Alþýðublaðið - 11.04.1995, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 11.04.1995, Qupperneq 4
4 ALÞÝÐUBLAÐIÐ ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1995 VOLVO 440/460 ÁRGERÐ 1995 Sigbjörn: Ef tími Þjóðvaka var einhvern tímann kominn, þá er hann farinn núna. Það er klárt mál. Alþýðuflokkurinn á Norðurlandi eystra Útganga Jóhönnu var afdrifaríkust - segir Sigbjöm Gunnarsson sem skipaði 1. sæti A- listans. Hann féll útaf þingi. „Ég hef auðvitað orðið fyr- Þar geta menn helst þakkað öflugri ir ákveðnum vonbrigðum. Ég kosningabaráttu. tel mig hafa unnið mjög vel á Stærstu tíðindi kosninganna eru síðasta kjörtímabili, en það dugði samtsem áður ekld á kjördag. En svonaer nú pólit- íkin og lítið við því að segja. Það var auðvitað ýmis óáran innan flokksins á kjortímabil- inu sem olli mestum erfið- leikum í þessum kosningum hjá okkur. Fylgistapið er hinsvegar engán veginn átak- anlegt því ekki . eru nema nokkrir mánuðir síðan spáð var að Alþýðuflokkurinn myndi þurrkast út í kosning- unum,“ sagði Sigbjörn Gunnarsson, 1. maður Al- þýðuflokksins á Norðurlandi eystra, í samtali við Alþýðu- blaðið. Framboðslisti flokksins í kjördæminu fékk 1.211 at- kvæði og 7,4% - eða 2,3% minna en í kosningunum 1991. Sigbjöm var þingmað- ur flokksins og fellur nú útaf þingi. „Utganga Jóhönnu Sigurð- ardóttur var afdrifaríkust fyrir Alþýðuflokkinn í kosningun- um og er ástæða fylgistaps okkar númer eitt, tvö og þrjú. Hin eilífa spillingarumræða setti einnig sitt mark á um- ræðuna. Útkoma Alþýðu- flokksins var mun skárri en nokkur hafði ímyndað sér í lok síðasta árs. A heildina lit- ið tel ég hana vel viðunandi. augljóslega hrun Þjóðvaka á síð- ustu stundu; hrun sem ég átti reynd- ar von á miklu fyrr því það hefur sýnt sig að almenningur kann ekki vel við fólk sem breytir um stjóm- málaskoðun og flakkar á milli flokka á síðustu stundu. Ef tfmi Þjóðvaka var einhvem tímann kominn, þá er hann farinn núna. Það er klárt mál.“ En hvað tekur nú við? „Vitaskuld viðræður við Sjálfstæðisflokkinn. Stjómin hélt velli í þessum kosn- ingum og það er eitthvað sem fáa gmnaði um mitt kjörtímabilið. Menn hafa því ákveðnum skyldum að gegna. Fólkið í landinu hefur kveðið upp þann úrskurð að stöð- ugleikinn skipti hér öllu. Hvað varðar Alþýðuflokkinn sjálfan þá er ljóst að mikið verk þarf að vinna. Flokkurinn getur til að mynda fráleitt unað því að vera veikur á svo stóm svæði sem raun ber nú vitni um. Ég er annars langtþvífrá hættur í stjómmálum. Hef verið viðriðin þau á einn eða annan hátt frá barns- aldri og mun verða það áfram. Ég hef hinsvegar í sjálfu sér ekki hug- mynd um hvað tekur við og hef ekki að neinu starfi að hverfa. Þetta kemur allt í Ijós í rólegheitum næstu mánuði. Það er þó ljóst að fjölskyldan situr í fyrirrúmi, því hún hefur nokkuð liðið fyrir anna- söm stjómmálaumsvif mín undan- farin fjögur ár.“ Volvo öryggi og ending á þessu verði slær allt annað út! Sumir eiga erfitt með að skilja hvernig hægt er að bjóða svo vel búna bfla frá Volvo á þessu verði. Svarið er einfalt, staða gjaldmiðla, hagstæðir samningar og nú síðast tollalækkun gerir okkur kleift að bjóða svo lágt verð. Og við látum viðskiptavini okkar njóta allra mögulegra verðlækkana. Notaðu tækifærið og kauptu Volvo öryggi og endingu meðan verðið er svona lágt. Ótrúlega vel búinn! Vökvastýri, samlæsing, pluss áklæði á sætum, armpúði milli framsæta, veltistýri, stillanleg hæð sæta, bflbeltastrekkjarar, sjálfvirk hæðarstilling bflbelta, hemlaljós í afturglugga, þokuljós í vindskeið að framan, dagljós, fellanlegt aftursætisbakl/3-2/3, litaðir stuðarar, hliðarspeglar stillanlegir innanfrá, ljós í ræsi, læst bensínlok, upphituð framsæti, vasi aftan á sætum, sflsahlífar, litað gler, 185/65R14 dekk/14" felgur, heilir hjólkoppar, stærri gerð varadekks. Volvo 440/460 kostaði frá 1.448.000 kr. en kostar nú frá: Nú er rétti tíminn til aö kaupa Volvo 50.000 kr. verðlækkun og bflarnir hafa aldrei veriö betur búnir!

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.