Alþýðublaðið - 08.02.1995, Side 8

Alþýðublaðið - 08.02.1995, Side 8
Miðvikudagur 8. febrúar 1995 Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk MÞYBUBLMD 22. tölublað - 76. árgangur Félagsmálastofnun setur nýjar reglur um fjárhagsaðstoð Aðstoð til einstaklinga hækkar - en duldar greiðslur falla niður. Nýjar reglur Félagsmálastofnunar Reykjavíkurborgar um tjárhagsað- stoð við einstaklinga og fjölskyldur miða að því að einstaklingur hafi til ráðstöfunar 53.596 krónur á mánuði. Þetta er sama upphæð og einstakling- ur með fulla örorku, fulla tekjutrygg- ingu og 50% uppbót fær frá Trygg- ingastofnun. Hjón eða sambýlisfólk fær á sama hátt 96.472 þúsund krón- ur á mánuði. Til að mæta húsnæðis- kostnaði kemur almennur réttur til húsaleigu- eða vaxtabóta. Þegar um bamaljölskyldu er að ræða er kostn- aði vegna bama mætt með bamabót- um, bamabótaauka auk meðlaga, fyr- ir þá sem rétt eiga á því. Þetta þýðir að einstætt foreldri með 35 þúsund króna tekjur á mánuði á rétt á 18.596 krónum frá Félagsmálastofnun. Þessar upplýsingar komu fram á fundi Láru Björnsdóttur félags- málastjóra með fréttamönnum í gær. Markmiðið með breyttum reglum Félagsmálastofnunar um afgreiðslu fjárhagsaðstoðar er að tryggja jafnan rétt fólks til þessarar aðstoðar. Þar skal taka mið af „fjárhagslegum raunvemleika11 fólks en ekki einstak- lingsbundnu mati á aðstæðum fólks í hverju tilviki eins og tíðkast hefur. Nýju reglumar em einfaldar og skýr- ar svo auðvelt er fyrir fólk að gera sér grein fyrir rétti sínum og afgreiðsla verður fljótvirkari. Fjárhagsleg að- stoð verður aðskilin frá annarri þjón- ustu og útreikningar í höndum aðila sem sérstaklega em ráðnir til þess starfa. Samkvæmt þeim reglum sem gilt hafa hefúr einstaklingur fengið til ráðstöfunar 43.504 krónur á mánuði. Þessi upphæð hækkaði eftir stærð fjölskyldunnar. Hins vegar hefur jafnan verið sótt um alls konar aðstoð frá Félagsmálastofnun til viðbótar. Þar má nefna greiðslur vegna skulda við leikskóla, hússjóð, matarreikn- inga og fleira. Þessar greiðslur hafa verið metnar einstaklingsbundið og út frá stöðu og erfiðleikum fjölskyld- unnar. Hluti aðstoðarinnar hefur því verið „dulin“ þar sem hún hefur ekki verið hluti gmnnupphæðar sem höfð var til viðmiðunar. Með hinum nýju reglum er gert ráð fýrir að slíkar „duldar“ greiðslur falli niður. Lára Björnsdóttir: Nýjar reglur tryggja jafnan rétt. a- mynd: e.ói. Eiríkur Stefánsson, formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar og flokksstjórnar- maður í Alþýðuflokknum, samdi nýverið fyrir hönd helmings félagsmanna sinna um 8,5% launa- hækkun og hlýtur það að teljast nokkuð afrek. Stefán Hrafn Hagalín átti samtal við Eirík í gær „Þetta var enginn dans á rósum" Eiríkur Stefánsson: Ég held að Jön Baldvin og þeir vilji í raun ekki þetta já- fólk alltsaman. Þeir bera miklu meiri virðingu fyrir fólki sem segir mein- ingu SÍna. A-mynd: E.ÓI. Eiríkur Stefánsson hefur undan- farin ár verið formaður Verkalýðs- og sjómannafélags Fáskrúðsfjarðar og jafnframt haft sig nokkuð í frammi innan Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks Islands. Eirík- ur er maður tæpitungulausra um- ræðna, lætur vel í sér heyra og gjam- an sjást menn á flokksstjómarfund- um setja í herðamar undir málflutn- ingi hans - svona einsog til að stand- ast storminn ofan úr púlti. Nýverið afrekaði Eiríkur það, að semja fyrir hönd helmings félagsmanna sinna um 8,5% launahækkun hjá þremur fyrirtækjum fyrir austan. Hann seg- ist vongóður um að semja fyrir hina innan skamms. Stefún Hrafn Hagalín átti samtal við Eirík í gær. Varstu að semja Eiríkur? „Auðvitað var maður að semja.“ Um hvað varstu að semja? „Við sömdum við þijú fyrirtæki heima. Eitt þeirra er Búðahreppur sem þijátíu til fjörtíu félagsmanna okkar vinna hjá yfir veturinn og fleiri á summm. Annað er Goðaborg sem er í fiskvinnslu, þar vinna á milli sextíu og sjötíu manns. Þriðja fyrir- tækið er síðan Sólborg þar sem vinna á milli tíu og tuttugu manns ef það verður loðnufrysting.“ Hversu mikil launahækkun er þetta? „Hún var 8,5% og við sömdum þama fyrir akkúrat helming félags- manna okkar.“ Hefurðu góða von um að semja fyrir hina félagsmennina? , Já, það em menn frá Vinnumála- sambandinu að koma í heimsókn á fimmtudaginn. Þeim líst ekkert illa á þcssar tölur, en vilja kannski frekar sjá þetta koma til framkvæmda í áföngum á samningstímabilinu. Við fengum þetta nefnilega í einu lagi hjá þessum þremur sem ég nefndi og meira að segja var launahækkunin afturvirk um fjóra mánuði hjá einum þeirra, Búðahreppi. Við erum himin- lifandi yfir þessum góða árangri." Hver er ástæðan fyrir því að ykkur hefur gengið svona vel með samningana? „Það er bara hörkutólið í síman- um héma á móti þér; enginn annar. Svo má náttúrlega segja, að við höf- um náð að brjóta ísinn með samn- ingunum við Goðaborg. Þar er at- vinnurekandi sem er velviljaður okkur.“ Eru þetta almennt sanngjamir atvinnurekendur þarna fyrir austan? ,Já, já. Allavega þessir þrír. En þetta var enginn dans á rósum og kom ekkert bara svona einn, tveir og þrír. Þetta var nokkuð hörð lota og sérstaklega tókumst við í samning- unum við Búðahrepp." Hvernig líst þér annars á samn- ingana annarsstaðar á landinu? „Ég held að lendingin geti orðið eitthvað svipuð þessu og var hjá okkur. Þetta hlýtur að áhrif. Menn eru mjög mikið að spá í þetta mál því þessi 8,5% hækkun er innan marka þjóðarsáttar. Benedikt Davíðsson sagði mér það í símtali, að merkilegt nokk væri þetta það sem Þjóðhags- stofnun sagði að gæti sloppið fyrir hom án þess að verðbólgan færi af stað.“ Nú segir Alþýðuflokkurinn kosningastefnuskrá sinni, að ráð- rúm sé til að nýta um tíu milljarða til kjarabóta vegna batnandi efna- hags. Hvernig er hljóðið í fólki vegna þessa? .JVIjög gott. Fólk tekur gífurlega vel í það mál. Það verður bara að tala meira um þetta og standa síðan við loforðin." Hvernig sérðu annars stöðu flokksins að loknu aukaþingi? „Mér líst í raun ágætlega á hana. Við virðumst standa ágætlega í skoðanakönnunum. Hinsvegar fékk ég í gær kosningastefnuskrána senda austur. Þetta em einhverjar sex síður og ég varð því miður fyrir alveg ro- salegum vonbrigðum með ákveðna þætti sem ekki vom þar inni. Ég get ekki séð hvemig menn geta skrifað í hausinn á plagginu Bœtt lífskjör, jöfnun lífskjara án þess, að til komi útskýringar á því hvar og hvemig við ætlum að jafna kjörin. Þama átti auðvitað til dæmis, að koma texti þar sem stæði, að Alþýðuflokkurinn ætl- aði að beita sér fyrir að orkuverð til heimila og húshitunarkostnaður verði jafnaður.“ Er húshitunarkostnaðurinn stórmál fyrir austan? „Hann er 2,5-falt hærri heldur en hjá ykkur í Reykjavík og matvæla- verð okkar fyrir austan er 40% hærra. Svo er það sérfræðinga- og sjúkrahúskostnaðurinn. Það em 700 kílómetrar fyrir okkur í bíl til Reykjavfkur. Nú þegar ég tala við þig er ég staddur við Vík í Mýrdal og er með manni sem er á leiðinni suð- ur til bams síns, en mamma þess flaug suður með það í gær. Hann þarf að vera tíu daga fyrir sunnan og leigja sér íbúð í leiðinni vegna sjúkrahússdvalar. Þetta er sjötta ferðin á tveimur mánuðum. Hvað heldurðu að svonalagað kosti fyrir þessa fjölskyldu? Það kostar einnig mikla peninga fyrir okkur á Austur- landi að koma bömunum til mennta. Þetta em atriði sem hvergi koma fram í kosningastefnuskránni.'1 Ahverju heldurðu að það sé? „Ég hringdi nú til dæmis á flokks- skrifstofúr Alþýðuflokksins í gær og spurði Sigurð Tómas Björgvinsson framkvæmdastjóra hversu margir landsbyggðarmenn hefðu unnið að gerð kosningastefnuskrárinnar. Það var enginn. Það er ekki landsflokkur sem hagar sér svona.“ Nú segja margir íbúar fyrir sunnan ósanngjarnt, að þeir séu látnir greiða niður matvælaverð og húshitunarkostnað til lands- byggðarinnar. Hverju svararöu því? „Ókei. Ef jafnaðarmönnum í Al- þýðuflokknum þama í Reykjavík flnnst það ósanngjamt þá skulu þeir bara hætta að kalla sig jafnaðar- menn. Ef þeir ætla að vera sjálfum sér samkvæmir þá skulu þeir ekki segjast ætla jafna lífskjörin ef ekki á að leiðrétta okkar mál. Ég sé að vfsu ekki fyrir mér hvemig hægt er að jafna matvælaverðið, en það er eng- inn vandi með orkuverðið. Við eig- um það skilið, að allir greiði sama verð fyrir að hita húsin sín - hvar sem þeir búa á landinu." Þetta hefur Iengi verið baráttu- mál þitt, er það ekki? ,Jú, frá upphafi. Ég hef margoft átt einkasamtöl við Jón Baldvin Hannibalsson og hann hefur lofað því, að þetta sé verkefni sem þeir ætli að taka uppá arma sfna. Og þeir hafa reyndar gert það; ríkisstjómin hefur náð einhverjum árangri í þess- um málum, en of litlum. Það ber allt- of lítið á aðgerðum, þeir hafa náð að hækka niðurgreiðslumar eitthvað, en það sést ekki mikið á reikningun- um - sérstaklega ekki eftir að virðis- aukaskatturinn komst á. Þetta verður mjög erfíð kosningabarátta fyrir okkur útá landsbyggðinni ef við get- um ekki sýnt fram á árangur í þess- um efnum. Þeir alþýðuflokksmenn sem segja þetta baráttumál ósann- gjamt eiga bara að fara í Sjálfstæðis- flokkinn. Þar eiga þeir best heima." Hvað með jákvæðu hlutina í kosningastefnuskránni? ,J3g get alveg séð það fyrir mér, að þetta Evrópusambandsmál verði kannað. Látið verði reyna á samn- inga; hvað við fáum og hvort við fá- um meira heldur en ef við höldum okkur fyrir utan. Svo verðum við bara með þjóðaratkvæðagreiðslu á eftir og þannig fær fólkið að segja sitt álit á málinu. Og svo er það sjáv- arútvegsstefrían. Það er dálítið merkilegt, að þar kemur fram í lyrstu hendingu að sjávarútvegsstefnan hafi bmgðist. Þá spyr ég: Afhveiju er flokkurinn að pína sig svona? Hann hefur verið í ríkisstjóm í átta ár og verið þátttakandi og mótandi að- ili í stefnunni allan þann tíma. Núna segir hann eftir átta ár að sjávarút- vegsstefnan hafi bmgðist... Menn hafa ekki staðið sig nógu vel, en það er nú þannig að við höfum alltaf ver- ið í samsteypustjóm og þar verða menn að gefa eftir - endalaust." En nú segja jafnaðarmenn einnig, að landbúnaðarstefnan hafi brugðist. Hefurðu sama álit á þeim málflutningi? „Þetta var dálítið gott hjá þér; að negla mig á þessu. Landbúnaðar- stefnan hefur náttúrlega gjörsamlega bmgðist. Það er staðreynd og tuttugu ár em liðin síðan hefði átt að byija niðurskurð í þeim geira. Alþýðu- flokkurinn hefur lengi barist fyrir kerfisbreytingum í landbúnaði. Raunar áratugum saman." Eiríkur, nú ert þú verkalýðsfor- ingi í Alþýðuflokknum sem oft hefur verið sagt um, að hafi fjar- lægst rætur sínar í verkalýðs- hreyfingunni. Hvað segirðu um það mál? „Við höfum nú verið nokkrir, verkalýðsforingjamir í flokknum, og emm til að mynda þri'r núna á Aust- urlandi. Ég get alveg sagt þér það, að ég hef stundum verið rosalega óánægður. Jafnvel núna fyrir nokkr- um dögum átti ég samtal við Braga Guðbrandsson, aðstoðarmann hennar Rannveigar Guðmunds- dóttur ráðherra, og ég er búinn að eiga ítarleg samtöl við Guðmund Arna Stefánsson alþingismann og fyrrum heilbrigðis- og félagsmála- ráðherra. Ég hef sagt við þá, að það hefur oft verið ráðist harkalega að hlutum í' velferðarkerfmu sem snerta sérstaklega okkur í verkalýðshreyf- ingunni, en það hefur aldrei verið leitað til okkar. Þessar pappírsdúkk- ur og pappírsstrákar í ráðuneytunum hafa ekkert vit á því sem þeir em að gera. Þeir líta bara á tölumar og út- reikningana sína í glerbúmnum í ráðuneytunum og hafa ekkert sam- band við venjulegt fólk.“ Líka embættismenn jafnaðar- manna? , Já, abbsalútt. Þeir em undir sömu sökina seldir. Ég er nú aldeilis hræddur um það. Þegar þeir vom að stjóma þama í heilbrigðisráðuneyt- inu vom þeir að framkvæma hluti sem vægast sagt orkuðu tvímælis. Og þeir voru varaðir við af verka- lýðsleiðtogum Alþýðuflokksins að gera þessa hluti. Þeir hafa ekki haft okkur með í ráðum. Það er mín skoðun. Þessir menn hafa samband við okkur rétt fyrir kosningar, en vilja síðan fara sínu fram þess á milli - algjörlega. Ég rnyndi segja að það sé Jón Baldvin Hannibalsson sem hefur haft mest og best samband við okkur. Hann hefur til dæmis oft talað við mig.“ Nú ertu nokkuð umtalaður fyr- ir það, Eiríkur, að koma upp á fundum innan flokksins og hafa hátt. Sumir segja, að það sé ómöguiegt að gera þér til hæfís. Ertu aldrei ánægður? „Veistu það, að ég er í þessum flokki því hann boðar ákveðinn boð- skap sem byggir upp á samhyggð, tilfinningum og trúir á því að allir eigi að hafa jafna möguleika. Ég verð aldrei ánægður fyrr en allir búa við nákvæmlega sömu skilyrði; hvar sem þeir dvelja á landinu. Þetta er svo mikið lykilatriði, að ég held það væri hveijum manni hollast á búa útá landi í svosem einsog eitt ár og finna fyrir þessum reikningum. Þetta er hreinlega að gera útaf við fólk. Ég er heldur ekki ánægður með sjávar- útvegsstefnuna, landbúnaðarstefn- una, kvótabraskið og allt það. Maður á ekkert að koma uppí ræðustól og hrópa húrra vegna þess að foringj- amir í flokknum vilja það.“ Nei, auðvitað ekki, en... „Sjáðu til, það eru nefnilega margir í Alþýðuflokknum og öðrum flokkum sem eru alls ekki ánægðir, en koma samt sem áður upp og segja bara já og amen. Ég held að Jón Baldvin og þeir vilji í raun ekki þetta já-fólk alltsaman. Þeir bera miklu meiri virðingu fyrir fólki sem segir meiningu sína.“ Gísli Bragi: Nýju störfin hafa margfeldisáhrif. Hluti af starfsemi SH flyst til Akureyrar ígildi stóriðju fyrir at- vinnulífið - segir Gísli Bragi Hjartarson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins. „Ég tel að þessi lausn komi fyrst og ffemst til að leysa mikinn vanda hjá þeim sem nú eru atvinnulausir hér á Akureyri. Það eru mjög fjöl- þætt störf sem fylgja Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna en flutningur höf- uðstöðva íslenskra sjávarafurða byggist alla vega í upphafi á mjög sérhæfðum störfum sem Akureyr- ingar hefðu ekki gengið inn í. Niður- staðan er fgildi stóriðju fyrir atvinnu- líf bæjarins,“ sagði Gísli Bragi Hjartarson. bæjarfulltrúi jafnaðar- manna á Akureyri, í samtali við Al- þýðublaðið í gær. Viðræður SH og fulltrúa bæjarstjórnar Akureyrar um flutning á hluta starfsemi SH til Akur- eyrar munu heíjast von bráðar. Samn- ingurinn við SH verður vít- amínsprauta fyrir athafnalíf á Akureyri sem hefur verið í lægð að undanförnu og umtalsvert atvinnuleysi ríkjandi. „Flutningur á þriðjungi starfsemi skrifstofu SH hingað norður þýðir 31 starf. Þá ætlar fyrirtækið að flytja hingað umbúðaverksmiðju en henni fýlgja störf fyrir 38 manns. Síðan kemur samvinna við Eimskip um að gera Akureyri að útflutningshöfn og þar koma beint líu störf. I sambandi við það verður byggð vöruskemma og frystigeymsla og það er ýmislegt sem íylgir því. Einnig mun SH kosta prófessorsembætti við sjávarútvegs- deild Háskólans á Akureyri. Þá eru fyrirtæki tilbúin að kaupa meirihluta í Slippstöðinni og koma henni á lappirnar. Loks er til skoðunar að flytja starfsemi Jökla hingað en þar er um 27 störf að ræða. Þegar þetla allt er talið má segja að þetta sé ígildi stóriðju fyrir Akureyri enda hafa þessi störf ákveðin margfeldisáhrif," sagði Gísli Bragi Hjartarson. Meirihluti Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks í bæjarstjóm Akureyr- ar virtist riða til falls þegar tekist var á um hvort taka ætti tilboði ÍS um llutning höfuðstöðva fyrirtækisins norður gegn því að fyrirtækið tæki að sér sölu á afurðum Utgerðarfélags Akureyringa eða að SH héldi áfram sölunni gegn því að fyrirtækið flytti hluta starfsemi sinnar til Akureyrar. Framsóknarmenn vildu fá IS en Al- þýðuflokksmenn með Gísla Braga bæjarfúlltrúa íbroddi fylkingar töldu hagsmunum UA og Akureyrar betur borgið með því að taka tilboði SH. Gísli Bragi sagði að hann hefði verið tilbúinn að standa og falla með þeiiri ákvörðun að velja SH-leiðina. Þar hefði mestu ráðið að veikja ekki styrkja stöðu ÚA sem hefði verið viss kjölfesta í atvinnulífi bæjarins. Þegar á reyndi hefði það legið nokk- uð ljóst fyrir að ekki væri meirihluti innan bæjarstjómar fyrir IS-leiðinni. Framsóknarflokkurinn hefði þá ákveðið að taka þeim staðreyndum og sagði Gi'sli Bragi rangt að hann hefði kúgað framsóknarmenn í þessu máli. Meirihlutasamstarfið hefði verið gott og byggst á heilindum. Þótt ágreiningur hefði orðið í þessu máli sæi hann ekkert því til fyrir- stöðu að samstarfið gengi jafn vel hér eftir sem hingað til.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.