Alþýðublaðið - 11.04.1995, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 11.APR(L1995
ALÞÝÐUBLAÐIÐ
3
S k o ð a n i r
Galið kosningakerfi
„Á kosninganóttu lýsti Ólafur Þ. Haröarson stjórnmálafræðingur því yfir að eini kosturinn
við kosningakerfið væri skemmtigildi þess...Heldur kárnaði gamanið þegar leit út fyrir að
Eggert Haukdal næði kjöri á rúmlega þúsund atkvæði á meðan Kvennalistinn með mörg
þúsund atkvæði að baki næði engri konu á þing."
Á kosninganóttu lýsti Ólafur Þ.
Harðarson stjómmálafræðingur því
yfir að eini kosturinn við kosninga-
kerfið væri skemmtigildi þess.
Pallborðið |
Á kosninganóttu gat þjóðin fylgst
með því hvemig frambjóðendur
duttu inn og útaf þingi í samræmi við
tölur í ijarlægum landshlutum.
Heldur kámaði gamanið þegar leit
út fyrir að Eggert Haukdal næði kjöri
á rúmlega þúsund atkvæði á meðan
Kvennalistinn með mörg þúsund at-
kvæði að baki næði engri konu á
þing.
Gallamir á kosningakerfinu urðu
öllum ljósir.
Þegar upp var staðið er flestum
ljóst hvfiíkur óskapnaður kosninga-
kerfi landsmanna er.
Núverandi kjördæmaskipting hef-
ur í för með sér alvarlegt misvægi at-
kvæða.
Markmið kosningalaganna er að
tryggja jafnvægi á milli þingstyrks
flokka og atkvæðamagns innan kerf-
is sem byggir á misvægi atkvæða. I
mörgum tilvikum em því iítil tengsl
á milli þess hvort þingmaður nái
kjöri eða styrks hans í kjördæminu.
Það þarf ekki að undra þótt kosn-
ingakerfið sé ónothæft. Það er af-
sprengi pólitískra hrossakaupa þar
sem Páll Pétursson og fleiri viðlíka
snillingar véluðu um sjálfsögð
mannréttindi af miklu virðingaleysi.
Á síðasta þingi var gerð tilraun til
að breyta kerfinu, en þá brá svo við
að Framsóknarflokkurinn sendi Pál
Pétursson sem sinn fulltrúa í starfið
og varð þá þegar ljóst að enginn
gmndvöllur væri fyrir miklum breyt-
ingum. Sjálfstæðisflokkurinn hefur
einnig staðið sig illa í málinu, enda
Egill Jónasson mikill áhrifamaður
þar á bæ.
Á nýju kjörtímabili þarf að gera
róttækar breytingar á kjördæmakerf-
inu og kosningalögum.
Framsókn þarf að gefa Páli frí og
hleypa yngra fólki í starfið (til dæm-
is því frambærilega fólki sem vann
sigur á Reykjanesi) og fijálslyndari
armur Sjálfstæðisflokksins þarf að
gera sig meira gildandi innan þing-
flokksins.
Alþýðuflokkurinn hefur skýra
stefnu í málinu og verður að þrýsta á
um breytingar.
Helsta hættan við þetta kosninga-
kerfismál er að það gleymist þangað
til rétt fyrir kosningar og að þá verði
rokið upp til handa og fóta. Málið er
ekki á ábyrgð neins ráðherra, nema
ef vera skyldi forsætisráðherra, og
því vill enginn tími vinnast til að
ræða málið og afgreiða.
Af þessum ástæðum er líklega
best að kveða á um málið með mjög
skýrum hætti í stjómarsáttmála.
Það er í það minnsta ljóst að ekki
verður hægt að nota kosningakerfið í
einum kosningum enn.
Reykvíkingar sætta sig ekki leng-
ur við misvægi atkvæða og kosn-
ingakerfið sjálft er galið eins og
landsmenn sáu glöggt á kosninga-
nóttu.
Höfundur er stjórnmálafræðingur.
V i t i m e n n
Kratar vilja konur.
Mánudagspósturinn i gær.
Ég get sætt mig við
Þorstein Pálsson sem sjávarút-
vegsráðherra að gerbreyttri
stefnu, ef hann er tilbúinn
að stýra slíkri stefnu.
Ólafur Hannibalsson varaþingmaður
Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum.
DV í gær.
Höfuðmál efstu manna
á lista Sjálfstæðisflokksins
á Suðurlandi var að keyra
mig út og það tókst hjá þeim.
Það má segja að það sé
árangur hjá þeim að losna
við sveitalubbann.
Eggert Haukdal í DV í gær.
Intemetið hefur vitaskuld að
geyma safaríka einkamáladálka og
einn þeirra er Kjötmarkaðurinn
(Virtual Meetmarket) á netfanginu
http.V/sashimi.wwa.com: 1111. Þar
leita karlar að konum, konur að
körlum og allir að öllu á þannig
þrískiptum markaði. Mikill ójöfn-
uður er ríkjandi á þessu netfangi:
þegar síðast fréttist vom þar 50
auglýsingar frá körlutn, en aðeins
3 frá klárara kyninu. Af öðmm
yafasömum netföngum á þessu
ákveðna sviði mannlegra sam-
skipta mætti nefna http://www.cts.
com/~talon með „lifandi" nektar-
vídeómyndum eða þá eitthvað
linkulegt á borð við alt.fan.hrad-
pitt (sem mun þó vera ágætis stað-
ur til að hitta stelpur). Villtir á
Vefnum benda nethausum sem
gamna sér á tölvum hins opinbera
að láta vera í þetta skiptið, að segja
RÚVaranum Loga Bergmann
Eiðssyni frá subbuskapnum...
Sjálfstæðismenn á Suð-
urlandi töpuðu þing-
sæti í kosningunum, og
það veikirtil muna stöðu
Þorsteins Pálssonar.
Bóndinn á Bergþórshvoli,
Eggert Haukdal, féll með
sæmd og dró með sér
Drífu Hjartardóttur, sem
skipaði 3. sætið. Drífa hafði
3. sætið einmitt af Haukdal
í frægu prófkjöri í fyrra. Það
sem þá réði úrslitum var
gríðarleg smölun í Vest-
mannaeyjum, þarsem Árni
Johnsen lét sitt fólk kjósa
Drífu. Sigur Þorsteins og
Árna í prófkjörinu var hins-
vegar Pyrrhusarsigur ein-
sog kom í Ijós um helg-
ina...
Nú er mikill taugatitring-
ur meðal sjálfstæðis-
manna, eftir að Davíð
Oddsson lýsti yfir því, að
breyting yrði á ráðherralið-
inu, verði flokkurinn áfram
í stjórnarráðinu. Ólafur G.
Einarsson á enga mögu-
leika á ráðherrasæti áfram
og sjálfstæðismenn á
Reykjanesi ganga út frá því
að Árni Mathiesen hreppi
hnossið. Vestfirðingar gera
líka tilkall til ráðherrastóls
fyrir Einar K. Guðfinns-
son enda fer vegur hans
mjög vaxandi innan Sjálf-
stæðisflokksins. Við vitum
að Davíð hefur hug á því
að gera Björn Bjarnason
að ráðherra, en það tekst
tæpast nema Friðrik Sop-
husson dragi sig í hlé úr
pólitík. Friðrik hefur verið
orðaður við sendiherra-
embætti, enda útséð um
að hann komist öllu lengra
á framabrautinni. Halldór
Blöndal styrkti stöðu sína
um helgina, en ekki er sjálf-
gefið að hann vilji verða
landbúnaðarráðherra
áfram. Margir sjálfstæðis-
menn vilja losna við Þor-
stein Pálsson enda var
hann dragbítur í kosninga-
baráttu þeirra víða um land
vegna lélegrarframmi-
stöðu í sjávarútvegsráðu-
neytinu...
Ekkert varð úr fyrirhug-
uðum kosningasigri Ól-
afs Ragnars Grímssonar
enda stal Framsókn sen-
unni meðal stjórnarand-
stöðuflokkanna. Ólafur
Ragnar gerði sér vonir um,
að góður kosningasigur
myndi leiða hann í ríkis-
stjórn og gera honum kleift
að halda formannsstólnum
með einhverju móti. Nú
blasir við að Steingrímur
J. Sigfússon taki við
flokknum í haust - og þá er
mikið efamál að Ólafur
Ragnar uni sér vel í Al-
þýðubandalaginu...
"FarSide" oftir Gary Larson.
„Róaðu þig, sonur sæll! Þú skalt hafa það hugfast að áður
en þú ert hæfur um að gagnrýna okkur þarftu að vita allar
staðreyndir málsins. Málið er, að í kringum 1970 voru ALL-
IR á kafi ídópi og allskonar rugli. Ekki bara við..."
Hvaö finnst þér um niðurstöður kosninganna?
Þorlákur Einarsson, nemi: „Ég
er mjög ánægður með útkomu míns
flokks."
Jóhannes Gunnarsson, toll-
endurskoðandi: „Ég er sæmilega
ánægður og vona að stjómin starfi
áfram.“
Guðbjörg Vésteinsdóttir, leik-
skólastjóri: „Ég er ekki ánægð
með það, að stjómin hélt velli.“
Elínbjörk Bruun, bankastarfs-
maður: „Ég er ánægð með úrslit-
in.“
Ása Briem, nemi: „Það á eftir að
koma í ljós hvort ég er ánægð. Það
fer eftir því hvemig stjóm verður
mynduð."
Þetta er óneitanlega áfali.
Kristín Ástgeirsdóttir um útreið
Kvennalistans í kosningunum.
DV í gær.
„íslenskrí pólitík er ekki
við bjargandi,“ sagði Ehn
[Antonsdóttir] á fámennrí
kosningahátíð Kvennalista
á Akureyri.
DV í gær.
Framsóknarflokkurinn er
kominn á mölina.
Finnur Ingólfsson í DV í gær.
Á bak við Ólaf Ragnar
Grímsson eru 5.329 atkvæði
og er hann dýrasti þingmaður
Alþýðubandalagsins...
Ólafur er jafnframt dýrasti
þingmaður iandsins - hvort
sem mönnum finnst það
við hæfl eða ekki.
Mánudagspósturinn í gær.
En þegar upp er staðið
liggur það fyrir að ríkisstjórn-
in situr enn og getur þess-
vegna haldið áfram í krafti
meiríhlutafylgis á Alþingi.
Hún er skrýtin pólitíkin og
það er merkilegt, lýðræðið.
Leiðari Ellerts B. Schram i DV í gær.
Meistari Charles Dickens trúði
svo staðfastlega á mesmerisma
(lækningameðferð sem notuð var í
samfloti við dáleiðslu) að hann taldi
sjálfan sig fullgildan doktor í að
yfirfæra græðandi áhrif frá sjálfum
sér- hið svokallaða „dýrslega
segulmagrí' - til sjúkra. Dickens
áttaði sig aldrei nokkum tímann á
því, að árangur hans með þessari
lækningameðferð var algjörlega
byggður á sálfræðilegum áhrifum
(trúin flytur nefnilega fjöll einsog
við vitum öll). Þessa fáfræði átti
meistarinn sameiginlega með
öllum öðrnm mesmeristum.
Byggt á Isaac Asimov's
Book of Facts.