Alþýðublaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 5

Alþýðublaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 5
FIMMTUDAGUR 16. MARS 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5 Davíð, Gro, Össur... öll þessi flottustu eru nett búttuð. Manni þykir ósjálfrátt vænt um þéttholda fólk. Sjálfur Cesar vildi hafa feitlagið fólk í kringum sig og hafði illan bifur á grannholda mönnum sem hann taldi hættulega. í Ijósi þessa vill Jakob Bjarnar Grétarsson vara við megrunarkúrum, þeir geri meira ógagn en öfugt Megrun er flsil Bffcorto aiva ra Lífið er allt of stutt til þess að vera að kvelja sig með megrunar- kúrum og sjaldan eða aldrei hefur teygst eins mikið á hinu sjálfgefna heilsutrippi sem þjóðin fer á eftir hátíðamar. Sjálfur forsætisráðherr- ann er enn í einhverju megrunar- standi og það þó að ekki nokkrum manni haft dottið til hugar að vekja máls á því að hann sé ekki glæsileg- ur á velli. Davíð er fómarlamb gilda sem vaða uppi nú um stundir og byggja á hugmyndum sem eru í raun fasískar og miða að því að allir séu eins, grannir og reyklausir. En það er nú svo að fyrsti líkamshlut- inn sem léttist í þessum tískukúrum er heilinn. Fyrirfram töpuð barátta sem betur fer „Megmn er tapað stnð... ég veif- aði hvíta flagginu fyrir mörgum ár- um,“ sagði P. Macdonald. fjar- skyldur ættingi Ronalds McDon- ald’s sjálfs. Hann er nú ríkur iðju- leysingi og býr í New York í góðum holdurn og nýtur mikillar kvenhylli. Hann slær aldrei hendinni á móti góðum borgara sem frændi er svo slyngur við að elda. „Ekki 9 flatmaga í rúminu, hreyfðu þig, borðaðu hrís- grjón ogftsk-og að lokum deyrðu,“ sagði kyntáknið Marl- on Brando eftir að hafa klúðrað enn einum megmn- arkúmm. Þama hitt- ir hann naglann á höfuðið. Einhver benti á það að betj- ast fyrir friði væri ámóta og að sofa hjá til heiðurs meyjarhaftinu. Það væri því mótsögn að fara í stríð við siðprúðu móralistana í þjóðfélaginu sem vilja steypa alla í sama mótið með því að fordæma þá harkalega. Hér er því ágætis mottó sem má hafa í hávegum: Viljastyrkur er hæftleikinn til að standast freistingar allt þar til þú ert ömggur um að eng- inn sjái til þegar þú raðar í þig grill- mat - sem er góður. Ströglið og leiðindin við megrun „Enginn er eyland,“ sagði prest- urinn Donne og öfugt við almenna skoðun þá felast óþægindin við megmn ekki í því að þurfa stöðugt að fylgjast með því hvað þú lætur ofan í þig. Það þungbærast að fylgj- ast með því hvað aðrir éta. í þessari staðreynd felst sú kvöð að ætli mað- ur að ná einhverjum árangri í megr- un þá verður maður að draga sig í hlé. Og þá er betra heima setið en af stað farið. Eða hvað? „Eg hef ekkert á móti fólki sem étur eins og spörfuglar bara ef það væri ekki stöðugt tístandi um þá staðreynd,“ sagði ágætur feitlaginn maður þegar hann var alveg að gef- ast upp því hvað matgrannt fólk hef- ur mikla ánægju af því að tala urn einmitt þá staðreynd. Sá hinn sami fékk að heyra þennan kléna brand- ara um kjörþyngdina að hún væri nákvæmlega sá kilóaljöldi sem þú sérð á vigtinni ef þú værir 30 senti- metmm hærri. Hann vitnaði hinn ró- legasti í Oprah Winfrey, svörtu sjónvarps-talþátta-drottninguna sem sagði: „Þegar ég er niðurdreginn þá borða ég og þegar ég er glöð þá borða ég. Og ef ég get ekki gert það upp við mig hvort ég er svöng eða bara þreytt þá geri ég upp hug minn yfir góðri máltíð." • Ég er svo beinastór. Það er að koma vetur og ég þarf að koma mér upp forða. • Fitandi matur er einfaldlega ódýrari. • Ég var að eignast barn (fyrir sex árum). • Ég er ekki of þungur heldur of stuttur. Þessar gallabuxur hafa alltaf verið frekar þröngar. • Það er bara að þegar ég fer í megrun þá fara flottu bungurnar en hinum verður ekki haggað. Á tímum Rúbens þóttu feitar konur öðrum fegurri. • Þeim mun meira af mér - þeim mun betra. Aulalegir megrunarbrandarar Einn ágætur skátaforingi úr Hafn- arfírði hafði gjaman þau spakmæli á vömm að maður ætti aldrei að borða svo mikið að ekki sé hægt að bæta á sig eins og einum bauta. f þessu felst sá vísdómur að maður eigi ekki einungis að njóta góðrar máltíðar heldur hanna hana vísindalega þannig að hún geti staðið sem lengst. Það á að njóta lífsins og svo er alls óvíst að ráðstafanir til að laga línumar skili árangri. Einn háðskur eiginmaður sagði: „Konan mín er í megmn og borðar banana og kókos- hnetur í öll mál. Hún hefur reyndar ekki tapað neinni þyngd en hún er farin að geta klifrað í trjám.“ Þetta var eftir mánaða kúr sem kostuðu tíð geðillskuköst sem mest bitnuðu á bóndanum. Annars em megmnar- brandarar eiginlega dæmdir til að mistakast vegna þess að megrunin sem slík er svo hláleg í eðli stnu að þar verður engu við bætt. Dæmi: -Þegar dóttir þín kemur með óléttukjólana sína og segir þér að máta og þú ert 55 ára gömul er kom- inn tími til að fara í megrun. -Ég var að lieyra um nýja Kín- verska megrimaraðferð sem svín- virkar. Þú pantar þér allt sem hugur- inn gimist en notar bara einn prjón. -Hún er á sjávarréttakúr. Hún þatfekki annað en að sjá réttinn þá étur hún hann. -Eva er eina konan sem hefur fundist epli vera freistandi. -Pújf, ég gœti étið heilan hest. Uhh, próteinríkan, kalóríulausan, sykurlausan hest, að sjálfsögðu. Þessi síðasti sleppur fyrir hom en það er ekki meira en svo. Viljastyrkurinn er afstæður „Eg get staðist allt nema freist- ingar.“ Þessi fræga setning Oscars Wilde er ágæt. Það er nefnilega þetta með freistinguna og viljastyrk- inn að til þess að hugtökin fái staðist þarf að skil- greina mjög ná- kvæm- lega og helst oft á dag. Tímamir breyt- ast og stöðugt koma nýjar staðreyndir í ljós sem kollvarpa því sem gengið er út frá. Þetta er í raun von- laust verk. Það er snautlegt að lifa við þann stöðuga ótta að vísindamenn uppgötvi að salat sé í raun fítandi. Best er að vera ekkert að velta sér upp úr þessu. „Eina leiðin til að losna við freist- ingu er að láta hana eftir sér...“ sagði Wilde sem var reyndar for- dæmdur af samferðamönnum sínum vegna lífsnautna sinna. Hann hefði betur tileinkað sér spekina hér að framan varðandi það að vera ekkert að flagga í heila til storkunar sið- prúðum meirihlutanum þegar maður lætur eftir sér grillmatinn. Mark Twain, annar frægur orðhákur, sagði: ,JEina leiðin til að halda heilsu er að borða það sem þig lang- ar ekki í, drekka það sem þig langar ekki í og gera það sem þú hefur engan áhuga á að gera.“ Þetta er náttúrulega ekkert líf. Alexander Woolcut er á svipuðum nótum þeg- ar hann segir: „Allt sem mér finnst gaman er annað hvort siðlaust, ólög- legt eða fitandi." Nei, best er að flokka megmnarkúra með óþægind- um á borð við það að fara f flugvél - mjög sniðugt fyrir aðra. Og setning- in: „Enginn maður hefur meiri vilja- styrk en sá sem getur hætt að borða eftir að hafa fengið sér eina hnetu,“ sem kennd er við einhvem Stuart Turner er mjög vafasöm. í einu skiptin sem virkilega gaman er að tapa er þegar maður er að stríða við freistingamar. Og ekki minnkar sú ánægja þegar það rennur upp fyrir manni Ijós: Það sem flokkast undir freistingar er afstætt. En þó ættu líf- snautnamenn ekki að afskrifa hug- takið sem algjört bull því ef ekki væri fyrir þessa eilífu glímu við samviskuna, þá fengi maður ná- kvæmlega enga æfingu. Að borða er að lifa Oliver Tvist tvistar til að gleyma. N.F. Simpson, sem er, eftir því sem Alþýðublaðið kemst næst, föður- bróðir O.J., segir: „Eg borða til að gleyma mat.“ Það er ágæt lausn. Sjálfur hef ég aðeins farið einu sinni í strangan megrunarkúr og það er ömurlegasti eftirmiðdagur sem ég hef lifað. Mekkanisminn í manns- líkamanum er stórkostlegur. Hann samanstendur af trilljón litlum fyrir- bærum sem kallast frumur. Sumar frumur þjóna því hlutverki að safna fitu. Við þær vil ég segja þetta: Þið standið ykkur í stykkinu. Byggt á smábókinni A Binge of Diet Jokes.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.