Alþýðublaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 17. JANÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Fram og aftur Stefna og markmið stjómmála- flokka hefur yfirleitt verið skýrð út ffá hinum hefðbundna hægri/vinstri ás. Þessar stefnur hafa síðan fengið ýmis nöfn, til dæmis félagshyggja og ftjálshyggja. Sú greining á hinu póli- tíska litrófi á íslandi átti vel við, þar til utanríkismál fóm að setja mark sitt á stjómmálakerfið. Þá má segja að hægri/vinstri skiptingin hafi orðið úrelt þótt menn reyni enn, með væg- ast sagt misjöfnum árangri, að notast við hana. Þegar spumingin, hvort ís- land ætti að gerast aðili að NATO, komst á dagskrá má segja að hið hefðbundna stjómmálakerfi hafi riðlast. Til varð nýr viðmiðunarás sem staðsetja skyldi flokkana á. Stjórnmálaflokkar röðuðust á þennan ás eftir því hvort þeir vom fylgjandi alþjóðlegri sam- vinnu eða einangr- unarstefnu, al- þjóðahyggju eða einangrunar- hyggju. Ég kalla þessa skiptingu fram og aftur. Þeir sem em fremst vilja ganga lengst í alþjóðlegri sam- vinnu. Þessi skipting sést greinilega í íslenskum stjómmálum nú um stundir, þar sem Alþýðuflokkurinn er fremst og hinir flokkamir raðast langt fyrir aftan. Alþýðuflokkurinn í fararbroddi alþjóðlegrar samvinnu Alþýðufiokkurinn hefúr alla tíð verið í fararbroddi þeirra afla sem telja alþjóðlega samvinnu vera bestu leiðina til að auka lífskjör alþýðunn- ar í landinu. Sjálfstæðisflokkurinn fylgdi stefnu Alþýðuflokksins fyrst um sinn en hefur síðan heykst á þeirri stefnu og hallað sér ffekar að ein- angmnaröflunum í seinni tíð. Al- þýðubandalag og Framsóknarflokk- ur töldu hins vegar að Islandi væri best borgið fyrir utan alþjóðastofn- anir. Þeir vildu halda í gamla sjálfs- þurftarbúskapinn þar sem hokur er dyggð. Skammstafanir og lífskjörin Árið 1970 gerðust íslendingar að- ilar að EFTA. I því máli skýrðust hinar pólitísku línur enn betur. Við- reisnarstjómin með Alþýðuflokkinn í fararbroddi barðist fyrir málinu. Framsókn og Alþýðubandalag vom á móti. Nú em flestir skyni bomir menn sammála um að EFTA-aðildin hafi skilað hinu vanþróaða efnahags- kerfi á Islandi Pallborðið Eiríkur Bergmann Einarsson skrifar miklum ávexti og þannig bættum lífskjömm til allra landsmanna. Alþjóðlegt sam- starf snýst þvi ekki um skamm- stafanir heldur um velferð fólks. Hentistefnuflokkarnir afhjúpast Trúr sinni stefhu gerðist Alþýðu- flokkurinn talsmaður þess að Island yrði aðili að Evrópska efnahags- svæðinu EES og fylgdi því einn flokka eftir allt til enda. Hér skildu leiðir Alþýðuflokks og Sjálfstæðis- flokks þar sem Sjálfstæðisflokkurinn var í upphafi á móti aðild að EES. Þeir skiptu þó um skoðun þegar þeir komust í ríkisstjóm, að hætti stefnu- lausra flokka. Framsókn og Alþýðu- bandalag vissu ekki í hvom fótinn átti að stíga þegar málið kom upp en þá vom flokkamir í ríkisstjóm, töl- uðu ýmist með EES eða gegn. Þar afhjúpuðu þeir hentistefnu sína. Báðir flokkar lögðust hins vegar gegn málinu þegar þeir lentu í stjóm- arandstöðu og gengu til liðs við Alþjóðlegt samstarf snýst því ekki um skammstafanir heldur um vel- ferð fólks... Al- þýðuflokkur- inn er nú eini flokkurinn sem berst fyrir bættum lífs- kjörum lands- manna með al- þjóðlegri sam- vinnu. Kvennalistann sem hefur ekkert vilj- að með alþjóðlega samvinnu að gera. Sjálfstæðisflokkurinn og einangrunaröflin Umræður um hvort Island eigi nú að sækja um aðild að Evrópusam- bandinu em nú efst á dagskrá ís- lenskra stjómvalda. Alþýðuflokkur- inn er í fararbroddi þeirrar umræðu en einangmnaröflin reyna eftir megni að þagga hana niður. Þeir sömu og börðust hvað hatrammast gegn EES hafa nú gert þann samning að haldreipi í málflutningi sínum og em því komin i hring. Það merkilega í þessu máli öllu er sú staðreynd að Sjálfstæðisflokkurinn hefur nú eins og áður sagði heykst af braut alþjóð- legrar samvinnu og gengið til liðs við einangmnaröflin. Eftir stendur að Alþýðuflokkurinn er nú eini flokkurinn sem berst fyrir bættum lífskjömm landsmanna með alþjóð- legri samvinnu. Allir hinir flokkamir em nú málsvarar tolla, vörugjalda og annarra viðskiptahindrana sem em þess valdandi að vöraverð á íslandi er það hæsta í heimi. Afturhaldið eyðilagði GATT GATT-samningurinn sem Alþingi hefur nýlega samþykkt hefur verið baráttumál Alþýðuflokksins lengi. Skammstöfunin GATT snýst með beinum hætti um fjárhagslega af- komu heimilanna í landinu. Með af- námi tolla og annana viðskipta- hindrana átti vömverð að lækka. Skuldsettu heimilin í landinu sáu þar loks fram á að hinn himinhái matar- kostnaður lækkaði. Þetta gátu ein- angmnar- og afturhaldsöflin ekki sætt sig við og eyðilögðu allan ávinning af samkomulaginu með því að veita landbúnaðarráðherra Sjálf- stæðisflokksins af ffamsóknarætt umboð úl að setja á vömgjald svo al- menningur fengi ömgglega ekki nokkum skapaðan hlut á lægra verði en áður. Höfundur er stjórnmálafræðinemi, forseti utanríkisnefndar SUJ og for- maður Félags ungra Evrópusinna (JEF). Hinumegin Bókmennta- unnendur halda fá ýmislegt góðgæti frá Máli og menn- ingu, þótt jóla- bókaflóðið sé hnigið. Við sögðum frá nýrri skáldsögu Miluns Kundera á föstudaginn, sem út kemur samtímis í París og Reykjavík. Á næst- unni er síðan von á Réttar- höldunum eftir Franz Kafka. í nýrri og endur- skoðaðri þýðingu feðganna Ástráðs Eysteinssonar og Eysteins Ástráðssonar. Réttarhöldin komu fyrst út á íslensku 1983, en í nýju út- gáfunni verða í viðauka nokkrir kaflar sem Kafka lauk ekki við á sínum tíma en segja þó sína sögu... Mikil harka hljóp í gh'mu Páls Péturssonar og Stefáns Guðmundssonar síðustu daga, en prófkjör Framsóknar í Norðurlandi vestra var haldið um helgina. Vegna veð- urs var einnig kosið í gær, en úrslit verða varla ljós fyrren í vikulok. Stefán Guð- mundsson hóf barátt- una af krafti, og fyrir fáeinum vikum spáðu ilestir því, að hann myndi fella Pál úr efsta sætinu. Páli var meðal annars fundið til foráttu að vera alltaf fyrir sunnan en sjást lítt eða ekki í kjör- dæminu. Hann sneri hinsvegar vöm í sókn, og lagði fram dag- bækur dóttur sinnar sem sönnuðu að hann var nyrðra 150 daga á síðasta ári. Eftir að kosningavé! Páls hrökk í gang þykir sýnt að hann muni halda efsta sætinu, og nú er svo komið að Stefán þarf að berjast með kjafti og klóm fyrir öðm sætinu... Kvennalisúnn í Reykja- vík birti á laugardaginn framboðslista eftir mikið japl og jaml og fuður. List- inn er mjög í samræmi við fréttir Alþýðuhlaðsins að undanfömu. Kristín Ást- geirsdóttir skipar efsta sæti, Guðný Guðbjörnsdóttir uppeldissálfræðingur annað og Þórunn Sveinbjarnar- dóttir stjórnmálafræðingur þriðja. Þá kemur María Jó- hanna Lárusdóttir kennari í íjórða en þing- konan Guðrún Hall- dórsdóttir fékk aðeins 5. sæti. Ragnhildur Vigfúsdóttir ritstjóri Vem varyett í 6. sæti, en Elín G. Ólafsdóttir f það 7.1 næstu sætum eru Sjöfn Kristjánsdóttir læknir, Sigríður I. Ingadóttir sagnfræðingur og Þórhildur Þorleifsdóttir leikstjóri. Reykvísku menntakonumar getá bæri- lega unað við sinn hlut - þær eiga öll tíu efstu sæt- in... Lesbía dagsins „Fyrir skömmu kom út í Frakk- landi ævisaga hinnar frægu ka- barettsöngkonu Josephine Bak- er. Hún var fædd í Bandaríkjun- um en flutt- ist ung til Frakklands þar sem hún íifði og starfaði úl dauðadags íyrir fáein- um ámm ... Eftir seinni heimsstyrj- öld ætt- leiddi hún tólf böm af ýmsum þjóðemum ... Eitt af bömum hennar, Jean Ciaude Baker, ritaði sögu hennar, The Hungry Heart, sem þykir trúverð- ug lýsing á mömmu gömlu í blíðu og stríðu. Þar staðfesúr hann gamlan orðróm: Jósefína var lesbísk." Úr Sjónarhorni, málgagni Samtak- anna '78, félags lesbia og homma á íslandi. Ritstjóri er Þorvaldur Krist- insson. Fimm á förnum vegi Hefur þú farið á tónleika nýlega? Gestur Pálsson sjómaður: Nei, enga. Guðni Sigurðsson hugbún- aðarsmiður: Já. Ég fór á mjög góða tónleika með Sinfóníunni fyrir jóL Jóhanna Kristjánsdóttir versl- unarmaður: Nei, og það er ekki í bígerð. Jónas Þórisson sölumaður: Nei. Björgvin Jónsson lögfræðing- ur: Nei. Viti menn Þetta gekk furðuvel fyrir sig því þetta var vitanlega mín fyrsta reynsla sem módel. Ólafur Skúlason biskup sem að undan- förnu hefur setið fyrir hjá Eiríki Smith listmálara. Það hlýtur að standa eitthvað illa loftvogin hjá Stefáni og þetta lýsir því helst að hann sé orðinn þreyttur og yflrspennt- ur. Páll Pétursson um Stefán Guðmunds- son, keppinaut sinn i prófkjöri Fram- sóknar á Norðurlandi vestra. DV í gær. Saklausa Díana svaf rótt á meðan Kalli prins naut Ca- millu í moldarflagi - lét her- bergisþjóninn þvo moldina úr nátttötunum. Fyrirsögn í DV í gær. Þakka þér kærlega fyrir þessa spurningu. Eg bið að heilsa allri fjölskyldu þinni. Brian Tobin sjávarútvegsráðherra Kan- ada að svara fyrirspurn Ólafs Hanni- balssonar á ráðstefnu um viðreisn þorskstofnsins. Mogginn á laugardag. Þetta er einhver misskilning- ur. Það er ekkert vandamál að fá fólk á listann og ég verð því að hryggja úrtölumenn þína með því. Eggert Haukdal, aðspurður hvort erfið- lega gangi að manna framboðslista hans á Suðurlandi. Morgunpósturinn í gær. Að landið sé aðeins eitt kjör- dæmi er sérstakiega hagstætt landsbyggðarfólki því þá eiga þeirra kjósendur ekki aðeins 5 eða 6 þingmenn, heldur alla þingmenn Alþingis að bak- hjarli. Björgvin Brynjólfsson fv. sparisjóðs- stjóri á Skagaströnd. DV í gær. Veröld ísaks í kringum 1880 var svo ótrúlega auðvelt fyrir ungar stúlkur að ná sér í ópíum, að ungfrú Jane Addams og aðrar skólastúlkur í Rockford- kvennaskólanum nálægt Chicago upplifðu persónulega bókina Lífs- játningar ensks ópíumneytanda með neyslu ópíums. Þær urðu allar fyrir miklum vonbrigðum þegar þær skynjuðu ekki furðusýnir rithöfund- arins, Thomas De Quincey. Byggt á Isaac Asimov's Book of Facts eftir samnefndan höfund á annað hundrað vísindaskáldsagna.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.