Alþýðublaðið - 09.02.1995, Qupperneq 7

Alþýðublaðið - 09.02.1995, Qupperneq 7
FIMMTUDAGUR 9. FEBRÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Orson fimm ára: Af honum stafar einhvert vald, augnaráð hans líkt og ræður yfir myndavélinni. Þetta er kannski ekki mjög fallegt barn, en það er augljóst að það hefur mikla skaphöfn. flókið, að nú átti hann tvo feður. Þeir tókust á um völdin yfir drengnum. Báðirsyrgðu þeirkonuna ákaft og þeir mynduðu með sér ein- hvers konar bandalag um minningu hennar. Þeir bjuggu meira að segja saman og fóru saman í frí. Bemstein var niðurbrotinn maður og beindi nú allri athygli sinni að Orson. „Ég var móðir mín,“ sagði hann. „Ég varð- veitti eldinn." Lifandi minnismerki Það þurfti líka að koma drengnum til mennta. Eftir umsjá Beatrice var Orson fullur af tilvitnunum, hann gat farið með hápunkta skáldskaparlist- arinnar og rætt um aðskiljanleg efni án þess að hika eða endurtaka sig. En kannski ekki af mikilli djúphygli. Hann var óvenju fljótur að læra og hafði hæfileika til að tína upp alls kyns málperlur sem hann raðaði saman af mikilli list. En hann var hins vegar alsendis óagaður. Feðurn- ir hans tveir ætluðu honum líka ólíkt hlutskipti: Bemstein vildi að hann yrði snillingur og andlegur risi, lif- andi minnismerki um móður sína. Richard eldri vildi að hann yrði gam- ansamur blaðamaður. Til að koma því í kring gaf hann syni sínum ritvél. Hann þóttist greina að hann hefði einhverja hæfileika til að verða listamaður og reyndi að inn- ræta honum að verða skopteiknari. Báðir feðumir hljóta að hafa verið ánægðir þegar birtist frétt í blaðinu Madison Journal í febrúar 1926. Þar stóð: „Skopmyndateiknari, leikari, skáld - og aðeins tíu ára.“ Þetta er í fyrsta sinn að Welles kemst í tæri við íjölmiðla, en gefur fullkomlega tón- inn fyrir það sem síðar varð. Þarna eru höfð stór orð um afrek Orsons. Hann er sagður mála olíu- myndir, skrifa og leikstýra leikritum sem hann sfðan færi með aðalhlut- verk í, ritstýra blöðum, hann er sagð- ur fara með heilu ljóðabálkana eftir minni og sérstaklega er tekið lil þess að hann hafi haldið þremur vinum sínum hugföngnum í fjóra klukku- tíma með því að flytja fyrir þá kvæði. Sem máski bendir til þess að eitthvað sé frásögnin orðum aukin. Nokkm síðar var Orson sendur til sálfræðings sem vildi gera á drengn- um umfangsmikil greindarpróf. Nið- urstöðumar komu frekar á óvart. Það benti margt til þess að allt væri á rúi og stúi í heilabúi drengsins. Líklega sagði hann sálkönnuðunum hvað- eina sem andinn bauð honum; yfir- leitt einhver brotabrot sem hann hafði tínt upp í stofu móður sinnar. Hann var náttúrlega óvenju bráðger og fyrir það hafði hann hlotið mikla hrifningu. Allt sitt líf hélt hann áfram að endurtaka skemmtiatriðin sem í bemsku uppskám honum lófatak. Hann var ekki fallegt bam, hann var feitlaginn og frekar þungbrýndur, en alla tíð hafði hann þokka og aðdrátt- arafl sem ollu því að hann gat fengið nánasl hvað sem hann þráði. Og lík- lega þráði hann mest að láta þrá sig. Byggt á The Sunday Times / eh. Lena Hjelm Wallén utanríkisráðherra Svíþjóðar í viðtali við Sigurð Tómas Björgvinsson Aðildarumsókn íslands og samningaviðræður við Evrópusambandið - er eina færa leiðin til að hægt sé að meta kosti og galla aðildar að sambandinu. íslendingar verða að ákveða fyrir sig sjálfir hvort þeir vilja ganga í Evrópusambandið. Utanríkisráðherrar Norðurland- anna funduðu í Reykjavík í lok síð- ustu viku. Meðal þess sem rætt var um var framtíðarskipan Norður- landasamstarfsins í Ijósi þeirra breytinga er sköpuðust þegar Sví- þjóð og Finnland bættust í hóp Evr- ópusambandslanda. Alþýðublaðið ræddi við jafnaðannanninn Lenu Hjelm Wallén, utanríkisráðherra Svíþjóðar, um Norðurlanda- og Evr- ópusamstarfið. Wallén hefur starfað lengi innan Jafnaðarmannaflokksins í Svíþjóð. Eftir nám og kennslu í nokkur ár var hún kjörin á sænska þingið árið 1969 og fimm árum síðar varð hún skóla- málaráðherra, þá aðeins 31 árs að aldri. Á ámnum 1982 til 1991 var hún mennta- og menningarmálaráð- herra og síðar meir ráðherra þróun- araðstoðar. Talið barst fyrst að Norðurlanda- samstarfmu og þeirri umræðu sem verið hefur um hugsanlegar áherslu- breytingar þar í kjölfar þess að Sví- Þjóð og Finnland hafa nýlega gegnið í Evrópusambandið. Wallén segir að talsvert hafi verið rætt um breytingar á uppbyggingu Norðurlandaráðs og þeim stofnunum sem starfa á sviði norrænnar samvinnu. Það sé nauð- synlegt að athuga hvaða þættir séu mikilvægastir og sníða breytingam- ar eftir þeim. Það komi til greina að setja ákveðin verkefni í forgangsröð, en það sé alls ekki verið að setja Norðurlandasamstarfið skör lægra en annað alþjóðlegt samstarf í Sví- þjóð, þrátt fyrir niðurskurð Svía til Norðurlandaráðs. Staðreyndin sé sú að vegna erfiðrar skuldastöðu sænska ríkisins þurfi stjómvöld að leita eftir spamaði á öllum sviðum. En verður ekki erfitt að við- haida þessari hefðbundnu nor- rænu samvinnu með þrjú lönd í ESB og tvö lönd fyrir utan? „Það er auðvitað ljóst að það em breyttar aðstæður og nokkur óvissa hvemig starfið verður í nánustu framtíð, en það er einmitt það sem við verðum að leysa saman á næst- unni. Ég er hins vegar viss um að það er vilji hjá öllum þessum þjóð- um til að halda upp mjög metnaðar- sömu starfi milli Norðurlandanna." Hún segist sjálf hafa mikla og góða reynslu af hinu norræna sam- starfi, þegar hún var til dæmis menntamálaráðherra. Það hafi tekist vel til með samvinnu milli háskóla á Norðurlöndunum og annað dæmi séu hin öflugu vinabæjatengsl sem ræktuð hafi verið milli sveitarfélaga á Norðurlöndunum. „En aðalatriðið er að norrænt samstarf er byggt á samskiptum al- mennings en ekki landanna sem slíkra eða fundum einstakra stjóm- málamanna.“ Hvað með starfið innan ESB, telur þú að Svíþjóð, Finnland og Danmörk komi til með að standa vörð um hagsmuni frændþjóða sinna, íslands og Noregs? „Það er auðvitað háð því hvaða svið við erum að tala um. Éf við tök- um til dæmis efnahags- og við- skiptamál þá er EES- samningurinn til staðar og hann er mjög góður. En þau lönd sem aðeins hafa EES- samninginn standa fyrir utan sam- eiginlega utanríkisstefnu sambands- ins og hin pólitísku áhrif almennt." Wallén segir að það þýði þó ekki að Noregur og Island standi alveg fyrir utan, því með EES-samningnum geti þessi lönd tekið þátt í umræðum og fylgst vel með þróuninni innan Evrópusambandsins. „Ég held hinsvegar að það sé tölu- verður vilji fyrir því að löndin þrjú sem nú eru innan ESB tali máli þeirra Norðurlanda sem standa fyrir utan og ekki síður að þau láti frænd- þjóðum sínum í té mikilvægar upp- lýsingar um þróun mála. Þannig ættu Island og Noregur að geta fylgst nokkuð vel með því sem þar er að gerast." Jafnvel þó Norðmenn hafi sagt eftirminnilegt „nei“ í þjóðarat- kvæðagreiðslunni í haust, þá virð- ist vera talsverður vilji fyrir því að öll Norðurlöndin gangi í ESB og hér á íslandi hefur sá áhugi verið nokkuð mikill. Telur þú að lítið land eins og Island eigi erindi í Evrópusambandið? ,Já, ég sé ekki afhverju það ætti ekki að vera. Það eru engar augljós- ar takmarkanir á því hvaða lönd geta gengið í sambandið. Mér finnst alla- vega að þær ættu ekki að vera til staðar. Það er hins vegar ljóst að hvert land verður að aðlaga sig að þeim aðstæðum og reglum sem gilda innan ESB, þannig að spumingin snýst frekar um það hvenær ákveðn- ar þjóðir geti orðið aðilar. Þetta hef- ur til dæmis komið í veg fyrir að Eystrasaltsríkin hafi getað gengið beint inn í sambandið. Þau lönd sem sækja um verða að uppfylla ákveðin skilyrði hvað varðar efnahag og at- vinnulíf. Ef til vill em aðstæður þannig að það hafi verið auðveldara fyrir Svíþjóð að vera með heldur en lsland.“ Sænski utanríkisráðherrann segir reyndar að það sé þannig í öllu al- þjóðlegu samstarfi að þjóðir þurfi að taka tillit til eða aðlaga sig að reglum og venjum annarra. Þegar það sé hins vegar spuming- in um að taka á sig skyldur þá þurfi hver þjóð fyrir sig að gera það upp við sig hverjir séu kostimir og hveij- ir séu gallamir við samstarf af þessu tagi. Þetta þurfi Islendingar að ákveða sjálfir og það sé í raun ekki hægt nema með aðildarumsókn og síðan samningaviðræðum við ESB. Hvað varðar áhrif ESB-aðildar nú þegar í Svíþjóð, þá segir Wallén að of snemmt sé að spá fyrir um það, en því sé þó ekki að leyna að Svíar sjái ákveðna birtu nú þegar. Það sé ljóst að hinn evrópski markaður hafi aukna tiltrú á Svíþjóð og sænskum fyrirtækjum og erlend Ijárfesting hafi verið að aukast allt frá því í haust er Svíar samþykktu ESB-aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Lena Hjelm Wallén, utanríkisradherra Sviþjóðar: Þau lönd sem aðeins hafa EES-samninginn, standa fyrir utan sameiginlega utanríkisstefnu sambandsins og hin pólitísku áhrif aimennt.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.