Alþýðublaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 7
ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐH5 7 Jón F. Hjartarson skipar 1. sæti á framboðslista Alþýðuflokksins í Norðurlandskjördæmi vestra fyrir alþingis- kosningarnar 8. apríl. Jón er skólameistari Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra á Sauðárkróki, afkomandi fyrsta landnámsmannsins í Skagafirði og segist þannig eiga nokkurt tilkall til kjör- dæmisins. Staða Alþýðuflokksins er góð, segir Jón, og er í anda forfeðra sinna - víkinganna - alls óhræddur við slaginn næstu sjö vikur og bjartsýnn á að vinna þingsæti fyrir flokkinn í kjördæminu. Stefán Hrafn Hagalín átti samtal við þennan höfðingja jafnaðarmanna á Norðurlandi vestra í gær „ Það er snarpur slagur framundan " Segðu mér fyrst hverra manna þú ert og hvað þú ert að gera svona dags daglega - þegar póli- tíkin steðjar ekki að. „Ég er skólameistari Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra á Sauðár- króki þar sem 470 manns stunda nám; þar af 30 á Siglufirði og 20 á Blönduósi. Þetta er heimavistarskóli. Ég er fæddur og uppalinn í Reykja- vík, en hef búið hér í kjördæminu undanfarin 17 ár. Ég vil taka það skýrt fram, að ég er ekki hingað kominn til að jafna metin vegna Ór- lygsstaðabardaga. Annars á ég þó- nokkra ættingja í Vestur-Húnavatns- sýslu og þar á meðal er Jakob Bjarnason sem mikið hefúr unnið með Alþýðuflokknum á Hvamms- tanga. Pabbi hans og afi minn eru bræður. Ég hef það reyndar fyrir satt, að ég sé kominn af Sæmundi suður- eyska sem nam land fyrstur manna í Skagafirðinum. Samkvæmt Land- námu bjó hann í Sæmundarhlfð á 9. og 10. öld. Ég tel mig þannig - með tilliti til þessa uppruna míns - eiga nokkurt tilkall til kjördæmisins. Eig- inkona mín heitir Iilísabet Kemp hjúkrunarfræðingur og við eigum tvö böm, Hjört og Aslaug Birna. Þau era bæði nemendur hér í skólan- um hjá mér og ágætt að hafa svona við höndina." Hvernig leggjast kosningarnar og staða Alþýðullokksins í þig, nú þegar sjö vikur eru til kosninga? „Mjög vel. Staða Alþýðuflokksins fer óðum batnandi og þær efasemdir sem maður hafði um hana uppúr ára- mótum hafa nú breyst í bjartsýni. Ég held, að ef við hér kjördæminu byggjum sókn okkar á því íylgi sem flokkurinn hlaut í sveitarstjómar- kosningunum, þá eigum við mikla möguleika á að ná inn manni. Al- þýðuflokkurinn á Norðurlandi vestra missti þingmann sinn naumlega síð- ast og það þrátt fýrir að hafa nokkuð bætt við sig fylgi; eða um 1,5%. Mig minnir að það hafi ekki munað nema nokkrum tugum atkvæða á að við kæmum Jóni Sæmundi Sigurjóns- syni inn. Ég veit til þess, að margt fólk sem ekki kaus Alþýðuflokkinn siðast mun gera það nú og mér sýnist einnig að við ættum að halda okkar fylgi. Miðað við þetta, get ég ekki annað en verið bjartsýnn.“ Verður lokaslagurinn snarpur hjá ykkur einsog annarsstaðar? , Já, ég býst við því. Það er án vafa snarpur lokaslagur framundan. Ætli baráttan hefjist ekki fyrir alvöru upp- úr næstu helgi. Veðurfar í kjördæm- inu hcfur nokkuð hamlað því að hún hæfist, en nú er þetta allt að koma.“ Hvernig er annars kosningabar- áttan á þessum minni stöðum landsins? „Hún er í öllu falli persónulegri - manneskjulegri - en á stærri stöðun- um. Deilurnar geta hinsvegar orðið ansi harðar innbyrðis og til dæmis hafa framsóknarmennimir Páll Pét- ursson á Höllustöðum og Stefán Guðmundsson mikið deilt sín á milli. Heiftin hefur eiginlega verið miklu meiri milli manna f flokkun- um heldur en milli flokkanna sjálfra. Alþýðuflokkurinn er eini flokkurinn sem tekist hefur að koma uppstill- ingu á sinn lista saman í góðri sátt og samlyndi. Hjá okkur hafa engin mannavíg eða þrætur verið. Staða flokksins að þessu leyti er afar góð. Við njótum meiri samstöðu og höf- um frið til að vinna saman." Hvaða málefni munuð þið norð- lenskir jafnaðarmenn leggja áherslu á baráttunni? Er mikili munur á pólitík ykkar lands- byggðarmanna og íbúanna á Suð- vesturhorninu? „Vitaskuld er munurinn nokkur, en við fylgjum öllum megináhersl- um flokksins í landspólitíkinni. Jafn- aðarstefnan er hvorki bundin byggð- ar- né hagsmunaböndum. Jafnaðar- menn eru síðan í hópvinnu í öllum kjördæmura landsins, að vinna að málefnaframsetningu okkar í loka- slagnum til Alþingis. Þar er skipu- lega verið að raða málefnum í for- gangsröð og verður Jjetta málefna- Alþingiskosningar 8. apríl 1995 Framboðslisti Alþýðuflokksins á Norðurlandi vestra 1. Jón F. Hjartarson skólameistari Fjölbrautaskóla NV á Sauðárkróki. 2. Ólöf Kristjánsdóttir bæjarfulltrúi á Siglufirði. 3. Steindór Haraldsson markaðsstjóri á Skagaströnd. 4. Sólveig Sóphóníasdóttir leiðbeinandi á Blönduósi. 5. Friðrik Friðriksson skipstjóri á Hvammstanga. 6. Gunnar Björnsson verkstjóri á Hofsósi. 7. Soffía Arnarsdóttir afgreiðslumaður á Siglufirði. 8. Ragna Jóhannsdóttir sjúkraliði á Sauðárkróki. 9. Kristján Möller forseti bæjarstjórnar á Siglufirði. 10. Jón Karlsson formaður Verkalýðsfélagsins Fram á Sauðárkróki. plagg kynnt kjósendum á næstunni. Efst á baugi hjá okkur jafnaðar- mönnum í kosningabaráttunni - hér í kjördæminu sem annarsstaðar á landinu - er hagur heimilanna; lækk- un framfærslukostnaðar og svo framvegis." Fréttir af framboðslista Alþýðu- flokksins í kjördæminu; hverjar eru þær? „Listinn var samþykktur fyrir nokkru síðan og er svona skipaður: (1) Jón F. Hjartarson; (2) Ólöf Kristjánsdóttir bæjarfulltnái á Siglufirði; (3) Steindór Haraldsson markaðsstjóri á Skagaströnd; (4) Sólveig Sóphóníasdóttir leiðbein- andi á Blönduósi; (5) Friðrik Frið- riksson skipstjóri á Hvammstanga; (6) Gunnar Björnsson verkstjóri á Hofsósi; (7) SofRa Arnarsdóttir af- greiðslumaður á Siglufirði; (8) Ragna Jóhannsdóttir sjúkraliði á Sauðárkróki; (9) Kristján Möller forseti bæjarstjómar á Siglufirði; (10) Jón Karlsson formaður Verka- lýðsfélagsins Fram á Sauðárkróki. Ég vil nú sérstaklega benda á mynd- arlegan hlut Siglfirðinga á listanum. Þeir leggja til þrjá sterka ffambjóð- endur með mikla og víðtæka þekk- ingu á stjómmálum. Ólöf Kristjáns- dóttir í 2. sæti er til að mynda ákaf- lega reynd í stjómmálum sem bæjar- fulltrúi og Kristján Möller í 9. sæti er einnig þaulreyndur sem forseti bæj- arstjómar. Soffía Amarsdóttir í 7. sæti kemur síðan af mikilli kratafjöl- ágætt að Iíta til málefna Jakobs Magnússonar. Hvemig skyldi standa á því að enginn hefur minnst á, hvemig Jakob hefúr persónulega komið á tengslum við áhugamenn um stórfelld orkukaup frá Islandi? Þetta er málefni sem skiptir okkur Is- lendinga máli svo varðar mörgum milljörðum, en enginn minnist á það. En það er sem ég segi: fólk er smám saman að sjá hversu ómaklega hefur verið vegið að jafnaðarmönnum og störfum þeirra." Hver er staða annarra flokka í kjördæminu nú og hvernig sýnist þér að úrslitin verði hjá þeim í kosningunum? „Ég hef nákvæmlega ekkert orðið var við Þjóðvaka hér í kjördæminu og miðað við það, að alþýðubanda- lagsmaðurinn Sveinn Allan Morthens er orðaður við að leiða listann, þá sýnist mér að álykta megi, að Alþýðubandalagið bjóði fram klofið. Ég reikna þó með að Ragnar Arnalds sé nokkuð ömggur inni og eins séra Hjálmar Jónsson hjá AI- þýðubandalaginu og Páll á Höllu- stöðum hjá Framsóknarflokknum. Kjósendur í Norðurlandskjördæmi vestra standa frammi fyrir því 8. apríl að þurfa velja milli mín, Vilhjálms Egilssonar og Stefáns Guðmundssonar. Við þrír munum þama slást um tvö sæti. Það er ljóst." Þannig að þér líst bara vel á slaginn þennan rúma mánuð sem eftir er til kosninga? ,Já, ég er bjartsýnn vegna þess að Alþýðuflokkurinn hefur staðið sig Jón F. Hjartarson: Kjósendur í Norðuriandskjördæmi vestra standa frammi fyrir því 8. apríl að þurfa velja milli mín, Vilhjálms Egilssonar og Stefáns Guðmundssonar. Við þrír munum þarna slást um tvö sæti. Það er Ijóst. framar vonum í ríkisstjóm undanfar- in átta ár, árangurinn sýnir það svart á hvítu, og málefnalega fýrir þessar kosningar stöndum við vel. Þau mál sem standa uppúr em gengismálin og vaxtalækkunin. Stöðugleikinn er ótvíræður miðað við mörg undanfar- in ár og möguleiki á að hafa skapast til að íyrirtæki og stofnanir geti veitt launþegum sínum nokkrar kjarabæt- ur. Mér sýnist að allar forsendur séu fyrir þessu svigrúmi." Eitt atríði í viðbót: Nú er Evrópusambandsmálið eldflmt mál í kjördæmi þínu - hvar stend- ur þú í því? „Ég lít þannig á, að Alþýðuflokk- urinn sé að bjóða almenningi þá þjónustu að ganga úr skugga um hvaða kostfr séu í boði. Það er ómögulegt að vita hvemig samning við gætum fengið við Evrópusam- bandið - góðan eða slæman - án þess að sækja um aðild. Eftir að þeir kostir hafa verið skilgreindir í samn- ingaviðræðum verður málið lagt undir almenning í þjóðaratkvæða- greiðslu. Það em ekki stjómmála- flokkamir - Alþýðuflokkurinn þar meðtalinn - sem ráða niðurstöðu að- ildarmálsins heldur þjóðin sjálf. Ég lít á það sem eitt hlutverka Alþýðu- flokksins að leggja fram fyrir al- menning hvaða kostir em í boði.“ skyldu og á sterkar rætur í jafnaðar- stefnunni. Þetta er afar samhentur og vel samsettur listi og við ætlum að vinna saman í anda lýðræðis og sam- ráðs. Af þeim sem em á framboðs- listanum myndi ég telja hlut Siglfirð- inganna mest áberandi og athyglis- verðastan.“ Ykkur hugnaðist ekki að fara í prófkjör; heyra þau óðum að sög- unni til? „Það er í öllu falii staðreynd, að Framsóknarflokkurinn, Alþýðu- bandalagið og Sjálfstæðisflokkurinn hér á Norðurlandi vestra hafa komið miklu óorði á prófkjör...“ ...á svipaðan hátt og rónamir hafa komið óorði á brennivínið, segir Kristján Möller. Ertu sam- mála þeirri skoðun bæjarstjórn- arforsetans? ,Já, ég verð því miður að taka undir þetta sjónarmið. Fólk úr einum flokki hefur verið að skipta sér af niðurröðun á lista annars flokks og þetta hefur komið af stað miklum deilum héma innbyrðis og á milli flokkanna. Alþýðuflokkurinn hefur hinsvegar blessunarlega sloppið við deilumar, en við sáum okkur samt ekki fært af þeirra sökum að halda prófkjör." Alþýðuflokkurínn hefur verið á góðri siglingu uppá síðkastið. Það er að gerast þrátt fyrir lætin í kringum Ilokkinn allt frá því í sumar og ansi neikvæða umfjöllun í fjölmiðlum; hvað heldurðu að geri þetta að verkum? „Almenningi er eftir því sem lengri ti'mi líður frá óhróðrinum að takast að greina kjamann frá hisminu og sjá hvað það er, sem þessi flokkur í raun og vem stendur fyrir. Alþýðu- flokkurinn hefur haft mun lak- ari aðstöðu en aðrir flokkar til að koma sínum máleínum og árangri á framfæri. Þama kom- um við inná aðgang að Ijöl- miðlum og svo framvegis; fjöl- miðlum sem hafa verið afar fjandsamlegir Alþýðuflokkn- um. Gott dæmi um þetta er stefna jafnaðarmanna í land- búnaðarmálum sem hefúr verið rangtúlkuð og afskræmd í með- fömm andstæðinga okkar og flokkurinn komið litlum vöm- um við. Það hefur enginn ráð- herra Alþýðuflokksins farið með landbúnaðarmálin og því erfitt að kenna Alþýðuflokkn- um um hvemig komið er fyrir þeim geira - þessari úlfakreppu sem þar ríkir. Það er ómaklegt. Alþýðuflokkurinn vill frelsa bændur undan áþján kerfis sem vaxið er bændastéttinni yfir höfuð og gera þeim kleift, að sanna sig á eigin spýtur í frjálsu markaðsumhverfi. Þessu em bændur famir smátt saman að átta sig á. Alþýðuflokkurinn má ennfremur vanda sig meira við að koma málefnum sínum á framfæri og huga vel að því hvemig þau líta út framkomin. Kynningarmálin og upplýs- ingastreymið verður að bæta hjá jafnaðarmönnum, í því máli hafa menn verið að vinna af miklum dug uppá síðkastið og uppskera væntanlega þá einsog til var sáð. Svo ég taki dæmi um það sem kastað hefur rýrð á Alþýðuflokkinn þá er FRAMTÍÐAR eft"wr“ DRAUGAR Frumsýning fimmtudaginn 16. febrúar UPPSELT Laugardaginn 18. febrúar UPPSELT Sunnudaginn 19. febrúar UPPSELT Þriðjudaginn 21. febrúar UPPSELT ^ Leikmynd: Stígur Steinþórsson /— Búningar: Þórunn E. Sveinsdóttir/^v Tónlist: Lárus H. Grímsson t Leikhljóð: Ólafur Örn ThoroddsenV. Jt Lýsing: Elfar Bjarnason VúOÍk. Leikstjóri: Þór Tulinius * Árni Pétur Guðjónsson, ^? Björn Ingi Hilmarsson, m Ellert A. Ingimundarson, m Guðrún Ásmundsdóttir, jf' Jóhanna Jónas og Sóley Elíasdóttir. / » <^<B LEIKFÉLAG * REYKJAVÍKUR BORGARLEIKHÚSIÐ SÍMI 680-680

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.