Alþýðublaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 2
2 S k a n n MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 AimUBUDID 20900. tölublað Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566 Útgefandi Alprent Ritstjórar Hrafn Jökulsson SigurðurTómas Björgvinsson Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín Umbrot Gagarín hf. Prentun Oddi hf. Ritstjórn, auglýsingar og dreifing Sími 625566 Fax 629244 Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði. Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk Hátt verðlag á landbúnaðar- vörum staðfest Könnun Neytendasamtakanna og Samkeppnisstofnunar stað- festir að landbúnaðarvömr em mun dýrari hér á landi en í sam- anburðarlöndunum. Sérstaklega er munurinn mikill milli ís- lands og Kaupamannahafnar. í raun er munurinn meiri en könnunin gefur til að kynna þar sem skattur á matvæli er mun hærri í Danmörku en hér á landi. Munurinn á verðlagi í Danmörku og Noregi kemur ekki á óvart og rennir stoðum undir þá skoðun Alþýðuflokksins að að- ild að Evrópusambandinu muni lækka verðlag hér á landi. Hátt verðlag á landbúnaðarvömm á íslandi hlýtur að vega þungt í kosningunum. Almenningur á Islandi hefur ekki efni á því að greiða hærra verð fyrir matinn sinn en Evrópubúar al- mennt gera. Framsóknarmenn allra flokka vilja standa vörð um óbreytt kerfi. Haldi Alþýðuflokkurinn ekki styrk sínum í kosn- ingunum verða fáir til vamar þegar þeir Egill Jónsson og Páll Pétursson vilja beita neytendur ofbeldi með stefnu sinni. Núverandi landbúnaðarstefna er komin í algjört þrot. Halldór Blöndal situr uppi með þann dóm Morgunblaðsins að kerfið hans sé hálfsovéskt. Almennir sjálfstæðismenn spyrja sig að því í fomndran hvemig á þessu standi eftir íjögur ár í landbún- aðarráðuneytinu. Hefur Sjálfstæðisflokkurinn ekki atvinnu- frelsi á stefnuskrá sinni? Á hann ekki að gæta hagsmuna neyt- enda? Sjálfstæðisflokkurinn er fastur í neti sérhagsmuna og hefur svikið hagsmuni neytenda. Svo einfalt er það mál. Iðnaður í stórsókn Efling iðnaðar er eitt skýrasta dæmið um góðan árangur af efnahagsstefnu ríkisstjómarinnar. Alger umskipti urðu í íslenskum iðnaði á síðasta ári. Heildar- velta jókst um 7,2% og útflutningsverðmæti um 22%. íslensk- ur iðnaður er því kominn í stórsókn. Hvarvetna ríkir meiri bjart- sýni en áður. Skipasmíðaiðnaði hafa verið sköpuð viðunandi rekstrarskil- yrði og vemd gegn niðurgreiddri erlendri samkeppni. Á árinu 1994 var 60 milljónum króna varið til að jafna samkeppnis- stöðu. Án þessarar aðstoðar hefðu verkefni fyrir mörg hundmð milljónir króna verið unnin erlendis og atvinnuleysi aukist að sama skapi. Auk þessarar aðstoðar hafa fyrirtækjum verið veitt ráðgjöf og þau aðstoðuð við vöruþróun og markaðsöflun. Starfsmenn skipasmíðaiðnaðar og fjölskyldur þeirra geta því horft fram á bjartari tíma en áður. Fíllinn & krókódíllinn Blaðamaður Skagans hitti tvo frambjóðendur Al- þýðuflokksins í Vesturlandskjördæmi af yngri kyn- slóðinni að máli á dögunum, Hólmfrfði Sveins- dóttur fulltrúa sem er í þriðja sæti listans og Jón Pór Sturluson hagfræðing og formann Sambands ungra jafnaðarmanna sem er í fimmta sæti. Tilgang- urinn? Jú, að kynnast þessu unga og efnilega fólk ögn betur og vita hvað þau eru að gera í stjórnmál- um og hvers vegna þau völdu Alþýðuflokkinn. vegna þarf hugarfarsbreytingu og á það jafnt við konur og karla. Hlut- verk stjómvalda er að sýna fordæmi °g byrja á því að taka til í eigin garði því að launamisréttið er ekki hvað síst í opinbera geiranum. Jón Þór þú ert hagfræðingur. Er ekki sjálfgeflð að slíkir fræð- ingar séu þurrir og leiðinlegir? Jón Þór: Ja, samanborið við hana Fríðu þá er ég kannski frekar þurr en ég viðurkenni aldrei að ég sé leiðin- legur. Hvað aðra hagfræðinga varðar þá hlýtur það að gilda að þeir em „Ja, samanborið við hana Fríðu þá er ég kannski frekar þurr en ég viður- kenni aldrei að ég sé leiðinlegur." meira vandamál en sú fötlun hag- fræðinga að geta ekki talað manna- mál. Hvernig kom það til að þið völduð Alþýðuflokk- inn? Fríða: Eftir að hafa stundað nám í stjómmála- fræði, þar sem ég hafði tæki- færi til að kynna mér störf og stefnu stjómmálafiokk- anna á hlutlægan hátt, komst ég að klárri niðurstöðu. Mínar hugsjónir fara best saman við stefnu Alþýðu- flokksins. Alþýðuflokkur- inn er eini flokkurinn í land- inu sem hefur skýra steftiu í öllum veigamestu mála- flokkum. Jón Þór: Það sem hellst olli því að ég gekk til liðs við Alþýðufiokkinn var kröftugt starf Ungra jafnað- armanna. Síðasta veturinn í íjölbrautaskólanum datt ég inn á fund á SUJ með yfír- skriftina „Pólitík, mann- fjandsamlegur andskoti!?“. Þessi skemmtilegi fundur hvatti mig tii þátttöku í stjómmálum en valið á flokknum kemur beint frá hjartanu. Ég er jafnaðar- maður í húð og hár. Fríða: Ég held að það eigi við okkur bæði að við viljum taka þátt í að móta framtíðina. Ungt fólk verður að axla ábyrgð f þjóðfélag- inu, það geram við meðal annars með þátttöku í stjóm- málum. Það er á vettvangi stjómmálanna sem allar mikilvægustu ákvarðanir um framtíð okkar era tekn- ar. Að taka ekki þátt í stjóm- málum með einum eða öðr- um hætti er sama og segja pass við framtíðinm. Ungu fólki er vel tekið í Alþýðu- flokknum og flokkurinn er tilbúinn til að framkvæma breytingar. Nú hafa námsmenn í landinu staðið fyrir átak- inu „Ég kýs um mennta- mál“, hvað finnst ykkur um framtakið? Jón Þór: Það er eftirtekt- arvert að ungt fólk er að vakna til h'fsins og er farið að skynja að aðeins með þátttöku í stjómmálum getum við haft áhrif. Ég hef lengi verið talsmaður þess að menntamálin eigi að setja í forgang. Ég barðist til dæmis harkalega gegn setningu laga um Lánasjóð íslenskra námsmanna og upptöku skólagjalda í framhaldsskólum. Nú hefur árang- „Ég held að það eigi við okkur bæði að við viljum taka þátt í að móta framtíð- ina. Ungt fólk verður að axla ábyrgð í þjóðfélaginu, það gerum við meðal annars með þátttöku í stjórnmálum." ur náðst innan flokksins, því forystan er farin að taka undir með okkur Ungum jafnaðarmönnum. Við get- um aukið veg menntunar og rann- sókna því nú er að myndast svigrúm í kjölfar efnahagsbatans. Stjómmála- fræðinemar era einnig með átak í gangi undir yfirskriftinni „Ungt fólk - takið afstöðu". Þeir hafa staðið fyr- ir fundum í útvarpi og sjónvarpi og eiga heiður skilin fyrir frumkvæði sitt. Hólmfríður, er ekki fólk orðið hundleitt á launamis- rétti kynjanna í land- inu, er hugarfars- breyting eina sem þið hafið fram að færa í þeim efnum? Fríða: Launamis- réttið sem við búum við er gjörsamlega óþolandi. Þú spyrð hvort hugarfarsbreyt- ing sé það eina sem við höfum fram að færa. Málin standa þannig að samkvæmt lögum er jafn- rétti kynjanna hér á landi vel tryggt, en það er staðreynd að þessum lög- um hefur ekki verið framfylgt. Þess eins mismunandi og þeir eru margir. Það er þó þekkt staðreynd að hag- fræðingar era almennt leiðinlegir með víni, enda ekkert leiðinlegra en fræðingar á fylleríi sem slá um sig með ffösum sem enginn skilur nema þeir sjálfir. Hagfræðingar era þó stundum ranglega ásakaðir um að „Það er á vettvangi stjórnmál- anna sem allar mikilvægustu ákvarðanir um framtíð okkar eru teknar. Að taka ekki þátt í stjórnmálum með einum eða öðrum hætti er sama og segja pass við framtíðinni." vera sá hópur sem stjómar þjóðfé- laginu, því eins og allir vita eru það lögfræðingar sem tröllríða stjóm- kerfinu svo og öllum helstu samtök- um landsins. Lagahyggja þeirra er Hólmfríður, nú ert þú stjórnmálafræðingur. Er einhverja vinnu að fá fyrir fólk með þína menntun eins og ástandið er í dag? Fríða: Því miður vaða stjómmáiafræðingar ekki í atvinnutilboðum. En þetta er auðvitað einfaldlega spum- ing um að koma sjálfum sér á framfæri - að selja sig! Fyrir fáum vikurn stóðum við nokkur að stofnum Fé- lags stjómmálafræðinga og vonumst við til að það félag hjálpi til við að markaðs- setja stjórnmálafræðinga. Ég hef reyndar þá tröllatrú að atvinnuástandið almennt sé á uppleið. Það verður þó ekki hjá því litið að atvinnu- leysi er alvarlegt mein sem lækna þarf. Hagvöxtur og uppgangur í efnahagsmál- um er besta vopnið gegn at- vinnuleysi. Við höfum þó ekki efni á að bíða eftir betri tíð með blóm í haga og verðum því að grípa til sér- tækra aðgerða. Alþýðu- flokkurinn vill verja einum milljarði króna á ári í að- gerðir gegn atvinnuleysi. Markmiðið er að enginn verði iðjulaus og óvirkur í okkar samfélagi. Jón Þór nú heyrði ég því fleygt að þú ætlaðir að ganga í það heilaga strax eftir kosningar. Ertu nokkuð búin að gleyma því í öllum látunum í kringum kosningarnar? Jón Þór: Hver sendi þig eiginlega? Maður er ekki íyrr byrjaður í stjómmálum og þá farið þið blaðasnápar að hnýsast í einkamál. En jú, það hárrétt, ég og unnusta mín, Anna Sigrún Baldurs- dóttir, ætlum að innsigja samband okkar 15. apríl. Ég verð að viðurkenna að allt stússið fyrir kosningamar gerir allan undirbúning af minni hálfu erfiðan en allt er hægt ef ástin er annars veg- ar. Nú eru þið bæði há- skólamenntuð og hafið þurft að búa lengi fjarri heimahögum. Eruð þið ekki steypt í sama mót bæði tvö? Jón Þór: Nei ekki aldeilis. Við stunduðum okkar nám reyndar í sama húsi en að öðra leyti held ég að okkar reynsluheimur sé gjörólíkur. Við höfum til dæmis mjög ólík áhugasvið og bætum því hvort annað upp í starfi okkar innan samtaka ungra jafnaðar- manna og í Al- þýðuflokknum. Fríða: Ég er sammála þessu við eram næstum eins og svart og hvítt. Það má kannski segja sem svo að ég sé eins og fíll en hann eins og krókódíll. Ég reyni að nota eyran meira en munninn og taka tillit til þess sem aðrir segja. Jón Þór hins vegar á það til að nota kjaft- inn stundum meira en eyran. Grrrrr...

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.