Alþýðublaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 5
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5B Hallgrímur Jónasson, fo/stjóri Iðntæknistofnunar: Avallt vakandi fyr- irtækninýjungum Iðntæknistofnun er þróunar- og ráðgjafastofnun fyrir atvinnulífið. Markmið stofnunarinnar er að efla nýsköpun og samkeppnishæfni ís- lensks atvinnulífs nteð hagnýtum rannsóknum, vömþróun, fræðslu, ráðgjöf og prófunum. Iðntæknistofnun er því ávallt vak- andi fyrir tækninýjungum og hún leitast við að afla þeirra ekki síst með alþjóðlegu samstarfi þar sem tækni- yfirfærsla er höfð að leiðarljósi. Að sögn Hallgríms Jónssonar, forstjóra Iðntæknistofnunar, reynir stofnunin að afla sem mestrar þekkingar er- lendis frá fiemur en að reyna að finna upp alla hluti og þróa sjálf. Hallgrímur segir að í mörgum tilfell- um sé hægt að flytja tækniþekkingu úr einni grein yfir í aðra. „Til dæmis er hægt að nýta lausnir sem menn hafa komið upp með í bílaiðnaði í fiskiðnaði eða í matvælabransanum. Þess vegna má leita samstarfs í hin- um ýmsu iðngreinum þegar við er- um að sækjast eftir nýrri þekkingu í fiskiðnaðinum. Við vinnum til að mynda með Granda og Marel við að þróa róbóta fyrir fiskvinnsluna. I því ferli vinnum við með tölvufyrirtæki frá Grikklandi, ráðgjafafyrirtæki í Danmörku og róbótafyrirtæki í Bret- landi sem sérhæfir sig í matvælaiðn- aði Alþjóðlegt samstarf er því mjög mikilvægur þáttur í allri starfsemi okkar. Við höfum starfað mikið á nor- rænum grunni í ýmsum þróunarmál- um, sér í lagi á matvælasviðinu, og það hefur skilað rnjög góðum ár- angri. Ég sé fram á að við munum í auknum mæli starfa með ESB og þá sem fullir þátttakendur enda munum við sem EES ríki njóta styrkja frá þeim. Ahersla Iðntæknistofnunar í fram- tíðina mun meira færast yfir í það að koma þekkingu okkar á framfæri er- lendis með það í huga að selja þjón- ustu," segir Hallgrímur. „Þannig get- um við aflað viðskiptasambanda og tengsla fyrir íslenskt atvinnulíf. Þessi þjóð getur ekki einungis lifað á fram- leiðslu þegar til lengri tíma er litið og þess vegna ber okkur að styrkja þjónustuútflutning. 1 dag er Iðn- tæknistofnun að leita eftir samstarfi við systurstofnanir hennar á Norður- löndum með það fyrir augum að komast inn í ákveðið þjónustunet sem þau hafa komið sér upp.“ Nefndu mér dæmi um þá þjón- ustu sem Iðntæknistofnun flytur út? „Við höfum sérhæft okkur í hita- kærum ensímum og teljum okkur vera í sérflokki á því sviði. Hugsunin þar að baki felst í því að nýta hita- kærai' örverur til iðnaðamota. Örver- ur geta lifað við mikinn hita í mjög súm og basfsku umhverfi eins og hverimir okkar em og því má hafa mikið gagn af þeim. Við emm t.d. að nota þessar íslensku örvemr til að hreinsa mengað vatn eða þéttivökva. Þéttivökvi sem er heitur inniheldur ákveðin óhreinindi og í dag þarf að kæla hann áður en hann er hreinsað- ur. Það sem við viljum gera er að nota hitakærar örvemr til að ná óhreinindum burt og geta sett heitt vatn aftur í ferlið. Þannig er hægt að spara orku. Glæpamál upplýst með af- urðum úr örverum Ensímið sem við framleiðum úr hveraörvemm má einnig nota lil að upplýsa glæpamál. Við emm að vinna með litlu finnsku fyrirtæki í þessu sambandi. Við rannsóknir glæpamála finna menn oft sæðis- frumur eða húðflibba sem þarf að greina. Þá er erfðaefnið tekið og margfaldað til að kanna hvort það sé óyggjandi. Ensímið sem við fram- leiðum úr hveravötnunum er notað lil þess að margfalda upp erfðagenið í sáðfrumunni eða húðflibbanum. Þetta er þegar orðin markaðsvara og hefur verið það undanfarin tvö ár. Við eigum ásamt fleimm og rekum hér innanhúss fyrirtæki sem einbeitir sér alfarið að þvf að markaðssetja af- urðaþjónustu á þessu sviði.“ Átaksverkefni Hallgrímur segir að árangur þró- unarverkefna sem Iðntæknistofnun hefur staðið fyrir hafi verið mjög góður en honum finnst of lítið um að gerð sé úttekt á þeim árangri sem náðst hefur almennt í rannsóknar- starfi. „Við gerðum úttekt á fyrsta vömþróunarverkefninu sem við fór- um af stað með þremur ámm eftir að því lauk og í ljós kom að vömmar sem vom þróaðar veltu um 600 milljónum; Það finnst okkur harla gott og réttlætir að þróunarverkefn- um sé haldið áfram,“ segir Hallgrím- ur. „Iðntæknistofnun hefur fleiri átaksverkefni í farveginum. Iðn- tæknistofnun og Iðnlánasjóður eiga samstarf unt verkefnið Fmmkvæða- framkvæmd. Það verkefni byggir á því að fyrirtæki sem vilja láta skoða ákveðna þætti í starfsemi sinni eins Oddur Már Gunnarsson, framkvæmdastjóri Atvinnuþróunar- sjóðs Suðurlands: Atvinnuráðgjöf og átaksverkefni Á landsbyggðinni starfa atvinnu- ráðgjafar í hverjum Ijórðungi og einn þeirra er Atvinnuþróunarsjóður Suðurlands. Hann var stofnaður 1981 í þeim tilgangi að efla atvinnu- líf í kjördæminu. Miðstöð sjóðsins er á Selfossi hjá Samtökum sunn- lenskra sveitarfélaga og fram- kvæmdastjóri hans er Oddur Már Gunnarsson, rekstrartæknifræðing- ur. Sjóðurinn hefúr á ári hverju látið frá sér 25 til 40 milljónir í formi lána eða styrkja til fyrirtækja sveitarfé- laga. Hlutimir ganga í megindráttum þannig íyrir sig að fyrirtæki eða ein- staklingar í kjördæminu banka upp á hjá Atvinnuþróunarsjóðinum með einhveija hugmynd í fómm sínum. Lítist sjóðnum á hugmyndina tekur hann upp samstarf eftir að hafa full- vissað sig um að viðkomandi aðili hafi möguleika á að ráða við verk- efnið. Atvinnuþróunarsjóður hefur skipulagt tímabundin átaksverkefni með sveitarfélögum á Suðurlandi. „- Þessi verkefni er ljármögnuð þann- ig,“ segir Oddur Már, „að við leggj- um til Ijórðung fjármagnsins, sveit- arfélögin sem að því standa leggja lil fjórðung en Byggðastofnun helm- ing. Ráðinn er ákveðinn verkefnis- stjóri sem hefur með höndum verk- efhi á afmörkuðu svæði. Verkefnis- stjórinn er ráðinn til tveggja ára og honum er ætlað að takast á við þann vanda sem brýnast er að leysa á við- komandi svæði. T.d. höfum við ver- ið með svona verkefni í Mýrdals- hreppi, eitt verkefni er nú í gangi í vesturhluta Rangárvallasýslu og einnig hafa sex hreppir í uppsveitun- um staðið saman að svona verkefni. Þjónusta wð íslenskan iðnað i og fjármál, vöruþróunarmál o.fl. geta sótt um að fá styrk til að greiða fyrir ráðgjafaraðstoð en styrkurinn hljóðar upp á 50 prósent af kostnað- inum. Ríkisstofnanir geta ekki sinnt öllum þörfum sem upp koma hjá fyr- irtækjum og því hafa mörg fyrirtæki nýtt sér þessa þjónustu okkar. Þeim finnst gott að eiga aðgang að ráð- gjöfum sem þau telja besta á við- komandi sviði. Iðntæknistofnun sér um verkefnisstjómun sem felst helst í því að finna hæfustu ráðgjafana og sjá um að verkefnin gangi eftir áætl- un. Stofnunin hefur gefið út bók þar sem taldir eru upp þeir ráðgjafar sem hæfir em til að veita ráðgjöf á þeim sviðum sem verkefnin falla undir. Þeir þættir sem fyrirtæki geta val- ið um að láta skoða hjá sér em eftir- farandi: stefnumótun, ljárhagsleg endurskipulagning, fjármálastjóm- un, vömþróun og markaðsgerðir, framleiðsluskipulagning og gæða- stjómun. Allt em þetta lykilsvið í rekstri fyriitækja sem þau þurfa og eiga að taka á. Hallgrímur nefnir líka til Snjall- ræðisverkefnið svokallað. Það er hugsað til að þjónusta hugvitsmenn úr hópi einstaklinga sem hafa góðar hugmyndir á takteininum. Einstak- lingamir sem til álita koma þurfa ekki að vera úr hópi stjómenda fyrir- tækja heldur geta þeir komið hvaðan sem er. „Mikil þátttaka hefur verið í þessu verkefni. Við höfum auglýst verkefnið mjög vel og að jafnaði hafa um þrjú hundmð manns sótt um. í fyrstu em átta hugmyndir vald- ar og þær styrktar um 600 þúsund krónur. Eigendum hugmyndanna er þá ætlað að útfæra þær betur fyrir styrktarféð og hafa til þess sex mán- uði. Að þeim tíma liðnum em hug- myndimar skoðaðar að nýju og af þeim em íjórar valdar og hver þeirra styrkt upp á eina og hálfa milljón krónur. Hugmyndasmiðunum er síð- an ætlað að fylgja hugmyndum sín- um enn betur eftir,“ segir Hallgrím- ur. Selfossbær er nýbyrjaður með eitt verkefni og í tengslum við það var ráðinn maður til að vinna með fyrir- tækjunum þaríbæ. Mér heyrist á sveitarstjómar- mönnum að þeir séu mjög ánægðir með þessi verkefni og þeir leggja til að átak verði gert á tíu ára fresti á hverjum stað. Vandamálin safnast upp og þegar fúlltrúi okkar kemur á staðinn er knýjandi þörf fyrir ein- hvem sem getur leyst úr málunum en þegar hann hefur lokið sínu starfi þá færast hlutimir í rólegra horf.“ Oddur Már tekur dæmi af átaks- verkefnunum í Vík í Mýrdal og Rangárvallasýslu. „Við byrjuðum á því að halda svokallaða leitarráð- stefnu sem var tveggja daga „brain- storm“ fundur með íbúum á viðkom- andi svæðum. Þar var farið í gegnum stefnumótunarferli og hvar átaks væri helst þörf. Þama komu upp ákveðin verkefni og fólki skipt niður í hópa til að vinna að útfærslu þeirra. Smíðuð var verkefnaáætlun sem miðaði að því að verkefninu lyki á tveimur ámm liðnum. Ráðgjafinn hafði svo það hlutverk að leiðbeina hópunum og veita þeim ráðgjöf. Svo þróaðist starf hans út í það að hann fór að vinna fyrir einstaklinga og fyr- irtæki sem komu til hans nteð ákveð- in vandamál sem þörfnuðust úr- lausna. Þau vöm síðan lögð fyrir stjóm sem ákvað á hvaða verkefnum skildi taka. Ráðgjafinn fylgdi síðan verkefnunum eftir með viðkomandi einstaklingum eða fyrirtækjum og keyrði þau í gegn. Töðugjöldin, útihátíðin á Hellu sl. sumar er eitt dæmi um það sem út úr þessum verkefnum kom. Eins má nefna merkingu gönguleiða á þess- um stöðum og sumarsel fyrir böm.“ Trefjaflókaframleiðsla Að sögn Odds Más felst stór hluti af starfi hans í ráðgjöf; atvinnuráð- Bragi Hannesson, forstjóri Iðnlánasjóðs: Sjóðurinn stendur sterkur Iðnlánasjóður á sextíu ára afmæli á þessu ári en hann var stofnaður með lögum frá Alþingi árið 1935 og það var Emil Jónsson, fyrmrn formaður Alþýðuflokksins og ráðherra sem stóð að baki stofnun hans. Tilgangur sjóðsins er að veita lán til íjárfesting- ar, vömþróunar og til markaðsað- gerða erlendis. Að sögn Braga Hannessonar, for- stjóri Iðnlánasjóðs, felst aðstoð Iðri- lánasjóðs aðallega í lánaábyrgðum en einnig gerist sjóðurinn oft aðili að fyrirtækjum. Hann segir að megin- starf Iðnlánasjóðs í dag sé að veita langtímalán til byggingar iðnaðar- húsnæðis og vélarkaup. „Lánsumsóknir fyrirtækja fara fyr- ir lánanefnd, sem starfar samkvæmt sérstökum lánareglum sem settar em af stjóm sjóðsins," segir Bragi. „Þar em ákvæði um lágmarks eigið fé fyr- irtækis, eiginíjárhlutfall, veltu og annað er varðar lánstraust. Lána- nefnd vinnur út frá þessum reglum og fúllnægi fyrirtæki þeim er lánveiting samþykkt. Einnig er innan sjóðsins vokölluð vömþróunar- og markaðsdeild en að- altekjustofn hennar er iðnlánasjóðs- gjald. Þessi deild veitir lán á mjög hagstæðum kjömm og ennfremur styrki. Lán og styrkir em afgreiddir tvisvar sinnum á ári en stjómin tekur ein og sér ákvarðanir um styrkveit- ingu. Meginljármagnið úr vömþró- unar og markaðsdeild fer í þróunar- verkefni sem Iðnlánasjóður stendur fyrir ásamt Iðntæknistofnun og Ut- flutningsráði. Hlutverk Iðnlánasjóðs er að leggja til fjármagnið, Iðntækni- stofnun og Útflutningsráð leggja til aðstoð í formi ráðgjafar sem byggð er á þeirri þekkingu sem þessar stofnan- ir hafa aflað sér. Samvinnan við Iðn- tæknistofriun og Útflutningsráð hefur gengið vonum framar og það sem gerir gæfumuninn er að þessar þijár stofnanir vega hverjar aðrar upp. Við í Iðnlánasjóði útvegum íjármagnið en Iðntæknistofnun og Útflutnings- ráð þekkingu á sín hvom sviðinu.“ Afkoma fyrirtækja batnar Sem dæmi um þau verkefrii sem Iðnlánasjóður hefur beitt kröftum sínum í undanfarið nefnir Bragi Fmmkvæði og framkvæmd og Vöm- þróun. „Fyrirtæki hafa verið mjög áhugasöm um þessi verkefni enda hafa um 80-90 þeirra þegar tekið þátt. Verkefnin ganga út að það að hjálpa fyrirtækjunum við vömþróun, mark- aðssetningu til útflutnings, gæða- stjómun o.fl. Dæmi um fyrirtæki sem tekið hafa þátt og náð góðum árangri em Össur hf., Sæplast, Álfasteinn, Brúnás og mörg fleiri. Sem dæmi um þann árangur sem þessi verkefni hafa skilað má nefna fýrirtækið Össur sem framleiðir stoð- tæki. Fyrirtækið tók þátt í verkefni sem hét Útflutningur og hagvöxtur í gegnum Útflutningsráð. Viðfangs- efni Össurs var markaðsetning á framleiðsluvöm fyrirtækisins og með það að markmiði var hannað sérstakt markaðsetningarkerfi þar sem kort- lagt hvar hvemig bæri að ná tiltekn- um mörkuðum erlendis. Kerfinu var fylgt út í ystu æsar og í dag veltir Öss- ur yfir 300 milljónum en þegar þeir vom að byija sina starfsemi veltu þeir 60 milljónum. Aðspurður hvaða fyrirtæki hafi meiri möguleika á að hljóta náð fyrir augum Iðnlánasjóðs fremur öðmm segir Bragi að megináherslan sé lögð á að aðstoða fyrirtæki sem hafi verið starfrækt um nokkurt skeið fremur en fyrirtæki sem séu algerlega ný af nál- inni. „Það er raunhæfara að fyrirtæki sem hafa þekkingu og reynslu eigi betri möguleika á að ná árangri en þau sem em að byija frá gmnni.“ Bragi segist hafa fundið fyrir mikl- um umskiptum til hins betra hjá fyrir- tækjum á síðasta ári, bæði hvað varð- ar rekstur og afkomu þeirra. Þessu vill hann þakka jreim stöðugleika sem hann segir hafa ríkt í efnahagslíf- inu undanfarið. „Vaxtastigið hefur verið tiltölulega lágt og hagþróun verið á uppleið víða í heiminum. Með stöðugleikanum hafa fyrirtækin farið að leggja meira upp úr áætlana- gerð hvað varðar markaðsmál, gæða- stjómun og aðra þætti. Þetta er mjög jákvæð þróun enda þýðir áætlana- gerð bættan rekstur fyrirtækjanna. Hérlendis hafa orðið miklar breyt- ingar í frjálsræðisátt í viðskiptalífinu og gert hefur verið átak í markaðs- málum. Við hjá Iðnlánasjóði emm mjög spenntir að sjá hvemig menn munu nýta sér þá möguleika sem opnuðust með EES samningnum til að auka verðmæti sjávarfangsins og einnig hvað varðar ferðamannaiðn- aðinn. Það er ljóst að EES opnar ekki bara möguleika lyrir iðnaðinn heldur fjölda nýrra möguleika," segir Bragi að lokum. gjöf fyrir lyrirtæki, sveitarfélög og einstaklinga. „Hingað koma menn oft með góðar hugmyndir en engan gmndvöll til að framkvæma þær og þess vegna verð ég oft að telja þá of- an af því að hefjast handa. Þetta em oft á tíðum menn sem hafa hvorki þekkinguna til að framkvæma hlut- ina eða fjárntagnið til að fá þekking- una til sín. Einnig er oft sá misskilningur í gangi að atvinnuráðgjafinn eigi að koma með hugmyndir en þannig gerast hlutimir ekki. Ráðgjafar geta aldrei gert annað en að aðstoða menn við að útfæra sínar eigin hugmyndir. Fmmkvæðið verður að koma frá þeim sem framkvæmir og hlutverk ráðgjafans er að benda á leiðir til þess að ná fram markmiðunum.“ Geturðu nefnt mér dæmi af verkefni sem sjóðurinn hefur ákveðið að styrkja? „Eitt að þeim verkefnum sem At- vinnuþróunarsjóður Suðurlands, í samvinnu við þróunarverkefni upp- sveita Ámessýslu, hefur eytt tölu- verðum krafti í að koma af stað varð- ar framleiðslu á trefjaflóka. Það er efni sem t.d. bleyjur, dömubindi, jakkafóður, einnota málningagallar, jarðvegdúkar og annað í þeim dúr er framleitt úr. Ég hef mikla trú á þessu verkefni. Þetta er orkufrekt ferli, ekki mjög mannaflsfrekt en svolítið fjárfrekt. Ef við skilgreindum iðnað sem félli vel að íslenskum þörfum þá félli treljaflókaframleiðslan undir þá skilgreiningu.Við höfum síðustu tvö til þijú árin verið að reyna að koma þessu af stað en einhvem veginn hef- ur gengið mjög illa að fá fjármagn til þess að geta lokað dæminu. Til fram- leiðslunnar þarf tækni sem við höf- um yfir að ráða og rannsóknargildið er ekki svo mikið. Þetta er fyrst og fremst spuming um að finna markað, staðsetja okkur á þeim markaði og byggja upp í kringum það. Við höf- um gert heildarúttekt á iðnaðinum sem sýnir að þetta er mjög öflugur og ört vaxandi iðnaður en hann skiptist í hundmðir undirflokka. Málið er að finna okkur rétta syllu en það útheimtir mjög dýra markaðs- vinnu. Ef vel er staðið að undirbún- ingsvinnunni verður fjármögnun á síðari stigum miklu betri, þá er byggt á sterkum granni. Fjármagnið til þess höfum við ekki fengið þrátt fyr- ir að flestum lítist vel á verkefnið og telji það lofa góðu.“

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.