Alþýðublaðið - 01.02.1995, Page 2

Alþýðublaðið - 01.02.1995, Page 2
2 ALÞÝÐUBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 nmiiiiíMD 20863. tölublað Hverfisgötu 8 -10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson Sigurður Tómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Vantraust á Þorstein Fiskveiðar eru mikilvægasta atvinnugrein íslendinga, og óhætt er að fullyrða, að gegnum þær liggja traustustu stoðir at- vinnulífs landsmanna. Það er því eðlilegt að menn hafi sterkar skoðanir á stjómun fiskveiða. Innan allra stjómmálaflokkanna hafa verið deilur af einhveiju tagi um hvaða leiðir séu bestar til að stýra veiðunum. Það má heita að einungis innan Alþýðu- flokksins sé fullkomin samstaða, en flokkurinn hefur lagt meg- ináherslu á að veiðigjald verði þungamiðja fiskveiðistjómunar, og taki mið af afkomu greinarinnar. Innan Sjálfstæðisflokksins hefur Þorsteinn Pálsson, sjávarút- vegsráðherra, til þessa haft tögl og haldir í stefnumótun um fiskveiðar. Þó hefur lengi verið vitað, að undir niðri hefur kraumað óánægja með stefnu Þorsteins, sem er gefið að sök að vera allt of hallur undir Kristján Ragnarsson, formann LÍÚ, sem margir halda fram að sé hinn raunverulegi sjávarútvegs- ráðherra. Þessi óánægja með stefnu Þorsteins hefur einkum verið bundin við Vestfirðina. Nú kraumar hins vegar ekki lengur í óánægjupotti Vestfirð- inga, heldur bullsýður. Allir fjórir efstu menn listans á Vest- fjörðum hafa nú beitt sér fyrir afdráttarlausri stefnu, sem geng- ur þvert á allar megináherslur Þorsteins Pálssonar. Stefna þeirra byggir á sóknarstýringu, sem sjávarútvegsráðherrann hefur ít- rekað kallað vitlausustu aðferðina til að stjóma veiðunum, og haft að háði og spotti þá sem fylgja henni. Hina beinskeyttu stefnumótun Vestfirðinga er því ekki hægt að túlka öðm vísi en sem bullandi vantraust á ráðherrann úr eigin flokki. Moigun- blaðið hefur samhliða hellt sér út í stórskotahríð til stuðnings Vestfirðingum, og alvara málsins speglast ef til vill best í því, að orð sjálfs forsætisráðherra og formanns Sjálfstæðisflokksins er erfitt að túlka öðm vísi en hljóðláta ánægju með fmmkvæði Vestfirðinga. Hvemig sem niðurstaðan verður í deilunum innan Sjálfstæð- isflokksins, þá virðist óhjákvæmilegt annað en að minnsta kosti ein niðurstaða fáist: Verði Sjálfstæðisflokkurinn áffam í ríkis- stjóm, þá verður Þorsteinn Pálsson ekki ráðherra málaflokks- ins. Um það næst einfaldlega aldrei sátt úr þessu. Að því leyti hafa Vestfírðingamir þegar náð áfanga, sem þeir sjálfir telja mikilvægan. Það vekur sérstaka athygli, að í tillögum uppreisnarmanna er í raun tekið undir með meginviðhorfi Alþýðuflokksins um veiðigjald. Þetta em tímamót í umræðu um sjávarútvegsmál hér á landi. Að öðm leyti má segja, að hugmyndir Vestfirðinga falli í sama farvegi og þær skoðanir, sem annar Vestfirðingur, Sig- hvatur Björgvinsson, hefur haft uppi í gegnum árin. Fyrir Al- þýðuflokkinn hlýtur það að vera umhugsunarefni, að fram era komnir mikilvægir stjómmálamenn, sem taka undir gmnnhug- myndir flokksins um veiðigjald. Það er því ljóst, að framundan em átakatímar í pólitískri stefnumótun um fiskveiðar, sem gætu haft áhrif á myndun og samsetningu ríkisstjómar eftir kosningar. Greinargerð utanríkisráðuneytis vegna skýrslu Ríkisendurskoðunar •• Ollum grunsemdum eytt sem vakti grunsemdir um megna fjár- málaóreiðu, jafnvel misferli og stórkost- lega eyðslu umfram fjárheimildir, vegna starfsemi menningarfulltrúa. Ríkisendur- skoðun hefur nú lokið athugun sinni og sent utanríkisráðuneytinu skýrslu sína. Ljóst er að með henni hefur ofangreind- um grunsemdum verið eytt.“ Hér fer á eftir í heild greinar- gerð vegna skýrsiu Ríkisendur- skoðunar um bókhald og fjárreið- ur sendiráðs Islands í London. MiIIifyrirsagnir eru Alþýðublaðs- ins. Um mánaðamótín september- október 1994 kannaði Ríkisendur- skoðun bókhald og fjárreiður sendi- ráðs íslands í London. Könnun þessi var liður í reglubundnum athugunum stofnunarinnar á fjárreiðum sendi- ráða. Athugun Ríkisendurskoðunar beindist einkum að þeim hluta starf- semi sendiráðsins er varðaði kostnað vegna starfsemi menningarfulltrúa. I fjölmiðlum hófst allnokkur um- ræða sem vakti grunsemdir um megna fjármálaóreiðu, jafnvel mis- ferli og stórkostlega eyðslu umfram fjárheimildir, vegna starfsemi menn- ingarfulltrúa. Ríkisendurskoðun hefur nú lokið athugun sinni og sent utanríkisráðu- neytinu skýrslu sína. Ljóst er að með henni hefur ofangreindum grun- semdum verið eytt. Skýrslan fjallar um ráðningu og starfssvið menningarfulltrúa og starfsumhverfi, fjárheimildir, færslu bókhalds vegna starfsemi menning- arfulltrúa, eðli útgjalda og tekna, heildarkostnað og samanburð við fjárheinúldir 1991-94 og bókhald sendiráðsins vegna ársins 1994. Brautryðjendastarf Af skýrslunni er Ijóst að með ráðningu menningarfulltrúa var haf- ið brautryðjendastarf. Ráðningin hafði ekki í fór með sér fjölgun starfsmanna við sendiráð íslands í London og starfskostnaður menn- ingarfulltrúa hefur verið lægri en gerist með sambærilega starfsmenn. Hins vegar gerir Ríkisendurskoðun athugasemdir við nokkra þætti máls- ins og telur að standa hefði mátt bet- ur að tilhögun og framkvæmd. Að þvf er varðar meðferð fylgiskjala og bókhalds, gerir Ríkisendurskoðun athugasemdir og færir fram ábend- ingar en telur ekki um misferli að ræða. Ráðuneytið hefur tekið fullt mið af ábendingum Ríkisendurskoð- unar og hefur og mun fylgja þeim eftir, meðal annars með því að árétta fyrirmæla- og leiðbeiningaskyldu forstöðumanns sendiráðsins. Þá telur Ríkisendurskoðun að á árinu 1994 hafi verið um 2,0 m.kr. ófyrirséð út- gjöld umfram ljárheimildir að ræða. Ófyrirséðir þættir ollu fjárvöntun í niðurstöðum skýrslunnar eru Ríkisendurskoðunar teknar saman í heild sinni. Ráðuneytíð tekur vissu- lega fúllt mið af þeim til efitírbreytni en telur jafnframt nauðsynlegt að eft- irfarandi áherslur og skýringar komi ffam tíl styrktar hlutlægni málsins: Við ráðningu menningarfulltrúa vorið 1991 lagði hann frarn hug- myndir um markaðssetningu ís- lenskrar menningar erlendis. Þær mörkuðu nokkuð starf hans og verk- efni næstu misseri. Þar sem um brautryðjendastarf var að ræða var áætlað að í byijun þyrfti að koma til fjárveitingar af ráðstöfunarlið ráð- herra, að hámarki 1,5 m.kr. á ári, auk íjái'veitingar af ljárlagalið aðalskrif- stofu utanríkisráðuneytisins. Á árun- um 1992-93 voru áætlanir gerðar af yfirstjóm ráðuneytísins í samráði við menningarfulltrúa. Ráðuneytið bendir á að f skýrslu Ríkisendur- skoðunar kemur fram að ráðuneytið hafi ekki að fúllu nýtt fjárheimildir aðalskrifstofu á þessu tímabili. Vegna starfsemi menningarfulltrúa á árinu 1994 var staðfest áætlun um íjárheimildir en sökum ófyrirséðra þátta, þ.e. kröfu leigusala, vegna stulds á tækjabúnaði, sem er óútkljáð mál, og sérstakrar ráðstöfunar til Hamrahlíðarkórsins af heildarfram- lagi ríkisstjómarinnar, nægja fjár- heimildir ekki fyrir kosmaði. Ef ekki hefði komið tíl hinna ófyrirséðu þátta væri ekki um fjárvöntun að ræða. Ennfremur skal bent á að unn- ið er að endurgreiðslu virðisauka- skatts, sem kynni að bæta verulega úr fjárhagsstöðu. Menningarfulltrúi starfaði á ábyrgð sendiherra Ekki er um að ræða að menningar- fulltrúinn hafi leitað beint til ráð- herra um afgreiðslu einstakra fram- kvæmdaatriða. Skýrt kemur fram að menningar- fulltrúi hafi verið einn af starfsmönn- um sendiráðsins og starfað þar á ábyrgð forstöðumanns og undir hans eftirliti. Ráðuneytið hefur áréttað fyrirmæla- og leiðbeiningaskyldu forstöðumanns sendiráðsins. Ráðuneytið hefur þegar áréttað gerð áætlunar um verkefni, sem fyr- irhugað er að ráðast í, ásamt sundur- liðun kostnaðar. Um meðferð fylgiskjala er vísað [tíl] áréttaðrar fyrirmæla- og leið- beiningaskyldu og hlutverks Ríkis- bókhalds vegna færslu kostnaðar í bókhaldi án sundurliðunar. Aflaði sjálfur rúmlega 7 milljóna Vegna heildarkostnaðar leggur ráðuneytið sérstaka áherslu á að ráðning menningarfulltrúa hafði ekki í för með sér ljölgun starfs- manna við sendiráðið og starfskostn- aður hans er lægri en gerist með sambærilega starfsmenn. Þá er lögð áhersla á að kostnaður vegna starf- semi menningarfulltrúa 1991-94 er ekki að öllu leyti viðbótarkostnaður þar sem árlega fellur til kostnaður vegna menningarkynningar á vegum sendiráða. Þá má ennfremur nefna viðburði sem ríkisstjóm tók ákvörð- un um og veittí Ijárveitingu til eins og listahátíð og vörusýningar í tílefni lýðveldisafmælisins og sameigin- lega norræna listahátíð í Barbican Center, sem haldnar voru á þessu tímabili. Áður er nefnt að ekki voru fjárheimildir aðalskrifstofu að fúllu nýttar 1991-94. Af niðurstöðutölum sést að starfs- og búsetukostnaður menningarfúlltrúa nemur að jafnaði hvert ár um 5,6 m.kr. og beinn kostn- aður vegna menningarstarfsemi um 8,6 m.kr. á ári. Sjálfur hefúr menn- ingarfulltrúi beitt sér fyrir kostnaðar- hlutdeild og framlögum frá fyrir- tækjum og einkaaðilum, að Ijárhæð um 7,1 m.kr., sem ráðuneytínu þykir lofsvert framtak. í heild tekist vel til Það er mat ráðuneytísins að þrátt fyrir athugasemdir í skýrslu Ríkis- endurskoðunar, sem fullt tíllit verður tekið til, hafi vel tekist með það brautryðjendastarf sem um ræðir á nefndu tímabili. I því sambandi er vísað til samantektar um menningar- viðburði á árinu 1994. í samanburði við listahátíðir almennt og aðra menningarstarfsemi verður árangur, miðað við umfang og kostnað, að teljast viðunandi að þessu leyti. Eins og fram kemur í skýrslu Rík- isendurskoðunar hefur ráðuneytíð þegar brugðist við með fyrirmælum til sendiráðsins í London. Þá mun ráðuneytíð ennfremur árétta leið- beiningar og fyrirmæli um bókhald og fjárreiður gagnvart sendiráðum og fastanefndum íslands. Einnig mun ráðuneytið í samráði við Ríkis- endurskoðun og Ríkisbókhald kanna ífekar á hvem hátt bókhaldsgögnum og endurskoðun verði best fýrir komið í sendiráðum og fastanefnd- um fslands. Jafnframt mun ráðuneyt- ið kanna á hvem hátt fyrirmæla- og leiðbeiningaskylda forstöðumanna sendiráða og fastanefnda er best framkvæmd. Dagatal 1, Atburðir dagsins 1650 René Descartes, „faðir franskr- ar heimspeki", deyr. 1904 Hannes Hafstein verður fyrstí ráðherra ís- lands þegar landið öðlast heima- stjóm. 1947 Litkvikmynd Óskars Gíslasonar, Reykjavík vorra daga, fmmsýnd. 1979 Khomeini æðstíkl- erkur snýr heim til fran eftir 16 ár í útlegð. 1981 Gro Harlem Brundtland verður forsætísráðherra Noregs. Afmælisbörn dagsins Valdimar Briem sálmaskáld, 1848. Páll Árdal skáld, 1857. John Ford bandarískur kvikmyndaleikari, gerði meðal annars Stage Coach og How the West Was Won, 1895. Clark Ga- ble bandarískur kvikmyndaleikari og stórsjarmör, 1901. Annálsbrot dagsins Ennþá harðindi og manndauði um allt landið sem fyrirfarandi ár. Fólkið féll af harðrétti og megurð; það fannst dautt á milli bæjanna; þar fylgdi og með slæmur sóttarkvilli, sem var lífsýki, hvar af sumt fólk al- deiUs út af dó. Grímsstaðaannáll, 1757. Undrabarn dagsins Ég veit ekki, hvort nokkmm er kunn- ugt um íslending, sem hafi verið meira bráðþroska en Hannes Haf- stein. Á þessum ámm lét hann stund- um dag eftir dag, rigna yfír okkur vini sína ljóðum, sem mér fundust merkilegir viðburðir í bókmenntum þjóðarinnar - og vom það líka. Ljóð þessa tvítuga manns hafa orðið klassísk. Einar H. Kvaran um Hannes Hafstein. í dag er 91 ár síðan Hannes varð ráðherra. Málsháttur dagsins Sá er ekki alla daga þræll sem einu sinni er sæll. Lokaorð dagsins Ég hætti núna, en ég ætla að brýna öxina áður en ég geng frá henni, elskan. Lokaorð rithöfundarins e.e. cummings (1894-1962). Orð dagsins Þeim, sem lífsins þunga ber þymum stráða vegi, verður ljúft að leika sér litla stund úr degi. Páll Árdal, afmælisbam dagsins. Skák dagsins Judith Polgar er orðin besti skák- maður Ungveija, og hún kann ýmis- legt fyrir sér í fléttulistínni. Hún hef- ur hvítt og á leik gegn fimasterkum Bareev, og pakkar honum saman í nokkmm leikjum. Hvað gerir hvítur? 1. Hxg7+! Kxg7 2. Hgl+ Kh8 3. Rf7+ Kh7 4. Rxh6 Og Bareev gafst upp enda bjargir bannaðar.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.