Alþýðublaðið - 09.02.1995, Síða 5
FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
5
I sakleysi mht"
inni um endurupptöku Guðmundar- og Geirfinnsmála.
„Ég fullyrði að hér var um réttarglæp að ræða. Sá sem kynnir
sér þessi dómsmál af fullri alvöru getur ekki annað en komist
að sömu niðurstöðu. Þó langt sé um liðið þá krefst ég þess að
yfirvöld horfi á staðreyndir málsins. Ég hef fengið mig
fullsaddan af lygum og blekkingum í sambandið við
þessi tvö mannshvörf. Þau voru troðin upp á mig af
einhverjum hvötum eða ástæðum sem ég skil ekki.“
ijár og meir en nóg af vímugjöfum.
Þeim var þess vegna ekki nokkur
nauðsyn að fara alla leið til Hafnar-
fjarðar til að verða sér úti um félags-
skap eða peninga til að kaupa áfeng-
isflösku á svörtu. Hvort skyldu nú
sannari heimildir er birtust í fíkni-
efnagögnum frá umræddum tíma eða
það sem menn ímynduðu sér tveimur
árum seinna?"
Sævar Marinó Ciesielski: Ég get
sannað sakleysi mitt. Þegar Geir-
finnur Einarsson fór að heiman frá
sér í Keflavík á stefnumót við
ókunnugan mann var ég staddur á
Kjarvalsstöðum. Helgina sem Guð-
mundur Einarsson hvarf var ég
staddur að Glúfárholti í Ölfusi.
A-mynd: E.ÓI.
Yfirlýsingar
löggæslumanna vid
upphafrannsóknar
„Það var gengið út frá því sem vísu
að tilteknir atburðir höfðu gerst. Jafn-
vel þótt að ýmsar staðreyndir málsins
bentu til annars var einfaldlega litið
franthjá þeim. Rannsóknaraðilar
höfðu í fómm sínum gögn um dval-
arstað minn á sama tíma og Guð-
mundur hvarf. Það var hins vegar
ekki kannað. Það hlýtur að teljast
refsivert í svo alvarlegu máli. Rann-
sókn þessara mála var með eindæm-
um. Strax við upphaf rannsóknar á
hvarft Guðmundar var lögfræðingum
meinað að hafa nokkurt samband við
skjólstæðinga sína, eða tala einslega
við þá, vegna þess að „málið væri á
viðkvæmu stigi og það ntundi bara
spilla í'yrir", að sögn sakadómara.
Viku eftir að sakbomingar vom
handteknir vegna Guðmundarmáls-
ins héldu löggæslumenn blaða-
mannafund þar sem þeir fullyrtu að
hinir gmnuðu hefðu gerst sekir um
að minnsta kosti eitt morð, og haft
jafnvel fleiri mannsh'f á samviskunni.
Þeir viðurkenna hins vegar að þeir
hafi engar sannanir í höndunum,
hvorki játningar, lík né önnur efnis-
leg gögn máli sfnu til stuðnings. Þeir
geta ekki einu sinni skýrt frá því hvað
hafi verið kveikjan að gmnsemdum
þeirra. Þeir lofa blaðamönnum hins
vegar að þeir muni vinna myrkranna
á milli til þess að upplýsa þessi dular-
fullu mál og þó að játning á verkinu
liggi ekki fyrir verður hennar aflað,
„hægt og rólega", eins og aðalfulltrúi
sakadóms lét hafa eftir sér. Ásetning-
or rannsóknaraðila er hér augljós.
Það er undarlegt með tilliti til þess
hve rannsóknaraðilar virtust sann-
færðir, í atriðum þessum, að þeir
skeyttu ekkert um að leita eða hafa
uppi á áþreifanlegum gögnum. Sak-
bomingar áttu fullan rétt á því að
vettvangsrannsókn færi fram að
Hamarsbraut 11 í Hafnarftrði, þar
sem Guðmundur átti að hafa verið
myrtur.
Hvers vegna fór sú vettvangsrann-
sókn ekki fram á fyrstu mánuðum
rannsóknarinnar? Hvers vegna var
ekki tekin skýrsla af húsráðanda á
Hamarsbraut? Hvers vegna var ekki
tekin skýrsla af eiganda bifreiðar er
lík Guðmundar á að hafa verið flutt í?
Ekki var talað við eiganda hennar til
að athuga ástand bifreiðarinnar,
hvort hún hafi verið gangfær á þeini
tíma, og hvort hann haft lánað syni
sínum þessa bifreið umrætt kvöld.
Bifreiðin var ekki rannsökuð eða
reynt að hafa upp á henni. I fyrstu
skýrslu sem Albert Klahn gefur seg-
ist hann hafa ekið sakbomingum
með farm á ákveðinn stað út í Hafn-
arijarðarhraun. Hvers vegna voru
ekki kallaðir út leitarflokkar til að
leita á því svæði sem Albert nefndi?
Það er mitt álit að rannsóknaraðilar
hafi vitað að ekkert væri á því að
græða. Hefði ég ekki játað, og vett-
vangsrannsókn verið gerð, sem ekk-
ert leiddi í Ijós, hefðu rannsóknarað-
ilar verið í slæmum málum, vegna
eigin yfirlýsinga við upphaf rann-
sóknar. Þeir hefðu væntanlega þurft
að sæta opinbeiri ákæm fyrir þau
vinnubrögð sem þar voru viðhöfð. Af
eigingjömum hvötum var svo allt
kapp lagt á að fá sakbominga til að
játa og beitt til þess öllum brögðum,
samanber vitnisburði fangavarða. Ég
tel mig hafa sýnt rök fyrir þeim vem-
leika sem ríkti hjá þeim félögum
undir handleiðslu ríkissaksóknara-
embættisins."
Hardrædi í
Sídumúlafangelsi
Hvað fær saklaust fólk til þess
að játa á sig tvö manndráp?
„Þegar rannsóknaraðilar fá óáreitt-
ir að djöflast í sakborningum, í skjóli
einangmnarvistar, með hótunum og
líkamlegu ofbeldi, er ekki undarlegt
að eitthvað geft sig fyrr eða síðar.
Það verður að hafa í huga að upphaf
rannsóknar var í höndum tveggja
rannsóknarlögreglumanna, undir
stjóm sakadómsfulltrúa, sem sátu að
allri rannsókn á fyrstu mánuðum. Ég
var hafður í algjörri einangmn í sex
fermetra löngum fangaklefa i' rúm
tvö ár. Ég þurfti að sæta grimmilegri
meðferð af rannsóknaraðilum og
fangavörðunt í Síðumúlafangelsi, þar
sem ég var beittur látlausum mann-
réttindabrotum. I fyrstu játningum
vomm við öll vitni að glæpum hvors
annars. Þegar kom að því að benda á
líkin vissi enginn neitt. Ég var tilbú-
inn til þess að gera hvað sem var til
að komast burt úr því helvíti, sem
dvölin í Síðumúlafangelsi var, en ég
vissi ekkert um afdrif þessara manna.
Þegar sakbomingar vom famir að
teyma rannsóknaraðila á hina ólík-
legustu staði í leit að líkum, spunnust
skýrslur, sem hefði átt að afhjúpa fyr-
ir augum hvers heilvita manns, þann
fáránleika, sem öll málsrannsóknin
byggðist á. Mig minnir að Kristján
Viðar hafi sem dæmi gefíð rannsókn-
araðilum að minnsta kosti fimm mis-
munandi skýringar á því hvemig
hann fór að því að myrða Geirfinn.
Við vomm tilbúin til þess að jánka
hverju sem var, bara til þess að losna
úr einangmninni.
Rannsóknarlögreglumaður með
einhveija reynslu í starfi hlýtur að
miða rannsókn sfna við það að hafa
upp á sakargögnum. Ef hann gerir
það ekki eða lætur hjá líða að reyna
það getur hann varla talist starfi sínu
vaxinn. Þessari leit að sakargögnum
var fullkomlega ábótavant við rann-
sókn fyrrnefndra mála. Það vekur
óhjákvæmilega upp spumingu sem
þessa: Ef það var ekki verið að leita
að sakargögnum hvað vom þessir
menn þá að gera allan þennan tíma? í
fangelsinu að Síðumúla áttu sakbom-
ingar að rifja upp vemleika sem hafði
átt sér stað fyrir tveimur ámm. Sá
vemleiki var ímynd lögreglumanna
og ekki byggður á neinum rökum, né
efnislegum gögnum. Framburðir
hafa veigamikla þýðingu til að fá
heildarmynd, þeir geta aldrei verið
aðalsönnunargögn. Þeir eiga að leiða
til efnislegra gagna og áþreifanlegra
sannana. I Geirfinns- og Guðmund-
aimálinu er algjör fátækt á áþreifan-
legurn gögnum. Mál af svipuðum
toga em fátíð. Það er einnig fáránlegt
miðað við hversu margir komu við
sögu í þessum málum, að ekki einn
að mati ákæmvaldsins hafi sagt sann-
leikann. Hvergi er að finna f fram-
burðum sakbominga eitt einasta at-
riði sem breyttist ekki síðar. Ástæðan
er einfaldlega sú að reynsluheiminn
vantaði. Þessi staðreynd, ásamt harð-
ræðisákæmm, hefði átt að gefa dóm-
umm vísbendingu unt að ekki væri
allt með felldu.“
Lyfjagjafir í einangrun
„Ég fullyrði að með sams konar
vinnubrögðum og rannsóknarmenn
beittu getur þú fengið næstum hvem
sem er til þess að játa hvað sem er.
Það er aðeins spuming um tíma. Er-
lendar rannsóknir á áhrifum einangr-
unarvistar sýna að raunvemleikaskyn
brenglast á tiltölulega stuttum tíma.
Þegar þar á ofan bætist harðræði, eða
öllu heldur skipulegar pyntingar, er
ekki furða að eitthvað gefi sig, jafn-
vel á mjög skömmum tíma. Einnig
vom lytjagjafir notaðar meðvitað til
þess að brjóta sakbominga niður,
brengla dómgreind þeina, og gera þá
meðfærilegri. Þetta vom gríðarlega
stórir skammtar af geðlyfjum, þung-
lyndislyfjum, róandi og vöðvaslak-
andi. Éyijagjafir fangelsislæknis
voru vítaverðar og ekkert eftirlit var
með því haft hvað sakbomingum var
gefið af lytjum. Ég hef áreiðanlegar
heimildir fyrir þvf að sum þessara
lyfja vom mulin úl í matinn okkar.
Langvarandi einangmn og sá mdda-
skapur sem ég varð fyrir af rannsókn-
armönnum og sumum fangavarða,
auk lyljagjafa, varð þess valdandi að
ég var ekki dómbær á það sem ég
staðfesti í skýrslum með undirskrift-
um mínum.
Stundum las ég ekki einu sinni það
sem fyrir mér var halt, enda hring-
snerist allt fyrir augum mínurn, ég sá
allt í móðu og skrifaði einfaldlega
undir í þeirri von að meðferðin batn-
aði. Enda var okkur yfirleitt verð-
launað eftir slíkt með sígarettu eða
kók og prins póló. Við vomm eins og
lítil böm sem féllu stundum tyrir
freistingum. Eða tilraunarottur, þeir
gátu fengið okkur til að samþykkja
hvað sem var. Stundum rofaði þó til
og maður dró fyrri framburð til baka,
og reyndi að veita forheimskunni
andlegt viðnám, en það hafði auðvit-
að ekkert að segja. Ástandið varð að-
eins verra, kvalimar meiri.“
Fjárhagslegur ávinningur
rannsóknaradila
Ef þú ert saklaus af þessum mál-
um hvers vegna lentir þú, en ekki
einhver annar, í þessum máia-
rekstri?
„Ég hef að sjálfsögðu mikið hugs-
að unt það mál, en er litlu nær. Upp-
haf þessa máls má rekja til þess að ég
er handtekinn 12. desember 1975 í
tengslum við svokallað póstsvika-
mál. Lögreglumenn höfðu hins vegar
engan áhuga á póslsvikunum og tóku
strax að yfirheyra mig um óupplýst
mannshvörf, bæði í Hafnarfirði og
einnig í Vík í Mýrdal. Einnig var ég
ásakaður um að hafa kveikt í ráð-
herrabústað Bjarna Benediktssonar
á Þingvöllum. Hvemig gat það verið
að 13 ára gamalt bam úr Reykjavík
hafi verið statt að næturlagi á Þing-
völlum? Hvað er það sem fær menn
til að ásaka nokkum um jafn svívirði-
legan glæp sem þennan, nema þeir
hafi sjálfir eitthvað á samviskunni? Á
þessum ámm stóð ég fyrir innflutn-
ingi á hassi, þeim varð það Ijóst en
gátu lítið aðhafst. Og ntá það vera
ástæðan fyrir þvi' að þeir vildu taka
mig úr umferð. Póstsvikin höfðu ver-
ið framin af þvílíkri lagni og kaldrifj-
an að þama var augljóslega á ferðinni
glæpamaður af þeirri stærðargráðu
sem alla lögreglumenn dreymir um
að fá að kljást við. Ég held að per-
sónulegur metnaður rannsóknarlög-
reglumanna, og sókn þeirra eftir upp-
hefð og athygli, hafi ráðið miklu unt
hvemig þeir stóðu að málum. Þeir
höfðu tjárhagslegan ávinning af því
að viðhalda óbreyttu ástandi. Sam-
kvæmt opinberum skattaskrá frá
þessum tíma þá voru þeir á tvöföld-
unt launum miðað við aðra starfs-
menn. Starfslaun þeirra hækkuðu
jafnl og þétt. Það er einnig athyglis-
vert að tveimur dögum eftir að ég var
handtekinn vegna póstsvikamálsins
er heimili mitt leyst upp! Húsaleigu-
samningi við það húsnæði sem ég
hafði til umráða var sagt upp af lög-
reglumönnum. Persónulegar eigum
mínar, húsgögn og aðrir ntunir vom
tjarlægðir af heimili mínu. Þetut var
gert án dómsúrskurðar og er því ský-
laust brot á stjómarskrá landsins.
Hvers vegna þetta var gert get ég
engan veginn skilið. Hvorki þá né nú
tíðkast að lagt sé hald á persónulegar
eigu manna, né húsgögn og aðrir inn-
anstokksmunir Ijarlægðir af heimili
manns með þessu móti. Jafnvel þótt
viðkomandi sé grunaður um hlut-
deild í fjársvikamáli, verður ekki séð
hvaða tilgangi það þjónar. Freistandi
er að álykta að þá þegar hafi verið bú-
ið að hanna atburðarás G.G.-mála og
ætla mér hlutdeild í þeim. Það skal
tekið fram að sumt af þessum eigum
hef ég aldrei fengið aftur, og nýlega
neitaði dómsmálaráðuneytið að bæta
mér skaðann. Eins og málið horfir
við ntér dettur mér helst í hug að hér
hafi verið um skipulegt samsæri að
ræða, enda teflt djarft fram á úthugs-
aðan máta, en slíkt hefði aldrei geta
gerst nema einstakir menn innan
dómsmálaráðuneytisins hafi verið
með í ráðum. Ég hef litla trú á því að
almennir rannsóknarlögreglumenn
hefðu þorað að brjóta lögin, eins og
þeir gerðu, nema með skipun eða
samþykki yfirboðara sinna. Þetta er
rannsóknarvert. I ljós kemur hvort
stjómmálamenn hafi það hugrekki til
að bera að leiða sannleikann í ljós, til
að mynda með þvt' að skipa þing-
nefnd sem rannsakar hvemig staðið
var að þessum málum.“
Er bjartsýnn á framvinduna
Að lokum, hvað er nýtt að frétta
af kröfu þinni um endurupp-
töku Guðmundar- og Geirfinns-
mála?
„Mér skilst að settur ríkissaksókn-
ari, Ragnar Hall, sé að kynna sér
málsskjölin. Hann hefur þegar farið
þess á leit við mig að ég sendi sér
fylgiskjöl sem hann telur vanta í
greinargerðina sem ég afhenti
dómsmálaráðuneytinu á sínum tíma.
Ég skrifaði honum nýlega bréf þar
sem ég bið hann um að útvega mér
öll gögn málsins, rannsóknargögn
fíkniefnadómstólsins þar sem fjar-
vist mín kemur við sögu og aðrar
skýrslur sem opinberar stofnanir
kunna að hafa um mál þessi. Þar má
nteðal annars nefna svonefnda
„Trúnaðarskýrslu" . eftir þýska
glæparannsákandann, Karl Shutz, og
ráðningarsamning þann sem
dómsmálaráðuneytið gerði við hann.
Einnig er nauðsynlegt fyrir mig að fá
í hendumar niðurstöður af rannsókn
Wiesbaden-stofnunarinnar, en hún
tölvukeyrði framburði til að
kanna möguleikann á því
hvort þessi mál væru tilbúningur.
Niðurstöðumar hölluðust einmitt að
þvj.
I dag er ég fremur bjartsýnn á þró-
un mála því jafnvel þótt yfirvöld
kjósi að sópa þessu máli undir teppið
eina ferðina enn, þá em mér ýmsar
aðrar leiðir færar.“