Alþýðublaðið - 06.01.1995, Síða 5
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
„Á bak við nýjustu endurreisn kommúnista er þögull mað-
ur sem lofar öllum öllu,“ segir Julius Strauss, dálkahöfund-
ur The European, um hinn 35 ára Zhan Videnov næsta
forsætisráðherra Búlgaríu:
Hið unga andl'rt
gamalla tíma
Fyrir rúmum hálfum mánuði
vann fyrrum Kommúnistaflokkur
Búlgaríu hreinan meirihluta í
þingkosningum þar í landi. Dálka-
höfundur The European, Julius
Strauss, veltir fyrir sér manninum
sem leiddi þessa sigurför Sósíal-
istatlokksins, eins og þeir kalla sig
í dag. hann heitir Zhan Videnov,
er 35 ára og er næsti forsætisráð-
herra Búlgaríu og væntanlegur
lykilmaður á Balkanskaga. Gefum
Strauss orðið:
„Zhan Videnov er ekki það sem
kallað er „dæmigerður Balkanskaga-
leiðtogi". Hann er ekki demagóg á
borð við Franjo
Tudjman, ekki kraft-
mikill einsog Slobodan
Milosevic, né blóð-
þyrstur á borð við Rado-
van Karadzic. Engin
hneykslismál, ekkert
kvennafar, engin blóði
drifm fortíð. Það eina
sem honum líkar ekki er
að vera kallaður Gosi.
Kannski ekki Ijón,
en örugglega
refur
Snyrtilegur, tillits-
samur og dulur, lætur
hann andstæðingana fá
það á tilfinninguna að
hann sé auðveld bráð.
En það þarf snjallan
mann til að eiga í fullu
tré við Videnov. Ef við
notum skala Machia-
vellis þá er hann
kannski ekki Ijón, en
hann er alveg örugglega
refur.
Hann er leiðtogi Sósf-
alistaflokks Búlgaríu,
sem vann hreinan meiri-
hluta í kosningunum
fyrir hálfum mánuði og
verður því næsti forsæt-
isráðherra Búlgaríu og
lykilleikmaður í stjóm-
málum Balkanskaga.
Hann minnir í útliti á
upprennandi skriffinna,
eða kannski frekar
óvenju vel klæddan
stærðfræðing. I sam-
ræðum er hann þögull,
lítt innblásinn og fremur
leiðinlegur. Hann er
einnig yngsti formaður
Sósíalistaflokksins frá
upphafi og útskrifaður
úr Alþjóðasamskiptaháskólanum í
Moskvu, en sá skóli er alma mater
kommúnistaleiðtoga Austur-Evr-
ópu.
Videnov, sem talar ensku, rúss-
nesku og arabísku reiprennandi, varð
starfsmaður kommúnista í heimabæ
sínum Plovdiv, þegar hann kom
heim úr námi. Þegar sovétblokkin
fór að liðast í sundur árið 1989, var
hann í miðstjóm Komsomol, ung-
liðahreyfmgar kommúnista, í Plovd-
iv. Ef kommúnisminn hefði ekki
hrunið, hefði hann væntanlega ennþá
verið eitthvað smápeð í Plovdiv. Hið
sjálfvirka kommúníska kerfi gerði
það að verkum að það tók rnenn
langan tíma að komast til einhverra
raunverulegra metorða. Ef við ger-
um ráð fyrir því að hann hefði ekki
gert nein mistök, þá hefði Videnov
komið til greina sem háttsettur
stjómarerindreki í Sófíu eftir unt það
bil þriggja áratuga þrotlaust strit, ár-
ið 2010. Árið 2020 hefði hann jafn-
vel verið orðinn meðlimur mið-
stjórnar Kommúnistaflokksins. Eins
og staðan er í dag, þá er hinn þrjátíu
og fimm ára gamli Videnov orðinn
fremsti stjórnmálamaður Búlgarfu.
Svo þolinmódur að
nálgast sjálfspyntingar
Búlgarski fréttaskýrandinn Philip
Harmandzhiev lýsir nokkmm eigin-
leikum hans sem gerðu honum þetta
kleift: „Hann missir aldrei móðinn,
er svo þolinmóður að það jaðrar við
sjálfspyntingar og hefur lært að
brosa," segir Harmandzhiev. „Hann
er hið mannlega andlit sem flokkur
sem leitar nýrrar ímyndar þarf á að
halda.“
ímyndir verða sífellt mikilvægari í
Búlgaríu og þó svo að hann fái vafa-
laust stundum fiðring í magann yfir
hröðum frama sínum, þá er víst að
hann kann að klæða sig fyrir hlut-
verkið. Falleg jakkaföt, hárkrem og
farsímar hafa myndað óbrúanlega
gjá á milli hans og hinna drungalegu
kommúnistaleiðtoga fortíðar.
Þrátt fyrir þetta segja gagnrýnend-
ur hans að uppaútbúnaðurinn geri
ekki meira en svo að fela mestu gall-
ana. „Videnov er tréhaus. Það er
ekkert nútímalegt við hann,“ segir
einn þeirra.
Þar fyrir utan er flokkur hans sá
fyrrum kommúnistaflokkur Austur-
Evrópu, sem hvað minnst hefur gert
upp við fortíðina og allt annað fyrir-
bæri en slikir í Póllandi, og Ung-
verjalandi. Þrátt fyrir að hann aðhyll-
ist markaðsbúskap og lýðræði, þá
hefur hann aldrei beðist afsökunar á
fyrri misgjörðum sínum og ekki eru
allir gamlir draugar gleymdir og
grafnir.
Alexander Lilov, fyrrum mið-
nefndarmaður í ríkisstjóm Zhivkovs,
vomir enn á bak við tjöldin. Þrátt fyr-
ir að enginn ógni Videnov f dag, þá
kemur hann sér fímlega hjá því að
lenda í átökum við ráðamenn fyrmrn
stjórnvalda. „Lilov er virtur fyrri
tíma leiðtogi og uppspretta mikilla
áhrifa innan flokksins," sagði
Videnov nýlega og bætti því við að
gömlum ráðamönnum kommúnista
færi fækkandi ár frá ári.
En þó svo að Videnov líti til vest-
urs eftir fyrimtyndum, þá er ljóst að
Lilov gerir það ekki. Bæði hefur
hann lýst yfir aðdáun sinni á hinum
ríkisstýrða markaðsbúskap í Kína og
gefið lítið fyrir hið vest-
ræna módel. Hann segir
að Búlgarir eigi að taka
þátt í samstarfsöxli sem
liggi um Moskvu, Sóf-
íu, Belgrad og Aþenu,
frekaí’ en að biðla til
NATO.
Videnov passar sig
hinsvegar á því að láta
lítið uppi um fyrirætl-
anir sínar. „Búlgaría
ætti að gerast aðili að
NATO, ef tryggt að
hún væri ekki þar með
að einangra Rússa,“
segir hann í nýlegu við-
tali. „Pólverjar, Tékkar
og Ungverjar em alltof
ákafir."
Slík orð em vatn á
myllu hinnar ákaflega
andkommúnísku
stjómarandstöðu, sem
heldur því fram að
Sósíalistaflokkurinn
muni selja Búlgaríu á
ný í hendur Moskvu.
„Það em mjög margir
vinveittir Rússum í
Sósíalistaflokknum,"
segir Assen Agov, fyrr-
um varaformaður Sam-
taka lýðræðisaflanna.
Fyimnt vamarmálaráð-
herra Búlgaríu Bojko
Noev, utan flokka, var-
ar lfka við rússneskum
áhrifum. I vikunni fyrir
kosningar lýsti hann
þessu yfir að Búlgaría
ætti að gerast aðili að
NATO eins fljótt og
auðið væri því rúss-
nesku áhrifin væm yfir-
þyrmandi nú þegar.
Ólíklegur til
að styggja björninn
Videnov er hinsvegar ólíklegur til
þess að styggja bjöminn. „Rússland
er ekki ógnun við Búlgaríu og hefur
reynst henni mikill vinur í gegnum
tíðina,“ sagði hann í eina tíð. Það vai'
hógværð Videnovs, skynsamleg
nálgun hans á efnahagsmálum og
pragmatísk utanríkisstefna, sem
vann svo marga kjósendur yfir til
Sósíalistaflokksins. Á meðan and-
stæðingar hans óðu á súðum yfir
hættunni á afturhvarfi til kommún-
isma, þá vann Videnov marga á sitt
band, marga kjósendur sem í raun
sakna kommúnismans, með loforð-
urn um hógværari umbætur. „Um
það bil helmingur kjósenda okkai' er
fólk sem saknar kommúnistatím-
ans,“ viðurkenndi Videnov fyrir
skömmu. „Félagslegar aðstæður
fólks eru verri í dag en þær voru
1989“
Búlgarir líta ekki á síðustu
fimmtíu ár sem eitthvað sérstaklega
slæmt tímabil. Á síðustu ftmm árurn
hefur atvinnuleysið rokið upp í
17%, verðbólgan er rúmlega
10ö% og lífsgæði fólks hafa tekið
kollsteypu. Videnov, sem gætir
þess að missa ekki af góðu pólit-
ísku tækifæri, kennir 11 mánaða
stjórnartíma Samtaka lýðræðis-
aflanna árið 1992 um, en þá voru
innleiddir kapítalfskir markaðs-
hættir.
Hefurreynt að
geðjast öllum
Með því að reyna að geðjast
öllum, hefur Videnov orðið vin-
sæll meðal allra nenta alhörðustu
and-kommúnista. Við vestræna
kaupsýslumenn talar hann um
íjöldaeinkavæðingu að tékk-
neskri fyrirmynd, en við innlenda
athafnamenn talar hann um
verndarstefnu til að koma í veg
fyrir áhrif erlendra stórfyrirtækja.
Spurningin er núna hvert öll
þessi loforð hafa skilað Sósíal-
istaflokknum og svarið er harla
einfait: í valdastólana. Þó svo að
hægt sé að saka Videnov urn að
vera ekki fullkomlega einlægur,
er ekki hægt að væna hann um
skort á stjórnmálainnsæi. I þessu
illa klofna landi, þar sem hingað
til hefur ekki verið hægt að
mynda starfhæfan ínkisstjómar-
meirihluta, hefur Videnov tekist
að sameina flokk sinn og höfða til
meirihluta kjósenda.“Videnov er
eini maðurinn sem getur brúað
bilið milli kaupsýslumanna og
kommúnisma,“ segir Harmandz-
hiev.
Hann kann að veru ungur, en
hann hefur fengið einhverja þá
bestu menntun sem kommúnism-
inn hafði uppá að bjóða og hann
hefur greinilega unnið heima-
vinnuna sína í klækjum stjórn-
málanna. Dæmi um það er hvern-
ig hann hefur tekið á hinum við-
kvæma málaflokki skipulagðrar
glæpastarfsemi. Allt bendir til
þess að skipulögð glæpastarfsemi
hafi ekki endilega komið með
kapítalismanum, heldur hafi hún
einfaldlega erft eignir kontmún-
ista og ráðskist með þær.
Tengsl við skipu-
lagða glæpastarfsemi?
Margir búlgarskir glæpafor-
ingjar eru fyrrum útsendarar
kommúnista. Að minnsta kosti
eitt af stærstu fyrirtækjum Búlg-
aríu, Multigroup, hjálpaði til við
fjármögnun kosningabaráttu
Sósíalistaflokksins. Þegar for-
maður Samtaka lýðræðisaflanna
Filip Dimitrov, sagðist hafa sönn-
unargögn sem tengdu Multigro-
up, skipulagða glæpastarfsemi og
Sósíalistaflokkinn, þá ásakaði Vi-
denov hann um að hugsa bara um
fortíðina. Hann sagði að margt
ríkasta fólk Búlgaríu í dag hefði
auðgast á því að ræna eignum er-
lendis. í dag væri þetta fólk hins-
vegar að koma á markaðskerfi og
skapa atvinnu og það ætti að
styðja það til þess.
Það að gæða hina nýríku dýrð-
arljóma föðurlandsvina krefst
sterkra tauga. En Videnov hefur
þann hæfileika að snúa árásum á
sig sér í hag. Hann geislar
kannski ekki út hinu hráa afli
Meciars eða Milosevic, enda
voru hnefaleikar aldrei hans
fþrótt. En hér áður fyrr var hann
skylmingamaður í ólympíu-
flokki.“
The European / mám
Aftur til framtíðar
Videnov fagnar sigri Sósíalista-
flokks Búlgaríu, þeim flokki fyrrum
austur-evrópskra kommúnista,
sem hvað minnst hefur gert upp
við fortíð sína.
Vinningstölur
miövikudaginn
VINNINGAR FJÖLDl VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
ER 6af6 0 41.050.000
C1 5 af 6 tÆ+bónus ö 2.186.677
R1 5 af 6 6 42.060
EI 4af6 215 1.860
m 3 af 6 |*fi+bónus 765 220
fivinningur l~. S.r.tvb,Mur "æit
Heildarupphæð þessa viku
44.057.237
á Isl.:
3.007.237
........yiSiNfflftR
IUKKÚUNA B9 10 00 -TEXTAVABP 4St
BIKT MEB FY0WVARA UM !>n|.|irvil.l.us
Borgarstjórnar Reykjavíkur
eru haldnir í Ráðhúsi Reykjavíkur
fyrsta og þriðja fimmtudag
hvers mánaðar kl. 17:00.
Fundirnir eru opnir almenningi og
er þeim jafnframt útvarpað á
AÐALSTÖÐINNI FM 90.9.
Hversu stór verður "ann?
Tvöfaldur fyrsti vinningur á laugardag!
Alþýðublaðið
Tvö blöð á mannl