Alþýðublaðið - 02.02.1995, Side 7

Alþýðublaðið - 02.02.1995, Side 7
FIMMTUDAGUR 2. FEBRÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Stutt er eftir af starfstíma Alþingis og nokkur stórmál bíða afgreiðslu. Mörg mál munu sitja eftir óafgreidd, segir Sigbjörn Gunnarsson, þingflokksformaður jafnaðarmanna Orðhákarnir láta kræla á sér um fimmleytið á daginn - þegar sjónvarpsútsendingar hefjast frá Alþingi. „Sem betur fer er mikil umræða um þessi mál í þjóðfélaginu nú. Það verða að sjálfsögðu aldrei allir hundrað prósent ánægðir, en þetta er nú bara frumvarp enn sem komið er og enn hægt að gera á því breytingar ef vilji er fyrir því,“ sagði Sigbjörn Gunnarsson, þingflokksformaður Alþýðuflokksins, aðspurður um fyr- irhugaðar breytingar á stjórnar- skránni. Þó svo að alþingismenn séu til þess að gera nýkomnir úr jólafríi, þá er ekki mikið eftir af starfstíma Al- þingis fram að sumarfríi, eða samtals um fimmtán starfsdagar. Alþýðu- blaðið hafði samband við Sigbjöm út af þeim stóm málum sem helst liggja fyrir þinginu. Undanfarið hefur mikill styr stað- ið út af breytingartillögum við stjómarskrána og hafa aðilar vinnu- markaðarins meðal annars komið á framfæri athugasemdum. Sigbjöm sagðist sitja í hvorugri nefndinni sent fjallaði um stjómar- skrármálin, en hann taldi að það ætti að nást lending í þeim fyrir þinglok. Það væri mikill vilji fyrir því í þing- ittu. Aðspurður um stöðu mála varð- andi breytingar á kosningalöggjöf- inni, sagði Sigbjöm að helst væri í umræðunni í dag að stiga einhver hænufet í átt til jöfnunar atkvæðis- réttarins, en hann teldi slík smáskref jafnframt óheppileg. „Þetta yrði vafalaust einungis til að tefja fyrir raunvemlegri jöfnun atkvæðisréttar, en hins vegar hef ég ekki trú á því að Sigbjörn Gunnarsson: Lending ætti að nást í stjórnarskrármálinu fyrir þinglok, en ég hef ekki trú á því að samstaða náist á þessu þingi um jöfnun atkvæðisréttar. það náist samstaða um málið á þessu þingi.“ Sigbjöm sagðist ekki búast við því að þingið næði að Ijúka mörgum stórmálum fyrir sumarfrí. „Menntamálaráðherra leggur ofur- kapp á að koma grunnskóla- og framhaldsskólafmmvarpi sínu í gegn um þingið, en ég er ekki sannfærður um að það takist,“ sagði Sigbjöm ennfremur. Aðspurður um það hvort orðhák- amir væm ekki famir að láta ljós sitt skína sökum þess að nú fara að verða síðustu forvöð fyrir kosningar, sagði Sigbjöm að svo væri nú ekki ennþá. „En þeir byrja væntanlega fljótlega að láta á sér kræla í ræðustól um fimmleytið á daginn, eða þegar sjón- varpsútsendingar em frá þingsöl- um.“ Ungir jafnaðarmenn krefjast þess i nýlegri áiyktun, að sett verði í stjórn- arskrá Islands svo fljótt sem auðið er, ákvæði sem bannar stjórnvöldum að skila ríkissjóði með halla yfir kjörtímabil. Ályktun ungra jafnaðarmanna Bann við halla á ríkissjóði verði bundið í stjórnarskrána Mikið um að vera hjá Leikfélagi Akureyrar Aukasýningar á BarParí - verða í næstu viku og á sama tíma eru tvö önnur leikrit í sýningu: Óvænt heimsókn og Svartar fjaðrir. Um næstu helgi verður hið vin- sæla leikrit BarPar eftir Jim Cartw- right tekið upp hjá Leikfélagi Akur- eyrar á nýjan leik. Vegna þessarar upptöku hefur verið að hafa tvær aukasýningar í kjölfarið og verða þær þriðjudaginn 7. febrúar og fimmtudaginn 9. febrúar. Einsog fyrr verður sýnt í Þorpinu og hefjast sýningamar klukkan 20:30. Að þeim loknum verður leik- myndin rifm niður þannig að þetta em síðustu forvöð fyrir leikhúsgesti til að líta á þetta verk Cartwright. Þess má geta BarPar - með Sunnu Borg og Þráinn Karlsson í aðalhlutverkum - hefur slegið öll sýningarmet hjá Leikfélagi Akureyr- ar. Leikstjóri er Hávar Sigurjóns- son. Laugardagskvöldið 4. febmar og föstudaginn 10. febrúar verða sýn- ingar á leikritinu Óvœnt heimsókn eftir J.B. Priestley. Það er Arnar Jónsson sem leikur aðalhlutverkið og leikstjóri er Hailmar Sigurðs- son. Þrjár sýningar verða á leikritinu Svartar fjaðrir eftir Eriing Sigurð- arson í leikstjórn Þráins Karlsson- ar, á miðvikudag, laugardag og sunnudag. Leikritið var sérstaklega samið fyrir Leikfélagið vegna aldar- afmælis skáldsins frá Fagraskógi, Davíðs Stefánssonar. í næstu viku verður því óvenju mikið að gerast hjá Leikfélagi Akur- eyrar: Þrjú verk verða í sýningu og er það í fyrsta skipti sem svo rnörg leik- rit em á fjölunum í einni og sömu vikunni. Allir ættu því að ftnna eitt- hvað við sitt hæfi. Á svörtum fjöðrum: Aðalsteinn Bergdal og Bergljót Arnalds í hlutverkum sinum. „Ungir jafnaðarmenn krefjast þess, að sett verði í stjómarskrá ís- lands svo fljótt sem auðið er, ákvæði sem bannar stjómvöldum að skila ríkissjóði með halla yfír kjönímabil. Með þvt' er stjómvöldum veitt svig- rúm til að reka ríkissjóð tímabundið með halla innan tiltekins kjörtíma- bils, ef fyrirséð verður að hallinn jafnist út í lok þess tiltekna kjörtíma- bils,“ segir í ályktun sem kosninga- þing ungra jafnaðarmanna sam- þykkta um síðastliðna helgi. „Allt frá árinu 1981 til dagsins í dag hefur ríkissjóður verið rekinn með halla, ef frá em skilin árin 1981, 1982 og 1984. Samanlagður halli þessara ára er 85 milljarðar króna á núvirði. Ljóst er að þessi halli hefur verið fjármagnaður með innlendum og erlendum lántökum. Afleiðingar þessarar lántöku sjást best á því að ríkissjóður greiðir meira á hverju ári í innlenda og erlenda vexti og af- borganir. Nú í ár greiðir ríkissjóður til dærnis um 12 milljarða í afborg- anir og vexti (jafn rnikið og kostnað- ur ríkisins er við allt menntakerfið). Fyrirséð er í Ijósi vaxandi skulda rík- issjóðs að ríkissjóður mun greiða enn meira í nánustu framtíð í afborg- anir og vexti,“ segir í ályktuninni. Það er skoðun ungra jafnaðar- ntanna að þessi stöðugi halli á ríkis- sjóði á undanfömum árum leiði til verri lífskjara í framtíðinni. Því segja þeir það óþolandi, að ráðandi kyn- slóðir haldi uppi lífskjörum í dag með því að skuldsetja komandi kyn- slóðir. Það var Gunnar Alexander ÓI- afsson. forseti málstofu ungra jafn- aðarmanna um atvinnu- og efna- hagsmál, sem lagði ályktunina fram til samþykktar. Efling sendiráðs íslands í Brussel Þórir Ibsen fulltrúi þriggia ráduneyta Ríkisstjórnin hefur ákveðið að efla sendiráð Islands í Brussel vegna breyttra aðstæðna sem skap- ast hafa varðandi samninginn um Evrópska efnahagssvæðið og EFTA í kjölfar inngöngu Svíþjóðar, Finnlands og Austurríkis f Evrópu- sambandið. I því skyni verður stofn- uð ný staða sameiginlegs fulltrúa iðnaðar- og viðskiptaráðuneytis og umhverfisráðuneytis við sendiráð- ið. Það er Þórir Ibsen, deildarstjóri alþjóðadeildar umhverfisráðuneyt- isins, sem gegna mun starltnu næstu þijú árin, en hann hefur starfað í umhverfisráðuneytinu frá því í apríl 1991. Þórir er stjórnmálafræðingur frá Háskóla íslands og stundaði framhaldsnám í Kanada, þar sem hann lauk mastersprófi. Hann er kvæntur Dominique Ambroise og eiga þau eitt bam. Þórir mun vænt- anlega hefja störf fyrir ráðuneytin í Bmssel 1. maí næstkomandi. Þess má geta að undanfarin tvö ár hefur iðnaðar- og viðskiptaráðuneytið haft fulltrúa í hlutastarfi í Bmssel. Rán Tryggvadóttir, deildarstjóri í ráðuneytinu, gegndi því starfi þar til fyrir stuttu að Andrés Magnússon lögfræðingur leysti hana af í bams- burðarleyfi. Magnús Tómasson: Sýning á nýjum verkum í miðsal Kjarvals- staða í mars og apríl. þrykksmyndir teknar eignamámi vegna þess að þær þóttu ósæmilegar og særðu siðferðiskennd manna. Upp úr þessu hófst mikið ljölmiðlafár um heim allan, lögreglurannsókn og síðar réttarhöld, en nokkmm mánuðum síðar var málið látið niður falla. Á þessari sýningu gefst ein- stakt tækifæri til að kynnast listsköpun þessa þekkta listamanns. Miðsalur: Mars til apríl. Sýning Magnúsar Tómassonar (fæddur 1943) myndhöggvari: Myndhöggvarinn Magnús Tómasson var einn af frumkvöðlum SUM-hópsins, hjá irhugaðar Listasafn sem kom fram með framsæknar listhug- myndirá 7. áratugnum. Allt frá jteim u'ma hefur Magnús ekki hætt að koma listunn- endum á óvart, oft með einkar gáskafull- um skúlptúrmyndhvörfum. Á jressari sýningu verða eingöngu ný verk eftir listamanninn. Vesturforsalur: Marstil apríl. „I hlutarins eðli", sýning á verkefn- um Studio Granda: Byggingar þessa hóps arkitekta hafa vakið athygli víða fyrir sérstæða og hug- myndaríka hönnun. Um er að ræða nýj- ung í sýningarstarfsemi safnsins, þar sem starfandi arkitektum og hönnuðum af yngri kynslóðinni er boðið að sýna verk sín á hliðstæðum forsendum og myndlist- armenn. Vestursalur: Mars til apríl. Guð- mundur Einarsson frá Miðdal - vatnslitamyndir: Hinn mikilvirki Guðmundur Einars- son (1895—1963) var einn fjölhæfasti og mikilvirkasti listamaður síns tíma. I Þýskalandi hlaut han menntun í högg- myndagerð, málaralist, grafík og leir: munagerð og fékkst við allar Jressar greinar myndlistarinnar. Þessi sýning dregur fram enn eina hlið á Guðmundi, það em vatnlitamyndir hans. Miðsaiur: Apríl til maí. Sýning Kristjáns Steingríms (fæddur 1957): Kristján er einn af athyglisverðari listamönnum af yngri kynslóðinni. Hann stundaði nám í Þýskalandi, meðal annars undir leiðsögn B. Koberling. Á síðast- liðnum árunt hefur hann skapað mynd- John Lennon: Steinþrykk eftir bitilinn í vestursal Kjarvalsstaða í febrúar og mars. gerðar undir áhrifum flúxusstefnunnar. Steinþrykksmyndimar á þessari sýningu vom unnar á tveim tímabilum frá 1968 til 1969. Þar á meðal em annarsvegar mynd- ir sem vom fyrst gefnar úl eftir dauða Johns Lennon og hinsvegar steinþrykks- myndaröðin „The Bag One Portfolio" sem var fyrst sýnd opinberlega í janúar 1979 í The London Art Gallery í New Bond Street í London. Höfuðtema hennar er upphafning ástar Johns á konu sinni Yoko Ono og samlíf þeirra hjóna. Á öðr- um degi sýningarinnar var henni lokað af Scotland Yard og átta erótískar stein- i Reykjavíkur á árinu gerð sem byggist á skýmm hugmynda- legum forsendum sem hafa meðal annars til að bera skýrar tilvísanir í merkjamál veðurfræðinnar. Fagurfræðilega em þetta einkar fágaðar lágmyndir, þar sem tákn- myndir skera sig út úr djúpum myndflet- inum. Allt húsið: Maí til september. „Islensk myndlist".: Yfirlitssýning á íslenskri tuttugustu aldar myndlist í eigu Listasafns Reykja- víkur. Austursalur: September til desember. Kjarval. Að þessu sinni verður sett upp sýning á verkum eftir Kjarval þar sem varpað er sérstöku Ijósi á list hans fram til 1930. Miðsalur: Septembertil október. Sýning Kristínar Gunnlaugs- dóttur (fædd 1963): Kristín hefur markað sérstöðu í figúra- tívu málverki á síðastliðnum ámm. Krist- ín, sem er af yngri kynslíð íslenskra lista- manna, er menntuð á Ítalíu. Listakonan hefur skapað í verkum sínum einkar sér- stæða myndgerð sem byggir á hefð- bundnum grunni og hetur tjarlæga vísun í foma íkonagerð. Vesturforsalur: Septembertil október. Myndasögur eftir Bjarna Hinriksson: Bjami stundaði nám í teiknimynda- gerð við listaskólann í Angouleme og hafa birst eftir hann teiknimyndasögur í blöðum og tímaritum Bild og Gisp, en liann hefur verið einn af forvígismönnum þess. Miðsalur: Október-nóvember. Verk Einars Sveinssonar: Einar Sveinsson arkitekt (1906-1973) var einn af fmmherjum fslenskrar nú- tímabyggingalistar á 4. og 5. áratugnum. Sem fyrsti og eini húsameistari Reykja- víkurbæjar og yfirumsjónarmaður með skipulagsmálum á ámnum 1934 til 1949 átti hann, meir en nokkur annar arki- tekt.þátt í að móta ásýnd og yfirbragð borgarinnar á mikilvægu uppbyggingar- skeiði. Um er að ræða yfirlitssýningu með Ijósmyndum, lfkönum og teikning- um af verkum Einars, sem unnin er af byggingarlistadeild Listasafns Reykja- víkur. Vestursalur: Októbertil nóvem- ber. Gestasýning: Myndlistarsýning, sem sett er saman af Auði Ólafsdóttur. listfræðingi, gesta- sýningarstjóra við Listasafn Reykjavíkur. (slensk abstraktlist. Apríl til maí: Nýir straumar í óhlutlægri myndlist á íslandi. Kaffistofa Kjarvalsstada Kaffistofa Kjarvalsstaða er alltaf opin jregar safnið er opið. Kaffistofan er kær- komin tilbreyting í hádeginu og þar er einnig prýðileg aðstaða til að taka á móti hópum í rólegu, listrænu umhverft. Þar kennir ýmissa grasa; allt frá gómsætum tertum og frönskum pönnukökunr upp í heilnæm salöt, gimilegar bökur, framandi salatrúllur og pizzur svo eitthvað sé nefnt. Verðið er ávallt í algjöm lágmarki og gimileg tilboð em alltaf í gangi. Kaffið kostar til dærrús bara 100 krónur þar og það er frítt séu keyptar einhveijar veiting- ar. Á sumrin er hægt að sitja úti. Stéttin fyrir utan snýr ákaflega vei á móti sól og hér er mjög skjólsælt. Þeir sem vilja geta líka farið í sólbað í skjólsælum lautunum á Miklatúni. Á Miklatúni em þar að auki ýmis leiktæki fyrir böm og stendur til að fjölga þeim. Miklatún hefur lengi verið vinsælt útivistasvæði. Fólk kemur þang- að til að skokka, fljúga flugdrekum, fara í boltaleik og ýmislegt annað. Á vetmm er mikið um skíðafólk á Mikiatúni og kem- ur það gjaman inn að hlýja sér á heitum kakósopa eftir skíðaiðkunina. Safnafrædsla Kjarvalsstada Að Kjarvalsstöðum er starfrækt safna- fræðsla sem felst í því að taka á móti skólahópum og veita fræðslu um sýning- ar sem í gangi eru. Yftr sumarið er tekið á móti hópum frá félagsmiðstöðvum og leikjanámskeiðum. Þar að auki er hægt að panta sérstaklega safnaleiðsögn fyrir ann- arskonar hópa svo sem: ferðamannahópa og vinnustaði á ýmsum tungumálum. Safnaleiðsögn og safnaffæðslu verður alltaf að panta fyrirfram. Þar fyrir utan er safnaleiðsögn á sunnudögum kl. 16:00 ætluð almenningi. Mögulegt er að fá safnið til leigu lyrir ýmiss konar manna- mót og þar að auki geta Kjarvalsstaðir séð um veitingar fyrir hópa. Á safninu er góð aðstaða fyrir hvers kyns móttökur svo og prýðileg fyrirlestraaðstaða. Starfs- fólk Kjarvalsstaða hefur mikla reynslu af að taka á móti stómm hópum sem hefur líkað vel og þótt þetta tilbreyting.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.