Alþýðublaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 2
2B ÍSLENSKUR IÐNAÐUR MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 * Islenskur iðnaður Útgefandi Alprent hf. Ritstjóri og ábyrgðarmaður Glúmur Baldvinsson Umbrot Gagarín hf. Verkefni á veaum iðnaðar- ráðuneytisins | Styrkveitingar til nýjunga í smáiðn- aði árið 1994 Iðnaðarráðherra hefur á umlíðn- um þrem árum beitt sér fyrir sér- stöku nýsköpunarverkefni á vegum ráðuneytis síns. Hér er um að ræða styrkveitingar til nýjunga í smáiðn- aði og nema undanfarin þrjú ár samtals röskum þrjátíu milljónum króna. Styrkjunum hefur verið ætlað að veita aðstoð þeim sem stofna til nýjunga í smáiðnaði eða nýrra iðn- fyrirtækja, einkum á landsbyggð- inni. Fyrst og fremst var miðað við að greiða fyrir tæknilegum undir- búningi, hönnun, stofnsetningu og markaðssetningu, ekki síst hjá þeim sem þegar höfðu skýrt mótuð áform um að hefja slíka starfsemi og höfðu lagt þartil eigið áhættufé. í júní sl. auglýsti iðnaðarráðu- neytið þriðja sinni eftir umsóknum um styrki vegna nýjunga í smáiðn- aði. Bárust síðan 144 umsóknir víðsvegar að af landinu fyrir milli- göngu atvinnuráðgjafa landshlut- anna og Iðntæknistofnunar ís- lands. Heildarupphæð styrkjanna nam samtals röskum 10 millj. króna. Fræðsla og útgáfa handbókar um stofnun fyrirtækja Á s.l. ári og fyrrihluta þessa árs styrkir iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytið fræðslu um stofnun fyrir- tækja. Námskeið eru haldin í sam- starfi við Iðntæknistofnun íslands, Háskóla íslands, atvinnuráðgjafa og farskóla úti á landi. Þegar hafa verið haldin fimm námskeið með tæplega tvö hundruð þátttakend- um og jafnmörg eru í undirbún- ingi. Jafnframt er með tilstyrk ráðuneytisins verið að vinna að út- gáfu handbókar um stofnun fyrir- tækja sem ráðuneytið í samstarfi við Iðntæknistofnun og bókaútgáf- una Framtíðarsýn mun gefa út á þessu ári. Markmið námskeiðanna og handbókarinnar er að auðvelda fólki stofnun fyrirtækja og veita því hagnýta ráðgjöf um fyrstu skref í rekstri. Gæðastjórnun í matvælaiðnaði Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið hefur ásamt Iðntæknistofnun og Samtökum iðnaðarins ákveðið að stuðla að uppbyggingu gæða- stjórnunar í matvælaiðnaði. í því skyni hefur verið komið á fót eins árs verkefni: Verkefni um uppbygg- ingu gæðastjórnunar í matvæla- iðnaði. Verkefninu er stýrt af þrigg- ja manna stjórn, þeim Sveini Þor- grímssyni frá iðnaðar- og við- skiptaráðuneyti, Hannesi Haf- steinssyni frá Iðntæknistofnun og Ragnheiði Héðinsdóttur frá Sam- tökum iðnaðarins. Verkefnisstjóri er Guðrún Hallgrímsdóttir. Verkefninu sem hófst 1. október sl. er ætlað að stuðla að markvissri uppbyggingu gæðastjórnunar í matvælaiðnaði og jafnframt að veita fyrirtækjum í matvælaiðnaði aðstoð við að fullnægja opinberum kröfum um innra eftirlit. Sú aðstoð sem verkefnið veitir erfyrirtækjun- um að kostnaðarlausu. Kynnisferdir Sighvats Björgvinssonar, iðnaðar- og viðskiptaráoherra, um landið á árinu 1994 ekki er síður þarflegt að ráðherrar og embættismenn fái milliliðalaust vitneskju um áhrif utanaðkomandi þátta á efnahagslíf þjóðarinnar og staðreyndir varðandi þann mikla ár- angur sem náðst hefur á ýmsum sviðum efnahagslífsins. Verkun Athygli og aðdáun ferðalanganna vakti sá dugur og sjálfbjargarvið- leitni sem hvarvetna mátti kynnast. Sá metnaður, liggur ekki einvörð- ungu í því að ,halda sjó“ heldur að sækja fram og reyna fyrir sér með íjölbreytta atvinnustarfsemi og ný- sköpun, oft af veikum mætti, en af einurð og kappi. Það er jafnan gagn- legt og örvandi og reyndar nauðsyn- legt að kynnast hetjum hversdagsins víðsvegar í þjóðfélaginu. Eins og að framan getur hélt Sig- hvatur Björgvinsson formlega og óformlega fundi með liðsmönnum Alþýðuflokksins, þar sem menn ræddu af lifandi áhuga störf flokks- ins og horfur. Við slíka liðsmenn er bæði ánægja og þörf að efla tengsl því þama er það fólk sem af stað- festu og samviskusemi vinnur á ósérhlífinn hátt að hugsjónum jafn- aðarmanna um félagslegt réttlæti og efnahagslega skynsemi. Samferðamaður - „og fór hann þingum um land“ - ar á hveijum tíma og kynna sér auk þess hvemig unnið hefur verið úr þeim ákvörðunum sem teknar hafa verið. Gagnlegt er að forráðamenn geri þannig grein fyrir stöðu mála og reki atvinnulag og aðgerðir ríkis- stjómarinnar í viðleitninni við að hemja verðbólgu og vaxtastig. En Á árinu 1994 gerði Sighvatur Björgvinsson, iðnaðar- og viðskipta- ráðherra, víðreist um landið. Alls fór Sighvatur tíu skipulegar kynnisferðir víðsvegar, og var það m.a. liður í því að efla almannatengsl ráðherrans á vegum ráðuneyta hans.í öllum kynn- isferðunum vom tjáskipti með lífleg- asta móti og góður rómur gerður að þessu framtaki ráðherrans. Fulltingi og fylgd I þessum kynnisferðum naut við atfylgis og fyrirgreiðslu embættis- manna, staðarmanna ýmissa, at- vinnufulltrúa og atvinnuráðgjafa viðkomandi landssvæða, svo og samráðs og samstarfs við Samtök iðnaðarins. Umsvif Jafnan heimsótti ráðherra atvinnu- fyrirtæki og stundum fundaði hann sérstaklega með starfsfólki þar sem við aðsteðjandi vanda var að glíma. Upplýsingafundir vom ávallt haldnir með sveitarstjómum og bæjarstjóm- urn viðkomandi staða, og einnig var í hverri ferð efnt til almennra upplýs- ingafunda um iðnþróun, atvinnu- og efnahagsmál. Auk þessa boðaði Sig- hvatur allajafna í hverri ferð til sér- stakra funda með Jafnaðarmönnum þar sem menn ræddu af lifandi áhuga stjómmálaviðhorfið, störf flokksins og lögðu sitt til málanna. Umfang Þessar mánaðarlegu ferðalotur iðnaðar- og viðskiptaráðherra vom tíu talsins og stóðu yfir á tímabilinu frá janúar fram í októbermánuð. Far- ið var í alla landsfjórðunga og öll kjördæmin heimsótt. Til marks um umfang tilvika má geta þess að 97 atvinnufyrirtæki vom heimsótt og stundum efnt úl vinnustaðafunda með starfsfólkinu. Fundir með sveitarstjómum, bæjar- stjómum og embættismönnum í stjómsýslunni vom 23 talsins. Al- mennir upplýsingafundir ráðherra með íbúum viðkomandi byggðar- laga vom 14 þar sem ráðherra fjall- aði um iðnaðarmál, atvinnu- og efna- hagsmál og sat fýrir svömm. Auk þessa átti Sighvatur Björgvinsson 9 fundi sér- staklega með Jafnaðar- mönnum og stuðnings- fólki Al- þýðuflokks- ins. Gagn- kvæmni Árangur ferða sem þessara er augljóslega mjög mikill. Heimamenn lýstu iðulega yfir mik- illi ánægju með ffamtak Sighvats Björgvinssonar. Ljóst er að ferðir með slíkum hætti og hér hefur verið drepið á má nota enn frekar til að koma á framfæri því sem fyrir dyr- um stendur af hálfu ríkisstjómarinn- Nýjar stjórnunaraðferðir í iðnaði Iðnfyrirtæki um allan heim hafa á seinustu árum gengið í gegnum mikla breytingu í framleiðsluaðferð- um og framleiðsluskipulagi. Aðferð- ir og skipulag fjöldaframleiðslunnar hafa verið á undanhaldi. Rutt hafa sér til rúms nýjar sveígjanlegar fram- leiðsluaðferðir en með þeim má bregðast skjótt við þeim öm breyt- ingum sem em á alþjóðlegum mörk- uðum. Neytendur verða æ kröfu- harðari um gæði, vömval og alls kyns sérþarfir og þar með um aukinn sveigjanleika og aðlögunarhæfni fyrirtækjanna. Mörg fyrirtæki sem hafa haldið starfsemi sinni lítt breyttri um nokk- urt skeið hafa vaknað upp við það að starfsumhverfi þeirra hafi gjörbreyst á fáum ámm. Til sögunnar hafa komið kröfur um gæðakerfi, af- komumöguleikar heilla atvinnu- greina hafa breyst gífurlega, sam- keppni hefur aukist, kröfur neytenda breyst, tíminn sem fyrirtæki hafa til að bregðast við breytingum hefur styst, aðstæður á vinnumarkaði hafa breyst og kröfur í umhverfismálum gjörbreyst. Þessar miklu breyúngar hafa leitt til þess að kröfur til stjómenda iðn- fyrirtækjanna hafa orðið aðrar og meiri og þeir orðið að úleinka sér nýjar aðferðir við stjómun iðnfyrir- tækjanna. Verður íjallað um nokkrar þær helstu hér á eftir: Samstarf og tengsi Nú á tímum verða flestar sam- keppnishæfar vömr til í gegnum flókið alþjóðlegt samstarfsnet fyrir- tækja þar sem hver leggur sitt af mörkum í framleiðsluferlinu. Styrk- ur stjómenda iðnfyrirtækja felst því orðið mikið í hæfni þeirra til að nýta sér úl fullnustu þá möguleika sem felast í samstarfi og tengslum við önnur fyrirtæki. í því sambandi má nefna nokkrar leiðir. Hagkvæmt get- ur verið fyrir iðnfyrirtæki að þróa ný þekkingarsvið í gegnum samstarf eða að leita til samstarfsaðila um að- stoð við að endurskipuleggja illa reknar eða úreltar ffamleiðslueining- ar. Hagræði getur verið af því fyrir tvö eða fleiri framleiðslufyrirtæki að starfrækja saman sérhæfðar stoð- deildir og ná þannig betri árangri en ella. Mörg fyrirtæki í skyldri starf- semi sjá sér hag í því að taka upp samstarf um að bjóða fram heildar- lausnir á ákveðnu sviði fyrir við- skiptavini sína. Með samstarfi geta fyrirtæki líka minnkað áhættu af miklum kostnaði við þróun nýjunga. Einnig geta þau hraðað vöruþróun á flóknum framleiðsluvörum með verkaskipúngu milli samstarfsfyrir- tækja. Þá geta fyrirtæki auðveldað sér sókn á nýja markaði með því að taka upp samstarf við fyrirtæki sem fyrir eru á markaðnum. Starfsmannamál Mjög mikilvægt er fyrir fyrirtæki sem þurfa að laga sig að sveigjan- legu framleiðslu-fyrirkomulagi í iðnaði núúmans að nýta sér á réttan hátt sköpunargáfu og starfsorku starfsfólksins. Er þetta einkum mik- ilvægt þegar höfð er í huga þörfin fyrir stöðugt auknar gæðakröfur og aukna framleiðni. Heildarkostnaður við að þjálfa vinnuafl til að stjóma flóknum og dýrum vélum og tækja- búnaði er mjög mikill. Fyrirtækin þurfa því starfsfólk sem leggur sig mjög fram, og er ábyggilegt og stöð- ugt í starfi. Til þess að tryggja sér þetta þurfa fyrirtækin að greiða góð laun, bjóða upp á gott vinnuum- hverfi og gefa starfsfólkinu kost á starfsframa og starfsþróun. Framleiðsla og framleiðni Mörg framleiðslufyrirtæki fóru flatt á því á 9. áratugnum að leggja megináherslu að bæta frammistöðu sína með aukinni sjálfvirkni en gættu ekki að því að ýmsir aðrir þættir í skipulagi framleiðslunnar skiptu ekki síður miklu máli. Fyrirtækin hafa áttað sig á því að til þess að bæta gæði framleiðslunnar og ná betri ár- angri í framleiðsluskipulagi þurfa þau að leggja áherslu á þijá þætti: véla- og tæknibúnað, framleiðsluað- ferðir og þjálfun starfsfólksins. Að- ferðir staðlaðrar og ósveigjanlegrar íjöldaframleiðslu eru á miklu undan- haldi og aðferðir kenndar við sveigj- anlega sérhæfingu hafa verið að taka við. I því felst m.a. eftirfarandi þætt- ir: breytingar í vinnuskipulagi til að lágmarka þann tíma sem afkastaget- an er ekki fullnýtt m.a. með því að auka Ijölbreytni í þjálfun og störfum hvers starfsmanns; upptaka nýs, sveigjanlegs rafeindastýrðs sjálf- virks tækni- og vélbúnaðar; breyting á verksmiðjum frá færibandaskipu- lagi til sveigjanlegra framleiðslu- hópa; breyting á gagnkvæmum að- fanga- og afurðatengslum við önnur fyrirtæki yfir í sveigjanlegl sam- starfsnet marga fyrirtækja í því skyni að örva nýjungar og bæta vörugæði og hönnunargæði. I/öruþróun Megin áhyggjuefni forsvars- manna iðnfyrirtækja hvað vöruþróun áhrærir er það hversu vöruþróun tek- ur langan tíma. Það leiðir til þess að vara, sem talin er vera í nýrri og spennandi útgáfu, kemur seinna en ella á markað og við það tapast sölu- og tekjumöguleikar. Eitt megin viðfangsefni margra framleiðslufyrirtækja er því endur- skipulagning vöruþróunarferlisins, t.d. með því að breyta verklagsregl- um hönnuða og taka fólkið sem vinnur við framleiðslustjómun og sölu- og markaðsmál fyrr inn í vöm- þróunarstarfið. Gæði og altæk gæðastjórnun Fyrirtæki sem era í fremstu röð í dag hvað gæði áhrærir hafa ekki ein- ungis lagt áherslu á gæði framleiðsl- unnar heldur líka þætti eins og bætt samskipti við viðskiptavini, starfs- fólk, birgja, gæðastjómun og lækkun framleiðslukostnaðar. Tilraunir fyrirtækja til átaks í gæðamálum hafa bæði tekist vel og illa. Ljóst er af reynslunni að hugur þarf að fylgja máli. Gæðaátak virkar aðeins ef það er tekið alvarlega. Altæk gæðastjómun snýst um stöðugar og sainfelldar framfarir í frammistöðu fyrirtækja. Til að ná þessu fram þaíf mikla breytingu á hugsunarhætti og öllu atferli. Ein- blína þarf á viðskiptavini og þarfir þeirra, taka þarf upp aga og festu í stjómun, skapa áhugavert starfsum- hverfi sem leiðir til þess að starfs- fólkið leggi sig fram af fremsta megni. Áhersla á viðskiptavini Það að fullnægja þc. um við- skiptavina hefur orðið eitt aðal mark- mið framleiðslu-fyrirtækja um heim allan í tilraunum sínum til að tryggja sterka samkeppnisstöðu sína. Talið er að það að halda viðskiptavini kosti aðeins brot af því að ná sér í nýjan. Nýir viðskiptavinir skapa í upphafi allan jafnan minni tekjur en þeir sem lengi hafa verið í viðskiptum. Það að finna út hvað viðskiptavinir vilja og að halda þeim ánægðum er það sem skiptir höfuðmáli. Tæknibreytingar Frá því upp úr 1950 og fram á 9. áratuginn unnu stóra fyrirtækin mest af sinni rannsókna- og þróunarvinnu innan fýrirtækjanna. Það sem hefur breyst á allra síð- ustu áram er að það kostar æ meira að þróa nýja tækni og kostnaðarleg áhætta því samfara hefur aukist. Tæknibreytingar gerast með meiri hraða en áður og notagildi nýrrar tækni breiðist út til nýrra sviða. Fyr- irtækin einblína því mjög á tækni- framfarir á sínu þrönga sérsviði en hafa í auknum mæli tekið upp sam- starf við utanaðkomandi aðila um tæknisamstarf sem einnig nýúst öðr- um. Tímatengd samkeppni Tímatengd samkeppni er ný teg- und stjómunarstefnu þar sem tími, í viðbót við kostnað og árangur í sölu, er notaður sem mælikvarði á sam- Sigfús Jónsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra. keppnishæfni og frammistöðu fyrir- tækja. Þessi stefna kallar á aukinn hraða í öllum þáttum í starfsemi fyr- irtækja, allt frá ákvarðanatöku og hugmyndum um nýjungar úl vel að- greindra starfsþátta eins og rann- sóknar- og þróunar-starfsemi, fram- leiðslu, markaðsstarfsemi, dreifi- kerfis, afhendingar og þjónustu. Tímatengd samkeppni skilar ár- angri þegar innan fýrirtækjanna hef- ur náðst að skapa andrúmsloft þar sem nýjungar og stöðugar breytingar era eðlilegur hluti í rekstri fýrirtækj- anna. Mælingar á frammistöðu Mælingar á frammistöðu era af tveimur ástæðum nauðsynlegar. Annars vegar þurfa fyrirtækin að geta mælt áhrif breytinga í fram- leiðslukerfum sínum. Ef nýjar að- ferðir era teknar upp verða fyrirtæk- in að geta meúð hveiju þær skila í rekstrinum. Hins vegar geta mæling- ar á frammistöðu sett starfsfólkinu markmið úl að stefna að. Það er gjaman svo í fyrirtækja- reksúi að ákvarðanir era einna helst teknar á sviðum þar sem hægt er að koma við mælingum. Sigfús Jónsson, aðstoðarmaður heilbrigðisráðherra.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.