Alþýðublaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 08.02.1995, Blaðsíða 3
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Páll P. og tveir Portúgalir Andstæðingar aðildar að Evrópu- sambandinu halda því gjaman fram, að með henni yrðu Islendingar fóm- arlömb þess mikla atvinnuleysis sem hefur fest rætur í Evrópu. Hingað myndu útlendir menn streyma í hrönnum, og góðir Islendingar fyrir vikið missa atvinnuna. Slitin piata Ef þetta hljómar kunn- uglega, þá er ástæðan ein- faldlega sú, að við höfum heyrt þetta svo oft áður, þegar umræðan um EES stóð sem hæst, var dula atvinnuleysisins nefnilega flaggið, sem oftast var dregið að húni. Og nú ætla sömu menn að spila sömu gömlu plötuna aftur í umræðunni um Evrópusam- bandið. Þess vegna er fróðlegt að hlusta á hana aftur, - í Ijósi veruleika sem við þekkjum í dag. Við maraþonuntræður á Alþingi þann 25. ágúst 1992, sagði Páll Pét- ursson, um áhrif EES á atvinnustigið hér heima á klakanum. „Með svipuðu lögmáli og vatnið rennur undan brekkunni hlýtur at- vinnuleysi hér að aukast til stórra muna og innstreymi erlends vinnu- afls hlýtur að taka atvinnu frá Islend- ingum og atvinnuleysisstig hér að verða svipað og annars staðar á svæðinu." Það var nefnilega það. Nú veit ég ekki hvemig þyngdarlögmálið verkar á Pál Pétursson, þegar hann stendur á hlaðinu heima á Höllustöðum og gáir til hrossa sinna. En hitt veit ég, að sé lýsing hans á því jafn vitlaus og á áhrifum EES á atvinnuleysi hér á landi, þá ráðlegg ég honum að ganga jafnan við akkeri. Ella flýgur hann út í geiminn fyrir áhrif þess þyngdarafls sem væntanlega rfkir á Höllustöðum. EES skapar störf Vemleikinn hefur nefnilega leitt í ljós, að í þessu efhi eins og öllum sem EES varða, þá hafði Páll á Höllustöð- um kolrangt fyrir sér. Hingað hafa engir útlendingar hrannast í kjölfar samningsins um evrópska efnahags- svæðið. EES hefur ekki leitt til auk- ins atvinnuleysis. Þvert á móti hefur það minnkað af völdum samnings- ins. Fyrir til- stílli EES tókst okkur að treysta stöðu ís- 1 e n s k r a sjávaraf- urða á mörkuðum Evrópu. I kjölfarið hefur fullvinnsla sjávar- fangs aukist innanlands, og þar með hafa skapast fleiri störf. Aukin hag- sæld á Islandi síðustu misseri á þann- ig að hluta til rætur að rekja til aðild- ar okkar að evrópska efnahagssvæð- inu. Staðhæfingar andstæðinga fram- tíðarinnar um að aukið atvinnuleysi sigldi í kjölfar EES vom því ósköp venjulegar framsóknarfirrur. Þær stóðust ekki próf vemleikans, sem er að vfsu ekki alltaf í hávegum hafður í Framsóknarflokknum. En sama vemleikapróf mun sýna í fyllingu tímans, að full aðild að Evrópusam- bandinu mun ekki heldur auka at- vinnuleysi hér á landi, miklu fremur draga úr því. Eftirsótt lífsreynsla Góður maður upplýsti á flokks- þingi Alþýðuflokksins um helgina, að rannsókn hefði leitt í ljós, að í kjöl- far samningsins um EES hefðu að- eins tveir Portúgalir komið í vinnuleit til Islands. Fyrir útlendinga hlýtur það að vera eftirsótt lífsreynsla að fá að snattast kringum Pál Pétursson. En nú ber svo við, að síðustu ffegnir herma, að hvomgur hafi sótt um vinnu á Höllustöðum. Höfundur er umhverfisráðherra. Pallborðið Össur 1 ' V Skarphéðinsson 1^1 skrifar „Nú veit ég ekki hvernig þyngdarlögmálið verkar á Pál Pét- ursson, þegar hann stendur á hlaðinu heima á Höllustöð- um og gáir til hrossa sinna. En hitt veit ég, að sé lýsing hans á því jafn vitlaus og á áhrifum EES á atvinnuleysi hér á landi, þá ráðlegg ég honum að ganga jafnan við akkeri. Ella flýgur hann út í geiminn fyrir áhrif þess þyngdarafls sem væntanlega ríkir á Höllustöðum.“ „Babe" dagsins Björk okkar Guðmundsdóttir er greinilega ofarlega í huga Breta og kemur hún mjög við sögu í vinsældakosningu sem tímaritið Select gerði meðal lesenda sinna. Björk hlotnast sá heiður að vera í þriðja sæti yfir það fólk sem lesend- ur blaðsins telur best klætt, en hún er líka í ní- unda sæti yf- ir verst klædda fólk- ið. Björk er í sjöunda sæti yfir „babe“ ársins og er þar til dæmis fyrir ofan Sheryl Crow, Eva Herzigova og Uma Thur- man en ögn neðar en Kylie Minogue, Pameia Anderson og Courtney Love. Annars má kannski marka áhugamál lesenda blaðsins af því að atburð ársins telja þeir sjálfsmorð popparans Kurt Cobain. Björk: Sjöunda mesta „babe" ársins. Amorgun ræðst hvort það verður Sigríður Jóhannesdóttir varaþing- maður eða Kristín A. Guð- mundsdóttir formaður sjúkraliða sem skipar 2. sæti á lista Alþýðubandalagsins á Reykjanesi. Mikill ágrein- ingur er meðal flokksmanna í kjördæminu: alþýðubanda- lagsmenn í Kópavogi leggja höfuðáherslu á að koma Sigríði í burtu og styðja því Kristínu með oddi og egg. Sigríður á hinsvegar traust fylgi flokks- manna á Suður- nesjum og nýtur fulltingis Hafn- firðinga. Málið hefur sett Ólaf Ragnar Grímsson flokksformann og oddvita listans á Reykjanesi í mjög erfiða stöðu. Helsta bakland hans í Alþýðubandalaginu hefur einmitt verið í Kópavogi og á Suðumesjum og hann má alls ekki við því að missa stuðning á þeim svæðum. Ólafur hefur reynt að ganga ekki í berhögg við Suður- nesjamenn og því hefur hann stutt Sigríði gagnvart Kópavogsbúum. Alþýðu- bandalagsmenn í Kópavogi munu væntanlega ífeista þess á íjölmennu kjördæm- isþingi annaðkvöld að koma Kristínu í 2. sætið í trássi við tillögu kjömefndar. Við heymrn að bakvið tjöldin hafi Ólafur Ragnar alls ekki lagst gegn þessum áformum Kópavogsmanna enda metur hann stöðuna svo, að Kristín sé miklu vænlegri ffambjóð- andi fyrir flokkinn. Verði Sigríður felld í leynilegri atkvæða- greiðslu getur Ólafur Ragnar að fomum sið þvegið hendur sínar, og sagt að „því miður“ hafi ekki verið farið að hans ósk- um... Ekkert bólar enn á ffam- boðslistum Þjóðvaka, en upphaflega átti að leggja þá fram á landsfundi sem hald- inn var fyrir tíu dögum. Úr herbúðum Þjóðvaka heyrum við nú að stefnt sé að því að birta einhveija lista á sunnu- daginn eða snemma í næstu viku. Margt er enn á huldu um ffambjóðendur. Sigurð- ur Pétursson verður oddviti á Vestfjörðum, Svanfríður Jónasdóttir á Norðurlandi eystra, Sveinn Allan Mort- hens á Norðurlandi vestra, Þorsteinn Hjartarson á Suðurlandi, Agúst Einars- son á Reykjanesi og svo auðvitað sjálf Jóhanna Sig- urðardóttir í Reykjavík. A Vesturlandi er tekist á um efsta sætið og óvíst er um ffambjóðendur á Austfjörð- um. Þá er enn á huldu hveij- ir fylgja Jóhönnu og Agústi í þéttbýliskjördæmunum. Nokkuð er rætt um Dag Eggertsson stúdentaleið- toga og Mörð Árnason í Reykjavík. Þá vitum við að talsverður áhugi er fyrir ffamboði Ólínu Þorvarðar- dóttur, Páls Halldórssonar og Sólveigar Ólafs- dóttur... Hinumegin mánaða skeið tókst Eyjólfi loksins að verða öfundarefni allra 100 kílóa aumingjanna. Fimm á förnum vegi Horfðir „I nafni sósíalismans“? Magnús Skarphéðinsson, sagnfræðinemi: Já, þetta voru ömurlegar nomaveiðar. Bjarni Þór Þorvaldsson, nemi: Nei, það gerði ég ekki. Gunnar Sigurfinnsson, stimpil- stjóri: Nei, ég hafði ekki tíma. Alan Boucher, fyrrverandi pró- fessor: Já, en ég vissi þetta allt sam- an fyrir löngu síðan. Kári Esra Einarsson, nemi: Já, ég sá eitthvað af honum. Þetta var bráðfyndið. Viti menn \ i Hárið á mér átti að vera í KA-litunum, en það klikkaði svo rosalega og varð að raka það allt af. Ég gat ekki látið nokkurn mann sjá mig með mislitað hár. Handknattleikskappinn Patrekur Jóhannesson. Morgunblaðiö í gær. Hófleg vínneysla lengir líflð! Þorbjörn Magnússon vínáhugamaður og umboðsmaður borðvína. Fyrirsögn á Morgunblaðsgrein í gær. Eggert Haukdal í ham. Fyrirsögn í Dagskránni, Vestmannaeyjum. I ljósi batnandi stöðu kratanna er það því ekki út í hött að innan Sjálfstæðis- flokksins heyrast nú fleiri raddir um, að hugsanlega geti núverandi stjórnarflokkar haldið meirihluta sínum á Alþingi. [...] Ernýtt, langvarandi Viðreisnartímabil í uppsiglingu? Víkverji Moggans í gær. Það er hinsvegar Ijóst að Davíð Oddsson ætlar að sigla með Sjálfstæðisflokkinn í gegnum kosningar með því að drepa [ESB] málinu á dreif og segja það ekki vera á dagskrá. Það gefur honum síðan frjálsar hendur eftir kosningar. Leiðari Timans í gær. Sjónvarpsmyndin vekur upp spurningar um samskipti Svavars Gestssonar, fyrrum formanns Alþýðubandalags- ins, við stjórnvöld í Austur-Þýskalandi. Leiðarí Morgunblaðsins í gær. Veröld ísaks Basil n af Konstantínópel tók þá ákvörðun árið 1014, að enda í eitt skipti fyrir öll styijöld ríkis síns við Búlgari; blóðugt stríð sem þá hafði staðið yfir í 40 ár. Til að lama bardagaþrek hinna heitt hötuðu Búlgara lét hann blinda alla nema 150 af 15 þúsund búlgörskum stríðsfóngum sínum. Hinir „heppnu“ 150 voru einungis blindaðir á öðm auganu. Hveijum 100 blindum mönnum var síðan fenginn eineygður foringi sem leiddi þá aftur til Ohrid, höfuðborg- ar Búlgaríu. Basil II lét því næst sendiboða færa Samúel, einvaldi Búlgaríu, þær fregnir að her hans væri á leiðinni heim. Samúel flýtti sér auðvitað til móts við hermenn sína. Og sú sýn, að horfa uppá þús- undir blindaðra hermanna, var meira en hann gat afborið. Samúel fékk hjartaslag á staðnum og dó tveimur dögum síðar. Það var uppúr þessum atburðum að Basil II fékk viðumefnið „Bulgaroktonos", eða „Búlgaraslátrari". Byggt á staðreyndasafni Isaac Asimov.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.