Alþýðublaðið - 07.03.1995, Blaðsíða 6
6
ALÞÝÐU BLAÐIÐ
ÞRIÐJUDAGUR 7. MARS 1995
LANDNÝTING
Horft til framtíöar
Ráöstefna haldin 10. mars 1995, kl. 11.00-17.00, aö Borgar-
túni 6, Reykjavíktil heiðurs Sveinbirni Dagfinnssyni.
Dagskrá:
Kl. 11:00 Setning landbúnaðarráðherra -
Halldór Blöndal
Kl. 11:10 Ávarp - Sveinn Runólfsson
Kl. 11:20 Landnýting í víðu samhengi -
Björn Sigurbjörnsson
Kl. 11:40 Að byggja landið með lögum -
Bjarni Guðmundsson
Kl. 12:00 Umrædur
Kl. 12:15 Matarhlé
Kl. 13:00 Jarðvegsrof og landnýting - Ólafur Arnalds
Kl. 13:15 Náttúran og nýting lands-Sigurdur Þráinsson
Kl. 13:30 Landgræðsla og skógrækt í landnýtingu -
Þröstur Eysteinsson
Kl. 13:45 Fræðsla og þekking -
Anna Gudrún Þórhallsdóttir
Kl. 14:00 Ferðaþjónusta og landnýting -
Birgir Þorgilsson
Kl. 14:15 Ásýnd lands og ástand gróðurs-^
Ása Aradóttir
Kl. 14:30 Umrædur
BrunamáKastofnun
ríkisins
Brunamálastofnun ríkisins gengst fyrir námskeiði um eftir-
lit með sjálfvirkum úðakerfum í samræmi við ákvæði í
reglugerð nr. 245/1994. Á námskeiðinu verður farið í gerð
og virkni helstu íhluta úðakerfa og fyrirkomulag eftirlits.
Námskeiðið er einkum ætlað fyrir starfandi pípulagninga-
meistara og hafa þeir forgang sem áður hafa annast upp-
setningu úðakerfa.
í lok námskeiðsins er skriflegt próf og er gerð krafa um 7,0
í lágmarkseinkunn til að fá réttindi til að gera eftirlitssamn-
inga um úðakerfi.
Fyrirhugað er að halda samskonar námskeið á Akureyri
seinna í vor og verður það auglýst sérstaklega.
INNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Utboð
F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í verk-
ið „Nesjavallavirkjun - Smíði borholuhljóðdeyfis".
Kl. 15:00 Kaffihlé
Kl. 15:30 Viðhorf bóndans - Þorfinnur Þórarinsson
Kl. 15:45 Lífrænn landbúnaður, leiðtil landbóta-
Ólafur Þ. Dýrmundsson
Kl. 16:00 Bændur græða landið -
Gudrún Lára Pálmadóttir
Kl. 16:15 Gróðurvernd og landnýting -
Sveinbjörn Dagfinnsson
Kl. 16:30 Umrædur
Kl. 17:00 Ráðstefnuslit
Ráðstefnustjórar: Sigurgeir Þorgeirsson og
Magnús Jóhannesson.
Stofnanir landbúnaðarins.
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Auglýsing um styrki og
lán til þýdinga á erlend-
um bókmenntum
Samkvæmt lögum nr. 35/1981, reglugerð nr. 638/1982 og
breytingu nr. 102/1992 um þýðingarsjóð, er hlutverk sjóðs-
ins að lána útgefendum eða styrkja þá til útgáfu vandaðra
erlendra bókmennta á íslensku máli. Greiðslur skulu útgef-
endur nota til þýðingarlaun.
Skilyrði fyrir styrkveitingu skulu einkum vera þessi:
1. Verkið sé þýtt úr frummáli, ef þess er kostur.
2. Upplag sé að jafnaði eigi minna en 1000 eintök.
3. Gerð og frágangur verka fullnægi almennum
gæðakröfum.
4. Eðlileg dreifing sé tryggð.
5. Útgáfudagur sé ákveðinn.
Fjárveiting til þýðingarsjóðs í fjárlögum 1995 nemur 7,3
milljónum króna.
Eyðublöð fyrir umsóknir um framlag úr sjóðnum fást í af-
greiðslu menntamálaráðuneytisins, Sölvhólsgötu 4, 150
Reykjavík og skulu umsóknir hafa borist ráðuneytinu fyrir
15. mars nk.
flNNKAUPASTOFNUN
REYKJAVÍKURBORGAR
Útboð
F.h. Hitaveitu Reykjavíkur er óskað eftir tilboðum í að
byggja eina hæð ofan á skrifstofuhús að Grensásvegi 1,
Reykjavík, og fullnaðarfrágang hæðarinnar, ásamt því að
klæða tvær neðri hæðir hússins að utan.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík, frá og með þridjudeginum 7. mars, gegn kr.
20.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað miðvikudaginn 29. mars
1995, kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
Verkið felst í efnisútvegun, smíði, flutningi og uppsetningu
borholuhljóðdeyfis, borholu 13 með tilheyrandi jarðvinnu.
Þvermál hljóðdeyfis er um 3,8 m, hæð 4,0 m og heildar-
lengd um 9,3 m. Hljóðdeyfirinn er að mestu smíðaður úr
Corten stáli.
Helstu magntölur eru:
Stálþungi hljóðdeyfis: 6.150 kg.
Verkinu skal lokið fyrir 30. júní 1995.
Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu vorri, Fríkirkjuvegi 3,
Reykjavík, gegn kr. 5.000,- skilatryggingu.
Tilboðin verða opnuð á sama stað þriðjudaginn 21. mars
1995, kl. 14.00.
INNKAUPASTOFNUN REYKJAVÍKURBORGAR
Fríkirkjuvegi 3 - Sími 25800
UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ
Laus staða
Staða háskólamenntaðs fulltrúa í utanríkisráðuneytinu er
laus til umsóknar. Launakjör eru samkvæmt kjarasamning-
um opinberra starfsmanna.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um menntun og fyrri störf
óskast sendar ráðuneytisstjóra utanríkisráðuneytisins,
Rauðarárstíg 25,150 Reykjavíkfyrir 26. mars nk.
Fyrirliggjandi umsóknir verða teknar til greina sé þess
óskað.
Utanríkisráðuneytið,
Reykjavík 3. mars 1995.
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Menningarsjóður
íslands og Finnlands
Tilgangur sjóðsins er að efla menningartengsl Finnlands
og íslands. I því skyni veitir sjóðurinn árlega ferðastyrki og
annan fjárstuðning. Styrkir verða öðru fremur veittir ein-
staklingum, stuðningur við samtök og stofnanir kemur
einnig til greina ef sérstaklega stendur á.
Umsóknir um styrki úr sjóðnum fyrir síðari hluta árs 1995
og fyrri hluta árs 1996 skulu berast sjóðsstjórninni fyrir 31.
mars 1995.
Áritun á íslandi: Menntamálaráðuneytið, Sölvhólsgötu 4,
150 Reykjavík. Æskilegt er að umsóknir séu ritaðar á
sænsku, dönsku, finnsku eða norsku. Sérstök umsókna-
reyðublöð fást í ráðuneytinu.
Stjórn Menningarsjóðs íslands og Finnlands.
3. mars 1995.
Húsverndarsjóður
í apríl verður úthlutað lánum úr Húsverndarsjóði Reykjavík-
ur. Hlutverk sjóðsins er að veita lán til viðgerða og endur-
gerðar á húsnæði í Reykjavík, sem hefur sérstakt varð-
veislugildi af sögulegum eða byggingarsögulegum ástæð-
um.
Umsóknum um lán úr sjóðnum skulu fylgja verklýsingar á
fyrirhuguðum framkvæmdum, kostnaðaráætlun, teikning-
ar og umsögn Árbæjarsafns.
Umsóknum stíluðum á Umhverfismálaráð Reykjavíkurskal
komið á skrifstofu Garðyrkjustjóra, Skúlatúni 2,105 Reykja-
vík, á tímabilinu 1. til 20. mars 1995.
MENNTAMÁLARÁÐUNEYTIÐ
Styrkveitíng úr Þróunar-
sjóði leikskóla
Tilgangur sjóðsins er að stuðla að þróunarverkefnum í leik-
skólum. Með þróunarverkefnum er átt við nýjungar, til-
raunir og nýbreytni í uppeldisstarfi. Um styrk geta sótt
sveitarstjórnir / leikskólastjórar / leikskólakennarar. Sækja
má um styrk til nýrra verkefna og verkefna sem þegar eru
hafin. Umsókn skal fylgja umsögn viðkomandi rekstrarað-
ila leikskóla.
Styrkumsóknir skulu berast menntamálaráðuneytinu fyrir
1. apríl næstkomandi á þar til gerðum eyðublöðum sem
liggja frammi í afgreiðslu menntamálaráðuneytisins, Sölv-
hólsgötu 4,150 Reykjavík.
LEIKSKÓLAR
REYKJAVÍKURBORGAR
Leikskólastjórar
Staða leikskólastjóra við Lækjarborg við Leirulæk og
Foldakot við Logafold eru lausartil umsóknar.
Umsóknarfrestur til 17. mars nk.
Leikskólakennaramenntun áskilin.
Nánari upplýsingar gefa Bergur Felixson framkvæmda-
stjóri og Margrét Vallý Jóhannsdóttir deildarstjóri í síma
27277.
Dagvist barna,
Hafnarhúsinu, Tryggvagötu 17, sími 522-7277.
Snjóflóðavarnir Veður-
stofu íslands óska eftir
upplýsingum um fallin
snjóflóð
Við úrvinnslu og endurbætur á snjóflóðaspám er nauðsyn-
legt að hafa sem mestar og bestar upplýsingar um hvar og
hvenær snjóflóð hafa fallið. Því óska snjóflóðavarnir veður-
stofunnar eftir því að þeir sem kunna að búa yfir vitneskju
um fallin snjóflóð, sérstaklega þau er féllu í nýafstöðnum
hrinum, hafi samband við Veðurstofu íslands í
síma 5 600 600.
ALÞYÐUFLOKKURINN
JAFNAÐARMENN A VESTURLANDI
Sjávarútvegsmál
Jafnaðarmenn á Vesturlandi halda fund um sjávarútvegs-
mál í Gistiheimili Ólafsvíkur í Snæfellsbæ, miðvikudaginn
8. mars klukkan 20:30. Á dagskrá fundarins eru framsögu-
erindi, fyrirspurnir og umræður um fiskverndunarstefnu
Hafrannsóknastofnunar.
Frummælendur: Gunnar Stefánsson tölfræðingur og for-
maðurfiskveiðiráðgjafarnefndar; Guðrún Marteinsdóttir
sjávarlíffræðingur; Fulltrúi Landssambands smábátaeig-
enda; Kristján Þórarinsson stofnvistfræðingur hjá LÍÚ.
Fundarstjóri: Sveinn Þór Elínbergsson 2. maður á fram-
boðslista Alþýðuflokksins á Vesturlandi.
Jafnaðarmenn á Vesturlandi.