Alþýðublaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 6
6 ALÞÝÐUBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 9. MARS 1995 £(% K K U N N JAFNAÐARMENN A EGILSSTOÐUM OG HÉRAÐI ALÞÝÐUFLOKKURINN Á VESTFJÖRÐUM Kosningamidstöð Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins á Egilsstöðum verður opnuð laugardaginn 11. mars að Árskógum 11, klukkan 14:00. Sett verður upp dagskrá með upplestri og fleiru, kaffi og kleinur og nóg að lesa og spjalla. Állir velkomnir. Félag jafnaðarmanna á Fljótsdalshéraði JAFNAÐARKONUR Á FLJÓTSDALSHÉRAÐI Fundur um velferðarmál Jafnaðarkonur á Fljótsdalshéraði efna til málstofu um upp- eldis- og félagsmál, jafnréttis- og kjaramál kvenna sunnu- daginn 19. mars. Frummælendur og dagskrá fundarins auglýst síðar í Á skjánum og í Jafnaðarmanninum. Fundurinn verður opinn og allir eru velkomnir. Stjórnin. ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG HAFNARFJARÐAR Aðalfundur Aðalfundur Alþýðuflokksfélags Hafnarfjarðar verður hald- inn í Alþýðuhúsinu við Strandgötu í Hafnarfirði laugardag- inn 18. febrúar klukkan 14:00. Dagskrá: 1. Venjuleg aðalfundarstörf. 2. Kosningarnarframundan. 3. Önnur mál. Stjórnin. ALÞÝÐUFLOKKURINN - JAFNÐARMANNAFLOKKUR ÍSLANDS Utankjörstaðaskrifstofa Jafnaðarmenn hafið samband við utankjörstaðaskrifstofu Alþýðuflokksins - Jafnaðarmannaflokks íslands - ef þið verðið ekki heima á kjördag. Skrifstofan gefur allar upplýs- ingar um allt það sem varðar kosningarnar 8. apríl. Utankjörstaðaatkvæðagreiðsla fer fram hjá sýslumannin- um Skógarhlíð 6, III. hæð, alla virka daga frá klukkan 9:30 til 15:30. Sími utankjörstaðaskrifstofu Alþýðuflokksins er 55-29244, myndsendisnúmer er 56-29155. Skrifstofunni stýrir Gylfi Þór Gíslason. Kosningastjórnin. ALÞÝÐUFLOKKURINN Á VESTURLANDI Umhverfismál Alþýðuflokkurinn boðartil fundar um umhverfismál í Hótel Stykkishólmi, þriðjudaginn 14. mars klukkan 20:30. Frummælandi: Össur Skarphéðinsson. Umræðuefni: Verndun Breiðafjarðar og önnur umhverfis- mál. Fyrirspurnir og umræður. Stjórnin. ALÞÝÐUFLOKKSFÉLAG PATREKSFJARÐAR Stjórnmálafundur Alþýðuflokksfélag Patreksfjarðar auglýsir opinn stjórn- málafund um með Sighvati Björgvinssyni ráðherra sunnudaginn 12. mars klukkan 20.30. Fundurinn verður haldinn í félagsheimilinu á Patreksfirði. Formaður. JAFNAÐARMENN Á VESTURLANDI Góugleði Alþýðuflokksfélag Akraness heldur sína árlegu góugleði í félagsheimilinu Röst, laugardaginn 11. mars, klukkan 20:00. Boðið verður uppá glæsilegan kvöldverð, fjöldasöng og skemmtiatriði. Miðaverð aðeins krónur 1.500. Heiðursgestir kvöldsins verða hjónin Bryndís Schram og Jón Baldvin Hannibalsson. Allir jafnaðarmenn eru vel- komnir. Stjórnin. Kosningamiðstöð Alþýðuflokksins á Vestfjörðum hefur verið opnuð á 4. hæð Kratahallarinnar við Silfurtorg á ísa- firði. Fyrst um sinn verður hún opin frá klukkan 13:00 til 19:00 alla virka daga. Kosningastjóri er Gísli Hjartarson sem jafnframt er rit- stjóri Skutuls, málgagns jafnaðarmanna í kjördæminu. Sími skrifstofunnar er 94-5348 og myndsendir er 94-5346. Farsímanúmer kosningastjóra er 985-39748 og heimasími hans er 94-3948. Jafnaðarmenn á Vestfjörðum. JAFNAÐARMENN Á VESTURLANDI Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins á Akranesi hefur verð- ur opnuð í félagsheimilinu Röst. Sími 93-11716. Leitið upplýsinga. Stjórnin. ALÞÝÐUFLOKKURINN í KÓPAVOGI Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins í Kópavogi hefur verið opnuð í Hamraborg 14a (II. hæð til hægri). Fyrst um sinn verður skrifstofan opin mánudaga til föstudaga frá klukkan 11:00 til 21:00, laugardaga frá klukkan 10:00 til 16:00 og sunnudaga eftir samkomulagi. Kosningastjóri er Halldór E. Sigurbjörnsson þjóðréttar- fræðingur. Símar skrifstofunnar eru 554-4700, 564-4329 og 564-4767, en myndsíminn er 554-6784. Heimasími kosningastjóra er 554-0146. Vegna utankjörstaðaatkvæðagreiðslu hafið samband við skrifstofuna eða á aðalskrifstofur Alþýðu- flokksins í Reykjavík í síma 91-29244 (Gylfi Þór Gíslason). Alþýðuflokkurinn í Kópavogi. JAFNAÐARMENN Á NORÐURLANDI EYSTRA Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa Alþýðuflokksins á Norðurlandi eystra hefur verið opnuð að Brekkugötu 7 á Akureyri. Skrifstofan er opin alla virka daga frá klukkan 13:00 til 22:00 og um helgarfrá klukkan 13:00 til 17:00. Starfsmaður skrifstofunnar er Aðalheiður Sigursveins- dóttir. Heitt á könnunni og „með því" allan daginn. Kosningastjórnin. JAFNAÐARMENN Á SUÐURNESJUM Kosningaskrifstofa Kosningaskrifstofa jafnaðarmanna á Suðurnesjum hefur verið opnuð að Hafnargötu 88 í Keflavík (gamla ÁTVR-hús- ið). Opið verður aila daga frá klukkan 10:00 til 20:00. Símarnir eru 92-11180 og 92-11380. Kosningastjóri er Hilmar Hafsteinsson og starfsmaður kosningaskrifstof- unnar er Erlingur Hannesson. Kosningastjórnin. Svona bara réttjyrir kosnmgar! MMÐUBLMD Stalín og Shostakovich Jósef Stalín hlustaði mikið á út- varp. Kvöld eitt heyrði hann pí- anókonsert númer 23 eftir Mozart, og varð frá sér numinn af hrifn- ingu. Enda var konsertinn leikinn af Mariu Yudinu, sem naut mikiliar hylli í Sovétríkjunum. Stalín hringdi því strax í útvarpsráðið, og krafðist þess að fá plötuna með þessari frægu listakonu. „Að sjálf- sögðu, Stah'n minn, skal gert, skal gert,“ var auðvitað svarað. Samt var platan ekki til, og hafði aldrei verið. Stalín hafði nefnilega heyrt bcina útsendingu frá tónleikum, og voru nú góð ráð dýr. Enginn dirfð- ist að segja nei við Stalín, því afleið- ingamar gætu orðið hroðalegar. Allir vissu að hann bar ekki neina Hann þótti afburðanemandi, enda bæði gæddur snilligáfu og harðdug- legur. Og fyrst efdr að hann útskrif- aðist naut hann virðingar og var hyl lt- ur sem eitt efnilegasta tónskáld nýrr- ar kynslóðar. En það kostaði sitt, Sta- lín sá að hann var efni í „opinbert" tónskáld, nokkurs konar hirðskáld, sem myndi semja háleita tónlist um virðingu fyrir mannslífum; það hafði hann aldrei gert. Svo neyðar- kall var sent til Yudinu, og hljóm- sveitinni komið á pall á s vipstundu. Upptökutækin vom sett í gang, en allt fór í vitleysu vegna þess að hljómsveitarstjórinn var svo hræddur við Stalín. Hann var sendur heim bilaður á taugum, og annar kallaður til. En allt kom fyr- ir ekki, og var það loks sá þriðji sem var í nægilegu jafnvægi til þess að upptakan gæti heppnast. Þá var komin nótt, allir vom í svitabaði en samt tókst að Ijúka verkinu. Platan var tilbúin um morguninn - aðeins eitt eintak. Stalín fékk hana senda strax, auðvitað í límosínu. Þetta er lítið dæmi um þá ógn sem fólki stafaði af Stalín. Þó Utvarp Matthildur hafi á sínum tíma sungið „Stalín út í tunglsljósi, Stalín út í skóg“, þá var ekkert sæld- arlíf að búa undir oki þessa mikla harðstjóra. Verst var að skara fram úr á einhvem hátt, því það þýddi að Sta- lín gaf viðkomandi gætur. Hann fylgdist með, og ef honum mislíkaði eitthvað gat hvað sem var gerst. Tónskáldið Dmitri Shostakovich (1906 -1975) þurfti að þola það að margir vina hans hurfu fyrirvaralaust. Sjálfur virt- ist hann ekki þurfa að ótt- ast neitt, því hann hafði hlotið mikið lof fyrir fyrstu sinfóníu sína sem hann samdi aðeins m'tján ára gamall. Stalín hafði vel- þöknun á honum, og hann fékk jákvæða umijöllun í Ijölmiðlum. En þegar seinni ópera var bókstaflega rifin niður í Prövdu horfðu málin öðm vísi við. í endurminningum sínum segir Shostakovich að hann hafi óbeit á ævisögum og greinum sem byiji svona: „Hann ólst upp á miklu tón- listarheimili; pabbinn spilaði á greiðu og mamman flautaði oft lagstúf." Það skal virt hér og verður því ekki fjall- að svo mjög um æskuár hans sjálfs. Enda nægir að nefna að hann hafi sýnt óvenjulega hæfileika strax í bemsku. Rétt eins og Beet- hoven gat hann ellefu ára gamall spilað allar hinar 48 Das Wohhemp- eriertes Klavier prelúdíumar og fúg- umar eftir Bach. Það er ekkert smá- ræðisverk, eins og allir píanókennar- ar vita. Shostakovich var nemandi í Tón- listarháskólanum í St. Pétursborg. Tónlist Jónas Sen skrifar leiðtogann, býltinguna og dýrð Sov- étríkjanna. Shostakovich fór því að fá ýmis fyrirmæli og neyddist auðvitað úl að hlýða þeim. Afraksturinn varð meðal annars Sinfónía tileinkuð októ- ber, og annað í svipuðum dúr sem ekki þykir ýkja merkilegt í dag þó Stalín hafi verið ánægður. Shostakovich var skiljanlega van- sæll í þessu starfi. Eftir því sem hann óx og þroskaðist fannst honum æ erf- iðara að gegna því hlutverki sem hið opinbera þröngvaði upp á hann. Hann vildi semja sína eigin tónlist og „Stalín hringdi því strax í útvarpsráðið, og krafðist þess að fá plötuna með þessari frægu iistak- onu...Samt var platan ekki til, og hafði aldrei ver- id . Stalín hafði nefnilega heyrt beina útsendingu frá tónleikum...Allir voru í svitabaði en samt tókst að Ijúka verkinu. Platan var tilbúin um morguninn - aðeins eitt eintak. Stalín fékk hana senda strax, auðvitað í límosínu."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.