Alþýðublaðið - 12.01.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 12.01.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 RAÐAUGLYSINGAR I HI Auglýsing um fast- j eignagjöld, sérstak- llian fasteignaskatt og brunatengd gjöld Álagningarseðlar fasteignagjalda í Reykjavík árið 1995 verða sendir út næstu daga ásamt gíróseðlum vegna fyrstu greiðslu gjaldanna. Gjöldin eru innheimt af Gjaldheimtunni í Reykjavík, en einnig er hægt að greiða gíróseðlana í næsta banka, sparisjóði eða pósthúsi. Fasteignagjöldin skiptast í fasteignaskatt, lóðarleigu, tunnuleigu, vatnsgjald, sérstakan fasteignaskatt og hol- ræsagjald. Tekjulágir elli- og örorkulífeyrisþegar, sem fengu lækkun á fasteignaskatti á liðnu ári, hafa fengið hlutfallslega lækkun fyrir árið 1995. Framtalsnefnd mun yfirfara fram- töl gjaldenda þegar þau liggja fyrir, væntanlega í mars- eða aprílmánuði og úrskurða endanlega um breytingará fasteignaskattinum, m.a. hjá þeim sem ekki hafa þegar fengið lækkun en eiga rétt á henni samkvæmt þeim regl- um sem borgarstjórn setur, sbr. 4. mgr. 5. gr. 1. nr. 90/1990 um tekjustofna sveitarfélaga. Verður viðkom- andi tilkynnt um niðurstöðu, ef um breytingu verður að ræða. Borgarstjórn reykjavíkur hefur ákveðið að nýta heimild til álagningar sérstaks fasteignaskatts á fasteignir sem nýtt- ar eru við verslunarrekstur eða við skrifstofuhald, ásamt tilheyrandi lóð (leigulóð), sbr. 10. gr. laga um breytingar á 1. 90/1990 um tekjustofna sveitarfélaga, samþykktum á Alþingi 20. desember 1993. Eigendur fasteigna í Reykjavík skulu senda skrá yfir eign- ir sem falla undir framangreint ákvæði ásamt upplýsing- um um síðasta heildarfasteignarmatsverð þeirra, eða eft- ir atvikum kostnaðarverð. Ennfremur skal skrá þar upp- lýsingar um notkun þeirra svo og upplýsingar um rúm- mál eigna sem einnig eru notaðar til annars en verslun- arreksturs og skrifstofuhalds. Upplýsingarskulu sendartil Skráningardeildarfasteigna, Skúlatúni 2, Reykjavík fyrir 31. janúar nk. Sérstök eyðublöð til að nota í þessu skyni munu liggja frammi hjá Skráningardeild fasteigna, en þau hafa einn- ig verið send til allra eigenda verslunar- og skrifstofuhús- næðis í borginni, sem vitað er um. Vanræki húseigandi að senda skrá yfir eignir, sem ákvæði þetta tekurtil, er sveitarstjórn heimilt að nota aðr- ar upplýsingar til viðmiðunar við álagningu, þar til hús- eigandi bætir úr. Með fasteignagjöldum eru ennfremur innheimt bruna- tengd gjöld, þ.e. iðgjald brunatrygginga þeirra húseigna sem vátryggðar eru hjá Húsatryggingum Reykjavíkur, svo og viðlagatryggingargjald fyrir Viðlagatryggingu ís- lands, brunavarnargjald sem innheimt er fyrir Bruna- málastofnun ríkisins og umsýslugjald sem innheimt er fyrir Fasteignamat ríkisins. Skráningardeild fasteigna, Skúlatúni 2, Reykjavík, veitir upplýsingar um álagningu gjaldanna, sími 632520. Gjalddagarofangreindra gjalda eru l.febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní og 1. ágúst. Borgarstjórinn í Reykjavík, 10. janúar 1995. t Móðir mín, tengdamóðir og amma, Þórunn Valdimarsdóttir, fyrrv. form. Verkakvennafélagsins Framsóknar, Hjallabraut 33, Hafnarfirði, lést í St. Jósefsspítala í Hafnarfirði að kvöldi 9. janúar. Kristín Bjarnadóttir, Sigurður B. Stefánsson og synir. Frá Borgarskipu- lagi Reykjavíkur - Þingholtin - Endurbætur á gatnamótum Skothúsvegar, Laufásvegar, Þingholtsstrætis og Hellusunds. Á Borgarskipulagi Reykjavíkur eru til sýnis þrjár mismun- andi tillögur að endurbótum á ofangreindum gatnamót- um. Gögnin verða til sýnis á Borgarskipulagi Reykjavíkur, Borgartúni 3, 3. hæð, virka daga frá kl. 8.30-16.00 frá 12. janúar til 10. febrúar 1995. Athugasemdir og ábendingar ef einhverjar eru skal komið til Borgarskipulags fyrir lok kynningartíma. Borgarskipulag Reykjavíkur, Borgartúni 3, 105 Reykjavík. ®Frá Borgarskipu- lagi Reykjavíkur Tillaga að staðsetningu bensínstöðva fyrir Irving Oil Á Borgarskipulagi, Borgartúni 3, 3. haeð og í félagsmið- stöðvunum við Frostaskjól, í Árseli í Árbæjarhverfi og í Menningarmiðstöðinni Gerðubergi, Efra-Breiðholti eru til sýnis kynningargögn varðandi tillögur að staðsetn- ingu þriggja nýrra bensínstöðva. Á öllum stöðunum verða eyðublöð fyrir þá sem vilja koma með ábendingar eða athugasemdir varðandi þessartillögur. Staðirnir eru: 1) Við Eiðisgranda, (sjávarmegin við dælustöð) á móts við Boðagranda. 2) Milli Stekkjarbakka og væntanlegrar nýrrar stofnbraut- ar Höfðabakka, austan Hamrastekkjar. 3) Vestast á ræmu milli Bæjarháls og Hraunbæjar á móts við vestustu fjölbýlishúsin. Gögnin verða til sýnis frá 12. janúar 1995 til og með 18. janúar 1995. Allar ábendingar berist Borgarskipulagi í síðasta lagi 22. janúar 1995. Borgarskipulag, Borgartúni 3, 105 Reykjavík. Jafnaðarmenn á Suðurnesjum Hádegisverðarfundur Opinn fundur verður haldinn næstkomandi laugardag (14. janúar) með þeim sjö frambjóðendum sem kljást í prófkjöri Alþýðuflokksins í Reykjaneskjördæmi um fjög- ur efstu sætin á framboðslista flokksins fyrir komandi Al- þingiskosningar. Fundurinn verður haldinn á veitingastaðnum Glóðinni við Hafnargötu í Keflavík klukkan 12:00. Fundarstjóri verðurÁstríður H. Sigurðardóttir. Léttur hádegisverður á vægu verði. Allir velkomnir, mætum vel og stundvíslega. - Nefndin. Tólf valinkunnir einstaklingarí Rfldss Senn líður að kosningum og vitaskuld eru menn farn- ir að velta sér upp úr því hverskonar ríkisstjórn bíði okkar Islendinga að þeim afloknum. Færri hugsa hinsvegar tíu ár fram í tímann, til ársins 2005. Verða einhverjir af þeim sem nú eru ráðherrar það enn eftir áratug? Verður eingöngu nýtt fólk í ráðherrastólum? Hverjir eru á uppleið í dag og ná að blómstra í stjórn- arráðinu eftir tíu ár? Magnús Árni Magnússon bað tólf einstaklinga, sem þekktir eru fyrir að hafa gaman af að spá í framtíðina og fylgjast með pólitík, til að raða upp ríkisstjórn íslands árið 2005: Hildur Jónsdóttir ritstjóri Besta ríkisstjómin væri náttúrlega sú sem væri skipuð engum af núverandi ráðherrum, en ef maður á að nefna fólk sem maður þekkir þá er þetta ríkisstjómin: Forsætisráðherra: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Utanríkisráðherra: Ólafur Ragnar Grímsson Menntamálaráðherra: Dagur B. Eggertsson Félagsmálaráðherra: Sveinn Allan Morthens Heilbrigðisráðherra: Katrín Fjeldsted Umhverfísráðherra: Auður Sveinsdóttir Dóms- og kirkjumálaráðherra: Asdís Rafnar Sjávarútvegsráðherra: Svanfríður Jónasdóttir Iðnaðarráðherra: Örn D. Jónsson Viðskiptaráðherra: Ögmundur Jónasson Nýtt ráðuneyti bama- og fjölskyldu- mála: Hildur Jónsdóttir Eins og sjá má er þetta ríkisstjóm Þjóðvaka, Alþýðubandalagsins og Kvennalistans. Ég reikna þá með að þær Katrín Fjeldsted og Ásdís Rafnar verði gengnar í Kvennalist- ann, en þær em báðar mjög fram- bærilegar konur sem ekki fá að njóta sín í Sjálfstæðisflokknum. Forsætis- ráðherr- ann, Ingi- björg Sói- rún Gísla- d ó 11 i r. Fjórir af tólf nefndu Ingibjörgu sem ráðherra og þar af settu þrir hana í öndvegi: Ingibjörg talar fyrir fullu húsi, menntamálaráðherrann, Dagur B. Eggertsson fylgist með. Ólafur Ragnar Grímsson. Enn í fullu fjöri 2005, af fjórum sem til- nefndu Ólaf, töldu þrír að hann yrði utanríkisráðherra á því herrans ári. Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra Ríkisstjómin, sem verður við lýði 2005 verður mynduð eftir miklar fæðingarhríðir, og þessvegna er ákveðinn þjóðstjómarblær á henni. Þá verður búið að sameina vinstri flokkana, og orðinn til nýr Jafnaðar- mannaflokkur Islands undir forystu núverandi borgarstjóra. Við það kemur ung og ný forysta til valda á vinstri vængnum, sem skýrir æsku og ferskleika ráðherranna þaðan. Forsætisráðherra: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Menntamálaráðherra: Birgir Hermannsson Félagsmálaráðherra: Helgi Hjörvar Umhverfisráðherra: Þóra Arnórsdóttir Landbúnaðarráðherra: Guðmundur Ólafsson Utanríkisráðherra: Davíð Oddsson Sjávarútvegsráðherra: Einar Kristinn Guðfínnsson Iðnaðar- og viðskiptaráðherra: Ólafur Stephenssen Fjármálaráðherra: Arni M. Mathiesen Dómsmálaráðherra: Sólveig Pétursdóttir Sjálfur verð ég aðstoðarmaður Birgis Hcrmannssonar, mennta- málaráðherra, og sérlegur ráðgjafi hans í lánamálum námsmanna! Hin bjarta framtíð Árna M. Mathie- sen fer ekki fram- hjá neinum. Árni var nefndur fjór- um sinnum og gæti tekið að sér hvaða embætti sem væri. Eftir tíu ár verður hann þó ekki kominn í þungaviktina. Kornungurfélags- málaráðherra. Eftir tíu ár verður Helgi Hjörvar þrjátíu og sjö ára og búinn að vera í pólitík í þrjátíu ár. Enn yngri um- hverfisráðherra: 2005 stendur Þóra Arnórsdóttir, hin rísandi stjarna jafnaðarmanna, á þrítugu. Herdís Porgeirsdóttir stjórnmáiafræðingur Árið 2005 er íslenska lýðveldið enn- þá á nokkurs konar breytingaskeiði - en þó blikur á lofti að það fylgi í humátt á eftir öðmm stjómkerfum Evrópu, þó segja megi að við séum enn þá um 20 ámm á eftir. Stjóm Harðar Sigurgestssonar er af gár-

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.