Alþýðublaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 8
V * \WREVFfW 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Miðvikudagur 5. apríl 1995 54. tölublað - 76. árgangur * * 'wkvFILU 4 - 8 farþega og hjólastólabílar 5 88 55 22 Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk ■ Frystitogari keypturtil Fáskrúðsfiarðarfrá Nýfundnalandi kemur til heimahafnar á næstu dögum. Sæmundur Guðvinsson ræddi í gær við Eið Sveinsson skipstjóra Gerð verður tilraun til rækjuveiða við Svalbarða ** Útgerðarfélagið Búri leitar einnig fyrir sér um kaup eða leigu á rússnesku verksmiðjuskipi til veiða á úthafskarfa. „Það hefur ekki verið þrautalaust að halda þessari útgerð gangandi. Staðreyndin er sú að án allrar þeirrar aðstoðar sem Gunnlaugur Stefáns- son alþingismaður hefur veitt okkur stæðum við ekki um borð í þessum glæsilega frystitogara í dag og hefð- um raunar aldrei kontist á stað með útgerðina," sagði Eiður Sveinsson skipstjóri frá Fáskrúðsfirði í viðtali viðAIþýðublaðið. Utgerðarfélagið Búri á Fáskrúðs- firði hefur keypt 750 tonna frystitog- ara frá St. John’s á Nýfundnalandi. Nú er verið að ljúka við klössun skipsins í slipp Stálsmiðjunnar í Reykjavík og það mun halda til Fá- skrúðsfjarðar á næstu dögum. Við komuna þangað verður öllum bæjar- búum boðið að skoða skipið og þiggja veitingar. Eftir páska fer li'ystitogarinn síðan til rækjuveiða á Flæmska hattinum og í bígerð er að senda hann á rækjuveiðar við Sval- barða. Búri ætlar þó ekki að láta þar við sitja heldur er nú verið að leita að rússnesku verksmiðjuskipi á leigu eða til kaups sem ætlunin er að gera út á úthafskarfa. Þegar blaðamaður Alþýðublaðs- ins heimsótti Eið skipstjóra um borð í frystitogarann í gær var her iðnað- armanna að störfum um allt skip og stöðugt var verið að kalla í Eið og biðja hann álits á hinu og þessu. Eið- ur tók þessum hamagangi með ró og hélt áfiram að segja ffá útgerðarfýrir- tæki ijölskyldunnar. Fjölskylda Eiðs rekur útgerðarfyr- irtækið Akk sem gerði út togarann Klöru Sveinsdóttur í hátt á þriðja ár. „Við neyddumst til að selja Klöru til Isafjarðar í desember síðast liðnum ásamt öllum aflaheimildum því það var hvergi neina fyrirgreiðslu að fá í bönkum. Sú sala sýndi hins vegar raunverulega hvert eigið fé fyrirtæk- isins var og að við hefðum átt rétt á eðlilegri fyrirgreiðslu í lánastofnun- um. En þótt svona færi með Klöru þá ákváðum við að gefast ekki upp og beijast fyrir því að skapa áfram at- vinnu og verðmæti á Fáskrúðsfirði. Þar reyndist Gunnlaugur Stefánsson þingmaður okkur vel eins og ég sagði og hann er maður sem við get- um treyst á,“ sagði Eiður. Isfirðingar fengu Klöru Sveins- dóttur og aflaheimildimar með á síð- ustu jólum en eftir sátu eigendur Akks án skips og kvóta. Þá strax var farið að vinna að því að kaupa frysti- togara frá Kanada. „Við vomm ákveðin að leggja ekki árar í bát og leituðum leiða til að kaupa úthafsveiðiskip í stað Klöru. Það var talað um að mikið væri af skipum til sölu í Kanada og við fór- um að kanna málið í St. John’s á Ný- fundnalandi. Þá var úrval skipa til sölu orðið lftið og hörmungaástand nkjandi þar. Okkur leist hins vegar vel á frystitogarann Northem Kingf- isher sem var smíðaður í Noregi árið ® ( J§. m i í mmm / • i&EggjfMáá-J % 3| í m iííwBi Þjónusta í 60 ár 1935 - 1995 Mán. Þri. Mið. Fim. Fös. Lau. Sun. Frá Reykjavík •07.00 •07.00 •07.00 09.00 09.00 09.00 09.00 09.00 13.00 19.00 19.00 Frá Hellissandi 07.45 07.45 16.40 16.40 16.40 16.40 16.40 16.40 Frá Ólafsvík 08.00 08.00 17.00 17.00 17.00 17.00 17.00 17.00 Frá Grundarfirði 07.30 07.30 16.30 16.30 16.30 16.30 16.30 16.30 Frá Stykkishólmi 08.20 •16.00 ‘16.00 •16.00 08.20 17.20 17.20 17.20 17.20 17.20 17.20 Frá Borgarnesi •08.30 •08.30 •08.30 vestur 10.10 10.40 10.40 10.40 10.40 14.40 20.40 20.40 suður 09.50 •17.30 •17.30 •17.30 09.50 18.50 18.50 18.50 18.50 18.50 18.50 Frá Gröf •09.15 •09.15 •09.15 vestur 11.25 11.25 11.25 11.25 11.25 15.25 21.25 21.25 suður 08.50 08.50 08.50 08.50 •16.30 •16.30 •16.30 17.50 17.50 17.50 17.50 17.50 17.50 ‘Gildir frá 12. júní ti! 1. sept. Hraðferð í Baldur Helgi Pétursson h.f. sérleyfis- og hópferðabflar Gröf, Eyja- og Miklaholtshreppi c/o Skógarhlíð 10, 101 Reykjavík Sími: 561 8000, Fax: 561 8008 „Það var leitt að neyðast til að selja Klöruna fyrir jólin í fyrra en nú hefur sá skaði verið bættur," sagði Eiður Sveinsson skip- stjóri sem stendur hér í brú frystitogarans. A-mynd: E.ÓI. 1974. Skipið er um 750 tonn, 56 metra langt og 10,6 metra breitt og sér- s t a k 1 e g a styrkt til sigl- ingar í ís. Stofnað var nýtt félag á Fáskrúðsfírði um kaup á þessu skipi og útgerð þess, Búri hf, en Akkur er aðaleigandi félagsins. Gengið var frá kaupun- um fyrir mán- uði og skip- inu síðan siglt heim til Is- lands. Skipið verður skráð hér á landi samk væmt reglum sem samþykkt vom á síðustu dögum þings- ins og fær nafnið Klara Sveinsdóttir S U - 5 0 , “ sagði Eiður. H v a ð kostaði þetta skip? „ K a u p - verðið er rúmar 80 m i 11 j ó n i r „Markmiðið með þessari útgerð er að skapa okkur og öðrum Fáskrúðsfirðing- um atvinnu og verðmæti. Úthafsveiðar íslendinga eiga eftir að vaxa og þar eru tækifæri til að sækja björg í bú sem munar um. Það er því áríðandi að standa fast á rétti okkar til veiða á úthafinu eins og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkisráðherra hefur gert með árangri sem allir þekkja." króna en innifalið í verðinu er klöss- un samkvæmt kröfum Norsk Verit- as. En það verður lagt í skipið hér milli 30 og 40 milljónir. Við setjum ný tæki í brú og skiptum um frysti- tæki á millidekki. Einnig er sett nið- ur rækjuvinnslulína sem fýlgdi með og við tökum ný veiðarfæri fyrir rækjuna.“ Verður þessi nýja Klara ein- göngu á úthafsveiðum? , Já, enda höfum við engan kvóta. Við förum á rækjuveiðar á Flæmska hattinum eftir páska en þar hefur ver- ið þokkaleg veiði að undanfömu. Ottó Wathne var til dæmis að landa 170 tonnum eftir fimm vikna túr á hattinum. Við ætlum einnig að reyna nýjung í íslenskri útgerð sem er að fara á rækjuveiðar við Svalbarða. Skipið er sérstaklega styrkt fyrir sigl- ingu í ís og það er enginn kvóti á rækjuveiðum við Svalbarða." Hvaða veiðar aðrar mun Klara stunda? „Við erum að ráðgera að setja heilfrystilínu fyrir karfa í skipið- ásamt flökun fyrir næstu karfavertíð ef áframhald verður á þeim veiðum. Við erum ennfremur að leita okkur að rússnesku verksmiðjuskipi á leigu eða til kaups til að gera út á karfa- miðin." Hvað verða margir í áhöfn Klöru? „Það verða 16 um borð á rækju- veiðunum og 24 á karfanum. Mark- miðið með þessari útgerð er að skapa okkur og öðrum Fáskrúðs- fírðingum atvinnu og verðmæti. Út- hafsveiðar Islendinga eiga eftir að vaxa og þar eru tækifæri til að sækja björg í bú sem munar um. Það er því áríðandi að standa fast á rétti okkar til veiða á úthafmu eins og Jón Baldvin Hannibalsson utanríkis- ráðherra hefur^gert með árangri sem allir þekkja. Eg er mjög ánægður með þetta skip og er þess fullviss að þessi skipakaup eiga eftir að verða til mikilla hagsbóta fyrir Fáskrúðs- fjörð. Það var leitt að verða að neyðast til þess að selja Klöruna fyrir jólin í fyrra en nú hefur sá skaði verið bættur með þessum nýja frystitogara. Við siglum austur á allra næstu dögum og ég ætla að nota tækifærið og bjóða öllum Fá- skrúðsfirðingum og öðrum sem vilja að koma um borð þegar við komum heim, skoða skipið og þiggja veitingar," sagði Eiður Sveinsson skipstjóri. Hin nýja Klara Sveinsdóttir í slipp í Reykjavík þar sem klössun er að Ijúka og frágangi nýrra tækja og búnaðar um borð. A-mynd: E.ÓI.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.