Alþýðublaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 1
Harmleikur á Súðavík Fimm fórust og ellefu saknað eftir einhverjar mannskæðustu náttúruhamfarir seinni tíma. Björgunarsveitarmenn og sjálf- boðaliðar leituðu í gærkvöldi ellefu manna sem saknað er eftir snjóflóð- ið sem féll á Súðavík um klukkan hálfsjö í gærmorgun. Þegar Alþýðu- blaðið fór í prentun í gærkvöldi lá fyrir að fimm manns höfðu látið líf- ið. Búið var að bjarga tíu manns, þar af sjö slösuðum, sem lentu í snjó- flóðinu. Læknar og björgunarsveit- armenn höfðu enn von um að fleiri fyndust á h'fi. Björgunarstarf fór fram við gríðarlega erfiðar aðstæður. Fárviðri gekk yfir Vestfirði og var ófært landleiðina til Súðavíkur. Snjóflóðið féll á bæinn fyrir ofan höfnina klukkan 06:25. Klukkan 06:29 var lögreglu tilkynnt um flóð- ið. Það var að minnsta kosti 200 metrar að breidd og nokkrir metrar á dýpt. Svo virðist sem það hafi lagt nokkur hús algerlega í rústir. Skömmu eftir að það féll var öllum íbúum Súðavíkur stefnt í neyðar- hjálparstöð Frosta. Uppúr hádegi hófust björgunarmenn handa við að flytja konur og böm sjóleiðis úl Isa- fjarðar, og stefnt var að þvf að flytja burt alla íbúa þorpsins. Síðdegis í gær var búið að flytja 125 íbúa til Isafjarðar og fengu þeir flestir inni hjá vinum og ætúngjum. Aðstæður til leitar og björgunar á Súðavík í gær voru skelfilegar. Stór- hríð var og skafrenningur, hvass- viðri, mikil ofankoma og blinda sem orsakaði að engin leið var úl að fá yfirsýn yfir svæðið. Efúr að skyggja tók reyndist ómögulegt að lýsa upp leitarsvæðið sökum kófsins. 140 manna björgunarlið var á Súðavík um kvöldmatarleytið í gær. Von var á 170 manna liðsauka víðs- vegar að af landinu. 60 björgunar- sveitarmenn fóm með varðskipinu Tý frá Reykjavík klukkan tvö í gær. Að auki vom 60 á leiðinni frá Reykjavfk til viðbótar, 32 frá Sauð- árkróki með Brúarfossi, 20 frá Bíldudal, Tálknafirði, Þingeyri og Flateyri fóm á tveimur skuttogumm. 230 manns búa á Súðavík. 15 hús lentu í flóðinu og þar af em 10 hús stórskemmd. Bflar og allir lausa- munir fóm mjög illa í flóðinu sem sópaði öllu lauslegu á undan sér. Víða annarsstaðar á Vestfjörðum skapaðist í gær mikil snjóflóðahætta. I Bolungarvík vom 25 hús rýmd og var þorpið einangrað vegna fárviðr- isins. Þriðjungur íbúa, eða um 300 manns, var fluttur úr húsum sínum á Patreksfirði þar sem búa 900 manns. Auk þess vom 62 flutúr úr 20 íbúð- um á Flateyri og 35 flutúr úr 11 íbúðum á Bfldudal vegna snjóflóða- hættu á þessum stöðum. f desember féll snjóflóð á Súðavík og vom sex hús nálægt þeim stað þar sem það féll rýmd í fyrrinótt, en þau lentu ekki í flóðinu. Húsin sem lentu f flóðinu vom hinsvegar ekki talin í yfirvofandi hættu. Hættuástand var enn á Súðavík í gærkvöldi, og engum hleypt inn á svæðið nema björgunarliði. Björg- unarsveitarmenn munu halda áfram leit meðan nokkurs er enn saknað. Mikill fjöldi sótú bænastundir og messur f ldrkjum landsins síðdegis í gær og í gærkvöldi, þarsem beðið var fyrir öllum þeim sem eiga um sárt að binda vegna harmleiksins á Súðavík. Hugsað heim Óblíð náttúmöflin hafa oft vald- ið Vestfirðingum þungum búsifj- um. Sjórinn hefur tekið mörg mannslífin; sömuleiðis þverhnípt fjöll og hörð vetrarveður. í annað sinn á aðeins nokkmm mánuðum hefur snjóflóð fallið yfir byggð þar sem fólk var í fasta- svefni og uggði ekki að sér. I þetta sinn slösuðust margir, nokkrir lét- ust og margra er saknað. Megi guð gefa, að þeir finnist heilir á húfi. ísland er harðbýlt land. Þjóðin sem hér býr hefur oft þurft að gjalda landskuldina með lífi. Þegar slíkt gerist þagna dægurþras og rígur og við minnumst þess að við emm öll ein fjölskylda. Hugur allra íslendinga allra ijær og nær em nú hjá fólki sem byggir fámennt þorp undir háu fjalli í ein- um þröngu fjarða Vestfjarða þar sem hamfarir vetrarveðurs lögðu í nist líf og starf fólks. Samúð allra íslendinga er með Súðvíkingum. íslenska fjölskyldan, þjóðin öll, syrgir nú saman og sameinuð ntunum við græða sárin og reisa á ný byggð vora og bú eins og þessi þjóð hefur gert kynslóð fram af kynslóð í aldanna rás. Sighvatur Björgvinsson. Missir eins er missir okkar allra Ávarpsorð forseta íslands. Vígdís Finnbogadóttir, forseti íslnnds, flutti eftirfarandi ávarp í gærkvöldi í tilefni hinna hörmulegu atburða í Súðavík: „Á stundum sem þeim sem við höfum gengið til móts við í dag finnum við svo vel íslendingar hve mikil ítök við eigum í hjört- um hvers annars og hve sam- staða okkar og samhugur er ein- lægur á raunastundum. Hvort sem við erum nær eða fjær því svæði, sem orðið hefiir fyrir mis- kunnarlausum náttúruhamfor- um, dvelur hugurinn hjá öllum þeim sem að hefur verið höggvið. Missir eins er missir okkar allra. Við lifum í von um að enn verði mannslífum bjargað og ég bið blessunar öllum þeim sem um sárt eiga að binda.“ Bæna- stund í Dóm- kirkjunni Magnús Árni Magnús- son blaðamaður skrifar „Ekki eru til orð yfir andrúmsloftið í Dóm- kirkjunni í Reykjavík á milli sex og sjö í gær- kvöldi, en þá var haldin bænastund, til að biðja fyrir íbúum Súðavíkur við Álftafjörð, svo og þeim sem eiga um sárt að binda um land allt vegna hinna hörmulegu atburða þar í gærmorg- un. Bænastundinni var útvarpað um land allt og víst er að mikill hluti þjóðarinnar hefur beðið saman fyrir þeim er fór- ust, þeirra sem leitað er og hinna sem syrgja ást- vini eða bíða milli vonar og ótta. Biskup Islands, Ólaf- ur Skúlason, minnti á, að þó að við Islendingar séum margir einstak- lingar erum við sem ein sál á stundum sem þess- um. Kirkjugestir sungu saman tvo sálma og gengu svo á vit vetrarins utandyra í fylgd Vigdís- ar Finnbogadóttur, for- seta Islands, biskups og Davíðs Oddssonar for- sætisráðherra.“ P ; ' Þjóðarsorg: Ólafur Skúlason biskup stýrði bænastund í Dómkirkjunni í Reykjavík í gærkvöldi. A-myndir: E.ÓI. Olafur Skúlason biskup Kirkjan reiðubúin að veita allan sinn stuðning „Við áttum okkur á því á svona stundum, við sem erum dagsdaglega að krafsa okkar eigin braut og ýtum kannski óþyrmilega við náunganum í leiðinni, að við Islendingar emm ekki 260 þúsund einstaklingar, heldur þjóð með eina sál og það er sorglegt að svona nokkuð þurfi að koma fyrir úl að við áttum okkur á því hvað það er að vera íslendingur," sagði herra Ól- afur Skúlason biskup Islands í samtali við blaðamann Alþýðublaðsins í gær. ,JÉg vil leggja á það áherslu að kirkj- an er reiðubúin að veita allan þann stuðning sem hún getur,“ sagði bisk- up. „Við sjáum það einnig á svona stundu hvað það em mörg okkar sem búa við óblíðar aðstæður. Við eigum það úl, sem búum hér í Reykjavík að kvarta yfir ófærð, eða að við þurfum að moka tröppumar, en hugsum ekki um það á þeirri stundu að á þessu landi búi fólk sem eigi svona nokkuð yfir höfði sér.“ Biskup vildi að lokum koma á framfæri einlægum kveðjum úl þeirra sem eiga um sárt að binda. Þjóðar- sorg Sorgarfregnin sem barst okkur í bftið í morgun hefur á cinu vetfangi sameinað okkar sundurlyndu þjóð. Hún hefur minnt okkur á að við erum þrátt fyrir allt ein fjölskylda; örlög hvers og eins snertir okkur djúpt. Sorgarfregnin minnir okkur líka á hversu van- máttug við erum gagnvart þeim reginöflum óblíðrar náttúru sem við hljótum að lifa við og takast á við, það er okkar hlutskipti. Meðan við bíðum enn á milli vonar og ótta að heyra um afdrif fjölskyldna og einstaklinga kom ríkisstjórn Islands saman til þess að staðfesta að allt sem í mann- legu valdi er skyldi gert til að finna þá sem saknað er og hlynna að þeim, sem hjálpar eru þurfi. Dómsmálaráðherra hafði allar upplýsingar á taktein- um. Almannavarnakerfið í stjórnstöð og á heimaslóð reyndist skjótvirkt. Fimm- tíu manna björgunarlið frá Isafirði með lækna og hjúkrunarfræðinga innan- borðs var komið til Súða- víkur. Varðskip undirbjó brottför með sérhæft björg- unarlið, búnað, lækna og hjúkrunarfólk. Súðvíkingar voru saman komnir í húsa- kynnum Frosta, þar sem þeir nutu umönnunar og sálufélags hver við annan á sorgarstundu. Við hugsum með þakk- læti til allra þeirra einstak- linga sem svo skjótt hafa brugðist við í nafni sam- hyggðar og samhjálpar á neyðarstundu. Við bíðum milli vonar og ótta. Og við vonum heitt og innilega að þeir, sem enn eru ófundnir, komi í leitirnar heilir á húfi. Við sem eigum bernsku- sporin við Djúp og strandir Vestfjarða hugsum heim, slegnir óhug, en biðjum og vonum að vinir og vanda- menn reynist óhultir og að hamförum náttúrunnar megi slota. En fyrst og síðast hugsum við til þeirra sem nú eiga um sárt að binda í hljóðlátri bæn um andlegan styrk þeim til handa, sem þurfa að lifa við harm sinn og söknuð. Jón Baldvin Hannibalsson.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.