Alþýðublaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 09.03.1995, Blaðsíða 7
rn FIMMTUDAGUR 9. MARS 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 „Fyrst eftir að hann útskrifaðist naut hann virðingar og var hylltur sem eitt efnilegasta tónskáld nýrrar kynslóðar. En það kostaði sitt, Stalín sá að Shostakovich var efni í „opinbert" tónskáld, nokkurs konar hirðskáld, sem myndi semja háleita tónlist um leiðtogann, byltinguna og dýrð Sovétríkjanna. Shostakovich fór því að fá ýmis fyrirmæli og neyddist auðvitað til að hlýða þeim." undi því afskiptum yfirvaldsins illa. Að endingu tók hann þá áhættu að vera bara hann sjálfur, og fór út af þeirri braut sem honum hafði verið mörkuð. Það gerðist þegar hann samdi óperuna Lafði Macbeth frá Mtsensk. Óperan var frumsýnd árið 1934, og fékk frábærar viðtökur fyrst í stað. í St. Pétursborg var hún flutt 36 sinn- um á fyrstu fimm mánuðunum, og í Moskvu 94 sinnum á tæpum tveimur árum. En svo kom Stalín tíl að sjá hana, og skemmti sér ekki betur en svo að hann strunsaði út í miðjum klíðum og skelltí hurðum. Óperan íjallar nefnilega um lögregluríki, fangelsi og þrælabúðir; Stalín fannst auðvitað að sér vegið og varð lítt hrif- inn. Skömmu síðar birtíst ritstjómar- grein um ópemna í Prövdu undir fyr- irsögninni „Tað í stað tónlistar". Þar stóð meðal annars: „Hlustandinn er yfirkomin ... af gmggugu tónaflóði. Brot úr laglínum, vísar að tónhend- ingunt dmkkna, flýja og dmkkna aft- ur í dmnum, gni'stri og skrækjum. Að fylgjast með þessari „tónlist" er erfitt, að muna hana er ómögulegt." (Pravda, 28. janúar 1936)1 Shostakovich fylltist skelfingu. Allir vora hræddir við Stalín, því unt þessar mundir vom hinar frægu „hreinsanir" hans að byrja í landinu. Og eftir að næsta grein birtist á svip- uðum nótum - aðeins viku síðar - vom menn vissir um að tónskáldið yrði handtekið. Vinri og kunningjar héldu sig í íjarlægð og hann sjálfur pakkaði niður í tösku. Lögreglan kom yfirleitt að næturlagi tíl að sækja sakamenn, og Shostakovich lá and- vaka í myrkrinu og beið. Þannig liðu vikur og mánuðir. Ekkert gerðist; Shostakovich var hvorki settur í fangelsi, né tekinn af lífi. En hann leið miklar kvalir í óvissunni, og var oft að því kominn að ffemja sjálfsmorð. Þessi líðan átti eftir að fylgja honum lengi, því hann hafði enga hugmynd um að honum hafði verið þyrmt. Stalín vissi nefni- lega hvað í honum bjó og ætlaði að nýta sér hæfileika hans, þrátt fyrir hve mjög honum mislíkaði óperan. Shostakovich hafði áður samið tón- list við nokkrar kvikmyndir sem þóttu góðar og „pólitískt réttar“; Sta- lín fannst þær hafa mikið áróðurs- gildi, sérstaklega vegna tónlistarinn- ar, sem magnaði allt andrúmsloftið í myndunum. Tæpunt tveimur ámm eftir gagn- rýnina í Prövdu var fimmta sinfónfa Shostakovich ffumflutt. Til að þókn- ast stjómvöldum bar hún titilinn „Viðbrögð Sovétlistamanns við rétt- látri gagnrýni"; hún fékk þokkalega umfjöllun, og svo virtist sem tón- skáldinu hefði verið fyrirgefið afbrot sitt. Fmmflutningurinn vakti gífúrlega hrifningu meðal alþýðunnar. Sagt er að fagnaðarlætin hafi tekið lengri tíma en flutningur sinfóníunnar; öng- þveiti skapaðist í salnum og margir hreinlega grétu. Aheyrendur skynj- uðu að sinfóm'an var um stríð eins manns gegn kerfinu, og um það sem var að gerast í landinu. Krafturinn í verkinu var líka yfirþyrmandi, enda var tónskáldið að beijast fyrir lífi sínu þegar það var samið. Eftír framflutn- inginn var ffægð hans meiri en nokkru sinni, bæði í Sovétríkjunum og handan jámtjaldsins. Hann varð að lifandi goðsögn á Vesturlöndum, og varð að tákni fyrir sovésku alþýð- una, fyrir stjóm Stalíns og fyrir alla þá listamenn sem þar vom uppi. Þetta hlutverk hans varð sérlega áberandi þegar seinni heimsstyijöld- in skall á. Er þýski herinn umkringdi St. Pétursborg árið 1941 var Shostakovich staddur þar, og var í óða önn að festa sjöundu sinfóníu sína á blað. Þegar hún var frumflutt skömmu síðar auglýsti Stalín hana óspart í áróðursskyni, ef til vill til að vekja samúð umheimsins. Það bar ár- angur, og var fjallað um hana víða um heim. Time birti ítarlega grein um „Óperan var frumsýnd ár- ið 1934, og fékk frábærar viðtökur fyrst í stað. í St. Pétursborg var hún flutt 36 sinnum á fyrstu fimm mánuðunum, og í Moskvu 94 sinnum á tæpum tveimur árum. En svo kom Stalín til að sjá hana, og skemmti sér ekki betur en svo að hann strunsaði út í miðjum klíðum og skellti hurðum. Óperan fjallar nefnilega um lögregluríki, fangelsi og þrælabúðir; Stalín fannst auðvitað að sér vegið og varð lítt hrif- inn. Skömmu síðar birtist ritstjórnargrein um óper- una í Prövdu undir fyrir- sögninni „ Tað í stað tón- listar"." var vinnuhetjunni Schostakovich í slökkviliðsbúning. Fyrirsögnin var: „Mitt í sprengjuárásunum á Leningr- ad heyrði slökkviliðsmaðurinn Shostakovich hljóma sigursins." Og svo var talað um tónskáldið og sin- fóníuna í sama æsifréttastílnum; að Shostakovich hefði samið hana þegar hann var ekki að horfa á eyðilegging- una ffá þakinu á tónlistarskólanum, og þegar hann var ekki að grafa skurði fyrir rússneska hermenn. Mik- ið var gert úr væntanlegum fmm- flutningi sinfóníunnar í Bandaríkjun- um og að nokkrir ffægustu hljóm- sveitarstjóramir hefðu nánast slegist um hver fengi að stjóma henni. Fyrstí kafli sinfóníunnar er mjög sérstæður. I honunt kentur sama heimskulega stefið fyrir aftur og aftur í einskonar göngutakti, og sagði Sta- lín að þessi þáttur stæði fyrir óvininn - þýska herinn. Hinir kaflamir - sem em mjög kraftmiklir - áttu affur á mótí að tákna mátt Sovétríkjanna. En Shostakovich upplýstí síðar að þetta væri allt helber þvættingur, og að um eins mikil vitleysa. Hann semdi tón- verk sín í huganum, og það væri ekki fyrr en þau væm fullsamin að hann skrifaði þau niður. Þannig hefði sjö- unda sinfónían orðið til áður en Sov- étríkin drógust inn í striðið þó hún hefði verið færð í nótur árið 1941. Hún hefði því ekkert með stríðið að gera; fyrstí þátturinn væri tónræn mynd af gífúrlegum fávitahætti og smekkleysu sem einkenndu stjóm- völd Sovétríkjanna. Sinfónían lýstí hugarástandi tónskáldsins sjálfs og unthverfinu sem hann hrærðist í. Þegar Shostakovich var að vaxa úr grasi þóttí ekki lengur fínt að semja sinfóníur. Sinfónían tilheyrði nítjándu öldinni og seinni hluta þeirr- ar átjándu; fýrir Shostakovich var hún samt hið fullkomna tónlistar- form. í henni gat hann tjáð allar sínar tílfinningar, því það er erfiðara að rit- skoða sinfóníur en ópemr. Það verð- ur að lesa á milli línanna til að skilja hvað um er að vera; tónlist sem ekki er sungin er bara hljóntar og hljóð, ekki orð eða myndir. Shostakovich þorði heldur ekki að semja aðra ópem eftir árásina í Prövdu; í staðinn einbeitti hann sér að sinfóníum og öðmm verkurn fyrir hljóðfæri ein- göngu. Er stríðinu lauk var Shostakovich búinn að semja átta sinfóníur. Stalín vildi að sú níunda yrði sambærileg níundu sinfóníu Beethovens sem hann kvaðst dýrka mjög. Hún ættí að vera með kór, og vera óður til snilli- sinfóníuna, og á forsíðunni var mynd ekkert verka hans hefði verið höfð gáfu leiðtogans og um sigurinn yfir öxulveldunum. En Sho- stakovich gat ekki með nokkm móti dásamað leiðtogann með list sinni, og samdi í staðinn sin- fóníu sem var full af háði og bit- urleika. Þá reiddist Stalín; hon- um fannst kynlegt að Shostakov- ich skyldi skrifa dapurlegt verk þegar Sovétríkin væm nýbúin að sigra í striði. Snillingurinn neyddist því til að verða undir- gefinn á ný, og eftir það lifði hann tvöíoldu lífi. Opinberlega skrifaði hann verk fyrir stjóm- völd og þá aðallega tónlist við kvikmyndir, en á laun hélt hann áfram að semja frá eigin bijóstí, og flest þeirra verka vom ekki frumflutt fyrr en löngu síðar. Stalín safnaðist til feðra sinna (eða fór tíl vítis) árið 1953. Þremur ámm síðar komst Krushchev til valda, og árið 1960 ákveð hann að Shóstakov- ieh yrði gerður að sovéska tónskáldafélagsins, auð- vitað rússnesku deildarinnar. Um leið var honum þröngvað til að ganga í Kommúnistaflokkinn, og í bókinni Beyond Frontiers hefur Vladimir Ashkenazy eftir nánum vini tónskáldsins að hann hafi aðeins tvisvar sinnum sést fella tár; þegar fyrsta kona hans dó (hann var þrígiftur) og þegar hann gekk í hóp mannanna sem hann hafði andúð á. Sumir telja að þessar þjáning- ar hafi verið nauðsynlegar. Sho- stakovich hafi hreinlega nærst á hatri sínu á Stalín; tílvist harð- stjórans hafi gert honum kleift að semja sfn helstu verk, og að frá honum hafi hann í raun og vem feng- ið allan sinn innblástur. Vissulega er margt til í þessu, þó það standist ekki alveg. Eftír að Stalín dó urðu margar stórkostlegar tónsmíðar tíl, eins og til dæmis Babi Yar sinfónían númer 13 og nokkrir strengjakvartettar; meist- arinn var því fúllfær um að semja tónlist þó Stalín væri allur. En kannski hélt hatrið áfram, og beindist bara að Kmshchev í staðinn, og síðar Brezhnev. Shostakovich lést árið 1975. End- irinn var honunt greinilega kærkom- inn, því náinn vinur tónskáldsins lýstí honum látnum á þessa leið: „Mann- veran sem lá í opnu líkkistunni var með bros á vör. Margsinnis hafði ég séð hann hlæja; stundum grenjaði hann af hlátri. Oft flissaði hann hæðnislega. En ég mundi ekki eftír brosi sem þessu; (það var) fáskiptið og friðsælt, þögult, sæluríkt, eins og hann hefði snúið aftur til bemskunn- ar. Eins og hann hefði komist und- an.“ Fjöldinn allur af ráðamönnum var viðstaddur jarðarforina. I sovéskum dagblöðum birtíst um hann há- stemmd minningargrein sem Brezhnev og félagar skrifuðu undir, enda vissu þeir ekki að Shostakovich hafði á laun verið að vinna að endur- minningum sínum. Hann vildi að hún yrði gefin út eftir dauða sinn, og skömmu áður en hann dó var henni smyglað yfir landamærin. Gagnrýn- andinn Solomon Volkov skráði þær og bjó til prentunar, og ber bókin nafhið Vitnisburður, eða „Testa- ment“ á ensku. Þar er dökk mynd dregin upp af gömlu Sovétríkjunum, og var það því nokkurt áfall þegar bókin kom út á Vesturlöndum árið 1979. Austan jámtjaldsins var því haldið fram að hún væri hreinn hug- arburður, eða að minnsta kostí full af ýkjum, en ýmsir landflótta listamenn sem þekktu Shostakovich vel vom á öðm máli. I endurminningunum kemur fram að Shostakovich var bitur maður. Tónlist hans ber þess líka glögglega merki; hún er full af myrkri og dmnga, en um leið býr í henni gífur- legur kraftur. Hún er aðgengileg - það sama verður ekki sagt um verk flestra annarra nútímatónskálda. Shostakovich kunni að semja tónlist sem almenningur skildi, og varð að einu mesta tónskáldi sögunnar. En þrátt fyrir alla upphefðina sem því fylgdi var hann ekki hamingjusamur; margir af vinum hans urðu Stalín að bráð og hann sjálfur þurftí að eiga ná- in samskipti við fólk sem hann óttað- ist og fyrirleit. Um þetta sagði hann eftirfarandi f niðurlagsorðum endur- minninga sinna: „Ég hef lýst mörg- um leiðinlegum, jafnvel sorglegum atburðum, sent og ýmsum ógeðfelld- um og viðbjóðslegum mönnum. Samband mitt við þá færði mér mikla sorg og þjáningar. Og ég hélt að ef tíl vill gæti reynsla mi'n í þessu sam- bandi orðið gagnleg fólki sem væri „Shostakovich lést árið 1975. Endirinn var honum greinilega kærkominn, því náinn vinur tónskáldsins lýsti honum látnum á þessa leið: „Mannveran sem lá í opnu líkkistunni var með bros á vör. Marg- sinnis hafði ég séð hann hlæja; stundum grenjaði hann af hlátri. Oft flissaði hann hæðnislega. En ég mundi ekki eftir brosi sem þessu; Iþað var) fáskiptið og friðsælt, þögult, sælu- ríkt, eins og hann hefði snúið aftur til bernskunn- ar. Eins og hann hefði komist undan."" yngra en ég. Kannski myndi það ekki þurfa að upplifa eins hryllileg von- brigði og ég þurfti að þola, og færi í gegnurn lífið betur undirbúið og sterkara en ég var. Og hugsanlega yrði þá tílvist þess laus við þann bit- urleika sem hefur litað líf niitt grátt."

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.