Alþýðublaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 01.02.1995, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 1. FEBRÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3B Aðgerðir til að örva erlenda fjárfestingu á íslandi I desember síðastliðnum sam- þykkti nkisstjórin tillögur Sighvats Björgvinssonar, iðnaðar- og við- skiptaráðherra um að auðvelda er- lendum aðilum að fjárfesta á Islandi. Þetta frumvarp er til marks um stefnubreytingu, þar sem í gildandi lögum var talin þörf á að hafa hemil á erlendri fjárfestingu en nú sé verk- efnið að laða erlent fé inn í íslenskt atvinnulíf. Það er í samræmi við þessa stefnu að nú er að hefjast skipulagt starf á vegum iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis til að reyna að laða að erlent fjármagn í atvinnulíf- ið, og hefur sérstök Markaðsnefnd um erlenda ijárfestingu starfað síðan í nóvember að undirbúningi þessa máls. Til grundvallar þessari stefnumót- un eru hinir augljósu kostir við slíka ijárfestingu. Hún þýðir að við fáum aukna stjómunar-, tækni- og mark- aðsþekkingu inn í landið, hugsan- lega aukinn markaðsaðgang og nýt- um hérlenda framleiðslumöguleika til atvinnusköpunar. Hugmyndin með átakinu er eink- um að ná inn nýrri framleiðslu á sviði útflutnings, ekki að fá inn nýja aðila til að keppa á heimamarkaði, þó að það geti út af fyrir sig verið góðra gjalda vert. Betra umhverfi Ýmislegt hefur verið gert á undan- fömum ámm til að breyta almennu efnahagsumhverfi í þá átt að auð- velda erlendar fjáifestingar. Til dæmis var utanríkisviðskiptastefn- unni breytt í frelsisátt með samning- unum um Evrópskt efnahagssvæði og GATT. Hins vegar má segja að lítil áhersla hafi verið lögð á að laða erlenda ijárfesta til landsins. Þetta breyttist nokkuð með stofn- un markaðsskrifstofu iðnaðarráðu- neytis og Landsvirkjunar (MIL) árið 1987, en hún einbeitir sér að leit að erlendri fjárfestingu í stóriðju. Mark- aðsnefnd iðnaðar- og viðskiptaráðu- neytisins hefur haft reynslu MIL til hliðsjónar, en einnig starf nágranna- þjóða m.a. Hollendinga, Dana, Ira, Norðmanna og Skota sem staðið hafa fyrir átaksverkefnum til að laða að erlent fjármagn. Sérhæfing líklegri til árangurs Reynslan sýnir að því markvissari sem markaðskynning er aukast lík- umar á árangri. Það er ólíklegt að er- lend fyrirtæki sem stunda fram- leiðslu sem hægt er að staðsetja hvar sem er í heiminum velji ísland öðr- um löndum fremur og það er líka ólíklegt að ísland geti keppt við önn- ur lönd sem bjóða háa styrki. Af þessum sökum var ákveðið að athuga hvaða kostir væm líklegastir til að vekja athygli útlendinga og niðurstaðan varð sú að til að byija með skyldi reynt að laða að erlenda fjárfestingu til nokkurra atvinnu- greina þar sem sérstakir staðarkostir á fslandi gera áhuga erlendra aðila líkiega. Allt em þetta greinar þar sem nýir vaxtarbroddar em hugsanlegir og þar sem ísland getur nýtt sér sér- stöðu sína. Helstu greinar Það á reyndar að verða þumalfing- urregla við mótun einstakra verkefna að þau verða mótuð í nánu samráði við þá aðila sem best þekkja til og eiga hagsmuna að gæta á hveiju sviði. í matvælaiðnaðinum yrði væntan- lega um frekari úrvinnslu úr sjávar- fangi að ræða, en þar er erlend fjár- festing heimil þótt útlendingar megi enn ekki eiga beina eignaraðild að útgerð og ffumvinnslu fisks. Hvað hugbúnaðarffamleiðslu varðar, þá hefur verið mikill vöxtur f þeirri grein og íslendingar búa yfir mikilli fæmi á því sviði. Ljósleiðar- inn CANTAT 3 myndi nýtast vel í slíkt verkefni, því Islendingar þyrfti kannski ekki að nýta nema þriðjung eða helming af flutningsgetu hans og því býður hann upp á útflutnings- möguleika. A orkusviðinu verður leitast við að kynna fjárfestingarkosti sem byggja á samnýtingu raforku og jarðgufu, einkum í smærri iðnferl- um. Síðastnefnda greinin verður lík- lega sú sem fyrst verður tilbúin til kynningar og verður sú kynning gerð í samvinnu við MIL. Einkum er um að ræða ýmsan efnaiðnað þar sem samnýting raforku og jarðhita nýttist við iðnaðarferlin. Kynning á aðstöðu Markaðsnefndin hefur unnið að undirbúningi átaksins meðal annars með því að viða að sér upplýsingum hvaðanæva að af landinu um atriði eins og hugsanlegar iðnaðarlóðir og húsnæði, hafnaraðstöðu, vinnu- markað og nálægð við auðlindir. Þá hefur nefndin verið að útbúa kynn- ingarefni um mál eins og skattamál, starfsleyfi, flutningskostnað til og frá landinu og Ijármögnunarkosti innanlands. Þar hefur verið lögð áhersla á að Evrópureglur gildi hér á landi og almennt starfsumhverfi því líkt og í Evrópu. En hvemig verður staðið að þvf að kynna útlendingum þessa kosti? Iðn- aðarráðuneytið hefur samið við Ut- flutningsráð um að sjá um markaðs- átakið og stendur til að stofna sér- staka Markaðsdeild erlendra fjárfest- inga innan þess. Einn kosturinn við það fyrirkomulag er að þá geta er- lendir ijárfestar gengið að öllum upplýsingum varðandi viðskipti við ísland á einum stað. Til að byija með verður væntanlega reynt að finna vænlega fjárfesta í Bandaríkjunum, Bretlandi og Þýskalandi. Páttur í nýsköpun Ríkisstjómin hefur með yfirlýs- ingu, dags. 10. desember 1994, kynnt ýmsar aðgerðir til að stuðla að aukinni atvinnu, stöðugleika og kjarajöfnun. Einn þáttur í þeim að- gerðum er að ríkisstjómin muni beita sér fyrir sérstöku átaki varðandi er- lenda Ijárfestingu hér á landi. Atak til að örva erlenda íjárfest- ingu í íslenskri atvinnustarfsemi, er einn mikilvægasti þáttur í nýsköpun á Islandi. Stefnumótun varðandi þetta mál þarf að taka mið af þessu og tengja þarf átak varðandi erlenda Ijárfestingu almennu átaki til að laða áhættufjármagn til nýsköpunar þ.m.t. í verkefni sem spretta úr ís- lenska umhverfinu. Þá er ljóst að áherslan verður á að laða beina er- lenda fjárfestingu til landsins, sem stuðlar að yfirfærslu tækni, stjómun- ar og markaðsþekkingar. Af hálfu ríkisins er nauðsynlegt að leita leiða til að fá aðra innlenda að- ila til að leggja fé í markaðsstarf, s.s. sveitarfélög, stofnanir og íyrirtæki. Ekki . er líklegt að aðrir að- 1 ar x yr ★ Verkefni veaum iðnaðar- ráðuneytisins j Samstarfsvettvang- ur sjávarútvegs og iðnaðar um tækni- þróun í byrjun árs 1993 ákváðu samtök úr iðnaði og sjávarútvegi ásamt ráðuneytum iðnaðar-, sjávarút- vegs- og menntamála að koma á fót tveggja ára atvinnuþróunar- verkefni þar sem tengdar væru saman þarfir sjávaútvegsins og þróunarvinna i iðnaði. Starfið hefur tvö megin verksvið. Annars vegar að ná saman innlendum fyrirtækj- um úr sjávaútvegi og iðnaði til þró- unar og framleiðslu tæknibúnaðar fyrir sjávarútveg, veiðar og vinnslu og hins vegar að aðstoða íslensk fyrirtæki við að skilgreina og mynda frambærileg verkefni sem erindi ættu á vettvang 4. ramma- áætlunar ESB um rannsóknir og þróun. Fyrra ár þessa samstarfs er nú að baki og hefur megináhersla verið lögð á aðstoð við þróun inn- lends tækinbúnaðar fyrir sjávarút- veginn. I þessu skyni styrkti Vett- vangurinn 16 verkefni á sl. ári sem líklegust þóttu til að skila auknu vinnsluvirði fyrir sjávarútveginn og geta orðið aðframleiðsluvöru í iðn- aði. Á þessu ári verður þessu inn- lenda starfi haldið áfram en aðstoð við fyrirtæki við myndun erlendra samstarfsverkefna fær aukið vægi. ★ Lítil og meðalstórfýrirtæki og upplýsingaþjónusta innan EES svæðisins Málefni lftilla og meðalstórra fyr- irtækja eru utan hins fjórþætta frelsis innan EES-samningsins en falla hinsvegar undir svokölluð jaðarmál- efni og eru mjög mikilvægur mála- flokkur. Hér verður gerð grein fyrir helstu ákvæðum á sviði lítilla og meðalstórra fyrirtækja innan EES- samningsins. Auk þess verður einnig gerð grein fyrir ákvæðum á sviði upplýsingaþjónustu, þar sem þau verkefni tengjast verulega málefnum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. í EES-samningunum fengu EFTA-ríkin aðgang að ýmsum áætl- unum, ályktunum og verkefnum Evrópusambandsins á sviði h'tilla og meðalstórra fyrirtækja og á sviði upplýsingaþjónustu. Ákvæði þessi eru ekki skuldbindandi, s.s. hvað stefnumarkandi ákvæði varðar, en æskilegt er að hafa þau úl hliðsjónar í tengslum við málefni fyrirtækja og atvinnulífs innan EES-landa. EFTA- ríkin fengu svo aðgang að ýmsum verkefnum ESB á þessu sviði sem eiga að koma til framkvæmda í þeim meginstefnumiðum sem sett eru fram f fyrmefndum samþykktum. Ef dregin eru saman helstu atriði á sviði lítilla og meðalstórra fyrir- tækja, má segja að þau séu einkum eftirfarandi: • Að aflétta óeðlilegum hömlum á sviði stjómunar, fjármála og laga er varða fyrirtæki og örva þannig myndun og þróun þeirra. • Að miðla upplýsingum og aðstoð úl fyrirtækja um stefnu og áætlanir bandalagsins, reglugerðir og fram- kvæmdir. • Að hvetja til samstarfs á milli fyr- irtækja frá hinum ýmsu svæðum inn- an Evrópska efnahagssvæðisins. Framkvæmd Þessi stefnumið á áðumefndunt áætlunum em síðan útfærð í ákveðn- um verkefnum fyrir lítil og meðal- stór fyrirtæki sem EFTA ríkin fengu aðgang að með EES-samningnum, en einmitt á sviði verkefna er árang- ur af þátttöku íslenskra fyrirtækja í þróunarverkefnum hvað sýnilegast- ur og um leið hagnýtastur. Þessum verkefnum verður nú nánar lýst. Innan Evrópusambandsins em lítil og meðalstór fyritæki skilgreind sem fyrirtæki með færri en 500 starfs- menn og nettó fastafjármuni innan við 6,2 milljarða kr. (75 millj. ECU). Jafnframt er skilyrði að minna en 33% af hlutafé viðkomandi fyrirtæk- is sé í eigu stærri fyrirtækja en áður- nefnd mörk segja til um. Samkvæmt þessari skilgreiningu em langflest fyrirtæki innan Evrópusambandsins líúl og meðalstór, eða um 99,9% ef miðað er við fjölda fyrirtækja, 71,9% ef miðað er við mannafla og um 69,4% ef miðað er við veltu. Til að annast verkefni lítilla og meðalstórra fyrirtækja var íyrir nokkmm ámm sett á stofn sérstök skrifstofa innan framkvæmdastjóm- arinnar - DG XXIII, sem einnig ann- ast fleiri verkefni. Hlutverk hennar er að samræma aðgerðir aðildarríkj- anna og vera í sambandi við viðeig- andi stofnanir og koma með úllögur um aðgerðir vegna lítilla og meðal- stórra lyrirtækja, sem í raun ná einn- ig til alls atvinnulífs. Starfandi er sér- stök nefnd um málefni líúlla og með- alstórra iyrirtækja sem er skrifstof- unni úl ráðuneyús við stefnumörkun og framkvæmd verkefna á þessu sviði. Þessi atriði sýna glöggt þá áherslu sem er lögð á þennan mála- flokk. ESB hefur lagt áherslu á fjög- ur megin atriði varðandi útfærslu á stefnu fyrir lítil og meðalstór fyrir- tæki innan bandalagsins en þau em: 1. Aukið samstarf 2. Upplýsingamiðlun 3. Rannsóknir og tækniþróun 4. Fjármögnun. A hverju þessara sviða em svo ótal verkefni og áætlanir sem í stuttu máli skulu talin upp. Aukið samstarf. Helstu verkefni innan ESB, sem EFTA-ríkin fengu aðgang að með EES-samningnum á þessu sviði, miða að þvi' að auka samstarf fyrir- tækja ( þeim tilgangi m.a. að dreifa áhættu, nýta tæknikunnáttu, nýta markaðssamstarf, koma framleiðslu á erlenda markaði o.fl., o.fl. Helstu verkefnin á þessu sviði em verkefn- in; Samstarfsnetið (Business Coo- peration Network, BC-NET), en eitt aðalmarkmið þess er að auðvelda fyrirtækjum samstarf á milli landa og landssvæða, en upplýsingar innan netsins em meðhöndlaðar sem trún- aðarmál. Um er að ræða tölvutengt upplýsingakerfi og geta fyrirtæki leitað eftir hverskonar upplýsingum um samstarf eða annað frá öðmm þjónustumiðstöðvum og fyrirtækj- um innan EES. Netið nær nú einnig til Ameríku og Asíu. Verkefnið BRE (Business Cooperation Center) vinn- ur á þann hátt að fyrirtæki geta óskað efúr samstarfi með því að senda út gögn um sig til viðkomandi lands- svæðis. Beiðnin er kynnt opinber- lega hjá tengiaðilum á viðkomandi svæði og em upplýsingar ekki með- höndlaðar sem trúnaðarmál. Europ- artneraiat er verkefni sem hvetur til samstarfs á milli svæða sem standa höllum fæti og þeirra sem standa bet- ur. Haldin em svokölluð viðskipta- þing tvisvar á ári á þeim svæðum sem uppfylla viss skilyrði, s.s. fjölda fyrirtækja sem áhuga hafa á alþjóða- samstarfi og er gert kynningarefni um þau fyrirtæki sem þátt taka hverju sinni. Síðan er kynningarefni um viðkomandi fyrirtæki sent úl EES-landanna a.m.k. tveimur mán- uðum fyrir kynninguna. Á þingun- um er síðan unnið skipulega að sam- starfi þeirra aðila sem áhuga hafa. Verkefnið Interprise er í raun smækkuð útgáfa af verkefninu Eur- opartneraiat og minni kröfur gerðar til þeirra svæða sem haldið geta slíka kynningarfundi. Þessi viðskiptaþing em yfirleitt haldin um eitthvert ákveðið viðfangsefni s.s. matvæla- iðnað. Iðntæknistofnun íslands sér um að annast þjónustu áðumefndra verkefna. Ennfremur má nefna verk- efni um undirverktakastarfsemi milli ríkja sem miðar að auknu samstarfi fyrirtækja. Upplýsingamiðlun Til að auka upplýsingamiðlun, hafa verið settar á stofn sérstakar upplýsingaskrifstofur svokallaðar Euro-Info-Centers, EIC. Þær eiga að miðla upplýsingum um ýmislegt er varðar ESB, s.s. lög, reglugerðir, tollamál, lán og stuðning ESB við ýmis verkefni, opinber útboð o.fl. Útflutningsráð íslands hefur tekið að sér að annast verkefnið og verður starfsemin kynnt formlega innan skamms tíma. Verkefnið SPRINT, miðar að tæknisamvinnu fyrirtækja á milli landa. Innan þess eru verkefni sem stuðla að tækniþróun með þátt- töku fyrirtækja og/eða stofnana, sem miða að miðlun á þekkingu er varðar nýúngu á þegar þekktri tækni eða vinnuaðferðum. Verkefnið „Gerum gott betur" sem nýlega var kynnt af Iðntæknistofnun er dæmi um verk- efni innan SPRINT en það fjallar um tækniyfnfærslu á milli landa og nýt- ingu á tækni. Einnig eru verkefni er lúta að umhverfisþáttum í prentiðn- aði og samstarfsverkefni á tækni- sviði. Verkefni sem þessi eiga að geta skilað hagnýtum árangri á skömmum tíma. Iðntæknistofnun veitir nánari upplýsingar um þessi verkefni. Sprint verkefnið er hluú af verkefnum á sviði upplýsingaþjón- ustu. IMPACT verkefnið er einnig á sviði upplýsingaþjónustu, en það miðar að því að efla upplýsingaþjón- ustu í' gegnum tölvur með margvís- legum hætti. Verkefnið var kynnt sl. haust hér á landi og er SITF, Samtök íslenskra tölvu- og fjarskiptanot- enda, sem staðsett er í Húsi verslun- arinnar umsjónaraðili verkefnisins. Einnig fékkst aðgangur EFTA-ríkj- anna að ESB-verkefninu INFOSEC, sem íjallar um öryggismál á sviði hugbúnaðar en því verkefni tengjast verkefnin SOGITS og SOGIS sem taka á svipuðum málurn. Þess er einnig að geta að starfandi em upp- lýsingastöðvar Value Relay Centre, sem miðla upplýsingum um rann- sóknarverkefni o.fl. til fyrirtækja. Þessi starfsemi verður fomleg kynnt hér á landi innan skamms. Rannsóknir og tækniþróun. Árið 1990 kynnti EB aðgerðir á sviði rannsókna og tækniþróunar. Helstu atriði á þvf sviði em: 1. Hvetja LMF til þátttöku í rannsókn- um. 2. Miðlun upplýsinga á niður- stöðum af rannsóknum og tækni- verkefnum. 3. Hvetja úl starfsemi með áhættufjármagni. 4. Mynda ný verkefni sem m.a. tengjast upplýs- ingamiðlun, þjálfun starfsmanna og samstarfi fyrirtækja. @Millifyrirsögn = Fjármögnun. Þess skal getið að ESB hefur enn- fremur verkefni á sviði fjámiögnun- ar, m.a. úl að auðvelda litlunr og meðalstórum fyrirtækjum aðgang að fjármagni, sérstaklega f gegnum hin ýmsu verkefni. I þessu sambandi má nefna starfsemi Fjárfestingarbanka Evrópu sern lánar til ákveðinna byggðasvæða gegnum viðkomandi svæðisbanka og NIC (New Comm- unity Instruments) sem eru sérstök lán ÚI lítilla og meðalstórra fyrir- tækja s.s. vegna endurskipulagning- ar o.fl. Ennfremur er um fjármála- ráðgjöf að ræða og áhættufé, s.s. með verkefninu EUROTEC CAPI- TAL. Þessi verkefni eru almennt ekki opin fyrir EFTA-Iöndunum, nema óbeint í gegnum viðkomandi verkefni. Sameiginlega EES-nefndin fer með yfirstjóm og ákvarðanir urn breyúngar er snerta málefni lítilla og meðalstórra fyrirtækja, eins og aðra málaflokka innan ramma EES- samningsins og starfsemi sem af því leiðir. Auk sameiginlegu EES- nefndarinnar, er starfandi sérstök sérfræðinganefnd í málefnum lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Megin- verkefni hennar er að móta stefnu í málefnum líúlla og meðalstórra fyr- irtækja sem tekur mið af EES-samn- ingnum og stuðla að aukinni sam- vinnu fyrirtækja í tengslum við verk- efni bandalagsins og á annan hátt. Með EES-samningnum fengu EFTA ríkin auk þess aðild að stjómamefnd ESB um lítil og meðalstór fyrirtæki. Islensk fyrirtæki hafa með EES fengið aðgang að margvíslegum verkefnum á sviði líúlla og meðal- stórra fyrirtækja innan ESB, sem væntanlega mun leiða úl aukinnar samkeppnishæfni íslensks atvinnu- lífs.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.