Alþýðublaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 21.02.1995, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 21. FEBRÚAR 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3 Viti menn •€3- Árni er nú þannig að hann hugsar ekki mikið áður en hann talar og ekki heldur á meðan hann talar og ég held að samlíkingin um hann og hraðsuðuketilinn sem bullar bara og bullar eigi best við hér. Guðni Baldursson um afstöðu Árna Johnsen til samkynhneigðra. Morgunpósturinn í gær. Eg get sagt þér eftir þrjátíu ára reynslu að ef þessi maður var ekki ölvaður þá er ég Guð almáttugur. Sævar Gunnarsson lögregluvarðstjóri. Baldur Siguröarson Sniglaforingi var hart leikinn af lögreglunni um helgina. Hann kveöst hafa veriö bæði edrú og saklaus. MP í gær. Guð hefur gleymt mér. Jeanne Calment. Hún er 120 ára í dag. Morgunpósturinn. Því verður vart á móti mælt að endurteknar upplýsingar um launamismun er mikið áfall fyrir kvenréttindabarátt- una. Einkum fyrir þann hóp kvenréttindakvenna sem hafa haslað sér völl á vettvangi stjórnmálanna tU að rétta hlut kvenna. Leiðari Ellerts B. Schram i DV í gær. yfirboðum. íslendingar verða enn um sinn að klappa harðan steininn til að árangur náist. Stöðugleiki til frambúðar hlýtur því að vera kosningamál. Spumingin er eingöngu sú hverjum kjósendur treysta best til þess að fylgja því efdr í framkvæmd. Höfundur er stjórnmálafræðingur og aðstoðarmaður umhverfisráðherra. Stöðugleiki andskotans AUir tala um stöðugleika þessa dagana. Kjarasamningar verða að tryggja stöðugleikann til ffambúðar. Stöðugleikinn er helsta rósin í hnappagati ríkisstjómarinnar og verður kosningamál að nokkmm vikum liðnum. Enginn getur ver- ið á móti stöðug- leika í sjálfú sér án þess að missa pólitískan trú- verðugleika. Það er óskastaða fyrir ríkisstjórnar- floldtana. Pallborðið ingar sem nú er verið að gera, verða sjálfsagt ekki tilefni neinna flugelda- sýninga, en þeir ættu að færa mönn- um heim sanninn um það hvaða raunveridegu kjarabætur er hægt að knýja fram. Yfirboð bæta hér ekki mmnmmmmmmmm—m Um betUr, þau eyðileggja þann |f Birgir 1 Hermannsson , m skrifar Æl * ^ arangur náðst hefur. sem Hvers konar stöðugleiki? Til að bregðast við þessu hefur stjómarandstaðan tekið upp á því að ekki sé sama hvers konar stöðugleiki ríki í landinu. Síðast í gær skrifaði Sigríður Jóhannesdóttir, sem skipar annað sætið á lista Alþýðubanda- lagsins í Reykjanesi, grein í DV þar sem hún hélt því fram að núverandi stöðugleiki væri stöðugleiki and- skotans. Hvorlci meira né minna. Þetta er augljóslega tónninn sem slá á í komandi kosningabaráttu. Yfirboð og loforð um batnandi hag á að réttlæta á grundvelli nýs stöðug- leika, ekki þessa gamla og leiðin- lega. Helsta baráttumálið á að vera tilfærslur ífá hinum ríku til hinna fá- tæku, ffá fyrirtækjum dl launþega. Virkja á óánægju fólks með kjör sín, án þess þó að magna upp hræðslu við óðaverðbólgu. Yfirboð eða raunverulegar kjarabætur? Þetta er ekki trúverðugur mál- flutningur. Stöðugleikinn er vand- meðfarinn. Raunsæjar leiðir tíl kjara- jöfnunar fefa í sér krónutöluhækkun og ábót fyrir þá lægst launuðu. Ríkið kemur fyrst og fremst að þessu með greiðslum til fólks, til dæmis vaxta- bótum, bamabótum og fleim og með skattastefnu sinni. Þeir kjarasamn- Góður árangur á erfiðum tímum Hver er svo þessi árangur? Lftum á nokkur dæmi: -Böndum hefur verið komin á verðbólguna í landinu. Lág verð- bólga er forsenda heilbrigðs atvinnu- lífs og nauðsyn skuldugum heimil- um. -Vextir hafa lækkað stórlega. Þetta leiðir til aukinnar fjárfestingar í atvinnulífmu, dregur úr atvinnuleysi og bætir skuldastöðu heimilanna. -Skattar hafa verið lækkaðar á fyrirtækjum tíl samræmis við það sem gerist í nágrannalöndunum. Þetta leiðir til aukins útflutnings og minna atvinnuleysis. -Gengi krónunnar er stöðugt og lægra en um áratugaskeið. Utflutn- ingur vöm og þjónustu gefur stór- aukist og flytja Islendingar nú meira út en þeir flytja inn. Þjóðin er hœtt að lifa um efni fram. - Viðskiptajöfnuður er hagstæður þriðja árið í röð og hafa því erlendar skuldir þjóðarinnar lækkað sem því nemur. Sambœrilegum árangri hef- ur engin ríkisstjóm náð siðan á stríðsámnum. -Kaupmátturinn jókst á síðasta ári og á þessu ári er svigrúm til kjara- bóta í fyrsta sinn í langan tíma. Kaupmáttur hefur hrapað nær stans- laust frá því 1987. Þessari þróun hefur nú verið snúið við. -Matarverð lækkaði stórlega á „Enginn getur verið á móti stöðugleika í sjálfu sér án þess að missa pólitískan trú- verðugleika. Það er óskastaða fyrir rík- isstjórnarflokkana...Til að bregðast við þessu hefur stjórnarandstaðan tekið upp á því að ekki sé sama hvers konar stöðugleiki ríki í landinu...Þetta er augljóslega tónninn sem slá á í komandi kosn- ingabaráttu. Yfirboð og loforð um batn- andi hag á að réttlæta á grundvelli nýs stöð- H ugleika, ekki þessa gamla og leiðinlega." síðasta ári og mun halda áffam að lækka á næstu ámm fyrir tílstuðlan EES og GATT. -Aukið frjálsræði í viðskiptum og opnun erlendra markaða em lykill- inn að efnahagslegri framtíð þjóðar- innar. Alþýðuflokkurinn hefur haft forystu um þessi umbótamál. Stöðugleiki til frambúðar! Þessi árangur fær væntanlega ekki hjarta hinnar hugprúðu hugsjóna- konu Sigríðar Jóhannesdóttur tíl að slá hraðar. I ljósi aðstæðna er hann þó afar mikilsverður. Max Weber, sá merki hugsuður, lýsti eitt sinn starfi stjómmála- mannsins við það að klappa harðan stein. Sá árangur sem náðst hefur með þolinmæði jress sem lappar harðan stein, er merkilegri en svo að honum megi kasta fyrir borð með Sex-tilboð dagsins „Kassamærin lagði saman vöruverðið og sagði hátt og skýrt: „206...“ Séra Sigurður seildist í veskið og dró upp þrjá hundraðkrónuseðla og rétti dömunni. Hann gramsaði smá- peningum sem hann fann í frakkavasanum og spurði ann- ars hugar meðan hann taldi í lóf- anum: „Vil du kansje ha sex?“ Það sló grafarþögn á biðröðina við þetta karhnannlega tilboð prestsins. Kassadaman kafroðn- aði og vissi augljóslega ekki hvernig hún átti að bregðast við beiðni sálusorgarans. Skyndi- lega áttaði Sigurður sig á því að þessa spurningu mátti misskilja, svo hann áréttaði tilboðið og spurði í barnslegu sakleysi: „Ell- er sex og femti?’”’ - segir í ágætri grein Guðna Einarssonar í Morgunbladinu síðastliðinn sunnudag um heim- sókn hans til séra Sigurðar Ægissonar, sóknarprests á norsku eynni Træna. I Jviablaðið XIjFréttir segir frá kynningarfundi Þjóðvaka sem þar haldinn um daginn. Jóhanna Sigurðardóttir var aðalræðumaður, en auk hennar talaði meðal annars Þorsteinn Hjartarson sem væntanlega mun leiða list- ann á Suðurlandi. í fréttinni er sagt að um 50 manns hafi mætt á kynningarfundinn, og verður það að teljast vel viðunandi. Eitthvað virðist hinsvegar boðskapur Þjóð- vaka hafa vakið litla lukku, því að sögn Frétta skráðu einungis tveir sig á stuðn- ingslista flokksins. Við vit- um að Jóhanna leitaði upp- haflega að Eyjamanni til þess að leiða listann í kjör- dæminu, en hafði ekki ár- angur semerfiði... Uppsögn Sverris Ólafs- sonar sem umsjónar- manns með listamiðstöðinni Straumi í Hafnarfirði hefur vakið mikla athygli, enda blandast fáum hugur um að meirihluti sjálfstæðis- manna og alþýðubanda- lagsmanna lætur hann gjalda stuðnings við Al- þýðuflokkinn. Ymsir er- lendir listamenn hafa bland- að sér í málið, og þannig sendi sænski myndlistar- maðurinn Timo Solin áskomn til Vigdísar Finnbogadóttur for- seta, þarsem hún er beðin um að blanda sér í málið. I bréfi Solins til Vigdísar segist hann „reiður og furðu lostinn" yfir því að bæjar- stjóm Hafnarfjarðar skuli hafa „drepið" Gallerí Portið, Listaskóla Hafnarfjarðar, Listahátíðina og Kammer- sveit Hafnarfjarðar, og ætli nú að bíta höfuðið af skömminni með því að reka Sverri Ólafsson. Solin segir að ekki einasta hafi Sverrir með starfi sínu komið Hafn- arfirði á alþjóðleg landakort - heldur eigi bærinn hlut- deild í hjarta fjölmargra er- lendra listamanna sem þangað hafi komið og starf- að fyrir atbeina Sverris. Og nú er bara að vita hvemig forsetínn bregst við erindi Solins hins sænska... TTormaður Alþýðubanda- 1/ lagsins, Ólafur Ragnar Grímsson, fór mikinn um helgina enda var hann að kynna kosninga- stefnuskrá flokksins. Það vakti hinsvegar athygli, að Ólafur Ragnar kaus að nota mikið af tíma sínum í fjölmiðlum á laugardaginn tíl að ráðast mjög harkalega á Framsóknarflokkinn og Halldór Ásgrímsson. Sunnudagurinn fór svo í harðar árásir á Alþýðuflokk- inn, einkum Jón Baldvin Hannibalsson. Nú er svo- sem ýmsum brögðum beitt í kosningabaráttu en Ólafur Ragnar þótti með þessu op- inbera einunt of afdráttar- laust hvar hjaita hans slær - hann hefur, sem kunnugt er, mestan áhuga á tveggja flokk stjóm með Sjálfstæð- isflokknum... Hinumegin Magnús fann ekki fyrir hræðslu að neinu ráði..., fyrr en hann tók í spottann sem opna átti neyðarfallhlífina. Fimm á förnum vegi Er hlaupin róttækni í ykkur unga fólkið? Spurt við mótmælastöðu nemenda við fjármálaráðuneytið Ólafur Sigurðsson, nemi í Menntaskólanum við Hamra- hlíð: Ef þessi mótmæli kallast rót- tækni, þá er svarið já. Þorbjörg Einarsdóttir, nemi í Menntaskólanum við Hamra- hlíð: Já, en róttæknin hefur raunar alltaf verið til staðar. Örvar Smárason, nemi í Menntaskólanum við Hamra- hlíð: Ungt fólk á að vera róttækt. Við verðum að gera eitthvað í mál- unum. Lilja Tryggvadóttir, nemi í Menntaskólanum við Hamra- hlíð: Nei, við þetta er ekki róttækni. Við erum bara að reyna að svara fyr- ir okkur og styðja kennarana. Guðbjörg Vignisdóttir, nemi í Menntaskólanum við Hamra- hlíð: Já og nei. Frambjóðendur! Farið í lit- greiningu og klæmist ekki. Heiðar Jónsson snyrtir. Samkvæmt kosningaspá DV hafa núverandi stjórnarflokk- ar ekki nægan meirihluta til að mynda ríkisstjórn saman á ný einir. Svo virðist hins vegar sem báðir flokkarnir séu jafnt og þétt að auka fylgi sitt og ekki er hægt að útiloka að þegar upp er staðið fái þeir tilskilinn meirihluta. Fréttastjórinn Guðmundur Magnússon að spá í vikurnar sjö fram að kosningum. DV í gær. m Veröld Isaks Hversu ótrúlegt sem það hljómar þá fjölga vissar tegundir ála í Evrópu sér í Saragossa-hafinu - við ytri mörk Mexíkó- flóa - þúsundir kíló- metra frá heimkynnum þeirra í ám á meginlandi Evrópu. Til að ná til fló- ans yfirgefa álamir ámar, ferðast til hafs með hverri vatnssprænu sem verður á vegi þeirra og fara jafnvel stutta vegalengd á landi ef stíflur eða aðrar hindranir verða á vegi þeirra. Þegar þeir ná til hafs stilla þeir innbyggðan áttavita sinn á ákvörðunarstað sem er í allt frá 5 þúsund og uppí 10 þúsund kíló- metra fjarlægð. Fullorðnu álamir snúa ekki aftur úr þessu ferðalagi, en hin öriitlu afkvæmi þeirra berast með Golf- straumnum til Evrópu. Ferðalag nýrrar kynslóðar til evr- ópsku ánna tekur um það bil 3 ár. „Isaac Asimov's Book of Facts"

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.