Alþýðublaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 05.04.1995, Blaðsíða 4
4 s n n MIÐVIKUDAGUR 5. APRÍL 1995 V i t i m e n n drengur. Hverja einustu myllu vann ég þegar ég hafði komið mér upp svikamyllu. Guöni Ágústsson um Evrópubanda- lagiö. Alþingistíðindi, 13. hefti, 1992. Ég get ekki svarað þessu beint án þess að þekkja málið. Árni Johnsen um sjávarútvegsstefnu og vestfirska sjálfstæðismenn. Tíminn í gær. Vestfirsku fjöllin eiga núorðið of mikið í mér. Risavaxin fyrirsögn á viðtali við Kristinn H. Gunnarsson. Hann er þó ekki að draga sig í hlé. Vestfirðing- ur, málgagn Alþýðubandalagsins í Vestfjarðarkjördæmi. „Heiðar - þessi hlýtur að vinna,“ segi ég. „Hún er svo falleg og sjarmerandi. Hún hlýtur að vinna. Heiðar þegir, - segir svo: „Ameríkanarnir vilja aðrar týpur en þessa.“ „Jasvo segi ég, áttu við eins konar Barbie-dúkkur?“ Snyrtirinn kinkar kolli. Steingrímur St. Th. Sigurösson um glæsilegt Galakvöld og feguröarsam- keppni á Hótel Örk. Mogginn í gær. En það er ekki öll von úti, þetta er ekki búið og hver veit nema úr rætist, en ég er ekki bjartsýnn. Sigurður Gunnarsson grásleppukarl á Húsavík um allsherjar rauðmagahallæri fyrir norðan. Víkurblaðið 12. tölublað. Mér fannst hrein nautn að baða mig í sýnilegri aðdáun slíkra kollega. Hörður Hauksson vitnar í Pál Ásgeir Ásgeirsson sem skrifar i Upphátt og finnst sem hann sé allt of opinskár um minnimáttarkennd sína. Mogginn í gær. Sigurður hefur slegið í gegn (hjá flestum) með afslappaðri framkomu þar sem hlutirnir eru kallaðir sínum réttu nöfnum og áfengir drykkir eru notaðir feimnislaust við matargerðina. Haukur L. Hauksson fjölmiðlarýnir. DV í gær. írska leikskáldið Samuel Beckett, sem meðal annars skrifaði Beðið eftir Godot, var stunginn af melludólgi alveg upp úr þurru. Það var síðan píanistinn Suzanne Deschevaux-Dumesnil sem fann Beckett liggjandi í blóði sínu á göt- um Parísarborgar. Hún heimsótti hann á sjúkrahúsið, ákvað að búa með honum og tuttugu og fjórum ámm síðar giftust þau. Byggt á Isaac Asimov's Book ofFacts Ný sjávarútvegsstefna / ' V / £/ * / „Fullreynt er að meginmarkmið kvótakerf- isins hafa ekki náðst, að vernda og byggja upp nytjastofnana. Þess í stað hefur það fært til fjármuni frá almenningi til örfárra sægreifa sem maka krókinn. Sjávarbyggð- unum mun blæða hægt út ef ekkert verður að gert til að stöðva hráskinnaleikinn sem birtist okkur sem hagsmunagæsla hinna örfáu á kostnað sjómanna, fiskvinnslufólks og sveitarfélaga sem eiga allt sitt undir fiskveiðum og vinnslu." Aðalkosningamál okkar alþýðu- flokksmanna er að núverandi kvóta- kerfi verða breytt svo það tryggi hagsmuni þeirra sem búa á sjávar- byggðarlögunum en þjóni ekki leng- ur sérhagsmunum örfárra sægreifa. Fullreynt er að meginmarkmið kvótakerfisins hafa ekki náðst, að vemda og byggja upp nytjastofnana. Þess í stað hefur það fært til fjármuni ffá almenningi til örfárra sægreifa sem maka krókinn. Sjávarbyggðunum mun blæða hægt út ef ekkert verður að gert til að stöðva hráskinnaleikinn sem birtist okkur sem hagsmuna- gæsla hinna örfáu á kostnað sjó- manna, fiskvinnslufólks og sveitar- félaga sem eiga allt sitt undir fisk- veiðum og vinnslu. Sífellt fleiri hljóta það ömurlega hlutskipti að verða leiguliðar með okurkostnaði meðan kvótinn færist á sífellt færri hendur svokallaðra sæ- greifa í skjóli sterkra stjómmála- flokka sem nánast virðast vera mál- pípur sægreifanna. Þessir sömu flokkar höfnuðu því fyrir nokkmm vikum að festa ákvæði á stjómar- skrána að þjóðin ætti fiskimiðin og fiskistofnana kringum landið. Þessi öfi gera nánast grín að þjóð- inni með því að reyna að tryggja þennan ósóma í sessi með veðsetn- ingarlögum og jafnvel erfðarétti hinna fáu. Osvífnin á sér engin tak- mörk - ætlar sér nú útyfir gröf og dauða. Alþýðuflokkurinn hefur sýnt f orði og verki að hann gætir hags- munum almannahagsmuna í þessum málum sem og öðmm. Hann hefur ekki þurft að framkvæma neina „lík- þornapólitík", við emm ekki bundnir sérhagsmunum hinna fáu. Okkur er ljós háskinn sem steðjar að sjávarbyggðum og viljum snúa vöm í sókn með eftirfarandi leiðum: Með löggjöf skal komið í veg fyrir að kvóti safnist á fárra hendur. Við viljum tryggja sameign þjóðarinnar allrar á auðlindum sjávar með því að binda ákvæði um slíkt í stjómarskrá. Tryggja þarf stöðu krókaveiða og vertíðarbáta, takmarka veiðar togara á gmnnslóð og stöðva fjölgun frysti- togara uns fiski- stofnar rétta úr kútnum. Tryggja verður að enginn hvati sé til þess að fiski sé hent á hafi úti, þvert á móti sé hann færður á þjóðarbúið og til að mynda að 70 til 80 prósent af verð- mæti hans renni til efiingar veiðieftirlits og rannsókna Hafró en afgangurinn skiptist milli útgerðar og sjómanna. Við höfúm hafnað því að fangelsa menn fyrir vikið eins og sjávarútvegsráðherra lagði til. Við viljum koma á veiði- leyfagjaldi, sem nýtist um leið sem stjómtæki, sem gmndvallaðist ýmist á sókn eða afla. Þeir sem veiða fisk til vinnslu í landi greiða lægra en aðrir, frystitogarar greiði hærra gjald en ísfisktogaramir. Þannig ýtir kerfið undir vinnslu aflans í landi. Með stækkun fiskistofna verði viðbótar- veiðiheimildum úthlutað gegn slíku gjaldi. Við viljum að gerðir verði al- þjóðlegir samningar um veiðar utan fiskveiði lögsögunnar og veiðar á flökkustofnum. Við viljum stuðla að þátttöku Islendinga í erlendum sjáv- arútvegi og nýta þar með þekkingu og reynslu til að auka hlutdeild okk- ar í fiskverslun heimsins. Við viljum leyfa erlenda fjárfestingu í íslensk- um sjávarútvegi, að uppfylltum ströngum skilyrðum. Við viljum stórefla rannsóknir í fiskifræði, eink- um vistkerfi hafsins og samspili þess við aðra þætti náttúmnnar. Sérstak- lega rannsóknum á áhrifum ein- stakra veiðarfæra á lífríki hafsins. Verði það meðal annars fjármagnað af hluta af veiðileyfagjaldi. Við vilj- um stefna að því að allur afli á Is- landsmiðum fari um íslenskan mark- að, þar sem því verður við komið. Alþýðuflokkurinn vill gjörbreyta núverandi kvótakerfi sem stjómtæki fiskveiða. Aríðandi er að slíkar breytingar taki sem skemmstan tíma, ekki lengur en á 4 til 5 ámm. Niður- staðan af aflamarki í blönduðum botnfiskveiðum hefur alls staðar reynst hin sama: sóun á verðmætum, fölsun á aflatölum, löndun fram hjá vigt, versnandi afkoma útgerðar bátaflotans og síminnkandi fiski- stofnar. Vaxandi efasemdir vísindamanna og annarra em nú um að hægt sé að stjóma raunverulegum afla, án þess að takmarka sókn og úlhald. Leiddar hafa verið að því líkur að um 100 þúsund tonnum sé hent í sjóinn ár- lega á Islandsmiðum, þar af séu um 30 þúsund tonn af þorski. Þetta er ekki einungis óverjandi sóun á verð- mætum heldur kemur það einnig í veg fyrir að hægt sé að sinna rann- sóknum á nothæfum gögnum fiski- fræðinga. Þarf frekari vitnanna við um andarslitur kvótakerfisins? Ef sjávarbyggðimar þessa lands eiga að tryggja tilvem sína, afkomu og öryggi, þeirra sem þar búa, verð- um við að taka höndum saman og hrinda oki kvótaófreskjunnar af herðum okkar. Þetta er meginkosn- ingamál okkar Alþýðuflokksmanna hér eftir sem hingað til. Veiðar og vinnsla em og verða sú auðsuppspretta sem íslensk tilvera byggist á. Við höfum fiskimiðin, bátana, fiskverkanir, vélar og þjálfað þekkingarfólk og hafnamiannvirki; alla aðstöðu og fjárfestingu okkar til áframhaldandi búsetu í sjávarbyggð- um. Látum ekki kippa undan okkur fótunum. Berjumst fyrir sjálfsögðum rétti okkar gegn þessu óréttlæti. Það gemm við best með öflugum stuðn- ingi við Alþýðuflokkinn, flokk sem í orði og í verki hefur sýnt og sannað að hann berst fyrir hagsmunum al- mennings, í þessu tilviki sjómanna, fiskvinnslufólks og sveitarfélaga ásamt bættum skilyrðum útgerðar og vinnslu til vaxtarmöguleika á jafn- réttisgmnni, - með breyttu og réttlát- ara fiskveiðistjónunarkerfi þar sem fólkið sem byggir sjávarbyggðimar er í fyrirrúmi. Höfundur er aðstoðarskólameistari í Snæfellsbæ og skipar 2. sæti á lista Alþýðuflokksins á Vesturlandi Pallborðið Sveinn Þór Elinbergsson "FarSide" eftir Gary Larson. orða tekið: „Einar Kárason avviser generaliseringen og awiser kritikken som paranoid og misunnelig, Súsanna Svavarsdóttir har «overskredet dumhets- grensen», mener han." Einhverjum þætti nú súrt í broti ef íslenskir listamenn tækju upp á því alfarið að flytja deilur sínar á síður erlendra fjölmiðla, og það til Noregs af öllum stöðum... Gremja fer vaxandi með- al debet-korthafa sem héldu að fitt-kostnaður og gulu miðarnir tilheyrðu for- tíðinni með ávísanavið- skiptum. Svo er aldeilis ekki eins og margir hafa fengið að kynnast. Flestum þykir það skjóta skökku við að greiða rúmar 600 krónur í sekt fyrir að fara einhverja tíkalla yfir á reikningi sínum og það með því að taka út hjá bönkunum sjálfum í gegnum hraðþjónustu þeirra... Ulfúð í bók- menntakr- eðsunni íslensku hefur nú borist út fyrir landstein- anna illu heilli. Þann 30. mars er grein í Aftenpost- en í Osló eftir Sven Johs Otte- sen sem fjallar um stríð milli kynja í ís- lenskum bókmenntaheimi. í undirfyrirsögn er spurt hvort sjálfsmynd íslenska bókmenntaheimsins sé karlæg og undirokuð af eins og einu búnti af vel- megandi skáldasveinum. Fyrirsögnin á greininni hans Sven Johs er „Is- landsk krybbebiteri" (þýð- ing óskast). Þar segir með- al annars að fyrir hópi skáldsveinanna fari þeir Einar Kárason og Einar Már Guðmundsson. Bik- arinn varð barmafullur eftir sjónvarpsþátt sem gagn- rýnandinn og menningar- ritstjóri stærsta blaðs (s- lands, Súsanna Svavars- dóttir, gagnrýndi harð- lega. Samkvæmt „Islandsk krybbebiteri" sakar hún bókadrengina um að vera staurblindir á bókmenntir kvenna og vitnað ertil Birgittu Rubin i Dagens Nyheter sem hefur eftir Sú- sönnu að hún sé orðin hundleið á þeim; þeir geri lítið annað en að skrifa um uppvaxtarár vina sinna. Greinin er all ítarleg og í seinni hlutanum er vitnað í Einar Kárason sem vísar öllu þessu á bug, nefnir of- sóknarbrjálæði og gefur ekki mikið fyrir skoðanir Súsönnu svo vægt sé til „Sem sagt. Fyrst segistu hafa séd hinn ákærða í Kola- portinu og núna segist þú halda að þú hafir séð hannl... Fröken, Jóhanna. Eigum við ekki að hætta þessum láta- látum - er ekki hugsanlegt að framburður þinn lítið ann- að en ævintýralegur skáldskapur." Alsælu- auka- verkanir Alsæla, fíkniefnið sem hipphoppóðir dansfíklar brúka, hefur komist í fréttir að undanfömu eftir að Fíknó böstaði „dóp- hreiður" unglinga við Kaplaskjólsveg. Samkvæml upplýsingum frá Landiæknis- embættinu eru aukaverkanir Alsælu, eða Ecstacy, þessar: • Ahrif á taugakerfi, sem lýsir sér fyrst og fremst sem stíf- leiki í vöðvum og tannagnístran, en getur endað í krömpum, sem jafnvel lyf duga illa á. • Áhrif á stjórnstöð lík- amshitans, sem veldur því að hann rýkur upp og þrátt fyrir alia tækni í lækningum í dag er illmögulegt að ná niður. • Áhrif á hjarta- og teðakerfi vaida blóðþrýstingslækkun og hjart- sláttarórcglu. • Kituráhrif á nýru sem veldur fyrst auknum þvaglátum, en getur cndað í ónýtum nýrum, sem ckki geta skilið út þvag. • Eituráhrif á lifur sem getur lýst sér í gulu. • Blóðstorku- truflanir, scm geta meðal annars vald- ið hcilahlæðingu. • Geðræn áhrif, fyrst væg svo sem þreyta og svefnleysi, síðan alvarlegri eins og þunglyndi og ofsóknarkennd. Fimm á förnum vegi Ætlar þú að sjá nýjustu kvikmynd Jóhanns Sigmarssonar, stórmyndina Ein stórfjölskylda? Sigurður Björnsson, kennari: Já, ég held það bara. Sigurður Sigurðsson, tækni- fræðingur: Það er ekki alveg ákveðið ennþá. Málið verður tekið fyrir á fjölskyldufundi. Ása Þórðardóttir, bankamað- ur: Nei, ég má ekki vera að því. Guðbjörn Ingason, bankamað- ur: Nei, sennilega ekki. Agnes Stefánsdóttir, atvinnu- laus: Já, tvímælalaust. Einn af vin- um mínum leikur nefnilega í henni. 4

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.