Alþýðublaðið - 08.02.1995, Page 5

Alþýðublaðið - 08.02.1995, Page 5
MIÐVIKUDAGUR 8. FEBRUAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Vigdís Grímsdóttir fékk í * fyrradag Islensku bókmennta- verðlaunin fyrir skáldsöguna Grandavegur 7. Stefán Hrafn Hagalín átti í gær samtal við verðlauna- hafann um það sem honum datt í hug „Eger hrœdd viÖ myrkrið “ Var ekki fínt að fá íslensku bókmenntaverðlaunin á dögun- um fyrir Grandaveg 7? „Jú, jú. Eg var nú útí banka áðan að borga skuldir og konurnar þar voni hissa á því, að það væru bara veitt peningaverðlaun, en ekki far- andbikar. En þetta er voða gaman.“ Hvað ætlarðu að gera við verð- launaféð, fimmhundruðþúsund- kallinn? „Ég er nú búin að fara útí banka og borga skuldir. Svo var ég að fá fjámám frá sýslumanni og ætla að svara því. Ég veit ekki hvað ég geri við afganginn - það verður ekkert vandamál." Þú hefðir kannski frekar viljað fá farandbikarinn? „Kannski með hinu. Það væri sniðugt að hafa eitthvað svoleiðis." Um þessar mundir deila menn harkalega um launasjóð rithöf- unda. Finnst þér sanngjarnt að sama fólkið fái hæstu úthlutanir ár eftir ár meðan aðrir eru snið- gengnir? „Mér finnst voðalega erfitt að svara þessu. Þetta er náttúrlega ekki alltaf sama fólkið, það er dálítið rokkandi; allavega ef maður skoðar þessa lista. Mér hefur aldrei þótt sérstaklega sanngjamt að einn fengi meira en annar, en það verður auð- vitað að fara eitthvað eftir því hverju menn senda frá og skila af sér. Það er nú þannig með flestalla sem ég þekki og fá úthlutað úr launasjóði, að þeir fengu einu sinni ekki úthlutað og lögðu talsvert und- ir þá. Það tekur mörg, mörg ár að jafna sig á því - þótt það komi kannski hvergi fram.“ Nóg um peninga. Verðlauna- bókin þín er um rammskyggna stclpu. Sérðu eitthvað sem aðrir sjá ekki? „Það held ég ekki. Ég held hins- vegar, að ef allir tækju sig saman t hóp og fæm að rýna eitthvað útí loftið, þá sæju þeir meira heldur en ef þeir gerðu það ekki.“ Því er nú haldið fram að þú sért heilmikið að spjalla við drauga. „Ég er oft ein og segi ekki, að ég tali aldrei við sjálfa mig. Það em margir draugar inní manni.“ Hvaða draugar? „Allskonar. Hvaða draugar em í þér? Þetta em þessir sömu draugar í mér og em í okkur öllum; einhvetj- ir sálardraugar sem gott er að tala við þegar maður verður leiður á að tala við sjálfan sig.“ Eru engir draugar sem ásækja þig og vont er að fá í heimsókn? „Ekki nema þá samviskudraug- amir.“ Eru þeir ekki erfiðastir? „Jú, þeir em slæmir. Ég er nú alltaf annaðslagið að reyna losna við einn og einn. Þeir em nokkuð margir eftir.“ Hefurðu margt á samviskunni? „Já, ég hugsa það. Ég er nú á fimmtugsaldri. Það er töluvert.“ Eru allir á þessu aldri með ein- hverja hluti á samviskunni? „Já. A þessum aldri er eitthvað komið á samviskuna hjá öllum; eitt- hvað sem þarfnast endurskoðunar." Geiriaugur Magnússon skáld sagði í nýlegu viðtali að ísicnska skáldsagan væri þjökuð af „tölvuvírus“ - skáldin væru alveg óstöðvandi við lykiaborðið. Er þetta rétt? „Ég veit það ekki. Þetta er alla- vega ekki tölvuvírus því mér skilst að þeir stroki allt út. Eg skrifa fyrst allt með penna, svo ritvél og síðan færi ég það inná tölvu. Það er minn víms, að vera með svona þrjár að- ferðir. Æ, þetta er bara íhaldssemi; eitthvað sem ég hef vanið mig á. Ég held að Geirlaugur - og tek það fram að ég ber mikla virðingu fyrir honum - þurfi eitthvað að endur- skoða afstöðu sína til tölvuvímsa." Er þá staða tslensku skáldsög- unnar í prýðislagi? „Ég held hún sé ekkert verri en hún hefur verið undanfarin áttalíu ár. Þetta kemur alltaf upp á hverju ári, að skáldsagan þykir heldur lé- leg. Ég bara blæs á það; held að þetta sé bara ágætt alltsaman." Nú var eina gagnrýni ritdóm- ara á bók þína - sem annars var einróma lofuð - fólgin í því að hún væri líklega of löng. Hvað finnst þér um það? „Næsta bók mfn verður ekki svona löng. Ég er annars voðalega ánægð með að fólk skuli vera óánægt með lengdina. Ég vil endi- lega hafa þetta svona. Ég stytti hana til að mynda mjög mikið og sá eftir því á tímabili." Hefði þetta orðið epískt verk í mörgum bindum ef þú hefðir ekki náð að hemja þig? „Kannski. Ég hef gaman af þessu sjálf og finnst allt í lagi að bækur séu of langar.“ Yfir í aðra sálma. Harðar deil- ur urðu í vetur um sjónvarpsþátt Rithöfundarnir Vigdís Grímsdóttir og Silja Aðalsteinsdóttir taka við íslensku bókmenntaverðlaununum úr hendi Vigdísar Finnbogadóttur forseta í fyrradag: „Ég var nú útí banka áðan að borga skuldir og konurnar þar voru hissa á því, að það vaeru bara veitt peningaverðlaun, en ekki farandbik- ar," segir Vigdís Grímsdóttir í samtali við Alþýðublaðið. „Það vaeri sniðugt að hafa eitthvað svoleiðis." A-mynd; E.ÓI. sem fjallaði um bókmenntir á lýðveldistímanum. Ýmsum þótti hlutur kvenna fyrir borð borin. Ertu sammála því? „Já, það kann að hafa verið að það hafi vantað meiri umíjöllun um konur í þessum þætti.“ En hefur þú ekki lýst frati á þessar svokölluðu kvennabók- menntir? „Einsog ástandið var um tíma - fyrir svona sex eða sjö árum. Það sem hefur breyst, er að áður fyrr var ég alltaf spurð hvemig það væri að vera kona og skrifa bók. Ég svaraði því alltaf að maður hefði aldrei prófað neitt annað: að vera karl og skrifa til dæmis. Ég hef ekki fundið fyrir því að það sé neitt ónotalegt að vera kona og skrifa. Við gefum út bækur og gengur ágætlega; fáum ekki lengur slíkar spurningar." Lendirðu þá ekkert í því að vera flokkuð í einhverskonar flokk kvennabókmennta? „Öragglega, en mér finnst það bara allt í lagi. Það er náttúrlega framtíðarsýn hjá manni að hægt verði að flokka bækur sarnan sem bókmenntir; hver sem skrifar þær. Mér finnst til að mynda mjög skemmtilegt að lesa svona kvenna- bókmenntafræði; góð leið til að kíkja á bókmenntir. Alveg einsog stjörnuspeki er skemmtileg leið til að skoða fólk.“ Hvernig vinnurðu? Fylgirðu einhverjum föstum reglum eða treystirðu á hinn víðfræga skáld- lega innblástur? „Ég skrifa bara útí eitt, byrja og hætti. Ég tek mér langan ti'ma í skriftirnar og svo gott hlé á eftir.“ Eru hugmyndirnar lengi að velkjast og meltast í þér? „Já, einsog núna þegar ég er að tala við þig. Alltaf. En svona í al- vöru þá skrifa ég oftast í um það bil þrjár vikur og tek mér svo eina viku eða hálfan mánuð í frí.“ Það er nokkuð föst regla. „En..., samt ekki.“ Og löng törn. „Já, tamimar hjá mér verða stundum mjög langar og þá vaki ég og geri ekkert annað. Fæ mér kaffi, fer í göngutúra og kannski eitthvað útúr bænum.“ Hvert? „Kannski í sumarbústað sem ég fæ leigðan hjá einhverju félagi ef það er laust. Ög er þar.“ Gengurðu mikið? „Þegar ég er að reyna festa hug- myndimar í hausnum á mér.“ Líka á nóttunni? „Ekki ef það er myrkur. Ég er hrædd við myrkur." Hverjir eru eftirlætishöfund- arnir þínir? „Ég las nú síðast bókina hennar Silju, Skáldið sem sólin kyssti. Fal- leg bók. Góð bók. Ég hef annars haldið mikið uppá höfunda einsog Steinbeck." Svona sögumenn - kóna á borð við hann og Marquez? „Já, alla þessa kóna. Þú getur sagt það. Ég hef voðalega gaman af sögumönnum.“ Hefurðu minna gaman af mönnum sem eru að reyna kom einhverri mikilúðlegri hug- myndafræði til skila? „Sögumennimir gera það. Mér finnst þeir koma sinni hugmynda- fræði vel til skila - einsog Stein- beck gerir. Þeir læða þessu inn og maður verður ekki eins heimskur á eftir. Það kviknar eitt og ljós. Ég dett sífellt um bækur sem kveikja eilthvað nýtt.“ Hvað er síðan framundan hjá þér? „Ég er að byrja skrifa skáld- sögu.“ Ertu eitthvað að þvælast við að yrkja Ijóð? „Nei, nei.“ Ertu alveg hætt því - eða nenn- irðu ekki að yrkja? „Ég á erfitt með það núna. Þetta kemur alltaf af og til, en ekki núna. Ég fer alltaf á kaf í það sem ég er að gera og á mjög erfitt með að gera margt í einu. Ég er til dæmis með vont bílpróf og á erfitt með að nota bensínið og kúplinguna í einu." Gerirðu eitthvað annað fyrir utan að skrifa. Áttu þér áhuga- mál og svoleiðis? Ferðu í bíó? ,Já, ég fer í bíó. En ég hef nú aldrei hitt þig. Samt ferð þú í bíó. Æ, hvað heldurðu að rithöfundar geri annað en allir aðrir gera...“ Bara eitthvað vcnjulegt, fara í sund til dæmis? „Nei, ekki í sund. Ég er ósynt.“ Hvað kemur til? „Þetta er einhver vatnshræðsla. Er þetta ekki bara komið hjá okk- ur?j‘ Ég ætla ekki að pína þig meira. „Ég er ekkert kvalin." g. jjf L. JU A. M. Æóá Bm j* A A Ub Vegna mjög góðra i við áskrífendasöfr eikttd jndirtekta íun efna 1111 iBIfi09 til áskrífendaleiks! * A næstu fjórum vikum verða dregin út fjögur nöfn áskrifenda biaðsins vikulega. Dregin verða út tvö nöfn í hverju kjördæmi. IMöfn hinn heppnu birtast í Alþýðublaðinu á þriðjudögum og föstudögum. Vinningarnir eru gjafabréf á vöruúttekt í Skátabúðinni að krónur 20 þúsund. Gjafabréfanna skal vitjað á skrifstofur blaðsins í Alþýðuhúsinu í Reykjavík, Hverfisgötu 8-10, sími 91-625566, myndsendir 91-629244. Allir núverandi áskrifendur - nýir sem gamlir - eru í pottinum.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.