Alþýðublaðið - 03.02.1995, Síða 7
FÖSTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
7
„Viq eigum bara Q¥inl“
IRoustam og Gata Kamskí: „Vinir ræna tíma
og einbeitingu.“ Þegar feðgarnir urðu blank-
ir nauðrökuðu þeir sig og freistuðu þess að
taka íslamstrú.
Stórmeistarinn
Gata Kamskí þykir
eitthvert furðuleg-
asta fyrirbæri sem
hefur komið fram í
skákheiminum um
langt skeið. Hann er
aðeins tvítugur og
kominn drjúgan spöl
að heimsmeistara-
titli. Það gerir hann
með aðstoð föður
síns, Roustam Kam-
skí, fyrrverandi box-
ara, sem hleypir hon-
um ekki spönn frá
skákborðinu og svífst
einskis til að klekkja
á andstæðingum.
Það var á skákmótinu fræga í Lin-
ares á Spáni að enski stórmeistarinn
Nigel Short hafði komið sér mak-
indalega fyrir á veitingahúsi og ætl-
aði að snæða kvöldverð. Hann var
ekki fyrr tekinn til matar síns en stór
og mikill maður æddi inn á veitinga-
húsið og staðnæmdist ekki fyrr en
við borð Shorts. Maðurinn var afar
æstur og hellti sér yfir stórmeistar-
ann. Hann hlustaði þegjandi á og lét
sér ekki bregða, alveg þangað til
maðurinn sagði: „Eg skal drepa þig.“
Þá var Short nóg boðið og hann lét
kalla á lögregluna. Hún kom með
sírenuvæli og færði árásarmanninn á
brott.
Þetta vakti mikla athygli meðal
skákáhugamanna og þótti til marks
um hvaða skilning Roustam Kam-
skí, faðir skákmeistarans Gata
Kamskís, leggur í orðið uppeldi.
Fyrr um daginn hafði Short teflt við
Kamskí sem var kvefaður og síhóst-
andi. Short fannst óþægilegt á að
hlýða og hann ráðlagði Kamskí að fá
sér vatnsglas. Faðir Kamskís taldi
þetta hinn versta yfirgang og æma
ástæðu til að ráðast að Short með
hótunum.
„ Vesalings pilturinn"
Faðir Kamskís er orðinn alræmdur
í skáksölum heimsins. Menn hnipra
sig í skelfingu þegar þessi svíramikli
Tatari birtist. Það eru til miklar sögur
af foreldrum sem með harðri hendi
reka böm sín áfram á tónlistarbraut-
inni eða til dæmis á tennisvöllum, en
frekar þykir það fólk halda linkulega
á málum miðað við Kamskf eldri.
Roustam Kamskí hefur verið stað-
inn að því að ætla að sitja í launsátri
fyrir blaðamanni sem honum var
uppsigað við og stinga hann með
hnífi. Hann var eitt sinn boxari og
fyrir honum er sonurinn ekki einu
sinni óhultur. Eftir að Kamskí yngri
hafði eitt sinn tapað fyrir Judith
Polgar á skákmóti tók faðirinn það
til bragðs að rétta honum vænt
kjaftshögg. „Vesalings pilturinn,"
sagði Mikhail Tal, fyrrverandi
heimsmeistari, við það tækifæri. Og
það er ekki furða þótt Robert Rice,
framkvæmdastjóri PCA, heimssam-
bands stórmeistara, segi um karlinn:
„Honum er trúandi til alls.“
Roustam Kamskí er sannfærður
um að árangur sonarins sýni að að-
ferðir hans eru réttar. Á síðasta ári
lagði Gata Kamskí nær alla sterkustu
stórmeistara heims að velli og var
um tíma næststigahæsti skákmaður
heims, aðeins Garrí Kasparov
heimsmeistari var honum ffemri.
Faðirinn skapbráði ýtti drengnum á
undan sér í undanúrslit beggja
heimsmeistarakeppnanna sem hinn
klofni skákheimur heldur.
í Sanghi Nagar á Indlandi er að
hefjast jressa dagana einvígi Kam-
skís og Rússans Valerí Salov; í sum-
ar teflir sigurvegarinn um Fide-
meistaratitilinn við annað hvort An-
atolí Karpov eða Boris Gellland.
Strax í mars þarf hann að tefla annað
stóreinvígi, í þetta sinn við Indverj-
ann Viswanathan Anand. Sigur-
vegarinn úr því teflir í september við
Kasparov um PCA-meistaratitillinn.
Alheimssamsæri
Kasparovs
Kamskí er vel þekktur í skákheim-
inum, en ef honum tekst að sigra í
öðm einvíginu - að maður tali ekki
um þeim báðum - er víst að hann
öðlast heimsfrægð utan raða skák-
listarinnar. Gata og faðir hans hafa
líka margt til að bera sem vekur
áhuga fjölmiðla: Strákurinn er að-
eins tuttugu ára, stórskrítinn og
gengur notar þykk nærsýnisgleraugu
með sínalkóflöskubotnum sem em í
laginu eins og múrsteinar. Karl faðir
hans er maður til að gulltryggja
skringilegustu uppákomur. Það er
ekki furða þótt þýska tímaritið Der
Spiegel haldi því ffarn að þeir feðg-
amir geti vakið athygli á skákinni
sem hún hefur ekki notið síðan á
gullaldartíma Bobby Fischer.
Kamskí feðgamir eiga eitt og ann-
að sameiginlegt með heimsmeistar-
anum bandaríska. Öll veröld þeirra
virðist snúast um skáktaflið og ann-
að kemst ekki að. „Vinir ræna mann
tíma og einbeitingu. Við eigum bara
óvini,“ er haft eftir þeim. Líkt og
Fischer hafa þeir líka orðið sér úti
um vænan skammt af ofsóknaræði.
Lykilmaðurinn í alheimssamsærinu
gegn þeim er heimsmeistarinn
Kasparov. Þeir segja að hann sé „sta-
línisti" sem reyni allt til að koma
Gata á kné. Hann hafi þegar séð í
honum keppinaut þegar Gata var tólf
ára og þeir bjuggu í Leníngrad. Af
ótta hafi Kasparov espað sovéska
skáksambandið upp á móti þeim, svo
ríkisstjómina og eiginlega hvem ein-
asta sovétborgara. „Öll Sovétríkin
vom á móti okkur,“ er viðkvæði
feðganna.
Það var ekki aðeins þetta stríð við
heimsmeistarann, raunvemlegt eða
ímyndað, sem olli því að Kamskí-
feðgamir einangmðust. Flestir þjálf-
arar sem reyndu að höndla hæfileika
undrabamsins fylltust örvæntingu og
gáfust upp eftir nokkrar vikur. „Þessi
náungi stendur yfir manni, veit allt
betur og talar um hluti sem hann hef-
ur ekki hundsvit á,“ sagði einn þeirra
um Kamskí eldri.
„Þetta eru allt mafíósar"
1989 söðluðu feðgamir um og
fluttu til Bandaríkjanna. Það tók þá
ekki langan tíma að komast þar upp á
kant við allt og alla. Roustam Kam-
skí gmnaði bandaríska skáksam-
bandið um að vilja leggja stein í götu
sonar síns. Einhvem tíma skrifaði
Benjamín Franklín, einn helsti
landsfaðir Bandaríkjanna, um skák-
listina að hún væri „uppspretta góðra
siða“. Roustam Kamskí virtist á öðm
máli þegar hann sagði um banda-
ríska skákfrömuði: „Þetta em allt
mafíósar."
í marga mánuði hefur hann verið
að reyna að færa sönnur á þá trú sína
að PCA-stórmeistarasambandið
hefði dregið undan verðlaunafé sem
með réttu tilheyrði Gata. Hann fékk
þijá lögfræðinga til liðs við sig; þeir
ráðlögðu honum allir að láta málið
niður falla. Roustam fór samt með
málið fyrir dómstól og þar var því
vísað frá. Niðurstaðan var sú að hann
fengi ekki að komast í bókhald sam-
bandsins.
„Gata þarf að æfa sig"
Roustam Kamskf vakir yfír syni
sínum og gætir þess vandlega að
enginn komist nálægt honum. Á
mótum eldar hann fyrir Gata á hótel-
herbergjum, enda er hann fullur tor-
tryggni í garð mótshaldara. Hann
leyfir syni sínum helst ekki að taka
þátt í neinum opinberum atburðum
eða móttökum: „Gata hefur ekki
tíma, hann þarf að æfa sig,“ segir
hann.
Gata fær heldur ekki að tala í
síma. „Ég tala fyrir hann,“ segir
Roustam. Hann talar líka fyrir hann f
viðtölum og vegna þess hversu Gata
er slæmur til augnanna les hann fyrir
hann úr skákbókum. Gata á enga
vini, hann stundar engar íþróttir, fer
aldrei í bíó og horfir afar sjaldan á
sjónvarp. Hann hefur verið spurður
að því hvað hann langi til að gera
annað en að tefla. Hann svaraði ein-
faldlega: „Tefla.“
„Gata,“ segir faðir hans með stolti,
„er tær eins og gler“. Hann hefur
heldur aldrei fengið nein tækifæri til
að óhreinka sig. Þegar hann var átta
ára setti faðir hans hann við skák-
borð og þar hefur hann setið síðan,
enda þótt hann „langaði það ekki“ í
fyrstu. Hann æfir sig í allt að fjórtán
klukkutíma á dag, oftast einn með
föður sínum, en stundum með aðstoð
stórmeistaranna Roman Dzindz-
sjashvili og John Fedorowicz - en
þó aðeins þegar eru til peningar á
bænum.
Feðgarnir raka sig
Gata þénar ágætlega. 1994 aflaði
hann sjö milljóna á PCA- mótum
einum saman. Faðir hans kvartar yf-
ir því að sú fjárhæð hafi öll farið í
vasa þjálfaranna. Hann á í sífelldum
peningavandræðum og til að finna
leið út úr þeim fékk hann þá hug-
mynd að verða sér út um stuðning
moldríks olíufursta. í því skyni upp-
götvuðu feðgamir íslam, trú forfeðra
sinna, og létu nauðraka á sér höfuð-
ið. Ekki breytti það neinu um fjár-
hagsstöðuna.
En Roustam Kamski á von á mikl-
um sigrum og í þeirri trú að þeirra
væri ekki langt að bíða né feitra
verðlaunatékka keypti hann hús í
Brooklyn-hverfi í New York upp á
krít. Það skorti fé til að gera húsið
upp og í slíkum tilvikum brýtur
nauðsyn lög. Gata, sem hefur aldrei
þurft að erfiða á ævi sinni, var send-
ur út í garð með haka og skóflu og
látinn róta í mold. Nú knýja lána-
drottnar dyra, eins ótrúlegt og það
kann að virðast, og eina varanlega
lausnin er einfaldlega: að Gata verði
heimsmeistari.
Falinn föðurmorðingi
Ýmsir hafa fundið sér það til
dundurs að velta fyrir sér sálfræði
skáktaflsins. Einn þeirra var stór-
meistarinn Rcubcn Fine sem var
sálkönnuður og mikill áhangandi
Freuds. Fine notaði hugmyndir
Freuds um Ödipusarduldina til að
leggja út af skákinni. I kóngnum sá
hann tákn fyrir getnaðarlim pilts,
hann er „veikur og vamar þurfi, en
þó ómissandi", skrifaði Fine. Tap,
semsagt fall kóngsins, vekur upp ótta
við geldingu. Kóngur andstæðings-
ins er tákn um föðurinn sem dreng-
urinn, samkvæmt Ödipusarhvöt
sinni, vill sigrast á og eyða. I sama
streng tók sálgreinandinn Ernest
Jones sem skrifaði 1931: „í undir-
meðvitundinni er skákmaðurinn rek-
inn áfram af skelfilegri löngun til að
fremja föðurmorð.“
Nú er reyndar til önnur útgáfa af
þessu, sem notist í þeim tilvikum
þegar faðirinn er ekki til staðar, þeg-
ar hann hefur látið sig hverfa eða er
dauður: Þá hafa djúprættir draumór-
ar um föðurmorð orðið að vemleika
og því er skákmaðurinn ungi fullur
af ómeðvitaðri sektarkennd. Hana
reyni hann að reka út með því að
sökkva sér djúpt ofan í skáktaflið.
Heimsmeistaramir Spasskí, Fischer
og Kasparov uxu allir úr grasi á
heimili þar sem var enginn faðir.
í tilfelli Kamskís hafa menn þó
fundið einfaldari skýringu en að
hann sé eilíflega að drepa föður sinn.
Það er sagt sem svo að við skákborð-
ið sé eina von hans um stundarfrið:
Meðan hann sitji þar sé hann þó al-
tént laus við karl föður sinn.
„ Við kremjum hann
eins og flugu"
Rice, framkvæmdastjóri PCA,
segir að Roustam Kamskí sé eins og
eitt af skrímslunum úr Stjömustríðs-
myndunum sem hlaði sig reglulega
með neikvæðri orku. Á bak við láta-
lætin og rustaskapinn þykist hann sjá
glitta í kalda rökvísi. Sonurinn sýnir
lítil sem engin viðbrögð við skák-
borðið; það sem helst getur sett and-
stæðingana út af laginu í fari hans er
hversu pollrólegur hann er. Sjálfur
segir hann: „Stuðningur pabba hjálp-
ar mér til að halda ró minni.“ Það em
auðvitað mikil takmörk fyrir því
hversu miklum bellibrögðum skák-
maður á borð við Kamskí getur beitt
við skákborð, enda þarf það kannski
ekki; faðir hans er úti í sal og sér um
þá deild. Hann er fullfær um að fylla
veiklundaða andstæðinga óöryggi.
Nú beita skákmeistarar auðvitað
ýmsum brögðum til að slá andstæð-
inga út af laginu: Þeir bora í nefið,
smjatta, ropa, hósta, tala við sjálfa
sig í hálfum hljóðum og em á iði við
skákborðið - allt em þetta þekktar
aðferðir úr heimi stórmeistara.
Roustam Kamskí er verðugur full-
trúi þessarar hefðar. í sálfræðistríði
sínu er hann til alls vís. í undanúrslit-
um PCA- mótanna í Linares heimt-
aði hann að mótstjórar létu reisa
vegg milli skákborðanna tveggja
sem stóðu á sviðinu. Þegar því var
haínað linnti hann ekki látum og
krafðist þess að reistur yrði annar
veggur, nú til að skilja að leiðir skák-
meistaranna fram á klósett. Þegar
það gekk ekki eftir fann hann upp á
því að sitja fyrir skákmönnunum og
gefa þeim illt auga hvar sem hann sá
þá. Hann heldur því ennþá fram að
þeir hafi svindlað með því að senda
hver öðmm leynilegar vfsbendingar.
I lokaskýrslu sinni sagði mótstjórinn,
tékkneskur skákmeistari, að maður-
inn væri í senn ofsóknaróður og fík-
inn í píslarvætti.
Svona groddalegar aðferðir geta
hins vegar skilað ágætum árangri og
það vita Anand og hjálparmenn
hans. Anand þykir heldur viðkvæm
sál og því reyna aðstoðarmenn hans
eftir megni að búa hann undir sál-
fræðihemaðinn sem hann verður ör-
ugglega beittur. Úr herbúðum An-
ands berast samt þær fréttir að hann
sé á nálum.
Þegar Indverjanum hefur verið
mtt úr vegi verða Kamskí feðgamir
loks komnir í seilingarfjarlægð frá
takmarki sínu. Þá er það trú föðurins
að Gata taki erkióvininn Kasparov
og „kremji hann eins og flugu“.
Endursagt úr Der Spiegel / eh