Alþýðublaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 9
ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
9
Kosningastefna Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks fslands
Aukin atvinna
- Betri lífskjör
Aukaflokksþing Alþýðuflokks-
ins - Jafnaðarmannaflokks íslands,
sem haldið var að Hótel Loftleiðum
um síðustu helgi mótaði stefnu
flokksins fyrir komandi kosningar
og hér á eftir birtist útdráttur úr
henni.
ísland sæki um
aðild að ESB
„Alþýðuflokkurinn vill að ísland
sæki um aðild að Evrópusamband-
inu eins fljótt og auðið er. I samn-
ingaviðræðum verður að tryggja
áframhaldandi forræði þjóðarinnar
yfír auðlindum sjávar innan ís-
lenskrar efnahagslögsögu. Til að
taka af tvímæli um það leggur Al-
þýðuflokkurinn til að sameign
þjóðarinnar á fiskimiðunum verði
bundin í stjórnarskrá.
Alþýðuflokkurinn Ieggur áherslu
á að umsókn um aðild og endanleg
ákvörðun um aðild eru tvær að-
skildar ákvarðanir. Takist samning-
ar verður samningurinn lagður
fram til kynningar og umræðu og
endanlegrar afgreiðslu í þjóðarat-
kvæðagreiðslu. I þessu máli er það
þjóðin ein sem milliliðalaust á sein-
asta orðið um það, hvemig hags-
munir hennar verði best tryggðir.
Aðild íslands að Evrópusam-
bandinu er liður í þeirri baráttu
jafnaðarmanna að tryggja íslenskri
alþýðu sambærileg lífskjör og vel-
ferðarriki Evrópu bjóða þegnum
sínum. Nær 70% af útflutningi
þjóðarinnar fer til landa Evrópu-
sambandsins. Jöfn staða okkar og
keppinauta okkar á þessum mikil-
væga markaði getur haft úrslita-
áhrif á þróun íslensk efnahagslífs. í
kjölfar aðildar að Evrópusamband-
inu kæmi fullur markaðsaðgangur
fyrir sjávarafurðir og aukin full-
vinnsla sjávarfangs innanlands. Al-
mennt efnahagsumhverfi innan-
lands verður sambærilegt við Evr-
ópusambandið, sem ætti að leiða til
aukinnar erlendrar fjárfestingar,
aukins stöðugleika og hagvaxtar.
Kaupmáttur launa eykst stórlega
strax frá fyrsta degi aðildar, enda
mun verð landbúnaðarafurða geta
lækkað um allt að 35-45%, ef
treysta má niðurstöðum skýrslu
Hagfræðistofnunar Háskóla ís-
lands. Kjör hvers einstaklings í
landinu myndu batna af þessum
ástæðum um 22 þúsund krónur að
meðaltali, eða um 88 þúsund krón-
ur á hvetja fjögurra manna fjöl-
skyldu á ári. Til lengri tíma batna
þó kjörin mun meira, enda hefur
aðild að Evrópusambandinu í öll-
um tilvikum haft mjög jákvæð áhrif
á efnahag nýrra aðildarríkja. Engin
dæmi eru um hið gagnstæða.
Sameígn á auðlindum
fest i stjórnarskrá
Alþýðuflokkurinn hefur barist
fyrir því að þjóðareign á auðlindum
sjávar yrði lögfest, þannig að eign-
arréttur fárra fjársterkra aðila
myndist ekki á sameiginlegum auð-
lindum. Reynslan sýnir að sameign
þjóðarinnar verður ekki tryggð til
ífambúðar án þess að hún sé Iögfest
í stjórnarskrá.
Stjómarskrárbundin sameign á
fiskistofnum gerir einnig öll sam-
skipti við Evrópusambandið auð-
veldari og tryggir til frambúðar
yfirráð þjóðarinnar yfir auðlindum
sfnum.
Ný sjávarútvegsstefna
Núverandi sjávarútvegsstefna
hefur brugðist. Með löggjöf þarf að
koma í veg fyrir að kvóti safnist á
fáar hendur. Tryggja þarf stöðu
krókaveiða og vertíðarbáta, og tak-
marka veiðar togara á grunnslóð
uns fiskistofnar rétta úr kútnum.
Tryggja verður að enginn hvati sé
til þess að fiski sé hent á hafi úti.
Alþýðuflokkurinn vill að veiði-
leyfagjaldi verði komið á í áföng-
um, og telur að farsæl leið sé að
með stækkun fiskistofnanna verði
viðbótarkvóta úthlutað gegn gjaldi.
Við mótun stefnu ber að leggja
áherslu á kerfi sem ýtir undir
vinnslu í landi. Meðal annars ber að
leggja á hærra veiðigjald á frysti-
togara en ísfisktogara.
Alþýðuflokkurinn vill að allur
afli fari um markað til að tryggja
rétt sjómanna og vinnslu. Tryggja
þarf rétt íslendinga - eins og ann-
arra þjóða -til úthafsveiða og semja
þarf við önnur ríki um nýtingu
fiskistofna á alþjóðlegu hafsvæði.
Alþýðuflokkurinn telur að leyfa
eigi erlendum ljárfestum að eiga
hlut í fiskvinnslu- og útgerðarfyrir-
tækjum, enda verði forræði Islend-
inga yfir auðlindinni tryggt. Setja
má það að skilyrði að fullvinnsla
aflans fari fram hér á landi. Hvetja
ber fyrirtæki til að hasla sér völl er-
lendis á sviði sjávarútvegs, jafnt til
veiða, vinnslu og sölustarfsemi.
Menntamál hafi forgang
Á næsta kjörtímabili verða fram-
lög til menntamála að hafa forgang.
Alþýðuflokkurinn mun beita sér
fyrir því að auka framlög ríkisins til
menntamála verulega á næstu ár-
um. Flokkurinn vill að gerð verði
skólaáætlun til nokkurra ára þar
sem skipulögð verði uppbygging í
menntamálum. Tryggja þarf fastar
fjárveitingar til Háskóla íslands til
lengri tfma en nú er.
Samkeppnishæfni þjóða ræðst í
sífellt meira mæli af menntunar-
stigi og þróttmiklum rannsóknum
og þróunarstarfi. Þetta gildir ekki
síst um vaxandi samstarf Evrópu-
þjóða og hugsanlega inngöngu ís-
lands í ESB. Þátttaka í vísinda og
þróunarstarfi ESB er rannsóknum
og vísindum hér á landi lyftistöng.
Öflugt menntakerfi ásamt fram-
sæknu vísindastarfi er lykillinn að
nýsköpun í atvinnumálum og
menningarlegu sjálfstæði þjóðar-
innar.
Opið hagkerfi - opið
samfélag - alþjóðavæðing
Alþýðuflokkurinn vill halda
áffam á braut aukins fijálsræðis í
atvinnumálum. Fijáls viðskipti og
samkeppni leiða til aukinnar hag-
kvæmni og bættra lífskjara. Frjálst
markaðskerfi og vestræn efna-
hagsstjónun eru markmið sem
flokkurinn mun ekki víkja frá. Ör-
lög Færeyja eru víti til vamaðar.
Atvinnugreinar næstu aldar
byggja á þekkingu, hugmyndum og
verkkunnáttu. Hlutverk stjómvalda
er að leggja til frjósaman jarðveg
og styðja með almennum hætti við
þá sem vilja sá til nýrrar uppskeru.
Gera þarf sérstakt átak til að laða
erlenda Ijárfestingu til landsins og
aðstoða íslensk fyrirtæki við al-
þjóðleg verkefni.
Aðgerðir gegn
atvinnuleysi
Alþýðuflokkurinn vill að minnst
einum milljarði króna á ári verði
varið í sértækar aðgerðir gegn at-
vinnuleysi. Markmiðið er að
enginn verði iðjulaus og
óvirkur í okkar samfélagi.
Til lengri tíma er hagvöxtur og
uppgangur í efnahagsmálum besta
vopnið gegn atvinnuleysi. Reynsl-
an hér á landi og erlendis sýnir þó
að sértækra aðgerða er þörf til að
sigrast á vandanum. Þessi viðfangs-
efni beinast sérstaklega að þeim
sem búið hafa við langvarandi at-
vinnuleysi og snerta líka atvinnu-
þátttöku kvenna, ungs fólks og fatl-
aðra.
Atvinnuráðuneytin
sameinuð og
uppstokkun sjóðakerfis
Til að bæta stefnumótun hins op-
inbera og jafna starfsskilyrði at-
vinnuveganna ber að afnema úrelta
skiptingu stjómarráðsins eftir at-
vinnugreinum og stofna eitt at-
vinnuráðuneyti.
Fjárfestingalánasjóðir atvinnu-
veganna verði sameinaðir í einn
öflugan fjárfestingalánasjóð.
Stofnaður verði Nýsköpunar-
sjóður atvinnulffsins til að styðja
vömþróun, tilraunaframleiðslu,
markaðssetningu og stofnun nýrra
fyrirtækja. Sérstaka áherslu ber að
leggja á stuðning við útflutning og
erlend samstarfsverkefni.
Jafn kosningaréttur
Jafn kosningaréttur óháð búsetu
er mannréttindi. Skoðun jafnaðar-
manna er sú, að grundvallarregla
lýðræðisins sé: einn maður-eitt at-
kvæði. Besta leiðin til að leiðrétta
þá mismunun sem nú ríkir í þessum
efnum er að gera landið allt að einu
kjördæmi. Samhliða þessu þarf að
sameina sveitarfélög og færa verk-
efni frá ríkinu til sveitarfélaga,
þannig að ákvarðanir færist nær
fólkinu sjálfu.
Fjölskyldustefna mörkuð
Alþýðuflokkurinn vill að mörk-
uð verði sérstök fjölskyldustefna. Á
þann hátt viðurkennir ríkisvaldið
fjölskylduna sem homstein samfé-
lagsins og uppsprettu lífsgilda.
Meginviðfangsefni slíkrar stefnu
skal vera að samræma og bæta þá
stefnu ríkisins sem stuðlar að betri
hag fjölskyldunnar í landinu.
Alþýðuflokkurinn vill að sett
verði löggjöf um fjölskylduráð,
sem verði stjómvöldum til ráðgjaf-
ar í málefnum Ijöldskyldunnar og
stofnun sérstaks fjölskyldusjóðs.
Umhverfismál
Alþýðuflokkurinn vill að á kjör-
tímabilinu verði í nánu samstarfi
við bændur og helstu áhugasamtök,
hmndið af stað nýju átaki til að
stöðva uppblástur og gróðureyð-
ingu. I því sambandi verði varið fé
til fræðslu og áróðurs til að vekja
og sameina þjóðina alla til þess
verks.
Þar sem ljóst er að slys á bömum
í umhverfi sínu em tvöfalt algeng-
ari hér á landi en á Norðurlöndun-
um verði Umhverfisráðuneytinu
tryggt fé við það mikilvæga starf
sem það þegar hefur hafið til að
komast fyrir þessa óhuggulegu
staðreynd.
Hækkun lægstu launa
hafi forgang
Aukaflokksþing Alþýðuflokks-
ins - Jafnaðarmannaflokks Islands
vill að batnandi efnahagur verði
notaður til kjarajöfnunar. Fái allir
hlutfallslega sömu launahækkanir
mun það skila litlu til þeirra með
lægstu launin og í besta falli 1%
Jón Baldvin Hannibalsson, formaður Alþýðuflokksins -
Jafnaðarmannaflokks íslands: „Alþýðuflokkurinn vill að
ísland sæki um aðild að Evrópusambandinu eins fljótt og
auðið er. í samningaviðræðum verður að tryggja áfram-
haldandi forræði þjóðarinnar yfir auðlindum sjávar innan
íslenskrar efnahagslögsögu. Til að taka af tvímæli um það
leggur Alþýðuflokkurinn til að sameign þjóðarinnar á
fiskimiðunum verði bundin í stjórnarskrá.“ A-mynd:E.ói.
kaupmáttaraukningu. Alþýðu-
flokkurinn telur því að launa-
hækkanirnar eigi að vera föst
krónutala á öll laun og sérstök
ábót til þeirra sem eru undir ein-
hverju ákveðnu marki. Þetta leið-
ir til meiri hækkunar fyrir þá sem
eru lægra launaðir.
Alþýðuflokkurinn vill jafnframt
stuðla að auknum kaupmætti með
lækkun á verði ýmissar vöru og
þjónustu, meðal annars þjónustu
hins opinbera. Alþýðuflokkurinn
vill að neytendur njóti hagræðis af
nýju GATT samkomulagi til lækk-
unar matarverðs, og skorar á sam-
tök launafólks að fylgja því fast eft-
iríkomandi kjarasamningum. Jafn-
framt því verði gerð sú kerfisbreyt-
ing að núverandi beingreiðslum
ríkissjóðs til bænda megi breyta í
búsetustuðning í stað framleiðslu-
tengdra styrkja. Alþýðuflokkurinn
vill jafnframt breyta skattkerfinu á
markvissan hátt til jöfnunar lífs-
kjara í landinu. Markmiðið er að
tekjur til grunnframfærslu einstak-
linga og fjölskyldu séu í raun tekju-
skattsfrjálsar. Alþýðuflokkurinn
vill lögfestingu fjármagnstekju-
skatts þegar á þessu þingi.“
Á þinginu var einnig borin upp
tillaga um það að Alþýðuflokkur-
inn styddi afnám lánskjaravísitöl-
unnar og var hún samþykkt.
Flokkurinn samþykkti einnig
sérstaka ályktun um Evrópumálin
og greinargerð þar um, en ekki er
ráðrúm til að birta hana í þessu
blaði. Sömuleiðis var fjallað um
húsnæðismálin og verður þeim
gerð skil síðar.