Alþýðublaðið - 12.01.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 12.01.1995, Blaðsíða 8
MMVBLMD Fimmtudagur 12. janúar 1995 7.tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Ingibjörg Sólrún Gísladóttir borgarstjóri boðar til tveggja málþinga um menningarmál og stefnu borgaryf- irvalda í þeim málum. Fyrra málþingið verður í Ráðhúsinu á laugardaginn og þar verður rætt um hagsmuni og aðstöðu listamanna í Reykjavík. Sæmundur Guðvinsson spurði nokkra af frummælendum á málþinginu Hvernig er að vera listamaður í Reykjavík? Þorvaldur Þorsteins- son myndlistarmaður Ekki eintóm fiekafram- leiðsla „Ef' maður vinnur hefðbundna myndlist, stofumyndlist, þá er ekkert slæmt að vera myndlistarmaður í Reykjavík. Ekki síst þegar unnið er með hefðbundinn miðil, það er að segja málverk. Öllu alvarlega er hins vegar skortur á vettvangi fyrir annars konar framkvæmdir og fé í þær. Það vantar nokkurs konar framkvæmda- sjóð myndlistarmanna,“ sagði Þor- valdur Þorsteinsson myndlistarmað- ur og rithöfundur. „Mér finnst talsvert vanta á að stjómendur menningarmála geri sér grein fyrir því að myndlistin hefur verið að þróast þannig að það eru komnar allt aðrar áherslur varðandi það hvað er myndlist. Hvar er hún, hvar er hún kynnt og hvar er hún sýnileg? Myndlist er komin svo langt út fyrir hinn hefðbundna sýn- ingarsal. En það er haldið töluvert fast í hefðina og hvar myndlist er til sýnis,“ sagði Þorvaldur enníiremur. í framhaldi af þessu var hann spurður hvort Reykjavíkurborg þyrfti þá að taka upp nýja stefnu í þessum mál- um. „Það em að koma upp æ fleiri myndlistarmenn sem hafa allt aðrar forsendur til að vinna en stilla hiut- unum upp í sýningarsölum ein- göngu. Kerfið er kannski ekki alveg tilbúið til að taka á móti þessu. Borg- in sker sig svo sem ekkert úr að því leyti að aðstaðan er hvorki betri né verri hér heldur en annars staðar þar sem ég þekki til. En það er kannsld fullmikil þröngsýni varðandi það hvemig myndlistarmenn vinna. Boðssýningar Kjarvalsstaða hafa verið til bóta, en þar sé ég hins vegar enga stefnu og býsna tilviljunarkennt hverjir þar em kynntir. Þar er meira um skyndiákvarðanir en markvissa stefnu." Þeir sem ekki vinna hefðbundið eru þá í nokkuð lausu lofti? ,dá, og það er sístækkandi hópur því tímamir breytast. Þvert á þessa þróun hefur umræða á vegum borg- arinnar snúist svo mikið um Erró og stóm heildimar sem eiga einhvem veginn að sjá um menninguna. Þetta er alveg á skjön við þá þróun sem er að eiga sér stað þar sem allt er eins og að splundrast upp f smærri eining- ar og fjölbreytilegri framkvæmdir listamanna, en ekki eintóm fleka- framleiðsla sem hangir í stómm glæstum hofum,“ sagði Þorvaldur Þorsteinsson. * Asdís Thoroddsen kvik- myndagerðarmaður Ómótuð stefna „Það hefur ekki væst um mig hingað til og ég hef alltaf haft nóg að gera, reyndar ekki alltaf sem kvik- myndagerðarmaður," sagði Asdís Thoroddsen leikstjóri og kvik- myndagerðarmaður. „Ahugi fyrir kvikmyndum og kvikmyndagerð er fyrir hendi og ég vil skjóta því inn að það mætti vera meira og fjölbreyttara úrval mynda í bíóhúsum borgarinnar. En þrátt fyrir bíóáhuga borgarbúa þá hefur Reykjavíkurborg ekki komið þar við sögu nema að hún hefur styrkt kvik- myndahátíðir. En borgin hefur enga mótaða stefnu varðandi kvikmynda- gerð. Raunar hefur vantað menning- armálastefnu hjá borginni. Það hefur verið svona happa og glappaaðferð hveijir fá stuðning og hvað er gert. Ég ætla hins vegar ekki að segja meira að sinni en ræða þetta frekar á málþinginu sjálfu," sagði Asdís Thoroddsen. Ólafur Haukur Símon- arson rithöfundur Vantar menn- ingarpólitík „Það gildir það sama um að vera rithöfundur í Reykjavík og víðast hvar annars staðar á landinu held ég. Það eru bæði kostir og gallar við það að vera hér, en þetta snýst mikið um menningarlegan stuðning í ýmsu formi við höfunda. Þetta málþing mun væntanlega snúast að einhverju leyti um það hvemig megi efla tengsl fólksins við bækur og bókmenntim- ar,“ sagði Ólafur Haukur Símonar- son rithöfundur. „Það þarf að gera bókina sýni- legri, nærtækari, og koma f veg fyrir það að hún verði homreka. Það þarf að tryggja það að bókin verði öllum aldurshópum nærtæk hvar sem er á landinu á öllum árstímum. Við höf- um talsverðar áhyggjur af því að bókin sé ekki innan seilingar og þeim tegundum bókmennta sem er flaggað fari fækkandi," sagði Ólafur Haukur ennffemur. Hann var spurð- ur hvort andrúmsloft borgarinnar væri gott fyrir skapandi list eins og skáldskap. „Ég held að það sé mjög erfitt að mæla það! En ég hef gmn um að það sé allur vilji til þess að gera góða hluti í þessum efnum. Hins vegar er eins og svona málefni glutrist oft niður og þeim sé ekki sinnt nægilega og þess vegna em menn að þinga og reyna að fmna leiðir til að koma hlut- unum í betra horf. Það þarf að nýta fjármagn betur og þær stofnanir sem til em, eins og í þessu tilviki skóla og bókasöfn." Vantar ákveðnari stefnu yfir- stjómar borgarinnar? „Það vantar auðvitað menningar- pólitík í þetta land til þess að það geti orðið sátt um það hvað við viljum hafa af menningarstarfi og hveiju við viljum kosta til. Einnig hvemig við teljum okkur geta nýtt best það fjármagn og þann mannafla sem við þetta fæst, það er að segja við list- sköpun og dreifingu á menningaraf- urðum. Það er eins og þetta sé allt mjög sundurlaust. Það skortir bæði löggjöf um menningarmál og menn- ingarpólitík og svo hreinlega að taka af skarið með það hversu miklu fjór- magni eigi að verja til þessara hluta,“ sagði Ólafur Haukur Símonarson. Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri Viljum gegn- særra kerfi „Ef þú hefur tækifæri til að starfa er nánast alls staðar gott að vera, en það er spumingin um þessi tækifæri. Listamenn em löngum upp á eigin ábyrgð með tækifærin en umræðan hefur líka löngum snúist um það að það eigi kannski ekki eingöngu að vera á ábyrgð listamanna að þeir hafi tækifæri til að starfa. Það eigi líka að vera á ábyrgð samfélagsins," sagði Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri. „Reykjavíkurborg hefur stutt mjög myndarlega við leiklistina. Borgin gerir Leikfélagi Reykjavíkur kleift að reka Borgarleikhúsið og ekki nema gott um það að segja en við verðum að skoða allt landslagið. Hvað fleira er það sem Reykjavíkur- borg er að gera til að styðja við leik- listarstarf? Það er ansi margt. Þar er til dæmis skólamálaráð mjög virkur aðili og sömuleiðis fþrótta- og tóm- stundaráð. Einnig er virk leiklistar- starfsemi í öllum skólum meira eða minna. Það em hins vegar óljósar leiðir sem liggja um þetta landslag. Þurfa listamenn að þreifa sig áfram lengi í einhvetjum frumskógum áður en þeir finna hvaða aðferðum þeir geti beitt til að fá fjárhagslegan stuðning til þess að stunda sína list- Frummælendur á málþingi borgarstjóra: Auður Bjarnadóttir, Kolbrún Halldórsdóttir, Pétur Jónasson, Ásdís Thoroddsen, Þorvaldur Þorsteins- son og Ólafur Haukur Símonarson. Á myndina vantar Sigurð Harðarson. grein," sagði Kolbrún. Er þörf á einhverjum reglum um stuðning borgarinnar? ,Já. Það virðast til dæmis engar reglur vera til um hvemig leiklist er studd af Iþrótta- og tómstundaráði eða skólamálaráði, hvað þarf til að komast þar að. Það er ekki auglýst eftir neinum styrkjum. Hvemig sinn- Krístín Ástgeirsdóttir oddviti Kvennalistans í Reykjavík Klúður hjá Kvennalistanum - hvernig staðið er að framboðsmálum. Ákvörðun um nýtt forval í Reykjanesi „kemur leiðinlega út gagn- vart einstaklingum“ en er ekki kvennakúgun einsog Helga Sigurjónsdóttir staðhæfir, segir Kristín. Málefni Kvennalistans. em nú mjög í brennidepli, einkum fram- boðsmál í Reykjavík og Reykjanesi. A Reykjanesi hefur verið ákveðið að hundsa niðurstöður forvals, þar- sem Helga Sigurjónsdóttir varð í efsta sæti, og efna til annars forvals þarsem Kristín Halldórsdóttir, fyrr- um þingkona, gefur kost á sér. í Reykjavík fór fram leynilegt og fá- mennt forval, og síðustu vikur hafa kvennalistakonur tekist á bakvið tjöldin um skipan framboðslistans. Alþýðublaðið ræddi við Kristínu Ástgeirsdóttur, einn helsta leiðtoga Kvennalistans, um málefni flokks- ins. Erfundur hjá Kvennalistanum á fimmtudagskvöld þarsem verður raðað á framboðslistann tilAlþing- is? „Það verður félagsfundur annað kvöld (í kvöld) þar sem farið verður yfir drög að stefnuskrá og tillaga um uppstillingu á framboðslista Kvennalistans í Reykjavík verður kynnt til umræðu. Ef ekki koma fram neinar athugasemdir þá á ég von á því að hún verði samþykkt." Nú hefur Kvennalistinn, meðal annars eftir atburðina íReykjanes- kjördcemi, verið gagnrýndur fyrir ólýðrœðisleg vinnubrögð, hverju svarar þú því til? „Það er mjög erfitt fyrir mig að dæma um vinnubrögð sem ég hef ekki fylgst með af eigin raun. Þama virðist samt vera um klúður að ræða. Félagsfundur Kvennalistans er æðsta vald hans. Það hafa verið haldnir margir félagsfundir á Reykjanesi þar sem fyrri ákvarðanir hafa verið teknar til endurskoðunar. Annars er þetta leiðindaklúður og vonandi tekst að ná niðurstöðu út úr þessari lokaröðun. En úr því sem komið var, var þá ekki bara best að byija upp á nýtt?“ Helga Sigurjónsdóttir segir að sú ákvörðun að endurtaka forvalið í Reykjanesi sé mesta kvennakúg- un sem hún hefur orðið fyrir. Er það sœmandi Kvennalistanum? ,Ég get ekki fallist á það að þama sé um einhveija kvennakúgun að ræða. Þama er hópur kvenna að reyna að komast að niðurstöðu. Þama hefur hvorki verið sátt um vinnubrögð né það að Kristín Hall- dórsdóttir skuli ekki hafa gefið kost á sér. Þetta kemur leiðinlega út gagnvart einstaklingum. Þetta er ekki nein kvennakúgun en þetta er klúður. Konumar á Reykjanesi verða nú að heíjast handa við að semja um frið og sættir á sínu heim- ili.“ Er grasrótin ekkert kalin þegar kallað er til nýsforvals til að konm gamalli þingkonu inn á þing á ný, í stað konu sem er frekar ný í starfi listans og Imfði auk þess hlotið brautargengi félaga sinna í for- vali? „í fyrsta lagi er Helga Siguijóns- dóttir ekki ný í starfi fyrir Kvenna- lístann. Hún hefur verið með frá upphafi, þó hún hafi starfað mismik- ið í gegnum tíðina. Spumingin er alltaf um hveijar konur vilja sjá sem sína íúlltrúa. Það var hópur sem vildi fá Kristínu Halldórsdóttur til að leiða Iistann. Það em margar hæfar og góðar konur á Reykjanesi, ef það er vilji þeirra að fá hana í fyrsta sætið, þá verður það að koma útúr þessu forvali, en margar fleiri gefa þar kost á sér. En annars finnst mér þetta mál allt saman bera ífekar vott um líf í Kvennalistanum en kal.“ Kristín Ástgeirsdóttir um þau um- mæli Helgu Sígurjónsdóttur að Kvennalistinn beiti „kvennakúg- un" með því að endurtaka forval í Reykjanesi: Þetta kemur leiðinlega út gagnvart einstaklingum. Þetta er ekki nein kvennakúgun en þetta er klúður. Finnst þér eðlilegt að þátttak- endur í forvaii Kvennaiistans í Reykjavík fái ekki að vita hver út- koma þeirra sjálfra var? „Nei, mér finnst það ekki eðlilegt en það var samþykkt á fjölmennum félagsfundi að hafa þetta svona. Þetta var mjög ítarlega rætt en nið- urstaðan var þessi.“ Okkar heimildir herma að afsex efstu sœtunum, séu fimm konur sem voru í hópi stofnenda Kvenna- listans, núverandi þingkonur, varaþingkonur, fyrrverandi borg- arfulltrúi. Er þetta ekkert óeðlilega hœg endurnýjun íflokki sem legg- urjafn mikið uppúr endurnýjun og Kvennalistinn? „Þetta er einfaldlega rangt og þegar listinn lítur dagsins ljós kemur í ljós hvaða endumýjun á sér þar stað. Að lokum vil ég koma á fram- færi athugasemd vegna skrifa Al- þýðublaðsins um mig, og það að ég hafi verið að beita mér gegn ein- hverjum ákveðnum konum í þessu forvali. Það hef ég ekki gert og ég er sátt við þá niðurstöðu sem nú er að fæðast. Ég tel að hún muni gefa okk- ur Kvennalistakonum kost á góðum sigri í vor.“ ir menningarmálanefnd Reykjavík- urborgar leiklistinni? Eða á hún kannski ekki að sinna henni? Ég held að við viljum öll gagnsærra kerfi eins og Ingibjörg Sólrún og nýi meirihlutinn hafa talað um. Mál- þingið er mnnið undan rifum Ingi- bjargar Sólrúnar og hún er svolítið að leita til listamannanna til að fá hugmyndir. Reykjavíkurborg auglýsir aldrei neinar styrkveitingar líkt og rikið gerir. Það em því bara einhverjir og einhverjir sem fá stuðning eftir um- Qöllun einhverra og einhverra. Við óskum eftir því að stuðningurinn verði markviss og hægt sé að treysta því að þeir sem hafi helst eitthvað fram að færa á hverjum tíma hafi möguleika á að starfa. Fái stuðning og þurfi ekki sjálfir að bera ábyrgð á öllu sem þeir gera frá byrjun til enda,“ sagði Kolbrún Halldórsdóttir. Pétur Jónasson gítarleikari Mikill tónlistaráhugi „Fámennið gerir það að verkum að músikantar þekkjast mjög vel inn- byrðis, bæði aðrir flytjendur og svo líka tónskáld. Það er mjög áberandi hér hvað það er góð samvinna milli tónskálda og flytjenda," sagði Pétur Jónasson gítarleikari. „Það er mikill áhugi hjá þessum hópum, annars vegar að semja verk og hins vegar að spila þau. Á hinn bóginn mætti koma miklu meira af peningum inn í svoleiðis dæmi. Þó þetta sé prófessional fólk þá er þetta áhugamennska, sem ekki getur gengið til lengdar," sagði Pétur enn- fremur. Hann sagði að tónlistaráhugi borgarbúa væri mikill og hann hefði heyrt að um 70 þúsund gestir sæktu tónleika hér á ári. Það væri því að mörgu leyti gott að vera tónlistar- maður í Reykjavík.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.