Alþýðublaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 9. MARS 1995 ALÞÝÐUBLAÐHD 3 Hún er skrýtin tík þessi pólitík... „Þessi stétt dugnaðarfólks á ekki skilið að vera ofurseld miðstýringu og forsjárhyggju nú á árinu 1995. Á tímum nýrra markaðstækifæra er núverandi stefna í landbúnaðarmálum úr takti við tímann og gerir allt- of marga bændur að kotbændum í stað þess að skapa sjálfstæða starfsstétt sem nýtur virðingar i þjóðfélaginu." Hún er skrýtin tík þessi pólitík. Olíklegustu skoðanabræður og -syst- ur verða annað slagið einróma sam- mála því, að vera ósammála þeim sem áður átti vísan stuðning hjá við- komandi á meðan hinn var ósam- mála. Allt snýst um bókstafma X, A, B, D, G, J og V. Oft em umræður um pólitík í þeim farvegi að fólk veit Pallborðið “ Anna ftt, Karólína ■vCi B Vilhjálmsdóttir HP skrifar ekki nákvæmlega um hvað málið snýst en tekur samt fullan þátt í um- ræðum og er sammála eða ósammála eftir því hvort málið er komið ffá A, B, D, G. J eða V. Sem dæmi um þetta er umræðan um Alþýðuflokkinn - Jafnaðar- mannaflokks Islands - og landbún- aðarmálin. Alþýðuflokkurinn hefur aldrei farið með forystu landbúnað- armála, en er þó sffellt skammaður fyrir að vera óvinur bænda. Þessi umræða er mjög ósanngjöm og ekki í takt við raunveruleikann. Er það kannski óvinskapur að hafa trú á bændastéttinni og telja að bændur eigi að fá tækifæri til þess að sýna hvað í þeim býr? Þessi stétt dugnaðarfólks á ekki skilið að vera ofurseld miðstýringu og forsjárhyggju nú á árinu 1995. A tímum nýrra markaðstækifæra er nú- verandi stefna í landbúnaðarmálum úr takti við tímann og gerir alltof marga bændur að kotbændum í stað þess að skapa sjálfstæða starfsstétt sem nýtur virðingar i þjóðfélaginu. Ég - sem á þó ættir að rekja til bænda - hef ekki skilið hvað veldur því að sumir bændur kalla þann flokk óvin sinn sem vill auka sjálf- stæði bændastéttarinnar. Em bændur ánægðir með það kerfi sem þeir nú búa við - eða er þeim ef til vill illa við umbreytingu? Annað dæmi sem ég get ómögu- lega skilið er umræðan - eða réttara sagt ekki-umræðan - um Evrópu- sambandið. Formaður Alþýðu- flokksins hefúr þurft að sitja undir gegndarlausum árásum vegna stefnu Alþýðuflokksins í utanríkismálum. Kannski finnst einhverjum stjóm- málamönnum umræðan um Evrópu- sambandið vera tímaeyðsla. En var þá ekki EES-samningurinn tíma- eyðsla? Það getur varla talist rétt því EES- samningurinn hefur skapað Is- lendingum stóraukna möguleika á ýmsum sviðum. Um það em nær all- ir sammála. Auknir möguleikar í útflutningi fullunninna sjávarafurða vegna til- komu EES hafa nú þegar skilað fisk- vinnslufyrirtækjum á landsbyggð- inni miklum ávinningi. Vita ekki- umræðusinnar það? Akvæði í EES- samningnum er nú gmndvöllur að þeim hliðarsamningum sem Island mun reyna að ná ffam í umræðum við ESB, meðal annars varðandi samstarf á sviði mennta- og félags- mála. Öll lýðræðisríki Evrópu hafa leyft fbúunum að kynna sér þetta mál. Nema litla sjálfstæða eylandið í norðri, ísland. Við Islendingar telj- um okkur lifa á upplýsingaöld en sú virðist ekki raunin í þessu máli. I mínum augum er umræða um Evr- ópusambandið ekki tímaeyðsla held- ur brýn nauðsyn. Þau vinnubrögð stjómmálaflokka að ýta þessu máli út af borðinu án þess að kanna kosti og galla eru ekki aðeins óábyrg held- ur einnig lítilsvirðing gagnvart dóm- greind fólksins í þessu landi. Ótrúlegt en satt: aðeins einn stjómmálaflokkur vill kynna málið fyrir þjóðinni. Við hvað em menn hræddir? Það er þjóðin mun eiga síðasta orðið í þjóðaratkvæðagreiðslu - ekki Al- þýðuflokkurinn eða Jón Baldvin. Það er öllum ljóst sem vilja vita að Alþýðuflokkurinn ætlar ekki að ganga til aðildarsamninga við Evr- ópusambandið nema fullur yfirráða- réttur íslendinga yfir auðlindum okkar tryggur. Hvemig í ósköpunum fæst niðurstaða án þess að mál séu könnuð? Sem framkvæmdastjóri fþrótta- sambands fatlaðra spyr ég: Kemur mér þetta við? Já! Vita fatlaðir ís- lendingar eitthvað um þessi mál. Auðvitað ekki! Evrópusambandið er án efa í augum flestra þeirra aðeins fjarlæg skammstöfun. Sannleikurinn er sá að það er ekki rétt. Fatlaðir Is- lendingar um allt land eiga fullan rétt á því að fá upplýsingar um þau fjöl- mörgu samstarfsverkefhi sem aðild- arlönd Evrópusambandsins bjóða upp á. Fyrir þcnnan fjölmenna þjóð- félagshóp em að skapast þama stór- kostleg ný tækifæri í samstarfi Evr- ópuþjóða. Málið snýst ekki bara um fiskinn í sjónum eða atkvæðið í Brussel. Hefur þú hugleitt hvort þetta sé mál sem geti haft áhrif á þig og þína fjölskyldu, matarkostnað, fyrirtæki þitt, atvinnumöguleika þfna, framhaldsnám þitt eða bama þinna, bæjarfélagið þitt, umhverfis- mál, ferðamál, þjónustu og fleira? Finnst þér eðlilegt að svona mál eigi að afgreiða með þögn og af- skiptaleysi. Er framtíð þín, bama þinna og allra íslendinga ekki á dag- skrá? Höfundur er skipar 2. sætið á framboðslista Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra. Kristján Porvaldsson og Bjarni Brynjólfsson. Þeir hafa verið við stjórnvölinn síðan Árni Þórarinsson fór í frí í fyrra til að skrifa viðtalsbókina víðfrægu við Hrafn Gunnlaugsson. Óvíst mun að Árni snúi aft- ur á Mannlíf enda hefur hann víst í nógu að snúast í blaðið auk þess í góðum höndum... Gleðitíðindi fyrir skák- unnendur: Gary Kasparov heimsmeistari í skák er væntanlegur til ís- lands á næstunni í boði Sjónvarpsins. Hermann Gunnarsson hefur undan- farin ár haft veg og vanda af atskákmótum í beinni út- sendingu og jafnan fengið kunna kappa til að mæta: Jan Timman, Judith Polgar og Anatoly Kar- pov hafa þannig öll teflt gegn íslensku meisturum. Og nú er það semsagt Gary sjálfur sem ætlar af annálaðri hógværð að strá snilldinni í kringum sig... "FarSide" eftir Gary Larson. Tveir endurskoðendur af pönk-kynslóðinni svokölluðu voru kosnir á hið íslenska Alþingi í kosningunum árið 1995. Tímaritið Mannlífer nú að koma út í 100. skipti og af því tilefni er óvenju veglegt. For- síðuna prýðir Hólmfríður Karlsdóttir fyrrum ung- frú heimur, en sam- kvæmt ítar- legri athug- un Mannlífs er Hófí sú kona sem flestar kyn- systur henn- ar vilja líkj- ast. í viðhorfskönnun með- al kvenna kom einnig fram mikill stuðningur við þá hugmynd að eyða kvöld- stund með Sigmundi Erni Rúnarssyni fréttahauki og skáldi á Stöð 2. Af öðru efni Mannlífs að þessu sinni má nefna athyglisvert viðtal við Þráinn Karlsson leikara á Akureyri, en hann nýtur vaxandi virðingar í leiklistarheiminum. Rit- stjórar Mannlífs eru þeir Nú er endanlega út úr myndinni að Ingi Björn Albertsson fari í sérframþoð. Ingi Björn var kjörinn á Al- þingi 1987, en þá skipaði hann 1. sæti á lista Borgaraflokksins á Vesturlandi. Síðustu ár hefur hann verið mjög uppá kant við flokksforystu Sjálf- stæðisflokksins, og notað hvert tækifæri til að úthúða Davíð Oddssyni og félög- um. Síðustu mánuði hefur hann víða leitað eftir stuðningi, og íhugaði að bjóða fram í að minnsta kosti þremur kjördæmum: Reykjavík, Reykjanesi og á Suðurlandi. Við vitum þannig að hann falaðist eft- ir stuðningi ýmissa manna í Vestmannaeyjum en hafði ekki árangur sem erfiði. En Ingi Björn er semsagt kom- inn í pólitískt orlof- að minnsta kosti um tíma. Það má mikið vera ef hann læt- ur ekki aftur að sér kveða... Djamm kvöldsins Nú nálgast vorið óðfluga og í kvöld rísa íslendingar uppúr sínu lúterska skammdeg- isþunglyndi með heimspekilega uppskrift Alþýðublaðsins að velheppnuðu kvöldi í far- teskinu: Númer eitt: Mætt í menningarmiðstöðina Gerðuberg þar sem OA-samtökin (Samtök fólks með ofátsvandamál: Overeaters An- onymous) standa fyrir kynningarfundi klukkan 20:00 með gestafyrirlesara frá ísra- el. Við segium ekkert illt. Númer tvö: Farið á skemmtistaðinn Ömmu Lú. Klukkan 20:30 hefst þar tísku- sýning frá Félagi meistara og sveina í fata- iðn: Evu H. Kristjánsdóttur, Guðrúnu Emu Guðmundsdóttur, Hörpu Harðar- dóttur, Huldu Kristinsdóttur, Jófríði Benediktsdóttur og Ólöfu Kristjánsdótt- ur. Við sjáum ekkert illt. Númer fjögur: Brunað í Háskólabíó þar sem breski orgel- og píanóvirtúósinn Wayne Marshall hóf klukkan 20:00 að spila lög eftir George Gershwin og Duke Eliington. Marshall gerir gott betur en að spila á hljóðfærin því hann syngur einnig og stjómar hljómsveitinni sem flytur útsetning- ar eftir hann. Við hevrum ekkert illt. Númer fjögur: Bein leið á Sólon ísland- us klukkan 22:00 þar sem Morgunpósturínn segir að Viðreisnarklíkan haldi til. Klíkuna skipa ungir jafnaðar- og íhaldsmenn er munu vera komnir með sigurglampa í augun. Kannski verður ykkur tekið fagnandi í klík- una, en að öðrum kosti fylgist þið með að- förum dýragarðsbamanna með öfundsýkis- glotti á vör. Við djömmum. Fimm á förnum V©gi Trúir þú á tilvist Lagarfljótsormsins? (Spurt í Reykjavik.) Ingimar Þorkelsson, banka- rnaður: Nei, það hefur aldrei hvarflað að mér að hann sé til. Benjamín ísaksson, verslunar- maður: Varla get ég sagt það, en mér finnst mjög gaman að lesa um hann. Árni Pétur Veigarsson, nemi: Já, ég trúi á hann og sá einu sinni mjög skrítinn haus í Lagarfljóti. Sturlaugur Ásbjörnsson, nemi: Nei, þetta er bara bull og vitleysa. Bylgja Björk Jónsdóttir, Stöð 2: Já, ég veit að þama er eitthvað - enda hefur hún amma mín sagt mér margar skemmtilegar sögur af orm- inum. Hallgrímur Helgason, rithöfundur og myndlistar- maður, er einhver frumlegasti skríbent landsins og einn sá skemmtilegasti einnig. Hann ritar pistla í Alþýðublaðið og fer þar um síður einsog orðspúandi dreki. Víkurblaðið, Húsavík. Skyldi ritstjórastaða á Alþýðublaðinu vera ígildi ráðherratignar? DV í gær. „Tjöpörnipinnipi“. Fyrirsögn á myndlistargagnrýni í Mogganum í gær. Nelson Mandela, forseti Suður-Afríku, samdi afsökun- arbeiðni, sem fyrrverandi eiginkona hans, Winnie, sendi honum í síðasta mánuði, og neyddi hana til að undirrita bréfið til að bjarga stjórn- málaferli hennar. Frétt í Mogganum í gær. Enginn segir að Sjálfstæðis- flokkurinn sé ómissandi í stjóm, en er það ekki býsna mikil bíræfni að lýsa yfir því fyrir kosningar af fulltrúum nýs flokks að þeir útiloki sam- starf við nærri helming þjóðarinnar? Eða einsog Davíð Oddsson segir: þessi yfirlýsing ber ekki merki um mikla lýðræðisást. Ellert B. Schram í leiðara DV í gær. Já, þetta eru yfirburðamenn, ekki spurning. Þessi gagnrýni á störf þeirra er bara rugl. Siggi Sveins handboltakappi, aðspurð- ur hvort íslenskir handknattleiksdóm- arar séu nægilega góðir til að dæma í 1. deild. Tíminn í gær. Vopnahlé í Bosníu ekki framlengt. Fyrirsögn í Mogganum i gær. Veröld ísaks George Washington varð að taka 500 pund að láni árið 1789 til að greiða niður skuldir sínar - og 100 pund til viðbótar þuifti hann að taka að láni vegna t'erðalagsins til New York þar sem hann sór embættiseið. Washington var talinn einn ríkasti maður sinnar tíðar í Bandaríkjunum, en átti engu að síður lítið af stórum landareignum. Hann tók fyrrgreind- ar fjárhæðir að láni hjá manni að nafni Richard Conway í Virginíu og bar því við að „uppskerubrestur og aðrar aðstæður ekki fyllilega undir minni stjóm“ væru ástæðumar fyrir þessari óvæntu féþurrð. Isaac Asimov's Book ofFacts

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.