Alþýðublaðið - 12.01.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 12.01.1995, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 12. JANÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐHD 7 orfa inn í framtíðina ungum kölluð Gráa jakkafatamar- tröðin en slíku hvísla menn aðeins í skúmaskotum. Andstaða við stjóm- ina er nánast engin enda íjölmiðlar allir komnir undir einn hatt. Valda- kjaminn segir lýðræðið gengið sér til húðar. Klofningur og sundmng í gömlu stjómmálaflokkunum fyrir aldamót er liðin tíð og formenn þeirra horfnir á vit nýrra verkefna. A Þjóðvaka Jóhönnu Sigurðardóttur sannaðist hið fomkveðna að bylting- in étur bömin sín, en Jóhanna sem nú er á sextugsaldri er formaður Sval- anna og stendur fyrir öflugu félags- starfi þar. Þorsteinn Pálsson er blaðafulltrúi Vinnuveitendasam- bandsins og Davíð Oddsson er á heiðurslaunum listamanna en auk þess kaupir RÚV hf reglulega af honum stutta skemmtiþætti. Olafur Ragnar Grímsson er forstjóri fjöl- þjóðafyrirtækis með höfuðstöðvar í Singapore og Halldór Ásgrímsson er kominn í útgerð fyrir austan. Jón Baldvin Hannibalsson er sá eini sem eitthvað lætur að sér kveða á vettvangi stjómmálaumræðunnar. Hann er ritstjóri Hrópandans, en það er eina dagblaðið fyrir utan Blað allra landsmanna, sem gekk undir heitinu Morgunblaðið á síðustu öld. Island hefur nokkra sérstöðu í um- heiminum, staðsett miðja vegu milli Bandaríkjanna og Evrópu, og stjóm- málafræðingar benda á að stjóm Harðar Sigurgestssonar minni um margt á stjóm Reagans fyrir aldar- fjórðungi, þó að Hörður þurfi ekki á kinnalit að halda. Sjálfur líkir hann hlutverki sínu við hlutverk Adenau- ers hins þýska, því hér þurfi öflug uppbygging að eiga sér stað eftir Framsóknaröldina á undan. Forsætis- og efnahagsráðuneyti: Hörður Sigurgestsson er loksins orðinn forsætisráðherra, ekki bara de facto. Fjánnála- og viðskiptaráðuneyti: Brynjólfur Bjarnason, áður for- stjóri Granda hf., sem rann saman við Irving Oil rétt fyrir aldamót. Að- stoðarmaður hans er Þórarinn Við- ar Þórarinsson, eitt þekktasta andlit á sjónvarpsskjánum þegar hér er komið sögu. Utanríkisráðuneyti: Ingimundur Sigfússon, fyrmrn sendiherra í Bonn, sem kallaður var heim í stjómartíð Þjóðvaka. Ráðu- neytisstjóri er Hrafn Gunnlaugsson en hann er jafnframt siðameistari forsetaembættisins. Atvinnumálaráðuneyti: Nú er búið að sameina sjávarútvegs , iðnaðar- og landbúnaðarráðuneyti í eitt og ráðherra þessa mikilvæga ráðuneytis er Þorkell Sigurlaugs- son, áður forstöðumaður hjá Eim- skip og einn athyglisverðasti pistla- höftindur Viðskiptablaðsins sáluga. Menntamálaráðuneyti: Halldór Blöndal er hagyrðingur og fyrmm kennari. Halldór hefur komið helsta hugðarefni sínu í höfn. Há- skóli íslands er nú alfarið fluttur norður yfir heiðar og rektor hans, Haraldur Blöndal, með embættisbú- stað á Helgamagrastræti. Frændi Halldórs aðstoðar hann í ráðuneyt- inu. Heilbrigðisráðuneyti: Ólafur B. Thors heilbrigðisráðherra vann það afrek að einkavæða Trygg- ingastofnun ríkisins og er sú stofnun nú skúffa í Sjóvá/Almennum. Félagsmálaráðuneyti: Óskar Magnússon, fyrmrn forstjóri Hagkaupa er félagsmálaráðherra. Á því tímabili sem hann stjómaði Hag- kaupum varð það fyrsti stórmarkað- urinn til að komast í Guinness Book of Records með 92 prósent markaðs- hlutdeild eftir að hafa gleypt Nóatún 1999 og Fjarðarkaup árið 2000. Að- stoðarmaður félagsmálaráðherra er gamli styrkþeginn Hannes Hólm- steinn Gissurarson, en fáir þekkja betur opinbera styrkjakerfið en hann. Umhverfis- og samgönguráðuneyti: Björn Bjarnason er horfinn af vett- vángi kaldastríðsumræðunnar og er af öðmm stjómarliðum kallaður í gríni græninginn, enda ákafur tals- maður nytjalistar heimavinnandi húsmæðra og grænmetisæta. Ráð- herrann er lögboðinn höfundur ára- mótaskaups Sjónvarpsins sem var einkavætt á fyrslu dögum þessarar ríkisstjómar. Utvarpsstjóri RUV hf. er náfrændi Bjöms og gamalreyndur á þessu sviði, Markús Örn Antons- son, þó allir viti að ráðuneytisstjór- inn í utanríkisráðuneytinu er de facto ráðandi í því fyrirtæki. Dóms- og kirkjumálaráðuneyti: Kjartan Gunnarsson gegnir þessu ráðherraembætti en hann er lögfræð- ingur að mennt og sóknamefndarfor- maður Dómkirkjusóknar til margra ára. Ráðherrann heldur því leyndu hver er aðstoðarmaður hans. Eitt fyrsta embættisverk Kjartans var að tala máli vinar síns Jóns Steinars Gunnlaugssonar við forseta lýð- veldisins og er Jón Steinar nú forseti hæstaréttar. Hörður Sigurgestsson forsætisráð- herra segir Þorsteini Pálssyni blaðafulltrúa Vinnuveitendasam- bandsins hvert skal stíma. Matthías Bjarnason alþingismaður Ef Sjálfstæðisflokkurinn heldur sinni stefnu að styðja ffjálst atvinnu- líf og þá sem verða undir með al- mannatryggingum og hófstilltri fé- lagslegri aðstoð þá mun hann vera sterkastur flokka. Þessir svokallaðir vinstri flokkar em klofnir og hikandi og hafa tekið miklar og undarlegar sveiflur. Það er lífsspursmál fyrir ís- lenska þjóð að eiga vinsamleg sam- skipti við erlendar þjóðir en ég er hræddur við aðild að Evrópusam- bandinu. Það hefur staði sig illa til dæmis við að leysa deiluna í fyrrum Júgóslavíu. Eg hygg að núverandi flokkakerfi haldi ekki í tíu ár viðbót. Svo ég nefni menn sem að em á besta aldri í dag og eiga ömgglega eftir að vera í fremstu röð eftir tíu ár þá held ég að Davíð Oddsson, ef hann heldur áfram að breyta sinni stefnu eins og frá 1992, verði fyrstur og fremstur. Halldór Ásgrímsson, sem er líka á góðum aldri er nýtur maður og virðingarverður. Þeir sem em nú um sextugt verða ekki inni í myndinni. Eg á mér þá ósk að ekki komi eintómir kerfiskarlar inn í stjómmálin heldur menn sem þekkja vel atvinnulífið af eigin raun. Ég er hræddur um stöðu verkalýðshreyf- ingarinnar. Gamla verkfallsvopnið er liðið undir lok. I staðinn munu væntanlega koma stöðugar umræður vinnuveitenda, verkalýðs og stjóm- valda um kaup og kjör á jafnréttis- gmndvelli. Annars vil ég ekki skipa í einstök ráðherraembætti eftir tíu ár. ' Davíð Oddsson á I fremstu röð eftir t,u er- Dnvíð fékk T fimm tilnefningar sem rúðherra og B&. tvær sem forsæt- isráðherra. Ásgeir Hannes Eiríksson athafnamaður Árið 2005 verður ár trúðsins sam- kvæmt tilskipun Sameinuðu þjóð- anna. Bmsselstaðallinn segir að Is- land er sé með 0,75% af þingmanni og því 0,21% af ráðherra, þannig að við verðum í dálítið erfiðum málum þrátt fyrir að gert sé ráð fyrir umtals- verðri fólksfjölgun. Ég veðja á að Jóhanna verði þessi 0,21% og ef hún fengi að hafa aðstoðarmann, þá það yrði er úr kennslugeiranum. Þá koma til greina þeir Jón Baldvin Hannibalsson eða Júlíus Sólnes. Jóhanna, eins konar Hannes Hafstein framtíð- arinnar: Eini ráð- herra íslendinga að mati Ásgeirs Hannesar. Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir deildarstjóri Ekki er ég nú mikil spákona og treysti mér ekki einu sinni til að spá fyrir um ríkisstjóm eða ráðherralista eítir næstu kosningar, sem em eftir nokkrar vikur. Engu að síður slæ ég þessu öllu saman upp í kæmleysi og læt hafa mig í þessa spámennsku fyr- ir árið 2005. Ríkisstjóm íslands gæti þá litið svona út ef ég gef mér að eftir Al- þingiskosningar það ár, verði þær haldnar, verði mynduð miðju- vinstristjóm. Ég nefni ekki stjóm- málaflokka með nöfnum þar sem einhver geijun verður á vinstrivæng þangað til og erfitt að vita undir livaða nöfnum boðið verður fram. Forsætisráðherra: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, sem verður þá komin aftur inn í lands- málapólitíkina. Utanríkisráðherra: Margrét S. Björnsdóttir Fjármálaráðherra: Halldór Ásgrímsson, nema að hann verði orðinn leiður á þingmennsku og kominn í annað starf. Sjávarútvegsráðherra: Sighvatur Bjarnason, sem genginn verður til liðs við félagshyggjuöflin. Menningarmálaráðhena: Dagur B. Eggertsson Menntamálaráðherra: Hjálniar Árnason Umhverfisráðherra: Álfheiður Ingadóttir Félagsmálaráðhena: Ögmundur Jónasson Samgöngu- og landbúnaðarráðherra: Valgerður Sverrisdóttir, nema að hún verði orðin forstjóri Atvinnu- málastofnunar Islands. Dóms- og kirkjumálaráðherra: Kristín Ástgeirsdóttir Heilbrigðisráðherra: Annaðhvort Ingibjörg Pálmadóttir eða Siv Friðleifsdóttir. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra: Kristín A. Árnadóttir Konur ættu að una þokkalega við sinn hlut rætist þessi spá. Halldór. Menn hafa trú á úthaldi hans. Fimm af tólf töldu hann verða ennþá við lýði eft- ir tiu ár, enda Framsókn ekki þekkt fyrir miklar sviptingar. Ólafur Þ. Harðarson stjórnmálafræðingur Forsætisráðherra: Björn Bjamason Utanríkisráðherra: Ólafur Ragnar Grímsson Fjármálaráðherra: Már Guðmundsson Viðskipta- og iðnaðarráðherra: Árni M Mathiesen Sjávarútvegsráðherra: Einar K. Guðfinnsson Heilbrigðis- og tryggingamálaráð- herra: Ólafur Þ. Stephensen Samgönguráðherra: Ásdís Halla Bragadóttir Menntamálaráðherra: Geir Haarde Félagsmálaráðherra: Bryndís Hlöðversdóttir Landbúnaðar- og umhverfisráð- herra: Steingrúnur J. Sigfússon Dóms- og kirkjumálaráðherra: Davíð Stefánsson, en hann fer jafn- framt með málefni Hagstofunnar. Davíð Stefánsson með Alþingishús- ið og Dómkirkj- una í baksýn, enda dóms- og kirkjumálaráö- herra. Og ekki má gleyma Hagstofu. Guðmundur Ólafsson hagfræðingur Þama verður við völd 3. ráðuneyti Davíðs Oddssonar. í því verður flokksbróðir hans í Framstæðis- flokknum, Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra. Þessi flokkur mun þá hafa algera yfirburði í íslenskum stjómmálum. Aðrir ráðherrar verða ýmsir menn utan af landi sem ég kann ekki að nefna í dag. Aðalslag- orð þessa flokks verður „stétt með bændastétt." Þessi flokkur hefur komið því til leiðar að óþörf mann- réttindi, svo sem eins og málfrelsi, hafa verið tekin af þéttbýlisbúum. Það er gert til vemdar hinu fagra mannlífi hér á landi. Guðmundur Andri Thorsson rithöfundur Ég geri ráð fyrir að árið 2005 muni sitja nokkurskonar útgáfa af núver- andi ríkisstjóm. Þessi stjóm kemst til valda eftir nokkrar sviptingar. Forsætisráðherra og ráðherra Hag- stofu íslands: Þorsteinn Pálsson Utanríkisráðhena: Jóhanna Sigurðardóttir Dómsmálaráðherra: Davíð Oddsson Atvinnumálaráðhena: Margrét Björnsdóttir Velferðarmálaráðherra: Ólafur Ragnar Grímsson Umhverfisráðherra og samgöngu- málaráðherra: Össur Skarphéðinsson Menntamálaráðherra: Ólafur G. Einarsson Ekki dæma Ólaf G. Einarsson úr leik. Guðmundur Andri hefur trú á að Ólafur verði ennþá mennta- málaráðherra eftir tíu ár. Andrés Magnússon blaðamaður Ég geri ráð fyrir að næst verði hægri stjóm Framsóknar- og Sjálfstæðis- flokksins, þar á eftir skammæ 4-5 flokka vinstri stjóm, eftirfarandi rík- isstjóm tekur við: Forsætisráðherra: Davíð Oddsson Utanríkisráðherra: Björn Bjarnason Atvinnumálaráðherra: Halldór Ásgrímsson Fjármálaráðherra: Birgir Ármannsson Heilbrigðisráðherra: Friðrik Jónsson Umhverfisráðherra: Siv Friðleifsdóttir Menntamálaráðherra: Árni Mathiesen Félagsmálaráðherra: Finnur Ingólfsson Áður en að þvi kemur verður Jóhanna Sigurðardóttir dæmd í út- legð á Jan Mayen, við hávær mót- mæli Norðmanna. Björn Bjarnason fetar í fótspor föð- ur síns. Hann er nefndur bæði sem forsætis- og utan- ríkisráðherra Jón Kristjánsson alþingismaður Ég reikna með því að árið 2005 verði landið orðið að einu kjördæmi og þegar kemur fram á nýja öld þá fer vel á því að nokkurs konar þjóðstjóm sitji við völd. Þar verðum við að hafa nokkra „grand old men.“ Einnig reikna ég með að fullt jafnrétti kynj- anna verði komið á og uppundir helmingur ráðherranna verði því konur: Forsætisráðherra: Halldór Ásgrímsson, svo Austur- landið stjómi þessu öllu saman. Utanríkisráðherra: Ólafur Ragnar Grímsson, þar ræt- ist gamall draumur. Umhverfis- og samgönguráðherra: Davíð Oddsson, svo hann geti byggt fleiri yfirbyggð gatnamót í Reykja- vík. Dóms- og kirkjumálaráðherra: Össur Skarphéðinsson, því hann þekkir svo vel fangelsin í Kólumbíu. Iðnaðar- og viðskiptaráðherra: Geir Haarde, hann verður orðinn svo vanur eftir að hafa stjómað heimsmeistarakeppninni í hand- bolta. Fjármálaráðherra: Jóhanna Sigurðardóttir, verður þá orðin fomiaður Alþýðuflokksins, það verður mátulegt á hana að taka að sér tjánnálin því þá þarf hún að lobbýera fyrir sjálfti sér um gælu- verkefhin. Félagsmálaráðherra: Bryndís Hlöðversdóttir, lögfræð- ingur ASÍ. Sjávarútvegsráðherra: Ingibjörg Pálmadóttir kvótadrottn- ing. Heilbrigðisráðherra: Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, ekki af neinni sérstakri ástæðu. Mennta- og menningarmálaráð- herra: Valgerður Sverrisdóttir. Landbúnaðarráðherra: Árni M. Mathiesen, orðinn VAN- UR dýralæknir eftir langa setu í þingflokki Sjálfstæðisflokksins. Þá verður hann löngu búinn að bola ÓI- afiG. úr fyrsta sætinu í Reykjanesi. Svo gætu allir þessir verið famir út og nóg er af öðrum mönnum til að taka við. Mennta- og menningarmála- ráðherrann: Val- gerður Sverris- dóttir biður Guð um meiri peninga í menningarmálin. Kristín Halldórsdóttir starfskona Kvennalistans Hefði ég verið spurð árið 1985 hvemig skipan borgarstjómar Reykjavíkur yrði áratug síðar hefði ég vafalaust þótt óhóflega bjartsýn ef ég hefði korrúst eitthvað nálægt veruleikanum sem nú blasir við. En í ljósi þess veruleika og þar sem áhrif Kvennalistans em alltaf að skila sér betur og betur, ætla ég að leyfa mér hæfilega blöndu af raunsæi og bjart- sýni og spá helmingaskiptum kynj- anna í ríkisstjóm árið 2005. Menn hljóta að vera famir að átta sig á því þá, hvað konur hafa mikið til mál- anna að leggja. Vonandi verða þess- ar konur allar, með kvenfrelsissjón- armiðin á hreinu. Ég ætla ekki að nefna nein nöfn, en ég þekki margar framúrskarandi kvennalistakonur á heppilegum aldri. Engin nöfn nefnd, en við þekkjum eina kvennalistak- onu á heppilegum aldri: Þómnn Svein- bjarnardóttir, fram- kvæmdastjóri Kvennalistans.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.