Alþýðublaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 8
Fimmtudagur 9. mars 1995 39. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk uiiniuidi r / Norðmenn álíta að Smuguveiðar og úthafsveiðar Islendinga leggist af eftir þingkosningar á Islandi 8. apríl Hörð stefna Jóns Baldvins í andstöðu við Þorstein Pálsson - segir Terje Jensen í Fiskeribladet. Jón Baldvin Hannibalsson: Opinbert leyndarmál að komið var í veg fyrir reglugerð Porsteins Pálssonar sem ætlaði að banna Smuguveið- arnar i upphafi. í grein eftir Terje Jensen í Fisk- eríbladet í Noregi eru vonir bundnar við að Jón Baldvin Hannibalsson bíði ósigur í komandi kosningum. Þá verði tekin upp hófsamari stefna gagnvart Norðmönnum í Smugudeil- unni. Fyrirsögn greinarinnar er ,Js- lensk stefhubreyting eftir kosning- amar 8. apnl?“ Þar segir Teije Jensen meðal annars: „Það lftur út fyrir að utanríkisráðherra Islands, Jón Bald- vin Hannibalsson, sé á leið út úr ís- lenskum stjómmálum eftir kosning- amar 8. apríl. Það getur þýtt það að fallið verði ffá hinni herskáu stefnu íslands varðandi Barentshaf sem að mestu hefur verið á línu Hannibals- sonar og gengur gegn vilja bæði (Davíðs] Oddssonar forsætisráð- herra og [Þorsteins] Pálssonar sjáv- arútvegsráðherra." I greininni er stjómmálaástandið á íslandi tekið til umræðu, og vitnað í skoðanakannanir sfðan fyrr í vetur þegar fylgi Alþýðuflokksins var í lágmarki: „Núverandi ríkisstjóm á Islandi er samsteypustjóm jafnaðarmanna og Sjálfstæðisflokksins og þar hefur ríkt mikið ósamkomulag. A síðastliðnu hausti yfirgaf Jóhanna Sigurðar- dóttir félagsmálaráðherra flokk jafn- aðarmanna í mótmælaskyni við stefnu Hannibalssonar. Hún stofnaði Stefnubreyting 8. april? Greinin í Fiskeribladet þarsem segir að Norðmenn bíði í ofvæni eftir kosn- ingum á íslandi - eftir þær verði Smuguveiðum hætt. eigin flokk sem í skoðanakönnun í janúar fékk 18 prósent fylgi. I þessari sömu skoðanakönnun sögðust 65 prósent aðspurðra vera óánægðir með Hannibalsson sem utanríkisráð- herra. Þess vegna bendir allt til þess í dag að Hannibalsson sé á leiðinni út. Og þá mundu margir segja að ánægj- an væri á leið inn.“ Þá vitnar greinarhöfundur til um- mæla Jan Henry T. Olsen sjávarút- vegsráðherra Noregs. Olsen segir: „Við höfum skýr skilaboð um að bæði fólk í grasrótinni, vísindamenn og leiðtogar eru sammála okkur um þá stefnu sem við fylgjum í Barents- hafi.“ Teije Jensen gerir einnig að um- talsefni hörð viðbrögð Jóns Baldvins við undirritun kanadíska sjávarút- vegsráðherrans Brian Tobin á samn- ingi um veiðar í Smugunni. Um það segir Jensen: „Eins og kunnugt er, er þessi samningur um leið viðurkenn- ing á norskum yfirráðum á Sval- barðasvæðinu." „Eg hef heyrt þennan tón í norskri pressu áður. Þess er skemmst að minnast þegar ég kom til Tromsö til viðræðna við Kozyrev og Godal, þá var strengdur borði með sjálflýsandi letri yfir eina götuna: Hunskastu burt, Hannibalsson," sagði Jón Baldvin Hannibalsson þegar hann var inntur álits á greininni í Fiskeribladet. „Margir Norðmenn telja að sú stefna sem Islendingar reka til að gæta hagsmuna sinna gagnvart úthafsveið- um sé undan mínum rótum runnin. Það skal ég sannarlega ekki bera af mér, en það er líka staðreynd að það hefur verið full samstaða milli mín og forsætisráðherra í málinu. A sín- um tíma tókum við höndum saman til að koma í veg fyrir setningu reglu- gerðar sjávarútvegsráðherra sem hefði á mjög hæpnum lagagrundvelli stöðvað Smuguveiðamar í upphafi. Þetta er nú opinbert leyndarmál og þetta þekkja allir í bransanum." Jón Baldvin kvaðst ekki sjá nokkra ástæðu til að kveinka sér undan skeytum Norðmanna: „Það hefur auðvitað komið í minn hlut að halda uppi málsvömum fyrir okkur gagn- vart Norðmönnum, í sókn og vöm, bæði í formlegum samningaviðræð- Jón Baldvin: Smuguveiöar hafa skilaö þjóðarbúinu 3 milljörðum. Það jafngildir 55 þúsund krónum á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. Með því að hafna Alþýðuflokknum eru kjósendur um leið að lýsa stuðn- ingi við sjónarmið IMorðmanna. A-mynd: E. Ól. um og norskum fjölmiðlum. Ég hef gert mér far um að skýra mjög ræki- lega hin lagalegu rök Islendinga gagnvart sjálftökurétti Norðmanna á fiskvemdarsvæðinu." Þá sagði Jón Baldvin ljóst að margir Norðmenn gerðu sér sterkar vonir um stefnubreytingu af hálfu Is- lendinga ef skipt verður um utanrík- isráðherra. „íslendingum er nú smámsaman að verða ljóst hvað þessi stefna og veiðamar fyrir utan landhelgi hafa þýtt fyrir íslenskt þjóðarbú. Þetta er snar þáttur í því, ásamt EES-samn- ingnum, að við erum nú að rétta úr kútnum. Efnahagsbatinn er meðal annars drifinn af þessum tveimur ástæðum, EES-samningnum og Smuguveiðunum auk landana úr er- lendum skipum sem hafa skapað mörg störf, mikla vinnu og aukið verðmæti, sérstaklega á Norðurlandi og Austurlandi. Við metum það svo, að Smuguveiðamar hafi skilað þrem- ur milljörðum inn í íslenskt þjóðarbú. Það er nú hvorki meira né minna en 55 þúsund krónur á hveija íjögurra manna fjölskyldu. Þannig að það em miklir hagsmunir í húfi. íslendingar ættu þessvegna að gera sér grein fyr- ir því í kosningum að með því að hafna Alþýðuflokknum em þeir raunvemlega að lýsa stuðningi við sjónarmið Norðmanna. Með því að styðja Alþýðuflokkinn og formann hans í þeirri stefnu sem rekin hefur verið og skilað miklum árangri, em menn að tryggja að haldið verði af myndugleika á okkar hagsmunum hér eftir sem hingað til,“ sagði Jón Baldvin Hannibalsson. Fréttamolar af Héraði É Hermann Níelsson skrifar Herðir hf. í Fellabæ Þari til manneldis Tilraunavinnsla á þömngum hefur farið fram hjá Herði hf. í Fellabæ og reyndust afurðimar vera í háum gæðaflokki. Heimsmarkaður fyrir þömnga til manneldis nemur millj- ónum tonna á blautum þara á ári. Stærstu markaðimir em í Japan og Kína en einnig em hefðbundnir markaðir í Frakklandi og Þýska- landi. Atvinnumálaráð Egilsstaðabæjar stóð fyrir rannsóknar- og tilraun- vinnslu á þömngum úr Reyðarfirði síðast liðið sumar í samvinnu við Rannsóknarstofnun fiskiðnaðarins. Fjöldi matþömnga fundust í firðin- um og reyndist mögulegt að full- verka þarann á mismunandi vegu með þurrkun og söltun. Sem fyrr segir fór tilraunavinnslan fram hjá Herði hf. í Fellabæ og lofar hún góðu um framhaldið ef fjármagn fæst til áframhaldandi rannsókna og til- rauna. Atvinnumálanefndin lagði fram eina og hálfa milljón króna til verkefnisins og hefur nú sótt um styrki til opinberra sjóða til fram- haldsrannsókna og frekari þróunar. Forsenda þess að ljúka verkefninu er að fá úr því skorið hvort skapa megi verðmæti og ný atvinnutækifæri á þessu sviði. Um nokkurt skeið hafa verslanir með svokallaðar heilsuvömr flutt inn þara til manneldis frá Japan. Markað fyrir þara er því einnig að finna hér á landi þó að í smáu sé. Það erþví von- andi að í þessu leynist möguleikar til verðmæta-og nýsköpunar atvinnu- tækifæra á Egilsstöðum. Herðir hf. í Fellabæ er eina fyrir- tækið á Héraði sem er með vinnslu sjávarafurða. Aðalframleiðslan em þurrkaðir þorskhausar á Nígeríu- markað, útvatnaður og frystur mam- ingur á Frakklandsmarkað og einnig hefur verið gerð tilraun með ígul- keravinnslu. Ennffemur hefur fyrir- tækið flakað og saltað ufsa á Kan- adamarkað. Herðir hf. hefur að jafn- aði skapað störf fyrir 16 til 18 manns. Kaupfélaa Héraðsbúa Fullvinnsla á markað Kaupfélag Héraðsbúa rekur fisk- vinnslu á Reyðarfirði. Þar hefúr um árabil farið fram fullvinnsla á sjávar- afurðum á neytendamarkað fyrir Marks og Spencer og Tesco í Bret- landi. Rósa Júlía Steinþórsdóttir nýkrýnd Fegurðardrottning Austurlands í hásæti sínu. Að baki hennar standa keppinautar hennar um titilinn. Austramynd MM Kjötvinnsla KHB framleiðir áleggstegundir og fleiri kjötvömr á neytendamarkað Austanlands undir merkinu Snæfell eða Snæfellsvömr. Framleiðslunni hefur verið vel tekið af Austfirðingum. í Mjólkurstöð Kaupfélagsins er í undirbúningi fullvinnsla á mjólkur- afurðum til ostagerðar. Kaupfélag Héraðsbúa skapar í heild hátt í 300 manns atvinnu. Austurland Rósa Júlía er Fegurð- ardrottning Austfirsk fegurð er fræg um allan heim - samanber afrek Lindu Pét- ursdóttur - og um helgina var Feg- urðardrottning Austurlands krýnd. Hin fagra snót er Rósa Júlía Stein- dórsdóttir frá Höfn í Hornafirði, landsliðskona í knattspymu. Hún mun taka þátt í keppninni um titilinn ungfrú Island 1995 síðar á árinu. Rósa er 19 ára og auk þess að vera í landsliðinu stundar hún nám við Framhaldsskóla Austur- Skaftafells- sýslu. Ljósmyndafyrirsæta var valin Ríkey Kristjánsdóttir frá Egils- stöðum og vinsælasta stúlkan að mati keppenda sjálfra var valin Ásta Kristjánsdóttir frá Seyðisfirði. Keppnin var haldin fyrir fullu húsi á Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum og þótti takast vel. Framkvæmdastjóri hennar var Ingunn Ásgeirsdóttir. Flíótsdalshérað Paradís vetrarferða Við vitum flest hvemig Héraðið lítur út í sumarskrúða, dulúð og sjarmi svífa yfir vötnunum, skógun- um og mannfólkinu. Þeir sem starfa við ferðaþjónustu á Héraði vita líka flestir hvemig ferðamenn líta út en einungis í sumarbúningi. Það væri verðugt verkefni að snúa blaðinu við og fá innlenda ferða- menn til að heimsækja vetrarparadís Héraðsins og upplifa vetrarfrí með óvenjulegu sniði. Þar má blanda saman útivem, menningu og matar- gerð sem tryggir þátttakendum holla hreyfingu, afþreyingu og fæði í sér- flokki. Gestir geta dvalið á Hótel Vala- skjálf. Ný sundlaug er steinsnar frá hótelinu og frábært skíðasvæði er á Fjarðarheiði í um 5 kílómetra fjar- lægð frá Egilsstöðum. Hægt er að setja upp dagskrá fyrir gesti í hand- verkshúsinu, fara á jeppum á Vatna- jökul og því ekki að gista eina nótt f Snæfellsskála. Kvöldvöku má hafa í Skriðuklaustri. Þá má benda á dorg- veiði í Lagarfljóti og snjósleðaakst- ur, gönguferðir um Hallormsstaða- skóg, skíðagöngu í Selskógi og skoðunarferðir um hreindýraslóðir. Síðast en ekki síst mætti bjóða upp á skrautfjöður Héraðsbúa í matargerð, hreindýrakjöt ásamt Iíffænt ræktuðu grænmeti og kjötmeti á matseðli hót- elsins. Þær taka sig vel út á samkvæmiskjólum, keppendurnir um titilinn Feg- urðardrottning Austurlands: Frá keppninni í Valaskjálf á Egilsstöðum um helgina. Austramynd MM

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.