Alþýðublaðið - 06.01.1995, Side 7

Alþýðublaðið - 06.01.1995, Side 7
FÖSTUDAGUR 6. JANÚAR 1995 ALÞÝÐU BLAÐIÐ 7 Enn fleiri forkólfar Alþýðubandalagsins í Reykjavík lýsa óánægju sinni: Ekkert pólitískt starf í Alþýðubandalaginu - segir Álfheiður Ingadóttir um ástandið í Alþýðubandalaginu. Svavar Gestsson bregst reiður við viðtölum Alþýðublaðsins við óánægða flokksmenn hans og segir blaðið komið í heilagt stríð við Alþýðubandalagið. Aðspurður um viðbrögð við yfirlýsingum Auðar Sveinsdóttur og Stefan- íu Traustadóttur í Alþýðublaðinu í vikunni sagði Svavar Gestsson: „Al- þýðublaðið er ekki fréttablað. Það er flokksblað, innanflokksblað." „Starf innan Alþýðubandalags- ins er í algjöru lágmarki og raunar lítið sem ckki neitt. Það er ekkert póiitískt starf í gangi í þessum flokki. Mér fínnst það heldur dap- urlegt þegar pólitískur flokkur sinnir ekki pólitísku starfi en það er bara staðreynd. Eg ætla hins vcgar ekki að elta ólar frekar við þessi framboðsmál Alþýðubanda- Iagsins,“ sagði Álfheiður Ingadótt- ir, einn af oddvitum flokksias í Reykjavík til þessa í samtali við Alþýðublaðið í gær. „Þessi framboðslisti sem er búið að búa til mun þá væntanlega annast bæði kosningaundirbúning og gerð kosningastefnuskrár og auðvitað hafa kosningabaráttu með höndum fyrir flokkinn. Ég er ekki í þeim hópi og ætla ekki að vera að angra fólk frekar með athugasemdum eða til- lögum,“ sagði Álfheiður ennfremur. En ætlar hún þá ekki að leggja flokknum lið í kosningabaráttunni? „Ég er búin að gera það sem ég hef getað á réttum félagslegum vettvangi til að fá menn til að breyta afstöðu sinni varðandi fyrirkomulag við val á listann. Þegar það gengur ekki verður það bara að hafa sinn gang. En auðvitað er það mjög alvarlegt þegar þriðjungur kjördæmisráðs- manna er á móti lillögu um að við- hafa ekki prófkjör og stór hópur ann- arra styður hana með semingi. Það sem maður hefur verið ósáttur við er að það skuli tekinn af manni réttur- inn til þess að taka þátt í að ákveða þennan framboðslista. Og það skuli jafnframt tekinn rétturinn af félags- mönnum til að bjóða sig fram eða styðja einstaklinga til framboðs. Það er um þetta sem málið snýst. En þetta er þróun sem er búin að vera lengi í gangi og útkoman á fundi kjördæm- isráðs kom mér í sjálfu sér ekki á óvart,“ sagði Álfheiður Ingadóttir. Alþýdubladid spinnur upp gervifréttir „Ég les nú aðallega um þetta í Al- þýðublaðinu og hef því ekki ástæðu til að vera mjög stressaður yfir því,“ sagði Svavar Gestsson alþingismað- ur þegar hann var spurður álits á þeirri óánægju sem grasserar innan flokksins í Reykjavík. Svavar tók spumingar blaðsins óstinnt upp. Kannaðist ekki við neinn ágreining innan flokksins í Reykjavík og taldi allar fréttir þar að lútandi uppspuna Alþýðublaðsins: -Við búum þetta ekki til, Svav- ar... ,Ja, það er greinilegt að Alþýðu- blaðið er bara í einhveiju heilögu stríði gegn Alþýðubandalaginu. Það er dálítið merkilegt.“ -Ég get ekki tekið undir það.. „Það er það. Það er ekkert annað blað með þetta. Enginn annar Ijöl- miðill. Ef þetta væru einhverjar frétt- ir tækju aðrir það upp en svo er ekki.“ -Finnst þér það ekki fréttir, Svavar, þegar þekkt fólk úr flokknum eins og Stefanía (Traustadóttir) og Auður (Sveins- dóttir) segjast ekki vilja vinna með honum lengur? „Ég hef rætt við þær þannig að ég hef ekkert um þetta að segja. Al- þýðublaðið er að reyna að spinna upp gervifréttir kringum Alþýðu- bandalagið og telur það brýnasta verkefni Alþýðuflokksins núna að vera í stríði við Alþýðubandalagið. Alþýðublaðið er náttúrlega ekkert annað en tlokksblað.'1 -En við spinnum ekki... „Alþýðublaðið er ekki fréttablað. Það er flokksblað, innanflokksblað,“ sagði Svavar. Nokkur frekari orðaskipti urðu í þessa veru. Svavar neitaði að taka gildar fréttir blaðsins af viðtölum þess við óánægða frammámenn Al- þýðubandalagsins í Reykjavík þótt þeir korni þar fram undir nafni. Að lokum gaf Svavar eftirfarandi yfir- lýsingu: „Alþýðubandalagið mun ganga frá sínum framboðslista í þessum mánuði. Ég er sannfærður um að það mun takast vel að fylkja fólki um þann lista, bæði llokksmönnum og óháðum einstaklingum í stórum stíl. Við verðum mótvægi við Sjálfstæð- isflokkinn í Reykjavík sem Alþýðu- flokkurinn verður ömgglega ekki.“ ... ■ITl, ^ -es-ríiiss r ,m % jsvmh' ■■■ F URSOGiCi */ ÍlÍiiihtesS ' -•"••« „Gervifréttir" Alþýðublaðsins, sem birst hafa í vikunni. í viðtölum við blaðið hafa tveir af varaþingmönnum Alþýðubandalagsins lýst yfir því, að þeir muni ekki starfa fyrir flokkinn. Þær Auður Sveinsdóttir og Stefanía Traustadóttir hafa verið meðal nánustu stuðningsmanna Svavars Gests- Mannval á tónleikum Listaklúbbsins: Águsta, Ingveldur Yr og Harpa; Blandon, Kristinn og Bernstein Ágústa S. Ágústsdóttir, Harpa Harðardóttir og Ingveldur Ýr Jónsdóttir flytja lög úr söngleikj- um við píanóundirleik Kristins Arnar Kristins- sonar. Árni Blandon fjallar um sögulegan bak- grunn laganna. Listaklúbbur Þjóðleikhúskjallar- kvöld, 9. janúar, en þá munu þrjár ans hefur starf nýja ársins á léttum ungar og upprennandi söngkonur, nótum næstkomandi mánudags- Ágústa S. Ágústsdóttir, Harpa Harð- ardóttir og Ingveldur Ýr Jónsdóttir, flytja gestum lög úr söngleikjum við píanóundirleik Kristins Amar Krist- inssonar. Alþýðublaðið ræddi stuttlega við Ágústu og Höipu í gær og spurði fyrst afhvetju tónleikarnir kæmu til: „Við, söngkonumar á tónleikun- um á mánudagskvöldið, komuni eig- inlega úr sitthvorri áttinni. Við tvær höfum mikið verið að æfa saman dú- etta; lærðum saman í Söngskólanum í Reykjavík og vorum samferða með kennaraprófið síðastliðið vor. Ing- veldur Ýr lærði síðan hér heima, í Vínarborg og Bandaríkjunum. Mánudagstónleikarnir era fyrst og fremst kynning á Leonard Bernstein og lagasmíðum hans; með áherslu á fjölbreytileikann í verkunum. Hann var ekki aðeins söngleikjasmiður. Já, það er náttúrlega dálítið öðravísi að syngja þessi söngleikjalög en að koma fram og syngja óperaaríur, en alveg jafn vandasamt og krefst heil- Grafík í Stöðlakoti Á niorgun, laugardag, opnar Þórdís Elín Jóclsdóttir grafík- sýningu í Stöðlakoti við Bók- hlöðustíg. Myndirnar á sýning- unni eru handlitaðar ætingar unnar í kopar. Þórdís stundaði myndlistar- nám á listasviði Fjölbrautaskól- ans og útskrifaðist síðan úr graf- íkdeild Myndlista- og handíða- skólans vorið 1988. Hún er með- limur myndlistarhópsins Áfram veginn sem rekur grafíkverk- stæði í Þingholtsstræti 5. Hópur- inn hefur haldið nokkrar sam- sýningar en þetta er önnur einkasýning Þórdísar. Sýningin er opin daglega klukkan 14:00 til 18:00 og henni lýkur 22. janúar. Þessar ungu óperusöngkonur, Ágústa S. Ágústsdóttir, Harpa Harðardóttir og Ingveldur Ýr Jónsdóttir, koma fram í Þjóðieikhúskjallaranum á mánudagskvöldið: Það er náttúrlega dálítið öðruvísi að syngja þessi söngleikja- lög en að koma fram og syngja óperuaríur, en alveg jafn vandasamt og krefst heilmikillar tækni. A-mynd: E.ÓI. mikillar tækni. Jú, jú, Bemstein er í miklu uppáhaldi og við hlökkum mikið til.“ Ágústa og Harpa hafa báðar tekið þált í tjölda sýninga hjá íslensku óperunni og í nóvember síðastliðn- um héldu þær santan tónleika í Lista- safni Kópavogs - Gerðarsafni. Yng- veldur Ýr stundaði nám við Söng- skólann í Reykjavík, Tónlistarskól- ann í Vínarborg og Tónlistaskóla Manhattan í New York. Hún hefur tekið þátt í óperauppfærslum og haldið tjölda tónleika, bæði erlendis og hér á Islandi. Á tónleikunum mun Ámi E. Blandon fjalla um sögulegan bak- grunn laganna með aðaláherslu á Le- onard Bemstein, höfund tónlistar söngleiksins West Side Story sem framsýndur verður í Þjóðleikhúsinu í febrúar. Ennfremur koma Valgerður Guðnadóttir og Garðar Thór Cortes, annað parið af tveimur sent leika Maríu og Tony í sýningunni, fram á mánudagskvöldið og syngja við pí- anóundirleik Jóhanns G. Jóhanns- sonar hljómsveittu-stjóra. Listaklúbbur Þjóðleikhúskjallar- ans heldur nú uppá eins árs afmæli sitt um þessar mundir, en hann var stofnaður 3. janúar 1994. Dagskráin á mánudagskvöldið hefst klukkan 20:30, aðgangseyrir er krónur 500 en krónur 300 fyrir félagsmenn. Á tón- leikunum mun liggja frammi dag- skrá klúbbsins fyrir janúar og febrú- ar. Helgi í Gauks- hreiðrinu Sýningar á leikritinu Gaukshreiðr- ið heljast á ný í Þjóðleikhúsinu 13. janúar eftir nokkurra vikna hlé. Þær breytingar hafa orðið á hlutverka- skipan að Helgi Skúlason tekur við hlutverki Scanlons, eins af sjúkling- unum á geðsjúkrahúsinu, af Erlingi Gíslasyni. Gaukshreiðrið var framsýnt á sfð- astliðnu leikári. Það var síðan tekið upp aftur í upphafi þessa leikárs og hefur verið sýnt síðan við rniklar vin- sældir. Sýningum fer nú fækkandi, bæði vegna þrengsla í leikmynda- og leik- munageymslum Þjóðleikhússins og vegna þess að leikarar í Gauks- hreiðrinu þurfa að snúa sér að öðrarn verkefnum innan hússins. Það fara því að verða síðustu forvöð að sjá þetta fræga verk á stóra sviðinu. Þrettánda- brennur Skátafélög og Kór Selja- kirkju halda árlega þrettánda- brennu niður af Oldusclsskóla í kvöld. Kveikt verður í bálkcst- inum klukkan 20:00. Hafnfirðingar ætla að kveðja jólin á eftirminnilegan hátt með viðamikilli þrettándapleði á íþróttasvæði Hauka á Asvöllum í kvöld. Hátiðin hefst klukkan 19:45 með blysför álfa, trölla, jólasveina og hestamanna inn á svæðið. Fjörkarlar sjá um söng og spilamennsku, grýla, leppa- lúði og jólasveinar skemmta. Kveikt verður í bálkesti og í lok- in verður flugeldasýning. Heitt kakó og kaffi verður selt vægu verði sem og blys. Boðið er uppá ókeypis strætóferðir úr inið- bænum og frá Suðurbæjar- sundlaug frá klukkan 19:30. Almannatryggingar: Bætur greiddar fyrr Bætur almannatrygginga verða framvegis greiddar út fyrsta dag hvers mánaðar. Áður var útborgun- ardagur bóta þriðji virki dagur hvers mánaðar. Breytingar á lögum um sérstaka heimilisuppbót tóku einnig gildi 1. janúar. Breyttur útborgunar- dagur gerir það að verkum, að unt- sóknir unt bætur almannatrygginga þurfa að berast fyrr en áður til Try gg- ingastofnunar. Nú þurfa untsóknir að berast til stofnunarinnar fyrir 10. dag hvers mánaðar, ef greiðslur eiga að hetjast næsta mánuð á eftir. Sérstök heimilisuppbót, sem áður féll niður ef lífeyrisþegi hafði aðrar tekjur en bætur almannatrygginga, mun nú skerðast krónu á móti krónu við tekjur h'feyrisþega umfram al- mannatryggingabætur. Aðeins þeir h'feyrisþegar sem búa einir, geta átt rétt á sérstakri heimilisuppbót.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.