Alþýðublaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 8
oi-r# IX ** * 4-x 'mtWILL/ II nVIIliUl 111 WEVFILL/ 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 TiJJT 1IIU UIlHlllII 5 88 55 22 Fimmtudagur 16. mars 1995 43. tölublað - 76. árgangur Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Alþýðuflokkurinn - Jafnaðarmanna- flokkur íslands Reykjavík, Reykjanes, Evrópa og Húsavík • Alþýðuflokkurinn - Jafnaðar- mannaflokkur Islands - boðar til opins fundar við kjarabótaverslun- ina Bónus í Holtagörðum í Reykjavík, í dag, fimmtudag, klukkan 14:00. Á fundinn mæta fímm efstu frambjóðendur jafnað- armanna í Reykjavík, þau Jón Baldvin Hannibajsson, Össur Skarphéðinsson, Ásta B. Þor- steinsdóttir, Magnús Árni Magnússon og Hrönn Hrafns- dóttir. Á fundinum verður meðal annars gerð grein fyrir beinhörð- um staðreyndum um kjarabætur sem íslenskir neytendur fá lóðrétt í vasann, gangi Island í Evrópusam- bandið - samtök lýðræðisríkja í Evrópu. Það sem er sérstæðast við fundinn (fyrir utan fundarstaðinn) er að hann verður haldinn í stór- glæsilegri áróðursmiðstöð á hjól- um sem Alþýðuflokkurinn mun taka í notkun við þetta tækifæri og þeysa um á í kosningabaráttunni til 8. apríl. Seinnipartinn í dag verða síðan frambjóðendur flokksins í Reykjavík á opnum fundi í kosn- ingamiðstöðinni að Hverfisgötu 6 frá klukkan 17:00 til 19:00. Það eru Herdís Þorvaldsdóttir leikari og Helgi Daníelsson sem taka á móti gestum. • Jafnaðarmenn á Reykjanesi eru ekki síður í góðri stemmningu en Reykvíkingamir og halda opinn fund með kvenframbjóðendum sínum í Hafnarborg í Hafnarfirði næstkomandi laugardag, 18. mars, klukkan 11:30. Ávörp flytja Rannveig Guðmundsdóttir, Petrína Baldursdóttir, Elín Harðardóttir og Þóra Arnórs- dóttir, efstu konur á lista Alþýðu- flokksins í Reykjaneskjördæmi. Fundarstjóri verður Bryndís Schram. Á boðstólum verður einnig léttur hádegisverður á 500- kall, Jóna Einarsdóttir spilar undir máltíð og söngkvartett tekur lagið með stæl. • Ungir jafnaðarmenn halda áfram baráttu sinni með tmkki og dýfú og á laugardaginn, 18. mars, gangast þeir fyrir ráðstefnu um stöðu smárfkja í nýrri Evrópu, á Hótel Loftleiðum klukkan 15:00 (þingsal 4). Aðalræðumaður ráð- stefnunnar er doktor Meinhard Hilf. Aðrir ræðumenn em Jón Baldvin Hannibalsson og Þóra Arnórsdóttir. Fundarstjóri verður Magnús Árni Magnússon. Einn af talsmönnum ráðstefnunnar, Hreinn Hreinsson, sagði í samtali við Alþýðublaðið í gær að hann byggist við gríðarlega fróðlegum og skemmtilegum fundi þar sem doktor Hilf væri einn virtasti ESB- sérfræðingur samtímans. • Frá þýsku sjónarhomi á Evrópu fæmm við okkur yfir til Norður- lands eystra - nánar tiltekið Húsa- víkur þar sem brattir jafnaðarmenn hyggjast opna kosningaskrifstofu að Uppsalavegi 8 (neðri hæð), næstkomandi sunnudag, 19. mars, klukkan 16:00. Jafnaðarmenn skora á Þingeyinga að bregða sér á staðinn og ræða -við frambjóðend- ur yfir kaffibolla. Opnunartími til að byija með verður virka daga frá 17:00 til 19:00, um helgar frá 14:00 til 16:00. Síminn er 96- 41121. • Við endum þetta snöggsoðna yfirlit yfir athafnir jafnaðarmanna á næstu dögum á að minna áhuga- sama á auglýsingar um flokksstarf er að finna á blaðsíðu 4 í Alþýðu- blaðinu í dag. Alþýðuflokkurinn á Vesturlandi gekkstfyrir fjölsóttum fundi um verndun Breiðafjarðar og önnur umhverfismáh' Stykkishólmi í fyrrakvöld. Alþýðublaðið bregður hér upp svipmyndum af fundinum og ræðir við Össur Skarphéðinsson umhverfisráðherra um aðalefni fundarins „ Breiðafjörður er framtíðarsvæði" - segir Össur. Nauðsynlegt að sætta sjónarmið ólíkra atvinnugreina, og þróa ferðaþjónustu án þess að ganga á náttúruna. Rétt fyrir slit Alþingis samþykkti þingheimur í einu hljóði frumvarp Óssurar Skarphéðinssonar um- hverfisráðherra um vemd Breiðafjarð- ar. Tilgangur laganna er að stuðla að vemdun Breiðafjarðar, einkum lands- lags, jarðmyndana, lífríkis og menn- ingarminja. Að sögn Össurar er um að ræða rammalög, sem eiga að vera grundvöllur fyrir vemd svæðisins, þar sem lögð er áhersla á að styrkja at- vinnulíf, ekki síst vaxandi ferðaþjón- ustu auk hefðbundinna hlunninda- nytja, án þess að ganga á náttúruna. Þessi nýsettu lög voru til umræðu á fundi Alþýðuflokksins í Vesturlands- kjördæmi um vemd Breiðaljarðar sem haldinn var í Stykkishólmi í fyrra- kvöld. Ásamt umhverfisráðherra tóku meðal annars til máls á fundinum þau Gísli S. Einarsson, Sveinn Þór Eh'n- bergsson, Hóimfríður Sveinsdóttir og Jón Þór Sturluson sem skipa 1., 2., 3. og 6. sæti á lista Alþýðuflokksins í kjördæminu. Össur sagði að með lögunum væri hann að fylgja eftir frumkvæði frænda síns, Friðjóns Þórðarsonar fyrrver- andi alþingismanns, sem lagði fram þingsályktunartillögu svipaðs eðlis 1978. Hún dagaði því miður uppi í skrifborðskúffum kerfisins. Hann lagði áherslu á, að með lögunum er undirstaða byggðar í eyjunum, og nytj- ar þeirra, styrktar. „Það er alls ekki um það að ræða, að reynt sé að draga vald ffá heimamönnum suður til Reykja- víkur, því lögin kveða á um það, að all- ar ákvarðanir sem verða teknar séu að frumkvæði sérstakrar Breiðaljarðar- nefndar, sem heimamenn hafa lög- bundinn meirihluta í. Ég vænti þess, að með lögunum um vemd Breiðafjarðar sé skotið traustum stoðum undir jafnt hefðbundna hlunnindanýtingu sem ferðaþjónustu framtíðarinnar, sem með Hvalfjarðargöngum og vaxandi straumi erlendra ferðamanna á eftir að verða mikil lyftistöng fyrir atvinnulíf í héraði. Sérstök lög um svæðið munu lyfta því mjög, draga athygli ferða- manna að því, og þannig efla það sem ferðamannasvæði til framtíðar. Það er ljóst að Breiðafjörður er framU'ðar- svæði.“ Breiðafjörðurinn er ein af gersem- um Islendinga. Eyjar, sker og boðar skjóta upp kolli sínum úr úfnum öldum hafsins, þar sem maður og náttúra hafa lifað í sérkennilegu nábýli í gegnum aldimar. Þar þróaðist sérstök byggð í eyjunum, þar sem báturinn var eyja- bændunum það sem hesturinn var bændum á landjörðunum. Mikil hlunnindi af eggjatöku, fuglaveiðum, sölvum og reka gerði Breiðafjörðinn að matarkistu, sem aldrei brást, þegar hallæri surfu að landsmönnum. Hundr- uðir manna bjuggu á sínum tíma í eyj- unum. í Ferðabók Áma Magnússonar og Gerður var góður rómur að máli Gísla S. Einarssonar alþingis- manns á fundinum í Stykkishólmi. Hólmfríður Sveinsdóttir skipar 3. sæti á framboðslista Alþýðu- flokksins í Vesturlandskjördæmí. Páls Vídalíns frá 1703 kemur fram að þá voru 40 eyjajarðir í byggð. Nú eru einungis 2 byggðar. Landjarðimar hafa haldist betur í byggð, því næstum 80% þeirra, eða 36, eru enn byggðar. Náttúran er fjölskrúðug við Breiða- fjörð. Um 229 háplöntur hafa fundist þar, eða um helmingur af náttúrulegri flóru landsins. Ein þessara jurta finnst Þrír af forystumönnum Alþýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi: Jón Þór Sturluson hagfræðingur, Sveinn Þór Elínbergsson aðstoðarskóla- stjóri og Gísli S. Einarsson alþingismaður. Össur Skarphéðinsson: Eitt af því sem ég er sérstaklega stoltur yfir, er að í lögunum er ákvæði, sem heimilar að setja upp sérstakt setur Nátt- úrufræðistofnunar við Breiðafjörð, til að sinna rannsóknum á svæðinu. „Ég vænti þess, að með lögunum um vernd Breiðafjarðar sé skotið traustum stoðum undir jafnt hefðbundna hlunnindanýtingu sem ferða- þjónustu framtíðarinnar, sem með Hvalfjarðar- göngum og vaxandi straumi erlendra ferða- manna á eftir að verða mikil lyftistöng fyrir at- vinnulíf í héraði. Sérstök lög um svæðið munu lyfta því mjög, draga athygli ferðamanna að því, og þannig efla það sem ferðamannasvæði til framtíðar," segir umhverfisráðherra. hvergi nema á þessum slóðum, en það erflœðarbúi, auk þess sem önnur sjald- gæf jurt, villilaukur finnst í Hvallátr- um. Af dýrum má nefna, að báðar sela- tegundimar kæpa í Breiðafirði, smá- hveli á borð við hm'sur, höffunga og háhyminga sjást þar gjaman, og stpr- hvelaslóð er djúpt út af Breiðafirði. En mest áberandi í dýraríkinu við Breiðafjörð em fuglar. Helmingur þeirra fugla sem verpa hérlendis er þar að finna; um 90% af skörfum landsins búa í firðinum, og helmingur amar- stofnsins. En hvað felst í rauninni í lögun- um? Hvers konar vernd felst í þeim? „Breiðafjarðamefndin á að semja drög að reglugerð fýrir ráðherrann, og hafa samráð við sveitastjómir á svæð- inu. Þannig er tryggt, að sjónarmið heimamanna em í fýrirrúmi. í reglu- gerðinni á að kveða á um vemdarað- gerðir sem hún telur nauðsynlegar, meðal annars vamir gegn hvers konar mengun ef upp kemur, og um aðgang ferðamanna að tilteknum stöðum á svæðinu, sem em viðkvæmir vegna náttúmfars. Ég nefni til dæmis, að með Hvalfjarðargöngum styttist leiðin vest- ur mjög vemlega, og straumur Reyk- vfkinga og erlendra ferðamanna um fjörðinn mun stóraukast. Umferð báta þarafleiðandi, sem fJytja fólkið. Það er af hinu góða, þvf aukinn ferðamennska er lyftistöng undir atvinnulífið. En það kynni að verða nauðsynlegt að setja reglur um hámarkshraða, einkum yfir varptímann, og takmarka umferð á þeim tíma um svæði, þar sem varp stendur yfir. Með þessu er til dæmis verið að styrkja hlunnindanytjar æða- bænda.“ Össur vísaði til orða Friðjóns Þórð- arsonar frá 1978, um að enginn bráður háski vofði yfir Breiðafirði, en nauð- synlegt væri að skapa ramma fýrir að- gerðir sem þyrfti að grípa til í framtíð- inni. ,J fyrstu var nokkur óánægja hjá vinum mínum trillukörlum, sem töldu allt of mikið hlaðið undir eyjabændur. Við tókum visst tillit til ábendinga þeirra við endanlega gerð laganna, en hins vegar er rétt, að með iögunum er ekki síst verið að treysta þá fáu eyja- bændur, sem enn eru eftir. Ég er þeirr- ar skoðunar, að það eigi að styrkja not þeirra af eyjunum; ég held að nytjar, helst hefðbundin búseta, sé besta vemdin fyrir þær og fjörðinn." Össur sagði jafnframt, að lögin kvæðu á um að settar yrði reglur um vemd menningarsögulegra minja, ekki síst sjóminja, á svæðinu, sem væm fjölmargar. „Það er sérstaklega kveðið á um að vemda beri gömlu byggðina í Flatey, sem ég_ tel afar þarft. Guð- mundur P. Ólafsson. Flateyingur með meiru, á heiður skilinn fýrir góðar ábendingar um það.“ En hvað með þá gagnrýni, að nú megi ekki lengur reka nagla eða setja upp snúrustaura, án þess að leyfi Breiðafjarðarnefndar eða ráð- herra komi til? „Sú gagnrýni er byggð á röngum forsendum. Það er tekið fram í lögun- um, að þegar sveitarfélögin gera sínar skipulagsáætlanir eigi þær að leita um- sagnar nefndarinnar, og taka tillit til vemdaráætlunar, sem hún mun láta gera lýrir svæðið. Öll sveitarfélög em nú skipulagsskyld samkvæmt lögum. En þar sem ekki er enn búið að fullgera skipulag, þar þarf að leita umsagnar nefndarinnar fýrir mannvirkjagerð og jarðraski, þangað til skipulagsáætlun liggur fýrir. Allar framkvæmdir á lög- býlum em heimilar, nema ef um er að ræða eitthvað sem gæti leitt til spjalla á merkum minjum; þá þarf nefndin að fá þær til umsagnar." „Eitt af því sem ég er sérstaklega stoltur yfir, er að í lögunum er.ákvæði, sem heimilar að setja upp sérstakt set- ur Náttúmfræðistofnunar við Breiða- fjörð, til að sinna rannsóknum á svæð- inu. Þetta er mjög mikilvægt; ekki síst vegna þess að erlend náttúmvemdar- samtök hafa tjáð mér, að þau væm úl í að leggja fram fé til rannsókna á svæð- inu. Þess má líka geta, að við emm að fá það í gegn hjá Norðurlandaráði, að Breiðafjörðurinn verði tekinn inn í áætlun um rannsókn á mengun sjávar, og notaður sem einskonar viðmiðunar- punktur, enda með hreinustu hafsvæð- um í heimi.“ Nokkurt fjölmenni sótti fund Alþýðuflokksins á Vesturlandi um vernd- un Breiðafjarðar og önnur umhverfismál í fyrrakvöld. Fundúrinn var haldinn í veitingahúsinu Knudsen.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.