Alþýðublaðið - 12.01.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 12.01.1995, Blaðsíða 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 Karl og Krummi enn á ferð Krummi brotlendir - frá Karli Th. Birgissyni Krummi minn: Hvers eiga lesendur Alþýðublaðs- ins að gjalda? Á milli jóla og nýárs birtist hér í blaðinu ritdómur minn um ágæta bók ykkar Áma Þórarins- sonar og síðan hefurðu ekki linnt lát- um. Fyrst með athugasemd um áminningarbréf sem mér sást yfir, en reyndist samt ekki vera til þrátt fyrir alít fjaðrafokið. Og aftur í blaðinu í gær um bréf þitt til Lúðvíks Geirs- sonar, formanns Blaðamannafélags- ins, vegna dóms yfir Sigurði Á. Frið- þjófssyni (þá ritstjóra Helgarblaðs- ins), sem þú heldur að ég haft ekki lesið, af því að ég sagði í niðurlagi ritdóms míns, að þú hefðir stefnt Vikublaðinu fyrir munnsöfnuð. Það segir þú að sé „misskilningur“. Hvurs konar bull er þetta eigin- lega? Auðvitað las ég þetta bréf þitt af áhuga - eins og flest annað í bók- inni - en það kemur málinu ekki við frekar en önnur bréf í þessari bók. Ef þú hefðir meira en skimað niðurlag ritdóms míns sæirðu að hann var ekki um málaferli þín gegn Helgar- blaðinu, heldur Vikublaðinu. Helg- arblaðið kom hvergi við sögu. Þess vegna skiptir ekki máli hvursu mörg bréf þú birtir um málaferli þín gegn Helgarblaðinu; það kemur ummæl- um mínum um Vikublaðið nákvæm- lega ekkert við. Illgjamir myndu náttúrlega segja að kærumál þín væm orðin svo mörg að ekki sé lifandis leið fyrir nokkum mann að henda á þeim reiður, ekki einu sinni sjálfan þig - en auðvitað dettur mér ekki í hug að halda því fram. Þú ert svosum ekki einn um að gera ekki greinarmun á Helgarblað- inu og Vikublaðinu - er þetta ekki allt sama kommapakkið hvort eð er? Ég reikna með að lesendur Al- þýðublaðsins fari að verða þreyttir á þessum hártogunum, en sjálfum þér til upprifjunar þykir mér nauðsynlegt að benda á eftirfarandi lykilstað- reyndir: Þú stefndir Vikublaðinu vegna níu ummæla. Þar af vom þrenn óvenju- rætinn skætingur, svo vægt sé orðað, sitthvað um áhuga þinn (og Baldurs Hermannssonar) á margs lags subbu- og dónaskap. Hinar ávirðing- amar vom að mínu mati bamagælur miðað við þann texta. Hann verður ekki endurtekinn hér, en áhugasamir geta flett upp á bls. 322-327 í bók- inni ykkar Áma. Fyrir þetta þurfti Vikublaðið að punga út um þrjú hundmð þúsundum, auk eigin máls- kostnaðar. í ljósi þessa undraðist ég að lesa í bókinni ummæli þín um nafngreinda konu, pólitískan andstæðing þinn, sem em ekkert annað en samansúr- raðar svivirðingar um útlit hennar. Það þótti mér ekki bara ósmekklegt og lágkúmlegt, heldur íjandi ósvífið af manni sem sjálfur hafði stefnt fá- tæku vikublaði fyrir viðlfka dóna- skap. Sú var merkingin á bak við niðurlag mitt, setninguna um „litla, feita leikstjórann" sem teldi sig þess umkominn að gera rætið grín að út- liti fólks, en léti dæma umsvifalaust aðra í fjársektir fyrir viðlíka munn- söfnuð. Kannske týndist merkingin vegna þessa skrautlega orðalags, en mér þótti það fyllilega í samræmi við tilefnið. En að lokum, Kmmmi minn: hvurslags ógnarhvumpni er þetta í þér? Það er reyndar nokkuð um liðið síðan ég skrifaði þennan ritdóm, en Enn kljást Karl og Krummi: Karl Th. skimar víða - frá Hrafni Gunnlaugssyni. Rcykjavfk. 5. janúar 1995. Fyrir stuttu bini ég grcinarkom í Alþýðublaðinu sem bar yíirskriftina: „Trúlega hefur Karl Th. skimað bókina víð- ar, og skil ég nú betur ýmsar aðrar fullyrð- inrtnr pnm flnnn m 4 í nmfi/Oli<ninn! nnlnl/t „Mig fer að gruna að þú hafir eitthvað lítið við að vera í skammdeginu, úr því þér finnst taka því að standa í þessum bréfaskriftum. Sjálfum finnst mér þessar fáu blaðsíður í AlþýðublaÖinu ekki eiga það skilið að við leggjum þær undir okkur svona dag eftir dag, sérstaklega þar sem blaðamennirnir eru svo duglegir við að framleiða gott efni.” mig minnir endilega að ég hafi lýst bókinni sem „stórskemmlilegri" og „hinni beztu skemmtun". Enda er hún það og átti skilið miklu meiri sölu en hún fékk. Lesendur Alþýðu- blaðsins geta þó líklega prísað sig sæla yfir að mér þótti hún ekki leið- inleg - þá yrðum við líklega að skiptast á þessum orðsendingum langt fram á vor, eins og þú ýjar að í bréfi þínu. Mig fer að gruna að þú hafir eitt- hvað lítið við að vera í skammdeg- inu, úr því þér finnst taka því að standa í þessum bréfaskriftum. Sjálf- um finnst mér þessar fáu blaðsíður í Alþýðublaðinu ekki eiga það skilið að við leggjum þær undir okkur svona dag eftir dag, sérstaklega þar sem blaðamennimir eru svo duglegir við að framleiða gott efni. Ég reikna ekki með því að nafni þinn Jökuls- son samþykki að taka upp sérstakan dálk með Kalla og Kmmma, svo ég legg til að við látum gott heita - nema tilefnið sé þeim ntun merki- legra og annað og meira en kjánaleg- ur misskilningur. Beztu kveðjur, Kalli. MALÞING um menningarmá! í Reykjavík Borgarstjórinn í Reykjavík, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, boðar til tveggja mólþinga um menningarmól og stefnu borgaryfirvalda í þeim efnum. Fyrra mólþingið fjallar um hagsmuni og aðstöðu listamanna í borginni og hið síðara um list- og menningarmiðlun í Reykjavík. Fyrra mólþingið, Listsköpun í Reykjavík - stefna og stjórnkerfi, verður haldið í Róðhúsi Reykjavíkur laugardaginn 14. janúar 1995. Mólþingið er öllum opið. Dagskró: 10.00 Skráníng þátttakenda. 10.15 Setning málþings, avarp Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur borgarstjóra. 10.30 Guðrún Jónsdóttir, formaður menningarmálanefndar: Listsköpun í Reykjavík - stefna og stjórnkerfi borgarinnar. Umrœður og fyrirspurnir. Matarhlé. 13.15 Hagsmunir og aðstaða til listsköpunar í Reykjavík — viðhorf listamanna: Myndlist: Þorvaldur Þorsteinsson. Tónlist: Pétur Jónasson. Leiklist: Kolbrún Halldórsdóttir. Kvikmyndir: Ásdís Thoroddsen. Arkitektúr: Sigurður Harðarson. Bókmenntir: Ólafur Haukur Símonarson. Listdans: Auður Bjarnadóttir. Kaffihlé 15.30 Almennar umrœður og fyrirspurnir. 16.30 Fundarstjóri gerir grein fyrir helstu niðurstöðum málþingsins. 16.50 Málþinginu slitið. Fundarstjóri: Halldór Guðmundsson. Vinsamlega tilkynnið upplýsingaþjónustu Ráðhússins þátttöku í síma 632005. Þáttfökugjald til greiðslu á hádegisverði og kaffi er kr. 1000. Dagskrá seinna málþingsins, sem haldið verður í Ráðhúsinu laugardaginn 18. febrúar, verður auglýst síðar. Skrifstofa borgarstjóra Starfsmenntasjóður félagsmálaráðuneytisins Ráðherra úthlutar 52,3 milljónum til 34 aðila Hæsta styrki fengu Menningar- og fræðslusam- band alþýðu: 5.300.000, Fræðslunefnd félags- málaráðuneytisins vegna Starfsmannafélags rík- isstofnana: 4.442.476, Samstarfsnefnd um starfs- menntun verslunarfólks: 3.990.000, Iðntækni- stofnun íslands: 3.350.000, Starfsfræðslunefnd fyrir iðnverkafólk: 3.248.376, Fræðsluráð bygg- ingaiðnaðarins: 3.078.000, Rafiðnaðarskólinn: 3.000.000. Á síðasta ári var úthlutað styrkj- um úr starfsmenntasjóði félags- málaráðuneytisins að upphæð 52.378.602 krónur. Starfsmennta- sjóður félagsmálaráðuneytisins var stofnaður með lögum númer 19 frá árinu 1992 um starfsmenntun í at- vinnulífinu. Félagsmálaráðherra skipar sjö manna starfsmenntaráð til tveggja ára sem fer með fram- kvæmd laganna og er það skipað með fulltrúum samtaka atvinnurek- enda og launafólks og fulltrúa fé- lagsmálaráðherra. Markmið laganna er að hvetja til aukinnar starfs- menntunar í atvinnulífmu og skal því náð með stuðningi við skipulega starfsmenntun og frumkvæði og mótun heildarstefnu varðandi starfs- menntun í atvinnulífinu samkvæmt ákvörðun starfsmenntaráðs. Félags- málaráðherra úthlutar styrkjum úr starfsmenntasjóði á árinu hveiju eft- ir tillögum starfsmenntaráðs. Styrkimir skiptust á eftirfarandi hátt milli aðila: Menningar- og fræðslusam- band alþýðu: 5.300.000, Fræðslunefnd félagsmálaráðu- neytisins vegna Starfsmannafé- lags ríkisstofnana: 4.442.476, Samstarfsnefnd um starfs- menntun verslunarfólks: 3.990.000, Iðntæknistofnun íslands: 3.350.000, Starfsfræðslunefnd fyrir iðn- verkafólk: 3.248.376, Fræðsluráð byggingaiðnaðar- ins: 3.078.000, Rafiðnaðarskólinn: 3.000.000, Vélstjórafélag Islands: 2.212.000, Fræðsluráð málmiðnaðarins: 2.000.000, Eftirmenntun bflgreina: 2.000.000, Prenttæknistofnun: l.912.000, Samstarfsnefnd um verslunar- menntun: 1.790.000, Verkamannasamband íslands: 1.500.000, Iðnskólinn í Reykjavík og Landssamtök sláturleyfishafa: 1.405.000, Verkakvennafélagið Framtíð- in: 1.279.000, Listasafn Islands og Þjóð- minjasafn fslands: ! .200.000, FTugvirk jafélag íslands: 1.000.000, Leiðsöguskóli íslands: 912.000, Fræðsluráð hótel- og veitinga- greina: 847.000, Verslunarmannafélag Austur- lands: 775.000, Ríkisspítalar: 727.750, Starfsþjálfun fatlaðra: 666.000, Nýi hárskólinn: 650.000, Ferðamálasamtök Vestijarða: 645.000, Verkakvennafélagið Fram- sókn: 626.000, Félag íslenskra kjötiðnaðar- manna: 595.000, Bflgreinasambandið: 590.000, Starfsmannafélag Akraness: 555.000, Ökukennarafélag íslands: 500.000. Múrarasamband Islands, Múr- arafélag Reykjavíkur og Múrara- meistarafélag Reykjavíkur: 498.000, Samtök iðnaðarins: 440.000, Starfsmannafélagið Sókn: 335.000, Félag fótaaðgerðafræðinga: 200.000, Grindavíkurbær, Verkalýðsfé- lag Grindavíkur og Ferðamálafé- lag Grindavíkur: 110.000. Biskup vísiterar gömlu Reykjavík Fyrsta vísitasían í 200 ár „Það hefur tíðkast gegn- um aldirnar að biskup liafl vísiterað söfnuði kirkjunn- ar nema hér á hans heima- slóðum. En á sunnudaginn hefst vísitasía herra Ólafs Skúlasonar biskups í hinu gamla prófastsdæmi Reykjavíkur með því að hann heimsækir Dómkirkj- una og er þetta fyrsta vísit- asían á þessum slóðum í 200 ár,“ sagði Ragnar Fjalar Lárusson prófastur í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra í spjalli við blaðið. Prófastur sagði að síðast hefði þetta prófastsdæmi, gamla Reykjavík, verið ví- siterað á dögum Hannesar Finnssonar Skálholtsbisk- ups. Eftir lát hans 1796 var ísland gert að einu biskups- dæmi með aðsetri biskups í Reykjavík. Reykjavíkur- prófastsdæmi vestra nær frá Seltjarnarnesi inn að Elliðaám og í því eru 10 sóknarkirkjur og nokkru fleiri prestar og er þetta fjölmennasta prófastsdæmi landsins. Vísitasíurnar verða í kirkjunum og hefj- ast með guðsþjónustu á hverjum stað þar sem bisk- up prédikar. Síðan er fund- ur með sóknarprestum, sóknarnefnd, starfsfólki kirkjunnar, fulltrúum fé- laga innan safnaðarins og skýrsla gefin um störf og starfsmannahald. Á fundin- um skal lagt fram ágrip af sögu kirkjunnar og safnað- arheimilsins, eignaskrá kirkjunnar, rædd helstu viðfangsefni í safnaðarstarfi og framtíðaráform. Auk þess hyggst biskup vísitera elli- og hjúkrunarheimili og fleiri slíkar stofnanir á virk- um dögum. Að gömlum sið fylgir pró- fastur biskupi á öllum þess- um ferðum hans og einnig er Ebba Sigurðardóttir biskupsfrú með í vísitas- íunni.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.