Alþýðublaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 07.02.1995, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 7. FEBRÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 ráðherra um ofurtolla á matvæla- innflutning, í blóra við tilgang GATT-samningsins. Þessir ofurtoll- ar eru svo háir að verð innfluttrar matarkröfu hjá vísitöluíjölskyldunni yrði nær þrefalt hærra en innlenda búvöruverðið en nú. Ef Hagkaups- karfan kostar nú 1.000 krónur mundi innflutta matarkarfan kosta 2.690 krónur, á því verði sem hlýst af til- lögum landbúnaðarráðherra, það er 169% hærra en innlenda verðið. Vel- flestar matvörur yrðu um þrefalt dýr- ari. Þetta er ekki beinlínis jákvætt framlag til kjarajöfnunarumræðunn- ar. Það er því ærin ástæða fyrir laun- þegahreyfinguna og neytendasam- tökin að vera vel á verði. Bændur eiga samkvæmt GATT- samningunum ótvíræðan rétt á jöfn- unartollum milli innflutningsverðs og innanlandsverðs í upphafi. Flutn- ingskostnaður, aðflutningsgjöld og fleira mundi því til viðbótar gera inn- flutninginn dýrari í upphafi. Innflutta matarkarfan yrði um það bil 36% dýrari en Hagkaupsverðið þegar af þeim sökum, í upphafi. Þess vegna er engin þörf á því að beita neytendur ofbeldi með ofurtollum. Tollar eiga að veita innlendri landbúnaðarfram- leiðslu nauðsynlega og umsamda vemd. Þeir eiga ekki að vera refsi- tollar til að útiloka samkeppni og fóma hagsmunum neytenda. Inn- flutningur gæti í einstökum vömteg- undum veitt aðhald gegn óeðlilegri verðlagningu og þannig komið neyt- endum til góða. Alþýðuflokkurinn hefur aldrei far- ið með stjóm Iandbúnaðarmála. AI- þýðuflokkurinn á því enga sök á því, hvernig komið er kjörum bænda. Alþýðuflokkurinn er ekki óvinur bænda, heldur þess úrelta kerfis, sem leggur þá í fjölra of- stjómar. Um menn sem eiga að því- líka „vini“ og bændur, má segja, að þeir þarfnast ekki óvina! ★ Á því leikur enginn vafi að unnt er að lækka tilkostnað bankakerfis- ins með hagræðingu og fækkun úti- búa, auk þess sem allar efnahagsfor- sendur hníga að því að bankavextir geti lækkað enn frekar í kjölfar raun- særra en réttlátra kjarasamninga. Lækkun þjónustugjalda og yfir- færslugjalda vegna gjaldeyrisvið- skipta stuðla að sömu niðurstöðu. ★ Stjómvöld eiga að taka jákvætt undir framkomnar tillögur um breyt- ingu og jafnvel afnám lánskjara- vísitölunnar. Með þeim góða ár- angri sem ríkisstjómin hefur náð í stjóm efnahagsmála, ekki síst lækk- un verðbólgu, hefur hún lagt gmnn að því að þetta er nú gerlegt. Um þetta geta Alþýðuflokkurinn og verkalýðshreyfingin áreiðanlega átt gott samstarf. ★ Vel kæmi til greina að ríkis- stjómin setti á laggimar samstarfs- nefnd með aðilum vinnumarkaðarins til þess að gera tillögur um aðferðir og aðgerðir til að lækka fram- færslukostnað heimilanna enn frekar, samhliða skynsamlegum kjarasamningum. ★ Þar kemur einkum til álita að skoða ríkjandi verðmyndun varðandi orkuverð, símakostnað, flutnings- kostnað, fargjöld og tryggingar- kostnað. Allt em þetta svið sem búa við einokun eða fákeppni og halda uppi óhagkvæmum rekstri í skjóli þess. Allir vega þessir útgjaldaliðir þungt í framfærslu heimilanna. Láta mun nærri að þeir vöm- og þjónustu- flokkar, sem nú hafa verið nefndir, myndi beint og óbeint um 15% af einkaneyslu venjulegrar fjölskyldu, sem samkvæmt útgjaldamynstri vísi- töluljölskyldunnar mætti meta á 250-300 þúsund krónur á ári. Hvert 1% í lækkun á fyrrgreindum liðum jafngildir því 2.500-3.000 krónur á ári. Óbein áhrif slíkra aðgerða gætu skilað sér á mörgum öðmm sviðum. Það em því vissulega margar leið- ir færar til þess að skila efnahagsbat- anum í launaumslögin og tryggja hvort tveggja í senn: Varanlegan kaupmáttarauka og jöfnun lífs- kjara, án nýrrar verðbólguhring- ekju. Hlutur ríkisstjórnarinnar í yfirlýsingu ríkisstjómarinnar frá 10. desember síðastliðnum var vikið að mörgum þáttum sem stuðla að jöfnun lífskjara. Mestu máli skiptir að fá jákvætt svar frá stjómarand- stöðunni um að greiða fyrir lögfest- ingu fjármagnstekjuskatts þegar á þessu þingi, jafnvel þótt gildistakan frestist til áramóta. Ríkisstjórnin sýndi vilja sinn í verki með því að framlengja hátekjuskatt, hækka skattleysimörk, beita sér fyrir af- námi tvísköttunar lífeyris- greiðslna og með aðgerðum gegn skattsvikum sem þegar hafa skilað árangri og ekki ber að vanmeta. Það er brýnt að ríkisstjórnin ieiti þegar eftir tilnefningum í nefnd sem á að tryggja samstöðu um fyrirliggj- andi tillögur um ljármagnstekju- skatt. Því verður ekki trúað að óreyndu að verkalýðshreyfingin sé ekki reiðubúin til samstarfs um af- greiðslu þess máls. Afnám tvísköttunar á lífeyri er sérstök aðgerð til hagsbóta öldmðu fólki almennt. Það er rétdætismál. Hitt er verra að lífeyriskerfi laun- þega og samspil Iífeyris- og skatta- kerfisins er komið út í hreinar ógöngur. Það er allt í senn óréttlátt, óhagkvæmt og rándýrt. Jaðarskalt- ur elli- og örorkulífeyrisþega er í sumum tilvikum að nálgast 100%! Því niður er málið viðameira en svo að nokkur von sé til þess að skapa samstöðu um skynsamlegar úrbætur fyrr en á næsta kjörtímabili. En kjós- endur ættu að hafa í huga að mkka frambjóðendur um hugmyndir þeirra og tillögur til úrbóta - fyrir kosning- ar. Hækkun skattleysismarka upp í tæpar 60.000 þúsund krónur á þessu ári er tekjujöfnunaraðgerð, sem kemur mörgum til góða. Félagsmálaráðherra vinnur nú að heildarlausn á greiðsluvanda vegna húsnæðislána. Tillögum um lækk- un húshitunarkostnaðar þarf líka að hraða. Aðgerðir gegn skattsvik- um hafa skilað árangri og bættri inn- heimtu sem svarar mörg hundmð milljónum króna. Framhaldsaðgerð- ir, sem fyrirheit hafa verið gefin um, þyrftu að líta dagsins ljós sem fyrst. Framlenging hátekjuskatts hefur ver- ið ákveðin svo lengi sem íjánnagns- tekjuskattur ekki kemur til fram- kvæmda. Húsbréfakerfið hefur verið fest í sessi og árleg fjölgun íbúða í fé- lagslega kerfinu hefur verið um 500 á ári. Húsaleigubætur hafa verið samþykktar og hmndið í fram- kvæmd í þeim sveitarfélögum sem samþykkt hafa að gefa íbúum sínum kost á þeim. Því verður ekki haldið fram með neinni sanngimi að ríkisstjómin hafi daufheyrst við eðlilegum kröfuni um að nýta efnahagsbatann til jöfnunar lífskjara. Nú reynir fyrst og ffemst á sanngimi atvinnurekenda og siðferð- isþrek launþega, eigi tillögur um raunhæfa lífskjarajöfnun að ná fram að ganga í kjarasamningum. Takist það er ekki nema rétt að gera kröfur á hendur ríkisvaldinu um að það geri það sem í þess valdi stendur til þess að lækka framfærslukostnað heimil- anna og stuðla þannig að sátt um réttlátari tekjuskiptingu í þjóðfé- laginu. Hreinar línur Eftir 64 daga göngum við til kosn- inga. Við jafnaðarmenn getum með góðri samvisku og upplitsdjarfir lagt verk okkar í dóm kjósenda. Við munum gera hreint fyrir okkar dyr- um. Stefna okkar er skýr og afdrátt- arlaus. Og við höfum sýnt í verki að flokkur okkar er áræðinn og stefnu- fastur. Framundan em tímar hraðfara breytinga og mikillar óvissu. Þá þarf þjóðin á að halda sem aldrei fyrr áræðnum mönnum með skýra fram- tíðarsýn. Alþýðuflokkurinn er flokk- ur þeirrar gerðar. Það er ekkert skmm. Verkin tala sínu máli. Hvar er víglínan dregin í ís- lenskum stjórnmálum? Sumir segja milli hægri og vinstri. Aðrir tala um félagshyggju gegn ftjáls- hyggju. Ég spyr: Hver er munurinn á félagshyggju Steingríms J. Sigfús- sonar og Egils á Seljavöllum? Annar þykist þó vera holdgerfingur rót- tækninnar; hinn kemur til dyranna eins og hann er klæddur: sem íhalds- maður í þjónustu þröngra sérhags- muna. Heyrið þið.einhvem mun á „allra-meina-bót“ gylliboðanna, sem talkór stjómarandstöðunnar kyrjar nú nótt sem nýtan dag í aðdraganda kosninga. Svarið skiptir ekki máli. Við hcyrum að tónninn er falskur. Við vitum að þeirra sem ljá fagurgal- anum eyra og láta glepjast bíða von- brigði vanefndanna - eftir kosning- ar. Sannleikurinn er sá að þessi dilka- dráttur í hægri og vinstri, sem byggir á úreltum klisjum, hefur enga merk- ingu lengur fyrir hugsandi fólk. Al- þýðuflokkurinn hefur fyrir löngu sagt skilið við þá „félagshyggju for- tíðarinnar“, sem einkennist af þjóð- emissinnaðri einangmnarhyggju, vemdarstefnu og ríkisforsjá. Nær væri að segja að víglínan væri dregin milli þeirra sem aðhyllast alþjóða- hyggju og hinna sem em þjóðernis- sinnaðir íhaldsmenn eða gæslu- menn sérhagsmuna og standa vörð um óbreytt ástand. Sannleikurinn er sá að þessi „félagshyggja fortíðar- innar“ er ómenguð íhaldsstefna. Og hún á hauka í homi í mörgum flokk- um þar.með talið í Alþýðubandalagi, Framsóknarflokki og Sjálfstæðis- flokki. Höfuðból stefnunnar standa því víðar en á Höllustöðum, Selja- völlum og Bergþórshvoli! Unga kynslóðin á íslandi á hér enga sök á máli. Hún upplifir þetta flokkakerfi sem fomaldargóss frá liðinni tíð. Það verður hennar hlut- skipti að veita því nábjargimar og byggja nýtt á rústum þess, þar sem fijálslynt fólk og róttækir umbóta- sinnar munu ná höndum saman um stefnu og vinnubrögð sem vísa veg- inn til framtíðarinnar. Vegvísar til framtíðar Hvaða mál em það sem frjálslynd- ir umbótasinnar geta náð höndum saman um, hugsi þeir af alvöm um framtíð þessa þjóðfélags í síbreyti- legum heimi? 1. Island skipi sér í sveit vest- rænna lýðræðisríkja, jafnt í vamar- málum sem viðskiptamálum, en forðist þjóðemissinnaða einangmn- arstefnu. 2. Atvinnulífið lúti lögmálum samkeppni á opnuni markaði en verði ekki hneppt í fjötra ríkisforsjár, einokunar eða vemdarstefnu. 3. Velferðarkerfið er fyrir fólkið, sem þarf á því að halda, flestir tfma- bundið til dæmis vegna veikinda eða atvinnumissis eða á vissum aldurs- skeiðum. Venjulegt fólk hefur hins vegar ekki efna á að borga reikninga fyrir efnafólk; allra síst fyrir þá sem svíkjast um að borga skatta og skyldur til sameiginlegra þarfa. Fólk sem ekki er haldið hugmynda- fræðilegum fordómum skilur mæta- vel að ráðdeild í ríkisrekstri á ekk- ert skylt við meinta atlögu að vel- ferðarkerfinu. 4. Við viljum virkt lýðræði. Það er siðferðilega óveijandi að gera grundvallarmannréttindi einstak- lingsins í lýðræðisþjóðfélagi, sem er * Ungt fólk á Islandi - best menntaða kyn- slóð íslandssögunn- ar - á annað og betra skilið af for- ystumönnum sínum en úrtölur og von- leysi. Jafnaðarmenn hafna framtíðarsýn byggðri á ótta við samstarf Evrópu- þjóða. ísland í Evr- ópu framtíðarinnar * - Framtíð Islands í Evrópu, eru því kjörorð íslenskra jafnaðarmanna. einn maður eitt atkvæði, að pólit- ískri verslunarvöru. 5. Fjölbreytni og tækniþróun ís- lensks atvinnulífs verði örvuð með samstarfi við erlenda aðila og þátt- töku erlends áhættuljármagns. 6. Meginmarkmið efnahagsstefn- unnar verði lág verðbólga og stöð- ugleiki til að tryggja samkeppnis- hæfni íslensks atvinnulífs, af því að við lifum á útflutningi. 7. Með stuðningi við EES-samn- Sannleikurinn er sá að þessi dilkadráttur í hægri og vinstri, sem byggir á úreltum klisjum, hefur enga merkingu lengur fyrir hugsandi fólk. Alþýðuflokkurinn hefur fyrir löngu sagt skilið við þá „félagshyggju fortíðarinnar“, sem einkennist af þjóðernis- sinnaðri einangrunarhyggju, verndarstefnu og ríkisforsjá. Nær væri að segja að víglínan væri dregin milli þeirra sem aðhyllast alþjóðahyggju og hinna sem eru þjóðernissinnaðir íhaldsmenn eða gæslumenn sérhagsmuna og standa vörð um óbreytt ástand. Sannleikurinn er sá að þessi „félagshyggja fortíðarinn- ar“ er ómenguð íhaldsstefna. inginn og jákvæðri afstöðu til aðild- ar að Evrópusambandinu tryggj- um við best framtíðarhagsmuni þjóðarinnar í nánu samstarfi við aðr- ar þjóðir Norðurlanda og lýðræðis- ríki Evrópu. 8. GATT-samingurinn mun smám saman binda endi á einokun- ar- og ríkisforsjárkerfið í landbúnað- inum, sem lengi hefur þjakað skatt- greiðendur, neytendur og síðast en ekki síst þolendur kerfisins bændur og búalið. Við vitum að íslenskir bændur geta ekki haldið sínum hlut í samkeppni við erlenda aðila með báðar hendur bundnar fyrir aftan bak, í viðjum framleiðslustýringar og forsjárhyggjukerfiskarla. 9. Úr þvf að aðgangurinn að sam- eiginlegri auðlind þjóðarinnar, fiskimiðunum, hefur verið skammt- aður með lögum, er það hvort tveggja hagfræðilega og siðferðilega óréttlætanlegt að úthluta auðlindinni ókeypis til forréttindaaðila, án þess að þeir greiði fyrir leigugjald til eig- andans, sem er íslenska þjóðin. 10. Skýrsla Samkeppnisstofnunar, sem Sighvatur Björgvinsson lagði fram á Alþingi um daginn, minnir okkur á að vera á varðbergi gagnvart samþjöppun fjármálavalds og kvóta á fárra hendur. Alþýðuflokk- urinn er því á réttri leið, þegar hann berst fyrir fijálsræði og samkeppni í atvinnu- og viðskiptalífi, en gegn einokun, fákeppni og forréttindum hinna fáu. Þetta eru nokkrir vegvísar til fram- tíðarinnar sem fijálslyndir menn og konur á Islandi geta, vilja og þurfa að ná höndum saman um, til þess að rata rétta leið á vit nýrrar aldar. Það vill svo til að þetta eru allt saman sérstök baráttumál Alþýðuflokks- ins. Þessi mál skilgreina sérstöðu hans í samanburði við aðra stjóm- málaflokka. Skilaboðin eru því skýr. Vilji menn í alvöru leggja þessum málefnum lið þá hljóta þeir að ganga í lið með þeim stjórnmálasamtökum sem ein flokka bera þau fram í sókn og vörn. Ella fylgir hugur ekki máli. Góð meining gjörir öngva stoð, ef henni er ekki fylgt eftir í verki. Af ávöxtunum skulið þér þekkja þá. Kratarósin okkar er tákn um mildi og mannúð jafnaðarstefn- unnar; hnefinn sem lykur hana er tákn um einbeitni, stefnufestu og baráttugleði þeirra umbótamanna, sem vilja breyta heiminum. Þess vegna er Alþýðuflokkurinn, Jafn- aðarmannaflokkur íslands - rót- tækur umbótaflokkur. Þess vegna er hann gerandinn í íslenskum stjóm- málum. Þess vegna er hann umdeild- ur. Þess vegna beina andstæðingam- ir spjótum sínum fyrst og fremst að honum. Það myndu þeir ekki gera nema af því að þeim finnst vera veg- ur í honum. Það sparkar enginn í dauð hross - eða hvað? Framtíð íslands í Evrópu Stjómmálaflokkum ber að móta framtíðarsýn. Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmannaflokkur Islands vill sjá Island til borðs með lýðræðis- þjóðum Evrópu. Flokkurinn hafnar hvers konar hræðsluáróðri um missi sjálfstæðis og þjóðemis íslendinga. Úngt fólk á Islandi - best menntaða kynslóð íslandssögunnar - á annað og betra skilið af forystumönnum sínum en úrtölur og vonleysi. Jafn- aðarmenn hafna framtíðarsýn byggðri á ótta við samstarf Evrópu- þjóða. ísland í Evrópu framtíðar- innar - Framtíð íslands í Evrópu, eru því kjörorð íslenskra jafnað- armanna. í rökréttu franthaldi af tímamóta- ályktun seinasta flokksþings í Suður- nesjabæ í júní síðastliðnum leggjum við fyrir ykkur nú til umræðu og af- greiðslu ítarlega og vandlega rök- studda ályktun um stefnu okkar jafn- aðarmanna í Evrópumálum. Álykt- unarorðin hljóða svo: „Aukaflokksþing Alþýðuflokks- ins - Jafnaðannannaflokks íslands, telur að hagsmunum Islands sé best borgið til framtíðar með aðild að Evrópusambandinu, náist um það viðunandi samningar. Megin samn- ingsmarkmið Islendinga á að vera að tryggja áiram forræði þjóðarinnar yfír auðlindum sjávar innan ís- lenskrar efnahagslögsögu. Til að taka af tvímæli um það leggur Al- þýðuflokkurinn til að sameign þjóð- arinnar á fiskimiðunum verði bund- in í stjórnarskrá. Svarið við því hvort þetta samningsmarkmið næst fram, fæst ekki nema í samningavið- ræðum. Alþýðuflokkurinn telur því rétt að Isiand sæki um aðild að Evrópusambandinu svo fljótt sem auðið er. Alþýðuflokkurinn leggur áhersiu á að umsókn um aðild og endanleg ákvörðun um aðild eru tvær að- skildar ákvarðanir. Skapa þarf samstöðu þjóðarinnar um samnings- markmið og fyrirvara í aðildarum- sókn, sérstaklega í málefnum sjávar- útvegsins. Þá fyrst þegar samningsniðurstöð- ur liggja fyrir er unnt að taka endan- lega afstöðu til spumingarinnar um aðild. Lokaáfanginn er að leggja samninginn fram til kynningar og umræðu og endanlegrar afgreiðslu í þjóðaratkvæðagreiðslu. I þessu máli er það þjóðin ein sem milliliðalaust á seinasta orðið um það, hvemig hags- munir hennar verði best tryggðir í þessu máli”. Flokkur með framtíðarsýn Með samþykkt þessarar ályktunar munu íslenskir jafnaðarmenn enn á ný sýna og sanna í verki að þeir er

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.