Alþýðublaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞÝOUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 RAÐAUGLYSINGAR LÖGREGLUSTJÓRINN í REYKJAVÍK Hverfisgötu 115-Sími699 000- Telex 699 165 Skotvopnanámskeið Skotvopnanámskeið á vegum lögreglunnar í Reykjavík verða haldin sem hér segir á árinu 1995: 9. til 13. mars. 6. til 10. apríl. 18. til 22. maí. 22. til 26. júní. 10. til 14. ágúst. Lögreglan áskilur sér rétt til að fella niður einstök nám- skeið, ef þátttaka er lítil. Reykjavík, þann 13. febrúar 1995. Félagsfundur Verzlunarmannafélag Reykjavíkur heldur félagsfund mið- vikudaginn 22. febrúar nk. á Hótel Sögu, Súlnasal, kl. 20:30. Fundarefni: Nýgerður kjarasamningur lagður fram til afgreiðslu. Félagsmenn eru hvattir til að mæta á fundinn. Verzlunarmannafélag Reykjavíkur. Deildarstjóri ökunámsdeildar Laus ertil umsóknar staða deildarstjóra ökunámsdeildar. Umferðarráð mótar námskröfur fyrir allt ökunám í landinu, sinnir eftirliti með ökunámi og sér um ökupróf. Deildar- stjóri ber faglega ábyrgð á skipulagningu þessa starfs auk áætlanagerðar fyrir deildina og mótun rannsókna á sviði ökunáms. Ætlast er til þess að deildarstjóri hafi háskólapróf í kennslu- eða sálarfræðum auk stjórnunarreynslu eða sambærilega menntun og starfsreynslu. Laun skv. launakerfi opinberra starfsmanna. Upplýsingar veitir Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, deildar- stjóri ökunámsdeildar, sími 562 2000. Umsóknir berist merktar Óla H. Þórðarsyni framkvæmda- stjóra eigi síðar en 20. mars nk. yUMFERÐAR RÁÐ Borgartúni 33-105 Reykjavík Seyðisfjörður Rarik óskast að ráða starfsmann með aðsetur á Seyðis- firði. Starfið felst aðallega í vinnu við dreifikerfi hita- veitu og gæslu í kyndistöð á Seyðisfirði. Nánari upplýsingar um starfið veita umdæmisstjóri á Egilsstöðum í síma 97-11300 og veitustjóri á Seyðis- firðiísíma 97-221122. Umsóknir er tilgreini aldur, menntun og fyrri störf sendistfyrir 1. mars nk., merktar: RARIK RAFMAGNSVEITUR RÍKISINS Þverklettum 2-4, 700 Egilsstaðir. FORVAL F.h. Byggingadeildar Borgarverkfræðings, er óskað eftir verktökum til að taka þátt í forvali vegna lokaðs útboðs á byggingu leikskóla að Laufrima 9, ásamt lóð. Helstu magntölur: Flatarmál hússins: 640 m2 Rúmmál húss: 2.205 m3 Flatarmál lóðar: 2.854 m2 Forvalsgögn liggja frammi á skrifstofu vorri. Lysthafendur skili forvalsgögnum til Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, Fríkirkjuvegi 3, í síðasta lagi miðviku- daginn 22. febrúar 1995, fyrir kl. 16.00. INNKAUÞASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 UTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftirtil- boðum í kaup og uppsetningu á fólkslyftum fyrir Þjónustu- miðstöð aldraðra í Suður-Mjódd og íþróttamiðstöðina í Grafarvogi. Um er að ræða tvö sjálfstæð útboð. Útboðsgögn verða seld á kr. 1.000,- pr./stk., á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 15. mars 1995, kl. 11.00. INNKAUÞASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 UTBOÐ F.h. Byggingadeildar borgarverkfræðings, er óskað eftir til- boðum í smíði ellefu færanlegra kennslustofa ásamt átta tengigöngum. Helstu magntölur: Heildarflatarmál kennslustofa: 690 m2 Heildarflatarmál tengiganga: 98 m2 Verkinu skal lokið 31. júlí 1995. útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri frá og með þriðjudeginum 21. febrúar nk., að Fríkirkjuvegi 3, Reykjavík, gegn kr. 15.000,- skilatryggingu. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 8. mars 1995, kl. 15.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 POSTUR OG SIMI Tölvunarfræðingur Póstur og sími óskar eftir að ráða sem fyrst, tölvunarfræð- ing á háskólastigi eða kerfisfræðing frá Tölvuháskóla Versl- unarskólans eða með sambærilega menntun. Starfs- reynsla æskileg. Starfsmaðurinn verður með í þróun og uppbyggingu gagnaforrita fyrir símaskrá í samvinnu við aðra. Leitað er að samviskusömum, nákvæmum og samvinnu- þýðum starfsmanni. Umsóknir berist til starfsmannadeildar Pósts og síma, Landssímahúsinu við Austurvöll, þar sem frekari upplýs- ingar verða veittar. UTBOÐ F.h. Hitaveitu Reykjavíkur, er óskað eftir tilboðum í starfs- mannahús að Nesjavöllum. Um er að ræða: 1) Húsgögn í matsal. 2) Rúmstæði. 3) Sófa. Útboðsgögn verða seld á kr. 1.000,- á skrifstofu vorri, Frí- kirkjuvegi 3, Reykjavík. Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 8. mars 1995, kl. 14.00. INNKAUPASTOFNUN REYKJAVIKURBORGAR Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800 POSTUR OG SIMI Ljósleiðara- og kóaxstrengir Póst- og símamálastofnunin óskar eftir tilboði í Ijóðleiðara- og kóaxstrengi fyrir árið 1995. Um er að ræða 4 til 32 leiðara einþátta Ijósleiðarastrengi, samtals 235 km, og 150 km af kóaxstrengjum. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu fjarskiptasviðs Póst- og símamálastofnunar, Landssímahúsinu við Austurvöll, 4. hæð. Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 14. mars 1995, kl. 11.00. ALÞYÐUFLOKKURINN ALÞYÐUFLOKKURINN í KÓPAVOGI Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins í Kópavogi hef- ur verið opnuð í Hamraborg 14a (II. hæð til hægri). Fyrst um sinn verður skrifstofan opin mánudaga til föstudagafrá klukkan 11:00 til 21:00, laugardaga frá klukkan 10:00 til 16:00 og sunnudaga eftir sam- komulagi. Kosningastjóri er Halldór E. Sigurbjörnsson þjóðréttarfræðingur. Sími skrifstofunnar er 554-4700, en myndsími er 554-6784. Heimasími kosningastjóra er 554-0146. Vegna utankjörstaðaatkvæðagreiðslu hafið sam- band við skrifstofuna eða á aðalskrifstofur Alþýðu- flokksins í Reykjavík í síma 91-29244 (Gylfi P. Gíslason yngri). Alþýðuflokkurinn í Kópavogi. ALÞYÐUFLOKKURINN Á VESTFJÖRÐUM Kosningamiðstöð Kosningamiðstöð Alþýðuflokksins á Vestfjörðum hefur verið opnuð á 4. hæð Kratahallarinnar við Silfurtorg á ísafirði. Fyrst um sinn verður hún opin frá klukkan 13:00 til 19:00 alla virka daga. Kosninga- stjóri er Gísli Hjartarson sem jafnframt er ritstjóri Skutuls, málgagns jafnaðarmanna íkjördæminu. Sími skrifstofunnar er 94-5348 og myndsendir er 94-5346. Farsímanúmer kosningastjóra er 985-39748 og heimasími hans er 94-3948. Jafnaðarmenn á Vestfjörðum.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.