Alþýðublaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 06.01.1995, Blaðsíða 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 ALMBUBIMB 20848. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SiguröurTómas Björgvinsson Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Til hamingju, Olafur Ragnar! í Alþýðubandalaginu ríkir ringulreið um þessar mundir. Flokkurinn tapar fylgi, og í skoðanakönnun DV sem birt er í gær kemur fram að undir forystu Ólafs Ragnars Grímssonar er Alþýðubandalagið nú Iangt undir kosningafylgi. Innbyrðis sundurþykkja, losaraleg málefnatök og umdeild forysta hafa orðið til þess að gera Alþýðubandalagið að ótrúverðugum flokki í augum þjóðarinnar. Fortíð Alþýðubandalagsins markast af átökum mismunandi klíka, þar sem hefð er fyrir því að forystumenn - sem oftar en ekki eru persónulegir óvildarmenn - geri með sér skammvinn bandalög í kringum kosningar til að halda eigin stöðu. Allir sem fylgjast með íslenskum stjómmálum vita af gagnkvæmri andúð Olafs Ragnars og Svavars Gestssonar. Ólafur batt endi á formennskuferil Svavars, sem hefur ekki borið pólitískt barr síðan, og virðist oft ekki lengur hafa annan tilgang í stjómmál- um en greiða ÓlaFi löðrunginn forðum. En í aðdraganda kosn- inganna þurfa báðir að halda stöðu sinni innan flokksins. Og trúir hefðinni hafa þeir nú gert með sér bandalag, sem einkenn- ist af vægast sagt lítilli hollustu við þá, sem best hafa stutt þá. Ólafur Ragnar hafði í haust blandað sér í innanfélagsmál flokksins í Reykjavík með því að standa fyrir stofnun Framsýn- ar, sem beinlínis var sett til höfuðs Svavari Gestssyni. I fram- haldinu er honum nauðsynlegt að tryggja fulltrúa Framsýnar bærilega ömggt sæti á framboðslistanum í Reykjavík. Svavar þurfti hins vegar að koma í veg fyrir harða hríð Framsýnar að efsta sætinu, til að vemda eigið skinn. Bandalag þeirra tveggja fólst í því, að Ólafur Ragnar seldi pólitíska framtíð eindregnasta stuðningsmanns síns í þingflokknum, Guðrúnar Helgadóttur, sem var niðurlægð með því að þurfa opinberlega að leggja til að hún afsalaði sér öðm sæti, og yrði annar varaþingmaður flokks- ins í Reykjavík. Svavar lagði á móti til pólitískt líf Auðar Sveinsdóttur, varaþingmanns og vinsæls umhverfissinna, sem í prófkjöri hefði ef til vill unnið annað sætið, - ömgglega það þriðja. Endahnútur svikafléttunnar var svo hnýttur, þegar þeir kump- ánar báðir lögðust á eitt um að koma í veg fyrir prófkjör, og þar með að lýðræðið fengi notið sín. Þetta hefur hins vegar leitt til nær algerrar upplausnar innan Alþýðubandalagsins í Reykja- vík. Helstu stuðningsmenn Svavars Gestssonar ýmist hóta hon- um úrsögn úr flokknum, eða að hætta afskiptum af stjórnmál- um. Auður Sveinsdóttir segir þannig í Alþýðublaðinu í fyrra- dag að hún sé á leið úr flokknum; Stefanía Traustadóttir, núver- andi varaþingmaður, kvaðst í gær hætt afskiptum af Alþýðu- bandalaginu, og í dag segir Álfheiður Ingadóttir að flokkurinn sinni ekki pólitík, og starf innan Alþýðubandalagsins sé í lág- marki, „raunar lítið sem ekki neitt.“ Þannig hefur Svavari Gestssyni tekist að bíta af sér helstu stuðningsmenn sína með svikabandalagi við Ólaf Ragnar, sem miðar að því einu að hann haldi efsta sæti sínu í Reykjavík. Það er aldeilis reisn yfir þessum gamla hugsjónamanni! Viðbrögð hans í dag við fréttum Alþýðublaðsins af uppnáminu innan Al- þýðubandalagsins spegla þá taugaveiklun, sem þar hefur gripið um sig. En skýring Svavars á ofangreindum fréttum er efnis- lega sú, að Alþýðublaðið hafí lagt Alþýðubandalagið íeinelti(!) og sé marklaust því það sé „.. .náttúrlega ekkert annað en flokksblað.“ Sjálfur eyddi Svavar drjúgum parti af ferli sínum sem ritstjóri flokksblaðs, og hefur þá væntanlega að eigin mati verið ger- samlega marklaus. Það eru litlar fréttir fyrir þá sem lásu Þjóð- viljann undir hans stjóm. Hitt eru tíðindi, að innan Alþýðu- bandalagsins er hann nú marklaus stjórnmálamaður, sem selur hugsjónir og trygga vini fyrir öruggt þingsæti. Til hamingju, Ólafur Ragnar! Önnur sjónarmið Fljótlega varð ég þó var við að erlendu þingmennirnir töldu Jón Baldvin standa sig mjög vel og jafnvel betur en ráðherra miklu stærri þjóða. Málakunnátta, þekking á málefnum og góð ræðu- * mennska utanríkisráðherrans hafa vakið athygli á afstöðu Is- lands á erlendri grund að ég hygg meira og betur en oft áður á árum fyrr, segir Guðmundur G. Hvad rædur úrslitumí vinsældakjörum ? Guðmundur G. Þórarinsson, verkfræðingur og fyrrverandi al- þingismaður, skrifar kjaliaragrein í I)V í gær með fyrirsögninni „Ovinsælasti stjórnmálamaður- inn“. Greinin fjallar í aðalatriðum um Jón Baldvin Hannibalsson, utanríkisráðherra og formann Al- þýðuflokksins, og að nokkru leyti um eiginkonu hans, Bryndísi Schram framkvæmdastjóra Kvik- myndasjóðs. Guðmundur veltir í grein sinni upp spurningum varð- andi ummæli stjórnmálamanna um hvern annan, siðferði fjöl- miðlamanna og hvað ráði afstöðu almennings til stjórnmálamanna. Greinin fer hér á eftir með milli- fyrirsögnum Alþýðublaðsins: „Það hefur tíðkast um nokkurn tíma að sum dagblöðin úrskurða með skoðanakönnun hver sé óvin- sælasti stjórnmálamaðurinn. Reynd- ar er það svo að stundum hefur sami maðurinn fengið flest atkvæði bæði sem vinsælasti og óvinsælasti stjóm- málamaðurinn. Það getur verið for- vitnilegt að velta fyrir sér hvað ræð- ur mestu um úrslit í slíku kjöri. Valt er að eiga allt sitt undir lýðhylli. Nú um stundir hefur utanríkisráð- herranum okkar hlotnast þessi lítt eftirsóknarverði titill. Á honum standa öll spjót. Svo margt er honum mótdrægt að umhugsunarefni verður að teljast. Flokkurinn stendur með eindæmum illa í skoðanakönnunum, klofningur er alvarlegur og einstak- lingar í flokknum liggja undir alvar- legu ámæli.“ Fáir eru hæfari til málflutnings „Ég hef um nokkurt árabil fylgst með helstu stjómmálamönnum okk- ar. Oftar hef ég verið ósammála utanríkisráðherranum en sammála Guðmundur G. Þórarinsson: Ég hef ævinlega talið Jón Baldvin flytja mál sitt vel og hnitmiðað ... Fáir koma aðalatriðunum svo skýrt og auðveldlega að. Ævinlega hefur hann sett sig vel inn i málin, kemur undirbúinn, þekkir menn og mál- efni sem um er rætt. Fáir eru hæf- ari í ræðustól að flytja mál sitt. Mér virðist hann leggja feiknarlega vinnu í starf sitt. Atburdir dagsins 1066 Haraldur II Englandskonungur krýndur. 1919 Theodore Roosevelt, forseti Bandaríkjanna 1901-9, deyr. 1923 Halldór Laxness skírður til kaþólskrar trúar í Lúxemborg. Fullt nafn: Halldór Kiljan Marie Pierre Laxness. 1977 EMl-plötuútgáfan segir upp samningum við pönk- hljómsveitina Sex Pistols eftir að pí- stólumar vom með dónaskap í sjón- varpinu. Afmælisbörn dagsins Ríkharður II konungur Englands, 1367. Jóhanna af Örk frelsishetja og píslarvottur Frakka, 1412. Max Bruch þýskt tónskáld af rómantíska skólanum, 1838. Málsháttur dagsins Kveinka sér flestir, þá komið er inn úr skinninu. og sérstaklega er ég ánægðari með stefnu forsætisráðherrans í Evrópu- málum en Jóns Baldvins. En ég hef ævinlega talið Jón Baldvin flytja mál sitt vel og hnitmiðað. 1 nær öllum málum kemur hann kjamanum að vafningalaust í meitluðum setning- um skorinort. Fáir koma aðalatriðun- um svo skýrt og auðveldlega að. Æv- inlega hefur hann sett sig vel inn í málin, kemur undirbúinn, þekkir menn og málefni sem um er rætt. Fá- ir eru hæfari í ræðustðl að flytja mál sitt. Mér virðist hann leggja feiknar- lega vinnu í starf sitt. Þegar ég var í Evrópuráðinu varð ég var við að sumir hinna erlendu þingmanna vantreystu íslendingum til að fara með forystu í EFTA með- an samið væri um Evrópska efna- hagssvæðið. Fljótlega varð ég þó var við að þeir töldu Jón Baldvin standa sig mjög vel og jafnvel betur en ráð- herra miklu stærri þjóða. Málakunn- átta, þekking á málefnum og góð ræðumennska utanríkisráðherrans hafa vakið athygli á afstöðu íslands á Annálsbrot dagsins Var áfreðavetur mikill, sem einn kopar yfír jörðinni, svo hross dóu meir af hungri en holdgrenni í Norð- urlandinu, en fjármissirinn ei svo mikill, þar sem hey voru. Sjávarborgarannáll, 1686. Svívirda dagsins En sannleikurinn er sá að þessi um- rædda bók er svívirðilegri en nokkur bók sem nokkru sinni hefur komið á prent á íslandi. Úrkynjun og hvers konar óheilnæmi og saurindi koma fram í mjög ríkum mæli. Enginn ár- angur er af lestri margra kafía í bók- inni annar en saurgun hugarfarsins. Ritdómur Hriflu-Jónasar um Vefarann mikla frá Kasmír eftir Halldór Laxness. Ord dagsins Sárt er cið hylja sorg og þrú, súrt er að dylja trega, sárt er að skilja seitns við gná, sárt er að vilja en ekkifá. Jón Arnason hlemmur. erlendri grund að ég hygg meira og betur en oft áður á árum fyrr.“ Þetta er ekki eftirmælagrein „Margt fleira mætti telja en ég læt hér staðar numið enda ekki að rita eftirmælagrein. En vel á minnst, ein- hvers staðar las ég að vönduð stór- blöð erlendis láti skrifa eftirmæli um ýmis stórmenni á meðan þau lifa til þess að vera viðbúin ef eitthvað ber brátt að. Líklega er mönnum hollt að meta samtíðarmenn annað slagið séð frá þessum sjónarhóli; matið verður dálítið annað. Ég er þess fullviss að ulanríkisráðherrahjónin hafa verið Islandi mjög til sóma á ferðum sín- um erlendis. En stundum verður smáatriði til þess að fella skugga á annars vel unnin störf. „Finni hann laufblað fölnað eitt, þá fordæmir hann skóginn." Oft veltir maður fyrir sér áhrifum fréttamanna á afstöðu fólks. Vafalít- ið em þau veruleg. Fréttamenn búa við lúxus ábyrgðarleysisins og hafa mikil völd. Fróðlegt væri að sjá sum Lokaorð dagsins Vatn! Vatn! Hinstu orð afmælisbams dagsins, Jóhönnu af Örk, sem brennd var á báli árið 1431, aðeins tvítug að aldri. Skák dagsins Enn dvelur skákdeildin við enda- tallsrannsóknir. Nú lítum við á stöðu sem upp kom í skák Holmovs, sem hefur hvítt og á leik, og Georggadz- es í Batumi 1991. Liðsaflinn er jafn en svartur hótar að sópa hvítu peðun- vinnubrögð þeirra tekin jafn gagn- rýnum tökum og þeir taka verk stjórnmálamanna. Én stjómmála- menn tala yfirleitt illa hver um ann- an. Stór hluti af starfi þeirra liggur í því að tala illa um aðra stjómmála- menn. Takist þeim vel upp tekst þeim að sannfæra fólk um að hinir séu stór- gallaðir eða jafnvel hættulegir. Því em flestir þeirra ekki metnir að verð- leikum fyrr en að löngum tíma liðn- um.“ Og evrun fýsir ilít ao heyra „Og eyrun fýsir illt að heyra. Ég hitti kunnan lækni í heita pottinum um daginn. Hann sagði mér að sér stæði alltaf í minni dálítil saga eftir Hóraz sem faðir hans hefði kennt sér. Maður hitti vin sinn á götu og sagði: Hví ertu svona hryggur og drúpir höfði? Hefur eitthvað gengið þér svona illa eða hefur eitthvað gengið öðmm svona vel? Þetta lýsir okkur vel sagði læknirinn um leið og hann gekk burt." um á kóngsvæng útaf borðinu og hefja síðan stórfellda sókn. Holmov sá við þessum áformum og tryggði sér sigur í fáeinum leikjum. Hvað gerir hvftur? 1. Rb6!! Glæsilegt! 1. ... fxe4+ 2. fxe4 Hxg2 Nú er þetta aðeins klór í bakkann. 3. Rc4 g5 4. Hxd6+ Ke7 5. Hd5 Og Georgadze gafst upp. Dagatal 6. janúar

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.