Alþýðublaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 7

Alþýðublaðið - 16.03.1995, Blaðsíða 7
FIMMTUDAGUR 16. MARS 1995 ALÞÝÐUBLAÐIÐ 7 Berlín risavaxnar framkvæmdir á daudabettinu svæði. Hið samein- aða þýska þjóðþing kom saman í fyrsta sinn eftir sameining- una haustið 1990 í Bonn, borginni frið- sælu vestur við Rín, sem hafði þjónað sem þing- og stjóm- arsetur Vestur- Þýskalands í meira en 40 ár - án þess þó að vera varan- leg höfuðborg Þýskalands, heldur frekar tímabundið stjómarsetur þess lýðveldis, sem stofnað var á her- námssvæðum Vesturveldanna eftir seinni heimsstyrjöld. Eitt af fyrstu verkum þingsins var að ákveða, að framtíðarsetur ríkisstjómar og þjóð- þings hins sameinaða Þýskalands skyldi vera í Berlín, milljónaborg- inni austur við Spree, sem áður fyrr hafði verið höfuðborg Prússlands og Þýska Ríkisins uns það ríki var rústir einar, nú fyrir réttum 50 ámm. Hvergi var skipting Evrópu (og heimsins með) á öllum kaldastn'ðsár- unum bersýnilegri en einmitt í Berlfn og hvergi eru þær breytingar - og vandamál þeim fylgjandi - sem komu í kjölfar falls jámtjaldsins áþreifanlegri en þar. Hér skal þó að- eins fjallað um hinar miklu fram- kvæmdir, sem áætlaðar em í kjölfar sameiningarinnar og flutnings stjómarsetursins frá Bonn til Berlín- ar og þær deilur, sem risið hafa í kring um þessar framkvæmdir. Stærstur hluti hinna nýju bygg- inga rís á svæði, sem spannar helstu kjama hinnar gömlu miðborgar Berlínar, sem lenti á sínum tíma nærri öll austan Múrsins (samanber kort). Á svæði, sem í rúm 28 ár til- heyrði svokölluðu „dauðabelti“ (To- desstreiferi), það er að segja nokk- urra tuga metra breiðu belti austan Múrs, þar sem allt frá byggingu hans í ágúst 1961 engar aðrar lifandi vemr áttu leið um vélbyssuvopnaðir landa- mæraverðir og hundar þeirra, við hlið gamla Ríkisþinghússins á Spreebökkum, rís heilt hverfi nýrra stjómarbygginga, þar sem meðal annars kanslaraembættið, ýrnis ráðu- neyti og skrifstofur þingsins verða til húsa. Steinsnar þar frá, á torgi því við Brandenborgarhliðið sem er kennt við París (Pariser Platz) og markar endann á frægustu breiðgötu Berlínar, „Unter den Linden“, rísa stórbyggingar sem hýsa eiga til að mynda franska sendiráðið. Um 500 metmm sunnan við Bran- denborgarhliðið em framkvæmdir þegar nokkuð á veg komnar við end- umýjun Potsdam- torgs (Potsdamer Platz), þar sem á ámnum fyrir heimsstyrjöldina síðustu vom um- ferðarþyngstu gatnamót Evrópu, en var á ámm Múrsins dapurlegur hluti fyrmefnds „dauðabeltis". Stórfyrir- tæki á borð við Daimler-Benz og Sony reisa við Potsdam-torg feikna- stórar skrifstofubyggingar. Við Alexander-torg (Alexander- platz), þar sem miklar samgönguæð- ar borgarinnar mætast, staðsett við austurmörk gamla miðbæjarins, Evrópa | yp, Auðunn Arnórsson I ll skrifar Hin fyrrum prússneska höfuðborg hins þýska Ríkis býr sig undir að taka við hlutverki höf- uðborgar hins sameinaða Sambandslýðveldis. En þessum undirbúningi fylgja miklar deilur: um byggingalistina og söguna. Eftir hið óvænta fall Berlínar- stendur til að reisa skýjakljúfaþyrp- múrsins í nóvember 1989 og sam- ingu mikla. Við hina fomfrægu einingu þýsku ríkjanna tveggja breiðgötu Unter den Linden rísa nýj- haustið 1990 hefúr Berlfn breyst í ar glæsibyggingar í röðum og Fried- risavaxið bygginga- ^ r B richstrasse, sem var líflegasta gata Berlínar á hinum villtu ár- um þriðja ára- tugarins, á að breytast í fínusm verslunargötu höfuðborgarinn- ar. Þar rís nú til d æ m i s „Kringla“mikil, sem hýsa mun meðal annars útibú frægustu stórverslana Parísar. Þessi upptalning er þó aðeins hluti þeirra byggingaframkvæmda, sem verið er að ráðast í þessa dagana í Berlín. Eftir er að nefna meðal ann- ars byggingu nýrrar aðaljámbrauta- stöðvar, nýs alþjóðlegs flugvallar sem áætluð er fyrir sunnan borgina, nýrra gangna fyrir neðanjarðarlestir, endumýjun flestra húsa í austurhlut- anum og ýmislegt fleira. Heildarfjár- festingin sem í framkvæmdunum felst er áætluð um 30-50 milljarðar þýskra marka (1350-2250 milljarðar íslenskra króna) á ári næstu árin, sem samsvarar um 13- til 20- földum fjárlögum íslenska ríkisins. Til þessa risavaxna verkefnis em margir kallaðir. Margir helstu arki- tektar heimsins fá að spreyta sig, mörg þekktustu fyrirtæki heimsins koma við sögu, borgaryfirvöld mega hafa sig öll við til að valda allri þeirri skipulagsvinnu sem svo skyndilega varð nauðsynleg. Og þegar stórir hlutir gerast fylgja skiljanlega öllu saman hatrammar deilur. Þessar deilur hófust þá þegar er þýska þingið samþykkti að flytja þing- og stjómarsetrið frá Bonn til Berlínar. Þótt samstaðan um þessa ákvörðun þingsins hafi verið nokkuð sterk vildu ýmsir málsmetandi aðilar (vestur-)þýsks þjóðh'fs halda öllu saman í bonn og þessir andstæðingar Að einu leyti hafa gagnrýnendur Berh'nar sem höf- uðborgar og stjóm- arseturs Þýskalands þó rétt fyrir sér. Margir af formæl- endum Berlínar, sem líta á hana sem sjálfsagða höfuð- borg ijölmennasta og öflugasta ríkis Vesmr-Evrópu og benda í því sam- bandi á Róm á Ital- íu, París í Frakk- landi og London í Bretlandi til sam- anburðar, gera ef til vill minna úr þeirri staðreynd, sem greinir Þýskaland frá hinum stóra löndunum í Evrópu en ástæða er til. Hún er sú, að Þýskaland er sam- bandslýðveldi, þar sem miðstýring er mun minni en til dæmis í Frakklandi og Bretlandi. Frankfurt er og verður áfram mið- stöð íjármálaþjónustu, Hamborg er og verður miðstöð blaða- og tíma- ritaútgáfu, Múnchen og Stuttgart era og verða miðstöðvar hátækniiðnaðar Þýskalands, svo að dæmi séu nefnd. Vegna hinnar áratugalöngu einangr- unar sinnar hefur Berlín tapað ýms- um þeim hlutverkum, sem hinar höf- uð-stórborgir álfúnnar hafa. Berlín liggur utan þungamiðju viðskipta- og efnahagslífs Vestur-Evrópu. Landfræðilega liggur hún enda miklu nær Austur-Evrópu. Á Aust- ur-Evrópu hefur Berlín einnig óneit- anlega mikið aðdráttarafl; gallinn er bara sá, að þau öfl, sem þaðan koma era ekki öll jákvæð: Við opnun landamæranna hefur skipulögð glæpastarfsemi hafið innreið sína, sem að miklu leyti er stjómað af rússneskum og pólskum glæpa- hringjum. Meira máli en þessar staðreyndir skiptir þó - í gefnu samhengi - sag- an. I fyrsta lagi kristallast í sögu Berlínar allar hinar stóra sviptingar Hans Stimman, sem er í forsvari fyr- ir nefndinni umdeildu, verst gagn- rýninni: Hann telur hina „gagnrýnu endurbyggingu“ (kritische Rekonstr- uktiori) eins og hann kýs að kalla stefnu nefndarinnar, vera borginni hijáðu nauðsyn. Berlín hafi á liðnum áramgum verið þrisvar sinnum eyði- lögð: af stríðinu, af kommúnistum (í Austur-Berh'n) og af hinni vitlausu borgarskipulagsstefnu sjöunda ára- tugarins (í Vestur-Berlín). Nú verði borgin að fá frið! Hans helstu rök fyrir því era þessi: „Á hverjum ein- asta fermetra þess svæðis, sem er í endurbyggingu, uppgötvum við 200 mögulega lóða- og fasteignaeigend- ur: erfmgja gyðingaíjölskyldna, nas- ista, sem höfðu „yfirtekið" eignir gyðinganna [dómstólar í Berlín hafa reyndar ákveðið í nýlegum dómi, að eignum þannig fengnum verði ekki flutninganna vinna ennþá leynt og ljóst að því að spilla þeim áætlunum sem gerðar hafa verið um þá. Upp- ranalega stóð til að stjómin og þing- ið flytti á þessu ári, 1995, en nú er svo komið að af því getur ekki orðið fyrr en í fyrsta lagi árið 1998. Deilur um staðsetningu, hönnun og Ijár- mögnun hinna nýju stjómarbygg- inga í Berlín drógust á langinn. Nú er þó búið að ganga frá þeim áætlunum og framkvæmdir loks hafnar. sem orðið hafa í sögu Þýskalands undanfamar tvær aldir eða svo. í stjómarskrá Vestur-Þýskalands, Grundgesetz, sem samin var 1949, var kveðið á um, að er að þvf kæmi, að þýsku þjóðinni auðnaðist að sam- einast á ný, ætti Berlín að taka aftur við hlutverki sínu sem höfuðborg Þýskalands. Við þetta ákvæði var staðið með samþykkt þingsins haust- ið 1990. í öðra lagi hefur hin sviptinga- sama saga Þýskalands haít afgerandi áhrif á byggingastílinn í borginni. í upphafí þessarar aldar var hinn ný- klassíski prússneski stíll allsráðandi. Hann einkenndist af beinum, hrein- um h'num og steini sem byggingar- efni. Á áranum eftir fyrr heimsstyrj- öld, það er á tímum Weimar-lýð- veldisins, komu upp ýmsir nýir straumar í byggingalistinni, til dæm- is hinn heimsfrægi Bauhaus-skóli. Á nasistatímanum var mikið byggt og miklar áætlanir um breytingar á útliti höfuðborgar þýska ríkisins smíðað- ar, enda byggingalist eitt af höfuð- hugðarefrtum Adolfs Hitlers. Árið 1945 lá borgin í rústum. Er uppbyggingin hófst eftir stríðið hefði þó verið hægt að gera við og endur- reisa margar byggingar, sem gerðist samt ekki nema að mjög litlum hluta. Á sjötta og sjöunda áratugnum var „fúnksjónalismi", stál, steinsteypa og gler í mikilli tísku og það skorti pólitískan vilja til að viðhalda arfi fortíðarinnar í byggingalistinni - jafnt vestan sem austan múrs. Á átt- unda áratugnum var, meðal annars sem afleiðing stórrar alþjóðlegrar arkitektúrsýningar í Vestur-Berlín, mikil tilraunamennska í gangi (á þeim áram var til dæmis hin geim- skipslega ráðstefnumiðstöð Vestur- Berlínar reist). Á síðustu áram hefur rödd þeirra, sem harma „syndir eftir- stríðsáranna" óðum vaxið að styrk- leika og viljinn til að viðhalda hinum „prássneska arfi“ í byggingastíl borgarinnar, sem áður var ríkjandi, vaxið að sama skapi. Hjá þeirri nefnd borgaryfirvalda, sem nú hefur yftramsjón með nýbyggingum og sem allar teikningar að slíkum verð- ur að bera undir, hefur þessi pólitíski vilji orðið ofan á. Til dæmis hefur nefndin fylgt þeini stefnu, að reyna að takmarka ffelsi við hönnun ný- bygginga að því leytinu, að þær séu í fyrsta lagi ekki of háar (eina undan- tekningin: skýjakljúfamir við Alex- anderplatz) og í öðru lagi haldi í heiðri viss stíleinkenni á þeirri hlið byggingarinnar, sem snýr að götu. Þessi stíleinkenni taka mið af hinum gamla „prássneska“ stíl: beina, hreinar línur og steinn í stað eintóms stáls, glers og steinsteypu. Þessi skil- yrði vora einkum sett fyrir hönnun Byggingakranar að baki Brandenborgar- hliðinu. „Eftir hið óvænta fall Berlínarmúrs- ins í nóvember 1989 og sameiningu þýsku ríkjanna tveggja haustið 1990 hefur Berlín breyst í risavaxið byggingasvæði." þeina bygginga, sem rísa eiga í kringum Parísartorg við Branden- borgarhliðið. Sætir þessi stefna nefndarinnar harðri gagnrýni, sem blandast mjög pólitískum deilum um það, hvernig æskilegast sé að Þjóð- verjar umgangist fortíð sína. Sumir, til dæmis Michael Kraus, fulltrái byggingalistar við listaakademíuna þýsku, vilja ekki sjá, að reynt sé að endurheimta eitthvað af fortíðinni með því að taka þann stíl, sem þá var ríkjandi til fyrirmyndar við byggingu nýbygginga nú, eins og nefndin sé að gera með þessari stefnu sinni - slikt gefi umheiminum röng boð um þær breytingar, sem á döfinni séu í Þýskalandi núu'mans. skilað aftur], fólk sem flúði Austur- Þýskaland... Og jafnvel klækjarefi, sem tókst að fá sig skráða eigendur á þeim ti'ma, sem leið milli falls Múrs- ins og endursameiningarinnar... I stuttu máli: Karp fagurfræðinganna þreytir mig!“ Ljóst er að uppbygging hinnar endursameinuðu Berlínar er stórt og flókið verkefni. Það snýst um að freista þess, að blása nýju lífi í evr- ópska höfuðborg, sem sagan hefur leikið grimmt. - Byggt á L'Express. Höfundur hefur nýverið lokið mastersnámi í stjórnmálafræði og sagnfræði í Freiburg í Þýskalandi. UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Styrkir auglýstir Auglýstir eru styrkir vegna alþjóðlegrar ráðstefnu um málefni kvenna í Peking 30. ágúst-4. september 1995. Ráðstefna Sameinuðu þjóðanna um málefni kvenna verður haldin í Peking 4.-15. september 1995. Samhliða henni verður alþjóðleg ráðstefna félagasamtaka um mál- efni kvenna. Ráðgert er að úthluta styrkjum til einstak- linga og félagasamtaka vegna verkefna sem tengjast við- fangsefni ráðstefnunnar. Umsóknir verða metnar með fræðslu- og upplýsingagildi þeirra í huga. Ætlast er til að styrkirnir verði nýttir til þess að auka þekkingu á lífsskil- yrðum kvenna víða um heim og á baráttunni fyrir aukn- um réttindum og stöðu þeirra. Ferðastyrkir verða ekki veittir nema ferðalög séu nauðsynlegur þáttur í verkefn- inu. Umsóknir merktar: „Alþjóðaskrifstofa - Forum í Peking 1995" berist utanríkisráðuneytinu, Rauðarárstíg 25, 150 Reykjavík, fyrir 3. apríl 1995. Frekari upplýsingar eru veittar í síma 609963. ________________________________Utanríkisráðuneytið.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.