Alþýðublaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 4
4
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 1995
Safnast
þegar saman
kemur
Tökum dæmi um hjón sem:
# Fara í bíó einu sinni í viku og kaupa popp og gos.
Kostnaður 83.000 kr. á ári.
• Panta sér pizzu einu sinni í viku.
Kostnaður 104.000 kr. á ári.
# Kaupa tvær gosflöskur á dag.
Kostnaður 58.000 kr. á ári.
# Leigja eina myndbandsspólu á viku.
Kostnaður 21.000 kr. á ári.
• Kaupa skyndibita og sælgæti fyrir 400 á dag.
Kostnaður 146.000 kr. á ári.
• Kaupa tvo lítra afgosi og snakkpoka einu sinni í viku.
Kostnaður 20.000 kr. á ári.
Þetta kostar þau 432.000 kr. á ári.
Jdlíllalalldl
TlÆ oAQrKcir
J3 UildUdí Odí
1T’ll O
iJauiiij
Vikan 6.-10. mars verður átaksvika í fjármálum
heimilanna. Af því tilefni verður opið hús í aðalbankanum,
Austurstræti 5, og öllum útibúum Búnaðarbankans, þar
sem þjónusturáðgjafar veita upplýsingar um útgjaldadreifingu,
áætlanagerð o.fl.
Handbókin „Fjármál heimilisins" verður til sölu á sérstöku
tilboðsverði, kr. 900 þessa viku.
Þá verður að auki boðið upp á sérstök fjármálanámskeið,
þátttakendum að kostnaðarlausu, þar sem leiðbeint verður
um hvernig lækka má rekstrarkostnað heimilanna.
Fjallað verður um heimilisbókhald, áætlanagerð, lánamál og
leiðir til sparnaðar svo eitthvað sé nefnt.
Námskeiðin standa í 3 klst. og eru þau auglýst sérstaklega.
HEIMILISLINAN
(5) BIJNAÐARBANKINN
- Traustur banki
Skemmtileg harmsaga
Verkefni
Saga úr vesturbænum
(West Side Story)
Sýningarstaður
Þjóöleikhúsið, stóra sviðið
Söngleikur
Byggður á hugmynd
Jerome Robbins
Tónlist
Leonard Bernstein
Þýðing
Karl Ágúst Úlfsson
Dansahöfundur
og dansstjórnandi
Kenn Oldfield
Tónlistarstjórn
Jóhann G. Jóhannsson
Hljóðstjórn
Sveinn Kjartansson
Lýsing
Björn B. Guðmundsson
Leikmynd
Finnur Arnar Arnarsson
Búningar
María Ólafsdóttir
Leikstjórn
Karl Ágúst Úlfsson
og Kenn Oldfield
Aðstoðarleikstjóri
Randver Þorláksson
Aðstoðarmaður
danshöfundar
Ástrós Gunnarsdóttir
Amerísk músíköl hafa verið
uppfærð hér af og til og hlotið
misjafnt gengi. Sum hafa slegið
í gegn og önnur kolfallið.
Stundum heyrast þær raddir að
músíköl geti aldrei orðið annað
en nokkurs konar hliðargrein
leikhúsanna því þar sé aðeins
um að ræða léttvæg skemmti-
verk. Þessu er ég ekki sammála
því góður söngleikur á ekki síð-
ur erindi á svið en önnur leik-
verk. Hins vegar er misheppn-
aður söngleikur ein sú hroðaleg-
asta pína sem hægt er að sitja
undir.
Það fer hins vegar ekki milli
mála að sýning Þjóðleikhússins
á Sögu úr vesturbœnum er með
bestu verkum leikhússins af
þessu tagi. Þar er sögð sígild
saga í leik, söng og dansi undir
dúndrandi tónlist. Þrátt fyrir
nokkra hnökra er þetta kraft-
mikil og skemmtileg sýning
sem án efa mun fá fólk til að
flykkjast í leikhúsið.
Efni Sögu úr vesturbænum er
sótt í Rómeó og Júlíu eftir
Shakespeare. Hér eru það hinn
ameríski Tóný og María frá Pu-
ertó Rico sem verða fyrir því að
ástin spyr ekki um ætt né upp-
runa. Þau tilheyra sitt hvorum hópi
götugengja í slömmi New York sem
eiga í stöðugum eijum. Þau átök sem
þar fara fram eiga sér hliðstæðu í
linnulausum átökum fólks af ólíkum
kynþáttum vítt og breytt í veröldinni
nú sem fyrr.
Þótt harmsaga hinna ungu elsk-
enda sé efnisþráður Sögu úr vestur-
bænum er dansinn og tónlistin
þungamiðja sýningarinnar.
Ef þar er ekki haldið rétt á spilun-
um verður fátt til bjargar. Það kemur
þægilega á óvart hversu vel hefur
tekist til í þessum efnum í sýningu
Þjóðleikhússins. Ekta amerískt mús-
íkal einkennist af tónlist sem hrífur
sem og þrautþjálfaðri leik- og sýn-
ingartækni. Kenn Oldfield hefur
greinilega þá hæfíleika og hörku sem
þarf til að ná fram nauðsynlegum
hraða, mýkt, krafti og fími sem dans-
atriðin kreíjast og hljómsveitin brást
hvergi.
Leikhús
Sæmundur
r1 Guðvinsson
skrifar
Marta G. Halldórsdóttir fór með
hlutverk Maríu og söngur hennar bar
af. Hún náði líka að draga hlutverkið
trúverðugum dráttum og sýningin er
mikill sigur fyrir Mörtu. Felix
Bergsson átti hins vegar erfíðara
uppdráttar í hlutverki Tóný og kom
það einkum niður á söngnum. En í
mörgum atriðum náði hann mjög
góðum tökum á hlutverkinu. Atriðin
með Maríu og Tóný voru þó stund-
um ansi deyfðarleg og maður beið
þess að þeim lyki svo showið gæti
haldið áfram. Sigrún Waage slær í
gegn á þessari sýningu með þokka-
fullum leik, dansi og söng. Hilmir
Snær Guðnason og Baltasar Kor-
mákur eru foringjar hinna stríðandi
götugengja. Þessir ungu leikarar
gerðu hlutverkum sínum minnisverð
skil og sýndu aðdáunarverða fimi og
leikni. Aðrir leikara sameinuðu einn-
ig dans og leik betur en við eigum að
venjast því það er síður en svo sjálf-
gefið að slíkt takist.
Leikmyndin er einföld en einkar
haglega gerð og það lá við að maður
„...sýning Þjóðleikhússins á Sögu úr vest-
urbænum er með bestu verkum leikhúss-
ins af þessu tagi. Þar er sögð sígild saga í
leik, söng og dansi undir dúndrandi tón-
list. Þrátt fyrir nokkra hnökra er þetta
kraftmikil og skemmtileg sýning sem án
efa mun fá fólk til að flykkjast í leikhúsið.“
fínndi fnykinn úr slömminu. Hins
vegar þrengir leikmyndin óneitan-
lega um of að dansatriðunum og það
kemur niður á heildarmynd sýning-
arinnar. Lýsingin féll vel að sýning-
unni og leikmyndinni. Búningar
pössuðu vel og sérstaklega voru bún-
ingar stúlknanna góðir. Þýðing
Karls Agústs Ulfssonar er létt og
leikandi og hann hefur gætt þess að
þýða og endursegja söngtextana
þannig að þeir smella inn í tónlistina.
Ekki kcemi mér á óvart þótt Saga úr
vesturbœnum hljóti viðlíka aðsókn
og Fiðlarinn á sínum tíma. Sýiting
Þjóðleikhássins hefur alla burði til
að lokka að múg og margmenni.
Norræna menningarhátíðin Sólstafir
Áköf erótík og kenýsk
bassalýra frá Danmörku
Á norrænu menningarhátíð-
inni Sólstöfum verða sýnd í
Þjóðleikhúsinu dansverk frá Is-
landi, Svíþjóð og Danmörku.
Einungis verður boðið uppá
tvær sýningar og verða þær í
dag og á morgun, 7. og 8. mars.
Frá Danmörku kemur Palle
Granhoj með dansleikhús sitt
sem flytur verkin HHH og
Sallinen. HHH er byggt á
Ljóðaljóðum Salómons og er
þemað nekt, forvitni og íhlutun
- verkið er ákaflega erótískt.
Tónlistin er lifandi og er spiluð
á kenýska bassalýru. Seinna
verkið - Sallinen -
er hreyfilistaverk
fyrir ijóra
strengjaleikara og
einn dansara.
Framlag Svía á
þessu sviði er
verkið Til Láru
sem höfundurinn
Per Jonsson kem-
ur með til lands-
ins. Hann tileinkar Sallinen: Danskir
það dansaranum Láru Stefánsdótt-
ur og því viðeigandi að hún dansar
það.
íslenska verkið er eftir Nönnu Ól-
Vinningstölur
laugardaginn:
4. mars. 1995
VINNINGAR FJÖLDI VINNINGA UPPHÆÐ Á HVERN VINNING
fflsafS 0 4.869.523
g+4af5 1 491.420
3 4af 5 125 6.780
gj 3 af 5 3.977 490
dansa með erótíkina í fyrirrúmi.
afsdóttur við tónlist Þorkels Sigur-
björnssonar. Goðsögnin um Orfe-
us og Evridís var innblástur að tón-
smíð Þorkels um Evridís. Á sama
hátt var tónlist Þorkels innblást-
ur Nönnu við smíði verksins
sem Ijallar um dvöl Evridísar í
undirheimum.
Aðaltölur:
BÓNUSTALA:
38
Heildarupphæð þessa viku:
kr. 8.157.173
UPPLVSIMOAR, StMSVARI 91- 68 15 11
LUKKULÍNA 9910 00 • TEXTAVARP 461
Per Jonsson: Einn framsækn-
asti dansahöfundur Svía.
Ráðstefna Stofnunar
Sigurðar Nordals og
Borgarbyggðar
Egill, Björn
Hítdælakappi
og Gunnlaugur
Ormstunga
Stofnun Sig-
urðar Nordals og heimamenn
í Borgarbyggð 1 \ \ f t> « 4 T V
gangast fyrir ■r t •V* lI^
ráðstefnu um
Egils sögu
Skallagríms- sonar, Bjarn- ar sögu Hít- dælakappa oe
Gunnlaugs sögu Ormstungu í Hót-
el Borgamesi dagana 26. og 27. ág-
úst 1995. Meðal þeirra sem flytja
fyrirlestra á þinginu eru Bjarni Ein-
arsson, Bjarni Guðnason, Baldur
Hafstað, Bergljót Kristjánsdóttir,
Else Mundal, Helgi Þorláksson,
Preben Meulengracht Sprensen,
Rory McTurk, Snorri Þorsteins-
son, Sveinn Haraldsson, Sverrir
Tómasson og Vésteinn Olason.
í tengslum við ráðstefnuna verður
farið á söguslóðir á Mýrum undir
leiðsögn heimamanna. Þá verður
bókasýning í Safnahúsi Borgarijarð-
ar í tilefni af sagnaþinginu.
Hótel Borgames og Sæmundur
Sigmundsson sérieyfíshafi veita
ráðstefnugestum vildarkjör.
Stofnun Sigurðar Nordals veitir
allar frekari upplýsingar um sagna-
þingið. Skráning fer fram fyrir I.
júní hjá stofnuninni í síma 562-6050.