Alþýðublaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 17.01.1995, Blaðsíða 8
'Léttar línur " íjanúar Á janúarseölinum geta matargestir valið um tvo, þtjá eða fjóra rétti. Að auki fá gestir lítinn smakkrétt og Sorbet í boði hússins. Forréttir Indónesisk skelfisksúpa með karrý og hvítum baunum. Koníaksristuð anda- og gœsalifur með Pecan hnetum. Ristaðir kartöfluteningar með kantarellum og truffluolíu. Jurtabakaður Roquefort með lambasalati. Aöalréttir Kampavínssoðin fiskur dagsins á tómatconcasse. Glóðarsteikt smálúða með eggaldin ogfersku basil. Grillað grœnmetis Shaslik með linsubauna- buffi og villisveppasoði. Pasta Linguini með grilluðum humri og pesto. Fylltur lambavöðvi með sólpurrkuðum tómötum og blaðlauk. Hunangsgljáð andalœri með rósmarin- krydduðu grœnmeti. Eftirréttir Cappucino Brulé. Fersk ber með Sabyone. Súkkulaði mousse með mangó og kókósrjóma. Bananalýðveldið. Verö: 2 rétta máltíö kr. 1.690- 3 rétta kr. 1.990- og 4 rétta kr. 2.290■ LOFTLEIÐIR Borðapantanir í síma 552 2321 flf 1 i KF jfl MÞMBLMfl Elna Katrín Jónsdóttir, formaður Hins íslenska kennarafélags, í viðtali við Sœmund Guðvinsson Við viljum ekki verða samjJauna, stefnu ASI og VSI Elna Katrín Jónsdóttir: Kjaramál kennara gjarnan leyst með því að setja tvo milijarða í vegagerð. A-mynd: E.ÓI. „Okkur finnst það hneisa að fjármálaráð- herra sem er að semja við fimm þúsund kennara skuli velja þá ódýru leið að segja: Það verð- ur engin stefna mótuð hér í samningum við kennara. Stefnan kemur bara frá aðilum hins al- menna vinnu- markaðar. En við kærum okkur ekkert um að verða samdauna stefnu ASÍ og VSÍ,“ segir Elna Katrín. „Okkur fínnst það hneisa að Friðrik Sophusson íjármála- ráðherra, sem er að semja við fimm þúsund kennara, skuli velja þá ódýru leið að segja: Það verður engin stefna mótuð hér í samningum við kennara. Stefnan kemur bara frá aðilum hins almenna vinnumarkaðar. En við kærum okkur ekkert um að verða samdauna stefnu ASI og VSI sem hefur engu skilað launafólki," sagði Elna Katrín Jónsdóttir formaður Hins íslenska kennarafélags í samtali við blaðið. Félagar í Kennarasambandi íslands og Hinu íslenska kenn- arafélagi greiða atkvæði um það í allsheijaratkvæða- greiðslu hvort þeir hefji verk- fall þann 17. febrúar næst komandi hafi samningar ekki tekist fyrir þann tíma. Innan þessara samtaka eru grunn- og framhaldsskólakennarar lands- ins. Elna Katrín segir að það sé erfitt að finna starfsstétt á Is- landi í dag sem hafi gengið í gegnum jafn róttækar breyt- ingar á sínu starfi og kröfum til starfsins á undanfömum 10 til 15 árum og kennarastéttina. I eftirfarandi viðtali við Elnu Katrínu kemur meðal annars fram að þessum róttæku breyt- ingum á starfi kennara hafa ekki fylgt breytingar á kjöram þeirra. Fjölmargir fundir „Við lögðum fram okkar kröfur 25. nóvember og síðan er búið að halda ellefu fundi með okkar viðsemjendum. Flestir hafa verið með samn- inganefnd ríkisins en síðan hefur verið bætt við fulltrúum frá menntamálaráðuneyti og við höfum átt fúndi með ráð- herra. í þessum ellefu fundum era þrír ráðherrafundir," sagði Elna Katrín Jónsdóttir. Hún sagði kennara hafa snemma verið á ferðinni með sínar kröfur. Þær vísuðu bæði á hefðbundna samninga um launaliði en líka á samninga í tilefni af breytingum á kennarastarfinu sem væri þá meiri ávi'sun á fagráðuneytið. „Það hefur kostað okkur töluverða vinnu að koma yfirvöldum í skilning um að þessi kröfugerð er ekki algjör- lega hefðbundin heldur er verið að gera yfirvöldum tilboð að ræða um breytt starf kennarans. Það er meðal annars með tilliti til þeirra hugmynda sem menn hafa um það hvemig skól- inn á að verða, eða þyrfti að vera. Og það hafa orðið fjölmargar breytingar á skólastarfinu, til dæmis með laga- setningu. Það vora sett framhalds- skólalög 1988 og grannskólalögin vora endurskoðuð 1991. Það hefur komið út ný aðalnámskrá auk allra annarra breytinga án þess að þær hafi nokkra sinni verið metnar til starfs- kjara, hvað þá launa. Það er verið að bæta ijölmörgum nýjum verkum og nýjum áherslum inn í skólana en kennarar eiga bara að halda áfram að kenna jafnmarga tíma, láta eins og ekkert sé en bæta á sig þessum verkum," sagði Elna Katrín. Hafa ekki fengist viðrœður um þetta? „Það hefur bara ekkert verið talað við kennara síðan árið 1989 eða svo. Raunveralega má segja að síðustu samningar sem snérast eitthvað um kjör kennara hafi verið gerðir 1987 og 1988. Síðan hefur öllum breyt- ingum á starfs- og launakjöram kennara verið vísað út af borðinu með tilvísun í þjóðarsátt og samn- inga ASI. Það er eins og einhver sagði í gríni lyrir nokkrum dögum: Kjaramál kennara hafa gjaman verið leyst með því að setja tvo milljarða í vegagerð. Það era einhverjar svona lausnir sem hafa skapað vandræði í skólunum því kennuram finnst þeir verða að vinna sín verk eins og mik- ið og vel og þeir mögulega geta en launakjör og starfsaðstaða í hrópandi mótsögn við það sem krafist er,“ sagði Elna Katrín Jónsdóttir. Gengur ekki lengur Elna Katrín var spurð álits á frétt- um þess efnis að kennarar slengdu ífam kröfu um 25% launahækkun og boðuðu svo verkfall nánast í kjölfar- ið. Hún sagðist lítið gefa fyrir ffétta- flutning af þessu tagi. Þetta sýndi þá fordóma sem dregnir væru ffam þegar kennarar ætluðu að fara að semja. Það væri kannski fróðlegt fyrir fólk að gá að því hvaða kröfur aðrar stéttir hefðu uppi. „Ef mönnum er alvara með því að það eigi að gera eitthvað fleira í skólunum en að kenna viðstöðulaust og prófa þá ganga byrjun- arlaun upp á 68 til 71 þús- und krónur á mánuði eftir nokkurra ára háskólanám ekki lengur. Svona gengur þetta ekki upp. Staðan í dag er sú að kennarar eiga einfaldlega um þann kost að velja að snapa alla mögulega yfirvinnu sem skólinn getur veitt þeim. Ef skólinn getur ekki boðið upp á yfirvinnu þá era þeir bókstaflega talað neyddir til að reyna að verða sér út um önnur störf og auka- vinnu hvar sem hægt er. Þetta er óheppilegt fyrir skólana sem þyrftu að geta haft miklu meiri aðgang að kennuranum. Það er augljóst að fjöl- mörg störf við skólana era unnin í sjálfboðavinnu eða bara ekki unnin,“ sagði Elna Katrín ennfremur. Hægt að ná samningum Að sögn Elnu Katrínar er verk- fallsréttur kennara takmarkaður við það, að það er einungis heimilt að efna til allsherjaratkvæðagreiðslu um boðun verkfalls á tilteknum degi. Ekki sé hægt að sækja heimild um verkfall með sama hætti og almennu verkalýðsfélögin gera. „Kennarinn sem er að greiða at- kvæði í dag verður því að segja já eða nei við því hvort hann vilji fara í verkfall 17. febrúar ef samningar hafa ekki náðst fyrir þann tíma, til þess að fylgja eftir kröfum félag- anna. Fulltrúaráð kennarafélaganna tók ákvörðun um boðun verkfalls. Það segir sig sjálft að þó að þessi verkfallsréttur sé frekar þungur í vöf- um hefði okkur verið í lófa lagið að boða verkfall fyrr. Dagsetninguna ber því að skoða sem vilja til að gefa meiri tíma til að ná samningum. Við eram búin að standa í samningavið- ræðum í sjö til átta vikur og gefum þessu mánuð í viðbót. Það þarf auð- vitað enginn að segja manni það að ekki sé hægt að ná samningum á þessum tíma ef vilji er fyrir hendi. Formlega séð þarf að boða verk- fall með fimmtán sólarhringa fyrir- vara. Það er búið að ákveða talningu atkvæða í allsheijaratkvæðagreiðsl- unni 31. janúar til 1. febrúar. Við getum reiknað með að verkfall verði boðað 1. febrúar ef niðurstaða at- kvæðagreiðslunnar verður já. Það þarf að senda fjármálaráðherra og sáttasemjara bréf um það og verkfall hefst þá 17. febrúar," sagði Elna Katrín. Hún ítrekaði gagnrýni sína á þá nauðhyggju að halda því fram að það sé bara fræðilegur möguleiki á að stéttarfélag geti samið sjálfstætt um eitthvað. Því miður væru íjölmiðlar orðnir samdauna þessari hugsun. Kennarafélögin efna til sameigin- legs baráttufundar félagsmanna sinna í Reykjavík og Reykjaneskjör- dæmi klukkan 17 í dag í Bíóborginni við Snorrabraut. Ávörp verða flutt, farið með ljóð og fjöldasöngur hafð- uruppi.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.