöduna?"
„Hlýtur ekki Sigurður G. Tómas-
son að fá þessa stöðu?" sagði Illugi
Jökulsson, og hló við, aðspurður um
orðróm þess efnis að hann hygðist
sækja um stöðu framkvæmdastjóra
Ríkisútvarpsins. Illugi sagði að
fregnir um væntanlega umsókn sína
væm úr lausu lofti gripnar: „Nei, ég
ætla ekki að sækja um.“
Hrafn sækir ekki um:
Ég hef aldrei
lært að hlusta
„Væri ég þá ekki að færast niður
metorðastigann?“ sagði Hrafn
Gunnlaugsson, aðspurður hvort
hann muni sækja urn stöðu fram-
kvæmdastjóra Ríkisútvarpsins. Þeg-
ar blaðamaður benti Hrafni á, að
hann yrði staðgengill Heirnis Steins-
sonar útvarpsstjóra, svaraði
hann: „Ég hafði nú ekki hugsað
út í það. - En yrði maður sæll á
því?“
Hrafn Gunnlaugsson sagðist
aldrei hafa verið sérlega gefin
fyrir útvarp. ,,Ég hef aldrei lært
að hlusta. Að vfsu hlustaði ég
rnikið á útvarpsleikritin sem
strákur. En ég held að útvarp sé aðal-
lega fyrir veikt fólk á sjúkrahúsum.“
Niðurstaða Hrafns var því sú, að
starfið væri ekki mjög áhugavert en
hann kvaðst vilja nota tækifærið til
óska þeim sem það hreppti gæfu og
gengis.