Alþýðublaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 3
ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
Allir íslendingar eru jafnir
- nema sumir sem
eru jafnari en aðrir
„Ef við viljum koma í veg fyrir sérhagsmunagæslu og
kjördæmapot sem alltaf fylgir kjördæmaskiptingu. Ef við
viljum koma á skiljanlegu og gegnsægju kerfi þar sem allir
íslendingar eru jafnir og sitja við sama borð þá er aðeins ein
leið fær. Það er að gera landið allt að einu kjördæmi.“
ísland er fámennt land. Hér býr
einsleit þjóð í einu landi. Minni-
hlutahópar eru fáir. Við erum flest af
sama kynþætti og trúarbrögð hafa
ekki valdið umtalsverðum deilum í
nær þúsund ár. A íslandi er lýðræði
og flestir eru nokkuð sáttir við það
stjómkerft. Þau riki, þar sem trúar-
bragðastríð, kyn-
þáttaátök og
þjóðernisdeilur
em viðvarandi,
öfunda okkur af
þessum friðvæn-
legu horfum.
Skipan mála til
alþingiskosninga
ætti með tilliti til
ofansagðs að vera
frekar auðleysanlegt vandamál. Svo
virðist þó ekki vera: Allt frá endur-
reisn Alþingis hafa verið háværar
deilur hér á landi um kjördæmakerf-
ið. Kerfið hefur smám saman þróast
áfram í málamiðlunum milli þing-
manna sem taka meira mið af eigin
hag en vitrænni uppbyggingu skyn-
sams kosningakerfis. Enda eru þeir
þar að taka ákvarðanir um eigin hag
og starfsöryggi. Þess háttar vinnu-
brögð leiða sjaldnast til farsælla
lausna.
Dreifbýlisbúar mun merki-
legrí en þéttbýlisbúar
Það misvægi atkvæða sem inn-
byggt er í kerfið er í raun brot á
grundvallarmannréttindum. Vest-
firðingur hefur í dag þrefalt meira
vægi í alþingiskosningum en Reyk-
víkingur eða Reyknesingur.
Þetta er í hrópandi andstöðu við þá
lýðræðis og mannréttindaþróun sem
áttu hefur sér stað í heiminum á und-
anfömum áratugum. Þessi munur
virðist því ekki geta verið með nein-
um rökum studdur nema þá helst
þeim að dreifbýlisbúar séu svo mun
merkilegra og skynsamara fólk en
skríllinn á mölinni; að þeir verði að
hafa meira vægi til að koma í veg
fyrir heimskulegar ákvarðanir þétt-
býlisþingmanna.
Gott og vel, ef
menn taka þessi
rök góð og gild
þá vil ég fá að
vita hver rökin
eru fyrir því að
Norðlendingur
vestra hefur tvö-
falt meira vægi
en vinur hans í
Norðurlandskjördæmi eystra. Eða
em íbúar Norðurlands eystra allir
bara einhvetjir hálfdrættingar og
íbúar höfuðborgarsvæðisins eitthvað
mun rninna en það?
Ef svo er þá væri líklega réttast að
taka vistarböndin upp aftur svo þjóð-
in lendi ekki öll í sollinum í borginni.
Óskiljanlegt kjördæmakerfi
Kosningalög hafa mótandi áhrif á
það flokkakerfi sem myndast á
hveijum stað. Á íslandi hefur kjör-
dæmakerfið fætt af sér íjórflokka-
kerfið.
Kjördæmakerfið hefur í gegnum
tíðina verið Framsóknarflokknum í
vil þar sem hann sækir helst fylgi sitt
út á landsbyggðina en verið Álþýðu-
flokknum afar óhagstætt því fylgi
hans hefur verið mest í þéttbýlinu.
Alþýðuflokkurinn hefur því verið í
fararbroddi þeirra breytinga sem
hafa verið í framfaraátt en Fram-
sóknarflokkurinn staðið gegn þeim.
Seinasta endurskoðun kosningalag-
anna, fyrir utan þá litlu breytingu
sem nú verður þegar flakkarinn var
festur í Reykjavík, var gerð árið
1986.
Þótt aðeins hafi verið kosið eftir
þessum lögum tvisvar sinnum em
þau ekki á vetur setjandi. Sú endur-
skoðun mistókst hrapallega. Breyt-
ingin var gerð út frá hag þeirra þing-
manna sem þá sátu á þingi. Lagt var
upp með það að leiðarljósi að ein-
falda lögin, minnka misvægið eftir
búsetu og útrýma misvæginu milli
flokkanna. Niðurstaðan varð hins
vegar sú að viðhalda bæri misvæg-
inu eftir búsetu en jafna það milli
flokkanna.
Eins og sjá má em þessi markmið
með öllu ósamrýmanleg. Þetta var
þó barið í gegn sem varð til þess að
kerfið er nú gjörsamlega óskiljanlegt
fyrir kjósandann og nú er Ijóst að við
þurfum að bíða fram á næstu öld þar
til hægt verður að kjósa eftir nýju og
skynsamara kerfi.
Landid eitt kjördæmi
Ef við viljum koma í veg fyrir sér-
hagsmunagæslu og kjördæmapot
sem alltaf fylgir kjördæmaskiptingu.
Ef við viljum koma á skiljanlegu og
gegnsæju kerfi þar sem allir Islend-
ingar em jafnir og sitja við sama
borð þá er aðeins ein leið fær. Það er
að gera landið allt að einu kjördæmi.
Höfundur er stjórnmálafræðingur og
forseti málstofu Ungra jafnaðarmanna
um utanríkismál.
Pallborðið
Eiríkur
Bergmann
Einarsson
skrifar
Svo virðist sem þetta litla
en virðulega blað sé orð-
ið einn allshetjar mælikvarði
á velgengni í hörðum heimi
íslenskra tjölmiðla. Þannig
sá Gunnar Smári Egilsson
ritstjóri Morgunpóstsins að-
spurður ekki ástæðu til að
kvarta yfir stöðu stns blaðs,
þarsem það hefði náð meiri
árangri en Alþýðublaðið. Og
þegar Þjóðvaki hleypti sam-
nefndu málgagni af stokkun-
um í síðustu viku birtist við-
tal í Tímanum sem einkum
snerist um þau frómu áform
ritstjórans,
Olínu Þor-
varðar-
dóttur, að
ná meiri út-
breiðslu en
Alþýðu-
blaðið! Við
óskurn þeim góðs gengis.
Ennþá hefur ekkert heyrst
frá Morgunblaðinu um mál-
ið en á þeim bæ halda menn
sjálfsagt gleði sinni þarsern
Mogginn er ennþá örlítið
umsvifameiri en Alþýðu-
blaðið...
Brennt bam forðast eldinn
sem kunnugt er. Sjálf-
stæðismenn ráku fokdýra
kosningabaráttu í Reykjavík
í fyrra þegar þeir freistuðu
þess að halda völdum í höf-
uðvígi sínu. Fjárausturinn
skilaði hinsvegar ekki tilætl-
uðum árangri og nú vilja
Valhallarmenn fara sér hægt
fyrir þingkosningamar. Þeir
hafa ítrekað
reynt að ná
samkomu-
lagi við
aðra flokka
um niiklar
takmarkanir
á auglýsing-
um og segj-
ast hvað
setn tautar
og raular
ætla að halda mjög að sér
höndum í þeint efnum.
Kjartan Gunnarsson og
hans menn vita náttúrlega að
þeir þurfa ekki svo mjög að
treysta á mátt auglýsinga -
þeir hafa öflugasta fjöl-
miðlaveldi landsins á bakvið
sig...
'\7' firlýsingar Jóhönnu
X Sigurðardóttur um að
ekki komi til greina að
mynda stjóm með Sjálfstæð-
isflokknum þykja dálítið
broslegar í herbúðum Al-
þýðuflokksins. Þar minna
menn á, að Jóhanna hefði
getað komið í veg fyrir sam-
stjóm Alþýðuflokks og
Sjálfstæðisflokks 1991. Þá
vom þrír þingmenn á móti
stjómarmynduninni - en Jó-
hanna var hvorki í þeim hópi
né beitti sér á nokkum hátt
gegn samvinnu við Davíð
Oddsson og félaga. Jóhanna
hefur líka við mörg tækifæri
- að vísu áðuren hún gerðist
flokksleiðtogi - borið lof og
prís á hæfileika Davíðs og
farið fögmm orðum um hið
ágæta samstarf þeirra. FuII-
víst má telja að það útspil að
hafna nú samstjóm með
Sjálfstæðisflokki sé mnnið
undan rifjum hinna fjöl-
mörgu fyrrum alþýðubanda-
iagsmanna sem búið er að
ráða í efstu sæti Þjóðvaka
landið umkring...
Hinumegin
"FarSide" eftir Gary Larson.
„Það þýðir ekkert fyrir þig að láta einsog þú takir ekki eftir
mér. Sannleikurinn er sá, Hildibrandur, að það er löngu tími
tilkominn að ég flytjist að heiman og hefji mitt eigið líf. Sá
dagur er kominn að þú horfist í augu við eigin hundrembu
og viðurkennir þessa staðreynd."
Hetj a
dagsins
„Séra Pétur Þórarinsson messar
í Laufási næstkomandi sunnudag
[5. mars] klukkan 14:00 og er það
hans fyrsta messa frá því að hann
fór í aðgerð í haust. Eins og flest-
um er kunnugt, er búið að taka
báða fætur af Pétri, hægri fóturinn
var tekinn af ofan við hné snemma
á árinu 1994 en um miðjan desem-
ber í fyrra var vinstri fóturinn tek-
inn neðan við hné. Pétur hefur
dvalið á Fjórðungssjúkrahúsinu á
Akureyri frá því í desember en
hann hefur þó fengið heimfarar-
leyfi um helgar að undanfömu.
Pétur sagði í viðtali við Dag að
hann hefði það alveg ágætt og var
hress að vanda. Hann hefur mjög
góðat vonir um að halda vinstra
hnénu, sem augljóslega skiptir
miklu máli. Hann dvelur nú á
bæklunardeild FSA og stundar
sjúkraþjálfun af krafti en með því
á hann að gera stytt dvölina á
Kristsnesi, þar sem hann verður í
endurhæfingu."
-segir í norðlenska fréttablaðinu
Degi, fimmtudaginn 2. mars.
Fimm á förnum vegi
Er ísland í fararbroddi í umhverfismálum? (Spurt á umhverfisráðstefnunni á Hótel Loftleiðum.)
Risto Rautianen, Finnlandi; Já,
ég hef það á tilfinningunni. Norður-
löndin hafa miklar væntingar til
þessarar ráðstefnu.
John S. Waugh, Bandaríkjun-
um: Já. íslendingar hafa verið mjög
virkir á ýmsum sviðum umhverfis-
mála, sérstaklega þegar kemur að
málefnum hafsins. Einnig er ferill Is-
lendinga í að halda hreinleika síns
eigin umhverfis mjög glæsilegur.
Radu IVIihnea, Rúmeníu; Ég get
ekki sagt til um hvort ísland er í far-
arbroddi í umhverfismálum, en ég er
rnjög hrifinn af því sem það er að
gera í sínu eigin umhverfi. Ég vil
óska hinum íslensku skipuleggjend-
um þessa fundar til hamingju.
Barbara Rutherford, Sviss: Já,
svo sannarlega, því þeir eru að verða
fómarlömb þrávirks lífræns eitur-
efnaúrgangs frá öllum heiminum.
Því eiga Islendingar að vera í farar-
broddi.
Aii Ibrahim Beltagy, Egypta-
landi: Það að vera gestgjafar á þess-
ari ráðstefnu er að vera í fararbroddi.
Mér finnst Islendingar vera ein
þeirra þjóða sem hafa hvað mestar
áhyggjur af umhverfismálum.
Viti menn
Ég átti ekki von á því að sigra.
Eg er bara fótboltastelpa og
hef ekkert verið að stefna að
frama á þessu sviði. Ætli ég
verði ekki að taka mér frí frá
boltanum fyrir keppnina til
að fara ekki blá og marin.
Nýkjörin ungfrú Austurland, Rósa Júlía
Steinþórsdóttir, í viötali við DV.
Ég tek nú ekki mikið mark
á þessum yfirlýsingum. Það
eru tveir stjórnmálamenn á
íslandi sem á síðustu átta ár-
um hafa allra manna lengst
setið í ríkisstjórn með Sjálf-
stæðisflokknum. Það eru
Jón Baldvin og Jóhanna
Sigurðardóttir.
Ólafur Ragnar Grimsson um þá
yfirlýsingu Jóhönnu að ekki koma
til greina að mynda stjórn með
Sjálfstæðisflokki. MP i gær.
Dómsmálaráðuneytið er
sem dauður köttur.
Valdimar Jóhannesson framkvæmda-
stjóri átaksins Stöðvum unglinga-
drykkju. MP í gær.
Ef hann fengi sér góða
skó yrði hann rosafínn.
Davíð hefur tekið stakkaskipt-
um. Hann er hættur að vera
í tvíhnepptu, kominn í
einhneppt en mætti reyndar
nýta sér meira dökk föt.
Hann er farinn að
hugsa um útlitið.
„Anna og útlitið" um megrunarkúr og
fatastíl forsætisráðherra. MP í gær.
í myndinni, sem er í tveimur
hiutum, er Farrow lýst sem
ráðríkri og móðursjúkri konu
sem í afbrýðisemiskasti skáld-
aði upp sögu um misnotkun til
að refsa Woody Allen.
Frétt í DV í gær um nýja sjónvarps-
mynd um leikkonuna Miu Farrow.
Þrír þjófar í írak hafa verið
dæmdir til dauða. Mennirnir,
Hussein Jassim, Ali Fakhri og
Qassim Jawad, voru fundnir
sekir um að hafa stolið tveim-
ur bflum og fyrir vikið
verða þeir hengdir.
Frétt í DV í gær.
Veröld ísaks
Johan Wolfgang von Goethe er
mestur þýskra skáldjöfra frá upphafi
ásamt Rainer Marie Rilke, um það
eru flestir sammála. En hann var
ennfremur slökkviliðsstjóri. utanrík-
isráðherra, leikhússtjóri, leikstjóri,
lögfræðingur, málari, námustjóri,
vísindamaður og útfarinn flagari
kvenna. Uppgötvun hans árið 1784
á hinu mikilvæga milliefrikjálka-
beini í manninum var síðar mikil-
væg fyrir Charles Darwin þegar
hann vann að þróunarkenningu
sinni tæpri öld síðar.
Isaac Asimov's Book ofFacts