Alþýðublaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 1
Efna hagsstefna ríkisstjóm- arinnar hefur gjörbreytt stöðu íslensks iðnaðar Tryggja verður að sú þróun haldi áfram segir Sighvatur Björgvinsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. Síðustu sex ár voru íslenskum iðn- aði erfið: Stöðugur samdráttur í framleiðslu og útflutningi, fækkun starfa og slæm afkoma iðnfyrirtækja. Nú hefur hins vegar rofað til. Flestar hagtölur benda til að botninum hafi verið náð og að ffamundan sé vaxt- artímabil. Það veltur þó allt á því hvemig til tekst í komandi kjara- samningaviðræðum og hvort það tekst að tryggja áfram stöðugleika í efnahagsmálum. Aukin velta og útflutningur Upplýsingar um heildarveltu í at- vinnugreinum samkvæmt virðis- aukaskattskýrslum gefa góða vís- bendingu um breytingu á umsvifum í efnahagslífmu. Nú liggja fyrir upp- lýsingar um veltu fyrstu tíu mánuði síðasta árs. Þær benda til verulegrar aukningar í öllum höfuðatvinnu- greinum þjóðarinnar ef undan eru skildar bygg- ingarstarfsemi og hluti af þjónustugreinunum. Hjá iðnaði í heild stefn- ir veltuaukningin í að verða á bilinu 7-8%. Innan iðnaðar hefur mest veltuaukning orð- ið í stórðiðju sem rekja má til efnahagsbata í iðnríkjunum og aukinn- ar eftirspumar eftir og verðhækkunar á áli og kísiljámi. Auk stóriðj- unnar má nefha mikinn vöxt í vefjariðnaði, skó- og fatagerð, sútun og verkun skinna. Af öðr- um greinum iðnaðar skulu einkum nefndai' efnaiðnaður, málm- smíði, vélaviðgerðir, skipasmíði og skipavið- gerðir. Það em hins vegar vonbrigði að lítil veltuaukning hefur orðið í 20%. Af einstökum vömflokkum iðnaðar má nefna að útflutningur mikla aukningu í útflutningi áls, lag- metis, loðsútaðra skinna, óáfengra drykkja (einkum vatns), pappaum- búða, steinullar, rafeindavoga og véla, tækja og búnaðar til fiskverk- unar. Þessar tölur sýna og sanna að íslenskur iðnaður er að rétta úr kútn- um eftir nokkur mögur ár. „Frá því að ég tók við starfi iðnaðar- og við- skiptaráðherra í júní 1993“, segir Sighvatur Björgvinsson, „hef ég átt því láni að fagna að heimsækja fjöl- mörg iðnfyrirtæki í öllum lands- fjórðungum. f samtölum við for- svarsmenn og starfsmenn þeirra hef ég orðið var við jákvætt hugarfar og bjartsýni um vænkandi hag: „Við er- um smám saman að auka markaðs- hlutdeild okkar á innlendum mark- aði á kostnað innflutnings,“ „Við „Hver hefði trúað því fyrir nokkrum árum“, spyr Sighvatur, „þegar verðlag, laun og gengis- fellingar æddu áfram í hrunadansi og enginn maður nennti að ómaka sig við að leggja á minnið hvað vörur og þjónusta kostuðu, að ís- land ætti eftir að verða fyrirmyndarríki lágrar verðbólgu? Staðreyndin er sú að hér hefur nánast verið unnið efnahagslegt kraftaverk.“ Skynsamleg efnahagsstjórn Batinn í íslensku efnahagslífi og íslenskum iðnaði byggist hvorki á töfrabrögðum né skyndilausnum. Þvert á móti eru breyttar aðstæður í íslenskum iðnaði bein afleiðing af skynsamlegri hagstjóm undanfar- inna ára, bata í heimsbúskapnum og síðast en ekki síst þeirri sátt sem tek- ist hefur um það meðal atvinnurek- enda, launþegarhreyfingarinnar og stjómvalda að hverfa af braut falskra lifskjara, verðbólgu gengisfellinga og erlendra skulda og koma þess í stað á efnahagslegum stöðugleika. Auk þess má ekki gleyma því að gíf- urlegar framfarir hafa orðið í mennt- un og þjálfun starfsfólks, tæknifram- farir hafa orðið miklar og nýjar að- ferðir við framleiðslu- skipulag hafa mtt sér til rúms. Þá hafa ýmsar þjónustugreinar vaxið ört og jafnframt stuðlað að vexti í iðnaði. Verðbólga er nú með því lægsta sem þekkist í iðnríkjunum og verður að telja það ótrúlega góðan árangur. Gengi krónunnar hefur verið stöðugt nokkur misseri ef undan em skildar tvær nauðsynlegar gengisfell- ingar vegna gengisfell- inga samkeppnisþjóða og afkomubrests í sjáv- arútvegi. Viðvarandi viðskiptahalla og er- lendri skuldasöfnun hef- ur verið snúið í afgang í viðskiptum við útlönd og endurgreiðslu er- lendra skulda. Launa- hækkanir hafa verið hóf- legar um nokkurt skeið. trjávöruiðnaði og pappírsiðnaði. Á árinu 1994 var aukning útflutn- ings iðnaðarvöm mun meiri en sem nemur veltuaukningunni. Þannig sýna tölur fyrstu ellefu mánuði ársins að verðmæti útfluttrar iðnaðarvöm jókst um tæplega 30% samanborið við sama tímabil í fyrra. Sambærileg tala fyrir sjávarafurðir er rúmlega 16% og fyrir allan vömútflutning höfum verið að reyna fyrir okkur í útflutningi og það gengur betur en ég átti von á,“ „Við höfum smám sam- an verið að auka framleiðsluna," „Mannskapurinn hefur þurft að vinna yfirvinnu á ný,“ „Almenning- ur sýnir aukna tiltrú á íslenskri fram- leiðslu." Og hagtölumar sýna að þetta er rétt. Það verður að tryggja að þessi þróun geti haldið áfrarn." Allt þetta hefur leitt til þess að raun- gengi krónunnar er nú í sögulegu lágmarki. Spegilmynd þess er að samkeppnisstaða innlendra fyrir- tækja gagnvart erlendum keppinaut- um er betri en oftast áður. „Hver hefði trúað því fyrir nokkr- um árum“, spyr Sighvatur, „þegar verðlag, laun og gengisfellingar æddu áfram í hmnadansi og enginn maður nennti að ómaka sig við að leggja á minnið hvað vömr og þjón- usta kostuðu að Island ætti eftir að verða fyrirmyndarríki lágrar verð- bólgu? Staðreyndin er sú að hér hef- ur nánast verið unnið efnahagslegt kraftaverk." Erfitt nábýli iðnaðar og sjávarútvegs Það sýnir sig að uppgangur í sjáv- arútvegi hefur ávallt þrengt að öðr- um greinum og þeim hefur gengið illa að glíma við hækkandi raun- gengi á uppgangstímum. Ef takast á að skjóta fjölbreyttari stoðum undir efnahagsstarfsemi hér á landi með því byggja upp öflugan innlendan iðnað og þjónustugreinar sem eiga að geta keppt við erlend fyrirtæki hvort heldur á markaði hér á landi eða erlendis verður að búa þessum greinum stöðug og eðlileg starfsskil- yrði sem óháðust því hvemig árar til sjávar. f því felst m.a. að koma f veg fýrir þær miklu raungengissveiflur sem eiga upptök sín í sjávarútvegi. Að öðmm kosti er hætt við að vaxt- arsprotar í iðnaði verði fljótt að engu. 1 skýrslu starfshóps um starfsskil- yrði iðnaðar sem út kom í september sl. er bent á tvær leiðir til að ná þessu „Flestar hagtölur benda til að botninum hafi verið náð og að framundan sé vaxtar- tímabil.“ markmiði: Verðjöfnun sjávarafurða í verðjöfnunarsjóði og gjald fyrir nýtr- ingarrétt á auðlindinni. Starfshópur- inn gerði ekki tillögu um hvora leið- ina ætti að fara eða hvort nota ætti þær báðar saman. Hann benti hins vegar á að brýnt væri að þeir aðilar sem mestra hagsmuna ættu að gæta mótuðu sameiginlega tillögur um „í starfi mínu sem iðn- aðar- og viðskiptaráð- herra hef ég lagt höf- uðáherslu á að að við verðum skapa íslensk- um iðnaði eðlileg starfsskilyrði. Þar er mikilvægast um þess- ar mundir að ná sátt um hóflegar kjarabæt- ur í batnandi árferði svo takist að varð- veita efnahagslegan stöðugleika. Óskyn- samlegir kjarasamn- ingar myndu valda kollsteypu og það tæki okkur mörg ár að vinna okkur út úr henni.“ leiðir. í raun fara hagsmunir atvinnu- greinanna saman: Iðnaður, sjávarút- vegur og aðrar útflutnings- og sam- keppnisgreinar verða að geta notað næstu uppsveiflu í íslensku efna- hagslífi til að treysta fjárhag sinn. Að öðrum kosti mun allt sækja í sama far og áður. Aðgerðir til að efla íslenskan iðnað Það er brýnasta verkefni íslenskr- ar hagstjómar að leita leiða til að leysa sambúðarvanda iðnaðar- og sjávarútvegs og leggja þannig grunn að hagvaxtarstefnu sem byggist á gróskumikilli starfsemi allra at- vinnugreina. Þetta er ekki síst mikil- vægt um þessar mundir þegar fyrir- sjáanlegt er að skapa þarf hátt í 20.000 ný störf fram til aldamóta fyrir ungt og velmenntað fólk sem sækir út á vinnumarkaðinn. „Um þetta og ekkert annað snýst málið“, segir Sighvatur Björgvinsson. „I starfi mínu sem iðnaðar- og við- skiptaráðhetTa hef ég lagt höfuð- áherslu á að að við verðum skapa ís- lenskum iðnaði eðlileg starfsskil- yrði. Þar er mikilvægast um þessar mundir að ná sátt um hóflegar kjara- bætur í batnandi árferði svo takist að varðveita efnahagslegan stöðug- leika. Óskynsamlegir kjarasamning- ar myndu valda kollsteypu og það tæki okkur mörg ár að vinna okkur út úr henni. Jafnframt verðum við að hlúa að íslenskum iðnaði í stóru sem smáu og sækja fram á við á öllum sviðum iðnaðar en ekki einblína á töfralausnir." Erlendir fjárfestar á íslandi Bætt afkoma í íslenskum skipaiðnaði íslenskur iðnaður í útflutningssókn! Hverju má þakka? Starfsemi Iðnlánasjóðs, Iðntæknistofnunar og þjónusta atvinnuráðgjafa á landsbyggðinni Ferðir iðnaðarráðherra um landið Hefur Sighvatur Björgvinsson staðið sig sem iðnaðarráðherra? Sigfús Jónsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra, skrifar um nýjungar í stjórnun iðnfyrirtækja Verkefni úr iðnaðarráðuneytinu

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.