Alþýðublaðið - 06.01.1995, Page 6
6
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995
RAÐAUGLYSINGAR
sr
Alþingi
ISLINDI N- (I A
Frá stjórnarskrárnefnd
Alþingis
Stjórnarskrárnefnd Alþingis gefur þeim, sem þess óska,
kost á aö koma meö skriflegar athugasemdir viö frumvarp
til stjórnskipunarlaga um breytingu á stjórnarskrá lýðveld-
isins íslands, nr. 33/1994, meö síöari breytingum, 297. mál.
Meginefni frumvarpsins er tillögur til breytinga á VII. kafla
stjórnarskrárinnar sem m.a. hefur að geyma mannréttinda-
ákvæöi hennar. Frumvarpið liggur frammi í skjalaaf-
greiðslu Alþingis aö Skólabrú 2, Reykjavík.
Óskað er eftir að athugasemdirnar berist skrifstofu Alþing-
is, nefndadeild, Þórshamri við Templarasund, 150 Reykja-
vík, eigi síðar en 20. janúar 1995.
Stjórnarskrárnefnd Alþingis.
Starfsmenntastyrkir
félagsmálaráðuneytisins
Félagsmálaráðuneytið auglýsir hér með eftir umsóknum
um styrki vegna starfsmenntunar í atvinnulífinu, sbr. lög
nr. 19/1922.
Styrkir eru veittir til aðila, sem standa fyrir starfsmenntun í
atvinnulífinu. Miðað er við að styrkir séu veittir vegna við-
fangsefna á árinu 1995.
Umsóknir berist Vinnumálaskrifstofu félagsmálaráðuneyt-
isins á sérstökum eyðublöðum sem þar fást og skal þeim
skilað þangað eigi síðar en 15. febrúar 1995.
Félagsmálaráðuneytið,
2. janúar 1995.
Framboðsfrestur
Ákveðið hefur verið að viðhafa allsherjar atkvæðagreiðslu
um kjör stjórnar, trúnaðarmannaráðs og endurskoðenda í
Verzlunarmannafélagi Reykjavíkur fyrir árið 1995.
Framboðslistum eða tillögum skal skila á skrifstofu félags-
ins, Húsi verslunarinnar, Kringlunni 7, eigi síðar en kl. 12.00
á hádegi, mánudaginn 9. janúar 1995.
Kjörstjórn Verzlunarmanna-
félags Reykjavíkur.
Jólatrésskemmtun
Verzlunarmannafélags
Reykjavíkur
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur jólatrésskemmt-
un fyrir börn félagsmanna, sunnudaginn 8. janúar nk., kl.
16:00, á Hótel íslandi. Miðaverð er kr. 600,- fyrir börn og kr.
200,- fyrir fullorðna. Miðar eru seldir á skrifstofu VR, í Húsi
verslunarinnar, 8. hæð. Nánari upplýsingar í síma félags-
ins, 568-7100.
Verzlunarmannafélag Reykjavíkur.
Hið pólitíska litróf á nýju
ari
Fulltrúaráð alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík
Aðalfundur fulltrúaráðsins
Nú þegar nýtt ár er gengið í garð
er eðlilegt að staða Alþýðuflokksins
í hinu pólitíska litrófi sé metin.
Staða Alþýðuflokksins á þessum
tímamótum er erfið; flokkurinn
mælist með lítið fylgi og nær allt það
sem almenningur (og frétta- og
blaðamenn) telja, að miður hafi farið
í tslensku stjómmálalífi á síðasta ári
hefur verið eignað Alþýðuflokknum.
Forystumönnum flokksins hefur
gengið illa að kveða í kútinn spill-
ingammræðuna sem dunið hefur á
flokknum.
Og til viðbótar þessu þurfa al-
þýðuflokksmenn síðan að sætta sig
við, að einn af forystumönnum
flokksins til langs tíma, Jóhanna Sig-
urðardóttir, hefur sagt sig úr flokkn-
um ásamt nokkm öðru flokksfólki
og stofnað ný stjórnmálasamtök.
Sterk málefnastada
Hinsvegar ber ekki að gleyma því,
að þó að staðan sé erfið þá er ekkert
tilefni til örvæntingar. Þrátt fyrir allt
sem á undan er gengið getur Alþýðu-
flokkurinn nefnilega státað af mjög
sterkri málefnaaðstöðu. Alþýðu-
flokkurinn hefur í rikisstjóm haft
mótandi áhrif á íslensk stjórnmál síð-
ustu átta ár. Flokkurinn hefur barist
af hörku fyrir stefnumálum sínum og
oftar en ekki haft sigur í glímunni
um stefnu stjómarinnar; hvort sem
það em ríkisíjármál eða húsaleigu-
bætur.
En þó að sigrar hafi unnist, saman-
ber EES, þá má ekki halda að starf-
inu sé lokið. Nei, það verður alltaf að
skoða nálægt eða fjarlægt umhverfi
með það fyrir augum að bæta hag
lands og þjóðar. Þó svo að Alþýðu-
flokkurinn hafi verið í ríkisstjóm síð-
astliðin átta ár hefur honum ekki tek-
ist að færa allt til betri vegar, því
ennþá em undarlegir hlutir í gangi á
Islandi.
Úrelt stefna lifir
Enn lifir og dafnar úrelt stefna í
landbúnaðarmálum, þar sem fram-
sóknarmenn allra flokka hafa varið
ríkisforsjá í landbúnaði.
Rétt fyrir síðustu áramót sam-
þykkti Alþingi, Gatt-samninginn.
„Samband ungra jafn-
aðarmanna hefur marg-
ítrekað ályktað að hags-
munum íslendinga sé
best borgið innan
vébanda Evrópusam-
bandsins ... Þrátt fyrir
að Norðmenn hafi
hafnað aðild að ESB í
annað sinn, þá breytir
það engu um að hættan
á einangrun er mikil.
Það eitt að hafa engin
áhrif á ákvarðanir ESB,
gerir það að verkum að
íslendingar verða að
sætta sig við einhliða
ákvarðanir sambands-
ins, sama hvort þær eru
þjóðinni til heilla eða
tjóns. Þar með er ljóst
að fullveldi landsins er
ekki mikils virði.“
Alþýðuflokkurinn barðist fyrir sam-
þykki hans, en forsjárhyggjusinnar á
Alþingi komu í veg fyrir að samn-
ingurinn yrði eins mikil búbót og
efni stóðu til fyrir almenning með
því að veita landbúnaðarráðherra al-
ræðisvald til að ákveða tolla á inn-
flutning á landbúnaðarvömm.
Þróunin til hagræðingar í sjávarút-
vegi gengur hægt, þó svo að þróun-
arsjóður hafi komist á laggimar á
síðasti ári. Enn er mikil andstaða við
veiðileyfagjald og til að kóróna
stuðning og ókeypis gjafir til útgerð-
armanna vill sjávarútvegsráðherra
leyfa veðsetningu á aflaheimildum.
Það má aldrei gerast.
Af ofansögðu er Ijóst að við verð-
um að halda baráttunni áfram fyrir
réttlátara kerfi í landbúnaði og sjáv-
arútvegi með hagsmuni heildarinnar
að leiðarljósi á kostnað sérhags-
muna.
Hættan á einangrun
Á aukaflokksþingi Alþýðuflokks-
ins nú í febrúar verður stefnan í Evr-
ópumálum mörkuð.
Samband ungra jafnaðarmanna
hefur margítrekað ályktað að hags-
munum íslendinga sé best borgið
innan vébanda Evrópusambandsins.
Fyrir mitt leyti er málið á dagskrá og
hefur verið lengi.
Þrátt fyrir að Norðmenn hafi hafn-
að aðild að ESB í annað sinn, þá
breytir það engu um að hættan á ein-
angrun er mikil. Það eitt að hafa eng-
in áhrif á ákvarðanir ESB, gerir það
að verkum að íslendingar verða að
sætta sig við einhliða ákvarðanir
sambandsins, sama hvort þær eru
þjóðinni til hcilla eða tjóns. Þar með
er ljóst að fullveldi landsins er ekki
mikils virði.
Brettum upp ermar
Þrátt fyrir að allharkalega blási á
móti Alþýðuflokknum þessa stund-
ina, er þess meiri ástæða fyrir allt al-
þýðuflokksfólk að bretta upp erm-
arnar, bjóða mótlætinu byrginn og
berjast fyrir stefnu flokksins. Því gott
brautargengi Alþýðuflokksins í
næstu alþingiskosningum þýðir að
Alþýðuflokkurinn verður áfram ger-
andinn í íslensku stjómmálalífi, ís-
lensku þjóðinni til heilla.
Með nýárskveðju!
Höfundur er stjórnmálafræðinemi og
varaformaður Félags ungra jafnaðar-
manna í Reykjavík.
Pallborðið
Gunnar
Alexander
Ólafsson
skrifar
Fulltrúaráð alþýðuflokksfélaganna í Reykjavík heldur aðalfund sinn þriðjudaginn 10.
janúar. Fundurinn verður haldinn klukkan 20:30 á Kornhlöðuloftinu við Bankastræti.
Dagskrá:
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Ávörp: Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráð-
herra og formaður Alþýðuflokksins - Jafnaðar-
mannaflokks íslands; Össur Skarphéðinsson
umhverfisráðherra.
(í fulltrúaráðinu í Reykjavík eiga sæti þeir jafn-
aðarmenn í alþýðuflokksfélögunum í borginni
er sátu sem fulltrúar á síðasta flokksþingi Al-
þýðuflokksins.)
Fjölmennum!
- Stjórnin.