Alþýðublaðið - 09.02.1995, Qupperneq 3

Alþýðublaðið - 09.02.1995, Qupperneq 3
FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Flokkur í Nú þegar 58 dagar eru til kosninga er staða Alþýðuflokksins - Jafnaðar- mannaflokks Islands betri en menn hefðu þorað að vona fyrir fáum vik- um síðan. Hið glæsilega prófkjör á Reykjanesi leiddi í ljós þann kraft sem í flokksfólki býr og sýndi að Alþýðuflokk- urinn getur orðið ijölda- hreyfmg ef hann vill. Aukaþingið að Hótel Loftleiðum um síðustu helgi bætti um betur og var flokknum til mikils sóma. Þar voru margir hápunktar: frábær setn- ingarræða formannsins, Jóns Baldvins Hannibalssonar, sam- þykkt greinargóðrar kosningastefnu, og ályktun um Evrópumál, sem markar tímamót í íslenskri stjóm- málasögu. Síðast en ekki síst vakti at- hygli hve eindrægnin og samstaðan var mikil. Hér er á ferðinni fólk sem ætlar sér að standa saman að glæsi- legum sigri jafnaðarstefnunnar í vor. Djarfleg framtídarsýn Ræða formannsins á þinginu sló tóninn fyrir kosningabaráttuna. Upp- haf hennar og útgangspunktur var hugsjón jafnaðarmanna, lífsskoðun um samhjálp og samhygð, sem bygg- ir á raunsæi, ábyrgð og réttlæti. Næst var rætt um árangur jafnaðarmanna í ríkisstjóm, sem við getum verið stolt af, sérstaklega í Ijósi þess hversu þröngt hefur verið í þjóðarbúinu. Loks var sett fram skýr og djarfleg framtíðarsýn Alþýðuflokksins og róttæk umbótastefna hans í stærstu hagsmunamálum þjóðarinnar, en sú stefna á öll rætur sínar að rekja til ein- kunnarorða jafnaðarmanna um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Kraftbirting hugsjóna Sænskur kosningabaráttubersi, sem hér var í heimsókn í boði flokks- ins meðan á aukaþinginu stóð, lét hafa eftir sér að fólk kysi helst eftir sókn framtíðarsýn og almennum hug- myndum flokka, en minna eftir ein- stökum málefnum. Líta ætti á mál- efnin sem nokkurs konar kraftbirt- ingu hugsjóna flokksins, eða sem dæmi um stefnuna í framkvæmd. Eg er sammála þessu og tel að framtíð- arsýn okkar (þátttaka í Evrópu framtíðar- innar, frjáls- ari landbún- aður, þjóðar- eign á auð- lindum í reynd, velferð á traustum gmnni sem þjónar fólki en ekki kerfi, betra lýðræði) eigi að vera kjölfestan í áróðrinum, ásamt gmndvallarlífs- skoðun jafnaðamtanna. Auk þess þurfum við að eiga stutt svar við því af hveiju kjósendur ættu að velja Al- þýðuflokkinn. Mitt svar, sem tekur 12 sekúndur í upplestri, er eftirfar- andi: Alþýðuflokkurinn er róttœkur umbótaflokkur með skýra stefim og metnaðaifulla framtíðarsýn. Hann gœtir almannahags en ekki sérhags- muna, og erflokkur sem þorir á með- an aðrir tvístíga. Hann er hinn eini sanni Jajhaðarmannaflokkur Is- lands. Alþýðuflokkurinn er tvímæla- laust í uppsveiflu um þessar mundir. Hann á í fyrsta sinn í langan tíma raunhæfa möguleika á þingsæti á Suðurlartdi, þar sem þrír efstu menn listans em ungir, ferskir, kjaftforir og til alls vísir. Eindrægni flokksmanna er mikil og góð, málefnin róttæk og skýr, árangurinn prýðilegur og for- maðurinn f ham sem aldrei fyrr. Ef við náum að flétta saman hugsjónir, árangur, málefni og framtíðarsýn í kosningabaráttunni, á jafn áhrifarík- an hátt og Jón Baldvin gerði í lyrr- nefndri ræðu, verður gaman að lifa aðfaramótt 9. apríl næstkomandi. Höfundur er kerfisfræðingur og ritari Félags frjálslyndra jafnaðarmanna. Pallborðið Vilhjálmur Þorsteinsson skrifar „Auk þess þurfum við að eiga stutt svar við því af hverju kjósendur ættu að velja Alþýðuflokkinn. Mitt svar, sem tekur 12 sekúndur í upplestri, er eftirfarandi: Alþýðuflokkurinn er róttœkur umbótaflokkur með skýra stefnu og metnaðarfulla framtíðarsýn. Hann gœtir almannahags en ekki sérhagsmuna, og er flokkur sem þorir á meðan aðrir tuístfga. Hann er hinn eini sanni Jafnaðarmannaflokkur íslands." Barnalán dagsins Sinn er siður í landi hverju. Við lítum á nýjartöluryfir lifandi fædd börn á ævi hverrar konu í nokkrum löndum: San Marínó 1,11 Spánn 1,24 Grikkland 1,31 Austurrríki 2,22 ísland 2,22 Grænland 2,44 Níkaragúa 5,01 Tadjikistan 5,08 Salómonseyjar 5,82 Tógó 6,58 Afganistan 6,90 Fílabeinsströnd 7,41 Rúanda 8,49 Upplýsingarnar eru úr Hagtöl- um mánaðarins. Þar segir enn- fremur að upplýsingar um fæð- ingartíðni í Páfagarði liggi ekki fyrir... Verulegur titringur er innan Alþýðubanda- lagsins vegna framboðsmál- anna á Reykjanesi. Forystu- menn llokksins í öðmm kjördæmum hafa þannig miklar áhyggjur af því að klúður á Reykjanesi muni smita út frá sér. A nýlegum fundi þingmanna og annarra forystumanna í Reykjavík, þarsem rætt var um undir- búning kosninganna, tók Guðrún Helgadóttir málið fyrir og var víst býsna mikið niðri fyrir einsog stundum áður. Að öðm leyti lýsti Guðrún mikilli bjart- sýni^á gengi Al- þýðubandalags- ins í kosningun- um, og virðist þann- ig í fúlustu alvöm binda vonir við að ná endurkjöri á Alþingi úr 4. sæti Iistans. Alþýðubandalagið hefur nú tvo þingmenn í höfuðborg- inni og þarf því að bæta við sig mjög miklu fylgi til að Guðrún nái inn. Það fylgi lætur ekkert á sér kræla í skoðanakönnunum - en Guðrún er semsagt brött... Stjómmálaflokkamir hafa mjög borið vf- umar Röskvuliða að undanförnu, einsog fram kemur í viðtali við Dag Eggertsson á baksíðu Alþýðu- blaðsins í dag. Hann segist hafa fengið - og hafnað - bónorðum frá öllum flokkunum nema Kvennalistanum. Við vitum að Alþýðu- bandalagið reyndi að fá Skúla Helgason til liðs við sig, og ntun honum hafa staðið til boða 5. sætið í Reykjavík. Kristrún Heimisdóttir var líka mjög eftirsótt. Að minnsta kosti þrír flokkar reyndu að fá hana í framboð: Alþýðu- bandalagið, Þjóðvaki og Al- þýðuflokkurinn. Háskóla- stúdentar efndu nýverið til herferðar í því skyni að fá Hinumegin ungt fólk til að taka afstöðu í pólitík, en eitthvað er það greinilega við stjómmála- flokkana sem ekki höfðar til oddvita náms- ^ manna... / Ymsir hafa lýst furðu á af- dráttarlaus- um yfirlýs- ingunt Hall- dórs Asgríms- sonar, í þá veru að ekki korni til greina að mynda stjóm með Alþýðu- flokki vegna stefnu flokks- ins í Evrópumálum. Þetta þykir benda til þess, að Halldór stefni á ríkisstjóm með Sjálfstæðisflokknum eftir kosningar, þrátt fyrir nýlega fram settar óskir um „félagshyggjustjóm". Sam- stjóm með sjálfstæðismönn- um er hinsvegar mikið feimnismál innan Fram- sóknar, enda er þaðan ættað hið gamla - en sígilda! - slagorð: Allt er betra en íhaldið... A1- « Jæja, kæru kollegar... Eg held að það sé tími tilkominn að við áttum okkur á staðreyndum lífsins: Við erum eiginlega hálfslappir geimvísindamenn, ha! Fimm á förnum vegi Hvaða tveir rithöfundar hlutu Islensku bókmenntaverðlaunin? (Rétt svar: Vigdís Grímsdóttir og Silja Aðalsteinsdóttir.) Jón I. Birgisson, rafvirki: Ein- hverjir tveir kvenmenn. Ég man ekki hvað þær heita. Benedikt Aðalsteinsson, við- skiptafræðingur: Vigdís Gríms- dóttir og Silja Aðalsteinsdóttir. Hekla Hannibalsdóttir, nemi: Vigdís Grímsdóttir og Silja Aðal- steinsdóttir. Bolli Gústavsson, vígslubisk- up: Vigdís Grímsdóttir og Silja Að- alsteinsdóttir. Hörður Steinþórsson, járn- smiður: Vigdís Grímsdóttir og Sig- urveig eitthvað. Viti menn Honum krossbrá og sagði halló. Friðrik Þór Fridriksson ræstitæknir Stjörnubíós sem kom að innbrotsþjófi. Hann var vanur að segja að honum félli ekki við Serba, hann væri frá Svartfjallalandi. Doktor Ismet Ceric um fyrrum sam- starfsmann sinn, Radovan Karadzic leiðtoga uppreisnarmanna Serba í Bosníu. Mogginn í gær. Hann var sérlundaður. Hann var vanur að fara með eigin ljóð, en þau voru ekkert til að stæra sig af. Það var konan hans sem var sterkari aðilinn í hjónabandinu. Emina Gengic, fyrrum nágranni Radovans Karadzic í Sarajevo. Svavari datt aldrei í hug að njósna fyrir kommana og hann var í rauninni aldrei kommi þótt hann hafí kannski verið kommi hér heima, því þetta var allt svo dogmatískt og hræðilegt að hann gat ekki hugsað sér að vera í kommúnistaríki. Hann flúði heim. Dagfari í DV i gær. John Major var miskunnar- laus í ástarmálum: Mamma hefur aldrei jafnað sig á þessu, segir dóttir fyrrum ástkonu forsætisráðherrans. Fyrirsögn í DV í gær. Málið er á dagskrá og það er vel. Hvað segja hinir flokkarnir, hvað segja kjósendur? Leiðari Ellerts B. Schram í DV í gær um samþykkt Alþýðuflokksins um aðildarumsókn að ESB. Veröld ísaks Þrátt fyrir að Súmería hafi á sínum tíma verið stónnerkilegt samfélag var tilvist ríkisins á engan hátt kunnug nútímamönnum fyrr en skömmu fyrir sfðustu aldamót. Þá gerðist það að höll eins æðstaprests ríkisins, stjórnanda Gúdeu, var upp- götvuð fyrir tilviljun. í dag er viðtekinn vísdómur, að það hafi verið Súmerar sem í raun og veru bjuggu til „siðmenninguna" á 5. og 4. árþúsundi fyrir Krists burð. Súmerar fundu til að mynda upp farartæki á hjólum, stjömufræði, stærðfræði, viðskipti, stórar múrsteinsbyggingar og ritlistina. En síðan hurfu Súmeramir og tungumál þeirra bókstaflega af yfir- borði til jarðar. Ekki einn einasti maður af þessari margbrotnu þjóð fyrirfannst í kringum 1900 fyrir Krist. Þeim var ekki útrýmt í stríði og þeir dóu ekki út. Sennilega hættu þeir bara að hugsa um sjálfa sig sem Súmera; sem eina þjóð. Byggt á staöreyndasafni Isaac Asimov.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.