Alþýðublaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 8
8 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 Jafnaðarstefnan er lífvænleg stjórnmálakenning, af því að hún hef- ur aldrei staðnað í kreddu. Þvert á móti. Jafnaðarmenn hafa haft andlegt þrek til að laga hugmyndir sínar um þjóðfélagið að sí- breytilegum veruleika, án þess þó nokkru sinni að missa sjónar á hugsjónum sínum og gildum um samhjálp, lýðræði og virðingu fyrir mannréttindum. frumkvöðlar og gerendur í íslensk- um stjómmálum: Alþýðuflokkur- inn er áræðinn flokkur með fram- tíðarsýn. Okkur gefst kostur á að ræða þetta mikla mál rækilega, bæði í starfshópum og hér á þinginu. Þið sem hér emð saman komin hafið haldgott veganesti til þess að ráða þessu máli til lykta vegna þess að enginn annar stjómmálaflokkur á ís- landi hefur rætt og hugleitt Evrópu- málin af jafn mikilli alvöm og þið, allt frá því EES-samningunum var hmndið af stokkunum snemma árs 1989. Ég læt mér því nægja að árétta örfá aðalatriði: Við mótun samningsmarkmiða er ekkert jafn mikilvægt og sam- staða um að tryggja óskoruð yfir- ráð yfir fiskimiðunum. Aðild ís- lands að ESB er í raun óhugsandi, takist þetta ekki. Alþýðuflokkur- inn leggur því til að sameign þjóð- arinnar á fiskimiðunum verði bundin í stjórnarskrá. Þar með væri stjómvöldum óheimilt að semja forræði yfir fiskimiðunum af sér. Fjölmörg rök styðja þá skoðun að íslendingum takist að tryggja hagsmuni sína í sjávarút- vegsmálum í samningum við Evr- ópusambandið. Samningsstaða okkar í sjávarút- vegsmálum er rækilega skýrð og rökstudd í greinargerð með ályktun- inni. Þeim rökum þurfum við að koma til skila með sannfærandi hætti í hverri einustu sjávarútvegsbyggð á fslandi í kosningabaráttunni. En hvers vegna liggur okkur á að taka af skarið núna í þessu máli? Svarið er þetta: Allar EFTA- þjóðimar hafa sótt um aðild að ESB. Þrjár þeirra, Finnland, Svíþjóð og Austurríki eru þegar orðnir aðilar, en Norðmenn felldu aðild í þjóðarat- kvæðagreiðslu. Islendingar verða að ákveða sjálfir framtíð sína; það gera Norðmenn ekki fyrir okkur. Sviss, ásamt fimm öðmm ríkjum, hefur lagt fram umsókn og bíður þess að samningaviðræður geti haf- ist. ESB hefur lýst því yfir að fleiri ríki verði ekki tekin fyrr en að lok- inni ríkjaráðstefnu ESB, sem fjallar um breytingar á innra starfi banda- lagsins og næstu áfanga í stækkun þess. Ráðstefnanhefst á næsta ári, en óvíst er hversu langan tíma hún muni taka. Viðbrögð við þessari óvissu eiga ekki að vera þau að sitja með hendur í skauti og bíða. Pólitískar aðstæður geta breyst með litlum fyr- irvara, einkum vegna þróunar mála í Rússlandi og Austur-Evrópu. Inn- taka nýrra ríkja er háð pólitískum vilja aðildarríkjanna, sem geta hrað- að þeim ferli ef nauðsyn krefur. ís- lendingar verða því að gera upp hug sinn til ákveðinna grundvallarspum- inga. Viljum við gerast aðilar að Evrópusambandinu? Hvenær eigum við að sækja um? Hver eiga samn- ingsmarkmiðin okkar að vera? Þess- um spurningum verður ekki vikist undan að svara með því einu að segja að hugsanleg aðild að Evr- ópusambandinu sé ekki á dagskrá. Alþýðuflokkurinn svarar fyrstu spumingunni játandi og vill að fs- land sæki sem fyrst um aðild að ESB. Hvenær nákvæmlega byggist meðal annars á svari við þriðju Skynsamlegt er að launahækkanir komi fram í áföng- um á samningstím- anum. Launahækk- unin verði föst krónutala. Þeir sem hafa laun undir 90.000 krónum á mánuði fái sérstaka viðbótarhækkun. Þessi aðferð mun draga úr launamun. Þetta er leiðin til lífskjarajöfnunar í kjarasamningum. spumingunni. Svar við þriðju spum- ingunni erþetta: Fram þarf að fara ít- arleg úttekt á áhrifum aðildar ESB á íslenskt samfélag. Skýrslur Háskóla íslands era fyrsta skrefið í úttekt af þessu tagi. Á þessum gmnni þarf að skapa pólitíska samstöðu um, hvem- ig umsóknin er framsett og hvaða markmiðum við viljum ná í samn- ingaviðræðum. Með öðmm orðum: við þurfum að vinna heimavinnuna vandlega áður en hægt er að hefja samningaviðræður við ESB. Ekki er ráðlegt að slá þessari vinnu á frest öllu lengur. Óhætt er að fullyrða að sem EES- ríki stendur ísland mjög vel að vígi og mun betur en ríki Áustur-Evrópu. Það er brýnt hagsmunamál okkar að samningaviðræður hefjist við okkur á undan Austur-Evrópuþjóðum, enda yrðu kjörin sem byðust væntan- lega mun verri ef samningar drægj- ust á langinn þar til aðild Austur- Evrópuríkja verður forgangsmál í ESB. Það er því afar mikilvægt að ísland sæki um aðild sem fyrst til að bæta samningsstöðu sína. Ymsir spyrja sem svo: Er ekki hætta á því að Alþýðuflokkurinn ein- angrist í íslenslmm stjómmálum með því að taka svo afdráttarlausa afstöðu í þessu máli? Menn vísa til þess að forystumenn annarra flokka hafa ýmist lýst harðri andstöðu eða vilja drepa málinu á dreif, að minnsta kosti fyrir kosningar. Svarið við því er einfalt. Ef þeir fjölmörgu kjósendur sem í grundvallaratrið- um eru sammála okkur um mark- mið og leiðir í þessu máli fylgja þeirri sannfæringu sinni eftir í verki, þá er engin hætta á því að Alþýðuflokkurinn einangrist. Við vitum að fjölmennir hópar sem hing- að til hafa kosið aðra flokka, em sammála okkur í þessu máli og hafa sömu sannfæringu og við um mikil- vægi þess. Kjósendur sem þannig hugsa geta varla varið það fyrir samvisku sinni að liggja á liði sínu við að tryggja framgang málsins. Sömuleiðis væri það ósæmilegt af okkur og óveijandi að gefa ekki kjósendum, sem gera sér grein fyrir alvöru málsins og skilja mikilvægi þess fyrir framtíð íslensks þjóðfé- lags, kost á því að efla til áhrifa þann flokk, sem ber málið fram af einurð, alvöm og festu. Þessa dagana er mikið rætt um að norræna samstarfið sé að breytast. Evrópusamstarfið verður í framtíð- inni einn af þremur meginþáttum þess. Islendingar standa því nú þegar við anddyrið. Hvers vegna ekki að knýja dyra? Höfum hugfast að Alþýðuflokkur- inn var eini stjómmálaflokkurinn á Islandi sem frá upphafi til enda stóð heill og óskiptur að baki EES-samn- ingunum. Sjálfstæðisflokkurinn lagðist gegn EES-samningnum með- an hann var í stjómarandstöðu, en söðlaði um - eftir kosningar. Fyrr- verandi formaður Framsóknar- flokksins var í upphafi eins konar guðfaðir EES-samninganna í krafti embættis síns sem forsætisráðherra. Eftir kosningar og utan stjómar söðl- aði hann um. Núverandi formaður Framsóknarflokksins hefur sagt að ef Framsóknarflokkurinn hefði verið í stjórn eftir seinustu kosn- ingar þá hefði hann stutt EES- samninginn. Hver veit hvemig vinda blása eftir næstu kosningar og hvemig flokkar, með slíkan feril að baki, haga seglum eftir vindum - eft- ir kosningar? Leiðir til bættra lífskjara Mér hefur í þessari ræðu orðið tíð- rætt um það, hvemig við jafnaðar- menn getur beitt áhrifum okkar til þess að nýta efnahagsbatann sem orðinn er og framundan bíður til þess að jafna lífskjör með þjóðinni. Ef þið hugsið um þau fjölmörgu umbóta- mál sem Alþýðuflokkurinn hefur beitt sér fyrir á undanfömum og ég hef hér tíundað, og setjið þau í rétt samhengi, er fljótséð að það er einn rauður þráður sem tengir þau öll saman. ÖIl okkar viðleitni og allt okkar strit fyrir málefnunum sjálfum hefur snúist um það að bæta lífskjör umbjóðenda okkar, alþýðu manna á Islandi. I krafti þessa höfum við beitt okkur fyrir hverju umbótamálinu öðru stærra, oftar en ekki í harðri and- stöðu við fulltrúa rótgróinna sér- hagsmuna, en ævinlega með al- mannaheill að leiðarljósi. Við emm baráttumenn fyrir rétti hinna mörgu gegn forréttindum hinna fáu, hvort heldur það varðar sjávarútvegsmál, landbúnaðarmál, neytendamál, vel- ferðarmál eða breytingar á kosninga- löggjöf, stjómarskxá eða stjómsýslu. Öll eiga þessi mál það sameiginlegt að Alþýðuflokkurinn er hvergi bundinn á klafa sérhagsmuna og óháður öllum nema umbjóðendum sínum, fólkinu í landinu. Formaður ykkar hefur iðulega og ranglega, að mínu viti, verið sakaður um að vera of upptekinn af hinum stóm málum eins og EES, GATT eða Evrópusambandinu - þessum út- lendu skammstöfunum, sem mörg- um finnst vera tjarlægar hugarheimi og lífsreynslu almennings í hinu daglega brauðstriti. Ekkert er í raun réttri ijær sanni, ef við hugsum málið til enda. EES-samningurinn hefur reynst vera sjómönnum og fiskvinnslufólki - og þar með íbúum sjávarplássana á landsbyggðinni - sú lyftistöng sem þurfti til nýrrar markaðssóknar í Evr- ópu; til þess að vinna meiri verðmæti úr minni afla. Skilaverð útflutnings til ESB er áætlað nálægt milljarði hærra en það hefði orðið, án EES-samningsins. Þetta eitt jafngildir 15 þúsund króna ávinningi fyrir hvetja fjög- urra manna fjölskyldu í landinu. Þjóðhagsstofnun metur heildar- áhrif EES-samningsins á landsfram- leiðslu á bilinu 2,5-3,0 milljarða íyrstu árin, en allt að 6 milljarða þeg- ar ffam í sækir. Þetta þýðir tæplega 44 þúsund krónur tekjuaukningu íyrir hveija fjögurra manna fjöl- skyldu að jafnaði á ári; upphæð sem mun tvöfaldast á næstu ámm. Þetta má heita að draga björg í bú. Hvað haldið þið að EES-samning- urinn hafi skapað mörg ný störf í fullvinnslu sjávarafurða, eftir að toll- ar féllu niður á verðmætari útflum- ingsafurðum? Hvers vegna haldið þig að það hafi dregið stórlega úr út- flutningi á óunnum fiski? Og hvað haldið þið að Smugu- veiðarnar, sem vissulega hafa kost- að mikla vinnu við málflutning og marga fundi í útlöndum, hafi skilað okkur í fjölgun starfa og hærri tekjum? Ef enn er miðað við fjög- urra manna fjölskyldu þá er verð- mætaöflunin orðin 58.000 krónur á ári með Smuguveiðum. Og þá er ótalin þau störf, sem landanir er- lendra skipa, sem við beittum okkur fyrir, hafa skapað. Og um hvað haldið þið að stríðið standi við forðagæslumenn landbún- aðarkerfisins út af GATT-samning- unum og ákvörðun vemdartolla á innlend matvæli? Það snýst um verðlag lífsnauðsynja - verðið á matarkröfu heimilanna beint yfir búðarborðið. Heimilin í landinu munar miklu um það, í krónum og aurum í daglegum innkaupum, hvort sanngjamt tillit er tekið til sjónar- miða bænda og neytenda í GATT- málinu. Eða hvort farið er fram með offorsi og ofurtollum á kostnað neyt- enda, almennings í landinu. Allt snýst þetta því í reynd um lífskjör fólksins, kaupmátt launanna og afkomu heimilanna - einmitt í þeirra daglega brauðstriti. Nákvæmlega sama máli ^gegnir um baráttu okkur fyrir aðild Islands að Evrópusambandinu. Sú barátta er liður í þeirri viðleitni jafnaðarmanna að tryggja íslenskri alþýðu sambæri- leg lífskjör og velferðarríki Evrópu bjóða sínum þegnum. Nær 70% af útflutningi þjóðarinn- ar fer til landa Evrópusambandsins. Jöfn staða á við keppinauta okkar á þessum mikilvæga markaði getur ráðið úrslitum um þróun íslensks efnahagslífs. I kjölfar aðildar að Evr- ópusambandinu fylgir fullur mark- Smuguveiðarnar, sem við höfum var- ið með oddi og egg, hafa fært björg í bú sem svarar 58 þús- und krónur á ári fyrir hverja fjög- urra manna fjöl- skyldu - fyrir utan að vera uppistaða atvinnu í mörgum byggðalögum. aðsaðgangur fyrir sjávarafurðir og aukin fullvinnsla sjávarfangs innan- lands. Almennt efnahagsumhverfi okkar verður sambærilegt við Evr- ópu, sem mun greiða götu erlendrar íjárfestingar, hagvaxtar og aukins stöðugleika. Kaupmáttur launa eykst umtalsvert strax frá fyrsta degi aðild- ar, enda mun verð á matvælum geta lækkað um allt að 35-45% ef treysta má niðurstöðum Hagfræðistofnunar Háskóla íslands. Kjör hvers ein- staklings 1 landinu gætu þá batnað af þessum ástæðum um 22.000 kr. að meðaltali, eða um 88.000 krón- ur á hverja fjögurra manna íjöl- skyldu á ári. Til lengri tíma batna þó kjörin mun meira, enda hefur aðild að Evrópusambandinu í öllum tilvik- um haft mjög jákvæð áhrif á efnahag nýrra aðildarríkja. Engin dæmi eru um hið gagnstæða. En hver yrði þá hlutur bóndans? Sérífæðingar áætla að styrkir til landbúnaðar gætu numið 3-4,5 millj- örðum króna á aðlögunartíma en 2-3 milljörðum eftir það. Viljum við halda styrkjum óbreyttum frá þvf sem er í dag þá þýddi þetta sambæri- legan spamað fyrir ríkissjóð. Þessir ESB- styrkir jafngilda 800 þúsund krónur á hvern bónda í landinu. Auk þess stæðu til boða uppbygg- ingarstyrkir, - til stuðnings búsetu og byggð, sem gætu orðið á bilinu 1,2-1,5 milljarður kr. Væri ekki ráð að frambjóðendur Alþýðufiokks- ins upplýstu vini sína í bændastétt um styrkjakerfi Evrópusam- bandsins í þágu Iandbúnaðar og byggðastefnu? Á því leikur enginn vafi að tengsl- in við Evrópusambandið verða eitt brýnasta úrlausnarefni næsta kjör- tímabils. Stjómmálaflokkum ber skylda til að móta skýra stefnu í svo mikilvægu máli og útskýra hana fyr- ir kjósendum. Enginn kemst hjá slíku með því að segja að málið sé ekki á dagskrá - fyrr en eftir kosn- ingar. Vilji Islendingar ekki taka þá áhættu að missa af tækifærinu, sem kann að opnast á næsta kjörtímabili, þurfa þeir að móta sér stefnu og ljúka sinni heimavinnu í tæka tíð. Evr- ópustefna Alþýðuflokksins er þess vegna liður í lífskjarastefnu okkar jafnaðarmanna. Félagar; í hugvekjum, sem Gunnar Dal, skáld og rithöfundur, sendi hugsandi íslendingum fyrir jólin undir heitinu „Að elska er að lifa“ segir á einum stað: „Maðurinn er miklu meira en skynsemisvera. Menningin er núklu meira en þekking á staðreyndum. Maðurinn lifir líka í heimi drauma og hugsjóna. Maðurinn lifir líka í heimi vonar og ótta. Maðurinn lifir í heimi skáldlegra ímyndanna. Mað- urinn lifir í heimi úlbúinna þarfa. Maðurinn lifir í heimi tilfinninga og vilja. Maðurinn lifir hvergi eingöngu í heinú staðreynd og frumþarfa. Að kalla manninn skynsemisvem er því afar ófullkomin lýsing á mannlegum veruleika." Við sem lengi höfum fengist við stjómmál skiljum þessi orð hugsuð- arins og skáldsins okkar eigin skiln- ingi með skírskotun til eigin reynslu. Stjórnmál snúast nefnilega um fólk - um lífið sjálft í öllum þess margbreytileik. Og fólk lætur stjóm- ast af tilfinningum, vonum og þrám eftir betra lífi þeim til handa, sem okkur þykir vænst um, bömin okkar og afkomendur. Það er auðvelt að láta afvegaleiðast af tilfinningum. En þær em líka aflvaki athafna þegar fólk nær að sameinast í krafti háleitra hugsjóna. Hugsjónaglóðin logar glaðast í bijóstum hinna ungu, sem brenna af löngun til að láta að sér kveða í þágu hugmynda og hug- sjóna, sem rísa yfir hversdagsleikan- um. En hugsjónaglóð hinna yngri er tempmð af lífsreynslu þeirra eldri sem vita að lífið er ekki dans á rósum. Það skiptast á skin og skúrir og stenst á hvað vinnst og hvað tap- ast. Það sem mitt þrek hefur grœtt það hefur viðkvœmnin misst. íslendingar hafa í meira í þúsund ár lifað af í harðbýlu landi. Þeim hef- ur lærst að ekkert fæst án fyrir- hafnar. Þeir hafa lært af langri reynslu að taka erfiðleikum af æðm- leysi og láta ekki hugfallast þótt í móti blási. Lítum til Súðvfldnga og lærum af þeim. Það er í mótlætinu sem manninn skal reyna. Að snúa tapi í sigur er manndómsmerki. Það getum við lært af forfeðmm okkar og formæðmm. Það er lífsreynsla al- þýðumanna á fslandi í þúsund ár. Og þannig á sá flokkur að vera, sem ber hennar nafn með stolti á vit framtíð- arinnar. Við höfum ærið verk að vinna. Dugi nú hver sem betur getur góðum málstað. Fram til sigurs, jafnaðarmenn. Við mótun samningsmarkmiða er ekkert jafn mikilvægt og samstaða um að tryggja óskoruð yfirráð yfir fiskimiðunum. Aðild Islands að ESB er í raun óhugsandi, takist þetta ekki. Alþýðuflokkurinn leggur því til að sameign þjóðarinnar á fiskimiðunum verði bundin í stjórnarskrá.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.