Alþýðublaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRUAR 1995
MmUBUDID
20866. tölublað
Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566
Útgefandi Alprent
Ritstjórar Hrafn Jökulsson
SigurðurTómas Björgvinsson
Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín
Umbrot Gagarín hf.
Prentun Oddi hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 625566
Fax 629244
Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Kaflaskil í
*
Islandssögunni
Óvanalega glæsilegt flokksþing jafnaðarmanna var háð um
helgina. Gífurlegt ijölmenni, eindrægni og samstaða setti mark
sitt á þingið. Það eitt sýnir óneitanlega furðulegan innri styrk
hjá flokki, sem hefur varist í vök síðustu misserin, og ekki langt
síðan íjölmiðlar og forystumenn annarra hreyfinga spáðu hon-
um snemmbúnu banadægri. En kolbítur rís úr öskustó, og um
helgina sýndi Alþýðuflokkurinn, að hann býr að hugmynda-
þrótti og baráttuþreki sem enginn annar stjómmálaflokkur stát-
ar af. Eftir þetta þing er eitt víst: Alþýðuflokkurinn er til alls vís
í komandi kosningum.
En þingið um helgina var annað og meira en venjulegt
flokksþing. Það ritaði fyrstu línumar í nýjum kafla í íslandssög-
unni. Eftir miklar og málefnalegar umræður samþykkti þingið
einróma að farsælasta leiðin inn í framtíðina fælist í því að ís-
land sækti hið fyrsta um aðild að bandalagi Evrópuþjóðanna.
Alþýðuflokkurinn er fyrsti stjómmálaflokkurinn á Islandi, sem
tekur þessa afstöðu. Þar með hefur hann sett aðild að Evrópu-
sambandinu á dagskrá íslenskra stjómmála, og ótti annarra
stjómmálaflokka við eigin kjósendur heimilar þeim ekki að
víkjast undan því að taka afstöðu.
Stjómmálaflokkar verða að hafa framtíðarsýn. Þeim ber
skylda til að bijóta strauminn, og fylgja sannfæringu sinni um
það hvað þjóðinni er fyrir bestu. Þeir eiga að þjóna þörfum al-
mennings, en ekki almenningsálitinu. Sókn eftir dægurfýlgi
leyfir þeim ekki að skjótast undan þeirri skyldu. Þeir verða að
gera umbjóðendum sínum skýra grein íyrir stefnu sinni og af-
stöðu til þeirra mála, sem hæst rísa úr flatneskju pólitískrar um-
ræðu dagsins. Ekkert mál varðar framtíð íslands eins mikið, og
afstaðan til Evrópusambandsins. Hver er afstaða hinna flokk-
anna, og hvemig rökstyðja þeir hana?
Stefna Alþýðuflokksins gagnvart Evrópu er þaulhugsuð, af-
dráttarlaus og skýr. Jafnaðarmenn segja undanbragðalaust, að
ísland eigi að sækja um aðild. Einungis þannig sé hægt að fá
fram, hvaða kjör em í boði. Og þá fyrst er hægt að taka afstöðu
til aðildarinnar. Þá afstöðu tekur þjóðin sjálf, milliliðalaust, í
þjóðaratkvæðagreiðslu. Þess vegna hafa jafnaðarmenn gert
skýran greinarmun á annars vegar umsókn, og hins vegar
ákvörðun um aðild.
Undirbúningur á lokastigi vegna stofnunar Málfrelsissjóðs, sem berst fyrir
umbótum á löggjöf um málfrelsi, prentfrelsi og tjáningarfrelsi
„Það er að skella á stormur"
- sagði Thor Vilhjálmsson rithöfundur á blaða-
mannafundi til kynningar á stofnun Málfrelsissjóðs.
„Við rísum upp til þess að vekja athygli á þessari
mismunun og á þessu óréttlæti sem við teljum að
sé í lögum varðandi málfrelsi, prentfrelsi og tján-
ingarfrelsi hér á íslandi,“ sagði Lúðvík Geirsson,
talsmaður hópsins og formaður Blaðamannafélags
Islands. „Við skorum á Alþingi að setja prentfrelsis-
löggjöf og ný meiðyrðalög!“ segir í yfirlýsingu 50
stuðningsmanna Ávarps um málfrelsi.
Hluti undirbúningshóps vegna stofnunar Málfrelsissjóös á kynningarfundi
á Kaffi Reykjavík: Thor Vilhjálmsson, Lúðvík Geirsson, Ingibjörg Haralds-
dóttir, Guðjón Heiðar Hauksson og Brynja Benediktsdóttir. A-mynd: E.ÓI.
„Síðustu daga og vikur hefur verið
mjög heit umræða í landinu um mál-
frelsi, tjáningarfrelsi og prentfrelsi.
Hún hefur kannski snúist fyrst og
fremst sem mál er lúta að breyting-
um á stjómarskrá. Það er greinilegur
kjami í þeirri umræðu, að menn líta á
breytingamar sem þar er verið að
boða sem ákveðið tilræði við það
prentfrelsi og tjáningarfrelsi sem við
búum við í dag. Þar til viðbótar ligg-
ur það fyrir að undanfamar vikur
hefur ákveðinn hópur einstaklinga -
sem við er sitjum við þetta borð í dag
emm fulltrúar fyrir - verið að ræða
þessi mál í víðara samhengi, almennt
um málfrelsi þar sem okkur finnst
um að það sé um margt áfátt í þeim
efnum hér á íslandi,“ sagði Lúðvík
Geirsson, formaður Blaðamannafé-
lags íslands og talsmaður undirbún-
ingshóps vegna stofnunar Málfrels-
issjóðs, á fréttamannafundi sem hóp-
urinn hélt síðastliðinn föstudag á
Kaffi Reykjavík.
Lúðvík sagði að þetta hafi að vísu
komið til áður, að menn hafi risið
upp og viljað hreyfa við þessum
málum. „Það er kannski engin tilvilj-
un að þessi umræða er orðin svo al-
menn og opin einsog raun ber vitni í
dag. Fjölmiðlar er uppfullir af frétt-
um og greinargerðum, samþykktum
og yfirlýsingum, útaf þessu efni. Við
höfum því nú sent frá okkur þetta
Avarp um málfrelsi. Við teljum, að
það sé bæði rétt og skylt að við sem
sinnum hér störfum og höfum okkar
starfsvettvang meira og minna við að
tjá okkur opinberltga og hafa skoð-
anir og láta þær í ljósi, að við rísum
upp til þess að vekja athygli á þessari
mismunun og á þessu óréttlæti sem
við teljum að sé í lögum varðandi
málffelsi, prentffelsi, tjáningarffelsi
og ekki síst meiðyrðalöggjöfina hér
á Islandi," sagði hann ennffemur.
Ávarp um málfrelsi
A fundinum var því næst kynnt
Ávarp um málfrelsi þar sem segir:
„Frelsi til þess að tala og rita það
sem mönnum býr í bijósti telst til
dýrmætustu mannréttinda. Skoðana-
frelsi, upplýsingafrelsi, málfrelsi og
frelsi til þess að miðla hugmyndum
eru forsendur fyrir því að nútfma
lýðræðisþjóðfélag fái þrifist.
Islendingar hafa ekki sett sér
prentfrelsislög eins og margar aðrar
þjóðir. ísland hefur hlotið ámæli í
Evrópu vegna seinlætis í endurbót-
um á dóms- og réttarkerfi. Mannrétt-
indaákvæðum í löggjöf og stjómar-
skrá er enn mjög áfátt.
Við búum við úrelta meiðyrðalög-
gjöf, sem almennt er viðurkennt að
þurfi að færa í horf sem hæfir nútím-
anum. Þrátt fyrir ítrekaðar tillögur á
Alþingi og eftirrekstur á opinberum
vettvangi hefur endurskoðun á lög-
gjöfinni ekki látið á sér kræla. Við-
horf og túlkun dómenda hér á landi
virðist einnig vera í ósamræmi við
þær réttarvenjur sem þróast hafa í
flestum öðmm evrópskum lýðræðis-
þjóðfélögum. Þetta ástand leggur
stein í götu eðlilegrar opinberrar um-
ræðu. Það felur í sér þá hættu að
bönd séu lögð á skoðanaskipti og
umfjöllun um menn og málefni.
Nokkrir einstaklingar hafa á síð-
ustu misserum orðið fyrir fjárhags-
legum áföllum vegna dóma er þeir
hafa hlotið í meiðyrðamálum. Undir-
rituð telja óveijandi að fómarlömb
vanþróaðrar löggjafar séu látin ein
um að bera þessar byrðar. Það er að
okkar mati nauðsynlegt að treysta
málfrelsi í landinu með tvennum
hætti á næstunni:
(1) Setja þarf prentfrelsislöggjöf
og leiða í lög nútímaleg ákvæði um
ábyrgð á orðum. Þess þarf einnig að
gæta að ný lög verði í samræmi við
þá tækniþróun sem orðið hefur á
sviði fjölmiðlunar.
(2) Þar til þessar réttarbætur hafa
náð fram að ganga þarf að safna í
Málfrelsissjóð til þess að styrkja ein-
staklinga sem verða fyrir barðinu á
úreltri löggjöf.
Við skorum á Alþingi að setja
prentfrelsislöggjöf og ný meiðyrða-
lög!
Við hvetjum til almennrar þátt-
töku í söfnunarátaki fyrir Málfrelsis-
sjóð!“
Hluti af söfnunarátaki þessu er
síðan sala á Stílvopni málfrelsis-
sjóðs, látlausum blýanti sem er án
strokleðurs og merktur er kjörorðun-
um Málfrelsi. Lýðrœði.
Stuðningsmenn Ávarps
um málfrelsi
Undir ávarp þetta ritar hópur sem
kallaður er Stuðningsmenn Ávarps
um málfrelsi: Andrés Sigurvinsson,
Ásbjöm Kristinsson Morthens,
Ásdís Thoroddsen, Björn Th.
Björnsson, Brynja Benediktsdótt-
ir, Einar Bragi, Davíð Þór Jóns-
son, Einar Már Guðmundsson,
Einar Kárason, Eiríkur Hjálmars-
son, Friðrik Þór Friðriksson, Frið-
rik Rafnsson, Guðný Halldórs-
dóttir, Guðmundur Andri Thors-
son, Guðrún Pétursdóttir, Halldór
Guðmundsson, Halldór Þorgeirs-
son, Halldóra Thoroddsen, Hall-
grímur Helgason, Helga Bach-
mann, Helgi Hjörvar, Helgi Skúla-
son, Hjálmar H. Ragnarsson, Ingi-
björg Haraldsdóttir, Ingibjörg
Sólrún Gísladóttir, Ingunn Ásdís-
ardóttir, Kristín Jóhannesdóttir,
Kristín R. Ólafsdóttir, Kristján
Kristjánsson, Lúðvík Geirsson,
Mörður Árnason, Ólafur Hanni-
balsson, Ólafur Sigurðsson, Óskar
Jónasson, Silja Aðalsteinsdóttir,
Sigmundur Erai Rúnarsson, Sig-
urður M. Jónsson, Sigurður Páls-
son, Sigurður G. Valgeirsson, Sig-
urjón B. Sigurðsson, Skúli Helga-
son, Steinn Ármann Magnússon,
Steinunn Jóhannesdóttir, Thor
Vilhjálmsson, Vigdís Grímsdóttir,
Þorlákur Kristinsson, Þorsteinn
Gylfason, Þórunn Valdimarsdótt-
ir, Ögmundur Jónasson og Örn-
ólfur Thorsson.
Gegn óréttlátri löggjöf
„Við teljum að fulla þörf á því, að
það séu sett hér sérstök prentfrelsis-
lög sem eru þá nokkurskonar útvíkk-
un og nánari skilgreining á þeim
þáttum sem er að finna í stjómar-
skránni einsog hún er í gildi í dag.
Við teljum fulla ástæðu til - með vís-
un til þeirra mála sem á undan hafa
gengið bæði gagnvart mannréttinda-
dómstóli Evrópu og samningum sem
íslensk stjómvöld hafa gerst aðilar
að varðandi mannréttindi í gegnum
Sameinuðu þjóðimar - að það sé
tekið á þeirri úreltu meiðyrðalöggjöf
sem er í gildi hér á landi og hefur
verið um áratugaskeið. Undanfarin
ár hefur sést æ meira af þungum ljár-
sektum þannig að menn sitja ekki
eftir með nokkurra þúsunda króna
sektir einsog þekktist áður íyrr þegar
verið var að dæma ummæli dauð og
ómerk heldur em þetta orðnar millj-
ónagreiðslur sem einstaklingum er
gert að standa skil á fyrir dómi. Við
viljum ekki una þessu öllu lengur,"
sagði Lúðvík.
„Það er að skella
á stormur
Lúðvík gaf að máli sínu loknu
Thor Vilhjálmssyni rithöfundi orð-
ið sem las upp eftirfarandi yfirlýs-
ingu undirbúningshópsins, Brynju
Benediktsdóttur, Einars Kárason-
ar, Guðjóns Heiðars Haukssonar,
Ingibjargar Haraldsdóttur, Lúð-
víks Geirssonar, Thors Vilhjálms-
sonar og Þorsteins Gylfasonar:
„Það er að skella á stormur. Úr öll-
um áttum berast mótmæli gegn
áformum sem vitnast hafa að undan-
fömu um nýbreytni um Stjómarskrá
Islands, og þykir mörgum sú gæti
orðið sýnu verri en hin sem áður var
ef samþykkt yrði það á Alþingi það
sem nú hefur verið boðað þar. Þar
stendur til að læða inn auka við eina
grein sem á að koma í staðinn fyrir
73. grein fyrri mannréttinda kafla, á
þá lund að komi þvert á móti upphafi
greinarinnar um að öllum skuli leyft
að hugsa og fijálst að hafa skoðanir.
Hnýtt er nefnilega í lokin svo rúm-
legum skilyrðum og takmörkunum á
boðskapnum í upphafi greinarinnar
um skoðanafrelsi sem gæti jafngilt
afnámi þess því viðaukinn gerði
dómumm fært eftir smekk, einka-
skoðun og jafnvel kenjum og skap-
lyndi að banna sem sýnist þeim. Svo
sem hefur verið gert oft og löngum
samkvæmt meinskæðri meiðyrða-
löggjöf sem oft veitir skálkum skjól
en ver ekki þá sem sökum vamar-
leysis og vopnaskorts þyrftu hlífð.
Fyrst af öllu sýnist brýnt að fella
niður þá leif ffá nýlenduveldi Dana
sem er hin argvítuga 108. grein al-
mennra hegningarlaga. Semja síðan
ný prentfrelsislög. Leggjast þessu
næst í híði með ráðum þeirra manna
sem best vilja sinni þjóð og endur-
skoða stjómarskrá landsins fumlaust
og án undirhyggju.
Svo hin nýja Stjómarskrá yrði
stjómarbót en ekki verri en hin
fyrri,“ sagði Thor að lokum.
Engum dylst, að það má sem helst kynni að steyta á í sam-
skiptum íslands og Evrópusambandsins eru yfirráð yfir fiski-
miðum okkar. Það er jafnframt það atriði, sem skýtur sterkustu
geig í brjóst góðra Islendinga, sem gjaman vilja tengjast Evr-
ópu, en eru hræddir um að með því tapi þjóðin stjóm á mikil-
vægustu auðlindum sínum, fiskimiðunum umhverfis landið.
Þetta er eðlilegur ótti. En hann er ástæðulaus, vegna þess að það
er hægt að búa svo um hnúta, að engin ríkisstjóm, ekkert Al-
þingi, enginn stjómmálaflokkur geti samið af sér auðlindina.
Hvemig er það hægt? Með því að binda sameign þjóðarinnar
á fiskimiðunum í stjómarskrána. Þá geta engin stjómvöld fram-
selt eignarhald þjóðarinnar á auðlindinni til erlends sambands.
Þetta er einmitt tillaga Alþýðuflokksins, sem gerir það að hom-
steini umsóknar um aðild að Evrópusambandinu, að þjóðareign
á fiskimiðum verði stjómarskrárbundin. Þetta myndi jafnframt
auðvelda mjög samninga við Evrópusambandið.
Stefna jafnaðarmanna um aðildammsókn er því hugsuð til
þrautar. Hún er lögð fram með hagsmuni íslands að leiðarljósi.
Alþýðuflokkurinn er þeirrar skoðunar, af afstaðan til hennar
ráði, hvort menn velja þjóðinni leið til farsældar eða fátæktar.
Dagatal 7, febrúar
Atburðir dagsins
1685 Karl n Englandskonungur deyr
á dularfullan hátt; hans er minnst fyr-
ir óbeislað nautnalíf. 1964 25.000
aðdáendur taka á móti Bítlunum á
Kennedyflugvelli þegar þeir koma í
fyrsta skipti til Bandaríkjanna. 1986
Þorparinn Baby Doc flýr Haití og
skilur eftir sig blóði drifna slóð. 1991
Skæruliðar IRA varpar þremur
sprengjum að Downingstræti 10, að-
setri Johns Majors forsætisráðherra.
Afmælisbörn dagsins
Charles Dickens enskur rithöfundur
sem einkum leitaði fanga í neðstu
mannvirðingaþrepum samfélagsins,
1812. Alfred Adler austurrískur sál-
greinandi og fræðimaður, 1870.
Sinclair Lewis bandarískur rithöf-
undur og Nóbelsverðlaunahafi,
1885.
Annálsbrot dagsins
Skólameistari á Hólum, Jón Bjama-
son, átti bam í frillulífi, reið síðan til
Bessastaða og fékk gott audiens, svo
hann bleif við sitt profess samt.
VatnsQarðarannáll yngri, 1669.
Frægðarsaga dagsins
Skúli Halldórsson tónskáld, sonur
Unnar systur, var þá fimm ára. Hann
var á „fantasi" lygaaldrinum og
sagði frægðarsögur af sér. „Fór upp í
fjall, sá tófu, tók í skottið á henni og
rotaði hana við stein." Hinsvegar
þurfti ekki annað en að setja smá-
fjöður í stigann, þá þorði hann ekki
upp.
Sigurður Thoroddsen; Eins og gengur.
Málsháttur dagsins
Að því spyr veturinn, hvað sumarið
aflar.
Lokaorð dagsins
Gleðjist, böm, það er allt í lagi með
mig.
Hinstu orð tónskáldsins
Franz Joseph Haydn (1732-1809).
Orð dagsins
Enginn dagur svo er seinn,
að sé honum neitt til tafar,
styttir hver um einn og einn
áfanga til grafar.
Hjálmar Jónsson.
Skák dagsins
Nú lítum við á viðureign tveggja
sterkra og valinkunnra meistara. Ar-
meninn Rafael Vaganian hefur
hvítt og á leik gegn Jóhanni Hjart-
arsyni í skák í þýsku deildakeppn-
inni 1991. Hvíta drottningin er í upp-
námi og aukþess hefur svartur peði
meira. En ógæfan gerir ekki alltaf
boð á undan sér. Vaganian er snjall
sóknarskákmaður og gengur nú frá
okkar manni í nokkmm leikjum.
Semsagt: Hvað gerir hvítur?
1. dxe6! Skilur drottninguna eftir í
dauðanum en það kemur fráleitt að
sök. 1. ... Hxe3 2. exd7 He2 3.
d8=D+ Kh7 4. Hxh6! og Jóhann
gafst upp: 4. ... gxh6 5. Dd3+ eða4.
... Kxh6 5. Dg5+ Kh7 6. Dh5+ Kg8
7. Hd8+ og allt ber að sama bmnni.