Alþýðublaðið - 26.04.1995, Side 3

Alþýðublaðið - 26.04.1995, Side 3
MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1995 ALÞÝÐUBLAÐK) 3 S k o d a n Snúum bökum saman Um fátt hefur verið meira talað undanfarið en hina nýju ríkisstjóm sem Davíð Oddssyni tókst að mynda með brellum og sannaði þar fyrir hinum stjómmálarefum landsins að hann væri mestur núlifandi machia- vellista hérlendra og verðskuldaði því forsætisráðherrastólinn. Húrra fyrir Davíð, sem hefur átt eina lengstu samfelldu sigurgöngu í stjómmálum frá því að Stah'n var og hét. Pallborðið | Magnús Árni Magnússon skrifar Þessi nýja ríkisstjóm verður vond ríkisstjóm. Ömurlegt var að fylgjast með Framsóknarflokknum arka inn í ráðuneytin í fréttatímunum í íyrra- kvöld: Páll Pétursson í félagsmála- ráðuneytið, Finnur Ingólfsson í iðn- aðar- og viðskiptaráðuneytið, Ingi- björg Pálmadóttir í heilbrigðisráðu- neytið, Guðmundur Bjamason í landbúnaðarráðuneytið og umhverf- isráðuneytið og Halldór Asgrímsson í utanríkisráðuneytið. Maður sá þymirósagróðurinn spretta upp úr stólbökunum og út úr veggjunum. Morrinn mætti á svæðið. Ný ísöld gekk í garð. Stundum er það þannig í lífinu að menn verða að stíga eitt skref aftur- ábak til að geta tekið tvö skref áfram næst. Nú er staðan sú að þau stjóm- málaöfl sem verða í stjómarandstöðu næsta kjörtímabil má með einum eða öðrum hætti skilgreina sem höll und- ir jafnaðarstefnu. Það verður fróðlegt að sjá hvort þau nýta það sóknarfæri sem í því felst að liggja skyndilega og óvænt ofan í sömu skotgröfmni með íhaldið og sótsvart afturhaldið handan víglínunnar. Ná þessir flokk- ar að stilla upp trúverðugri stjómar- andstöðu og skuggaráðuneyú, til- búnir til að taka við landsstjóminni eftir næstu kosningar? Eða verða þeir hver í sínu homi allt kjörtímabil- ið, sjálfum sér verstir, dreymandi drauminn um að plotta sig inn í næstu ríkisstjóm, með andskotanum sjálfúm ef ekki vill betur. Eða verður þetta kannski eins og 1978? Vinstri flokkamir vinna stór- sigur og lyfta Framsókn í öndvegi á ný? I ósigri er sigur oft falinn. Litlu ílokkamir okkar á vinstri vængnum vom sjálfum sér verstir í kosninga- baráttunni sem nú er afstaðin. Al- þýðubandalagið spilaði plötuna um hinn vonda Alþýðuflokk út í gegn í hálfrar aldar gamalli vendettu kommúnista gegn sósíaldemókröt- um. Þjóðvakinn var yngra form blóðhefndar smákóngaveldisins, sem náði þeim árangri að auka á glundroðann vinstra megin og koma grímulausu fhaldinu úl valda. Kvennalistinn barðist fyrir lífi sínu og fiskaði vitaskuld á hinum hefð- bundnu vinstri miðum, því kvenna- barátta ER vinstri barátta, hvað sem konumar í Sjálfstæðisflokknum segja, enda kemur það berlega í Ijós þegar talað er um valdastöður á þeim bænum. Þar er ljóst hveijum er ætlað að ráða og hveijum að baka vöffl- umar. Hvenær ætla vinstri menn að læra, hætta að beija á samheijum sínum og fara að snúa sér að því að vinna á hinum raunverulega óvin? Þeim sem gætir hagsmuna hinna meiri máttar í þjóðfélaginu eins og Ijöregg sitt væri. Sjálfstæðisflokkurinn er hefð- bundinn hægri flokkur sem stendur vörð um einokunaraðstöðu hins svo- kallaða kolkrabba, um hagsmuni kvótakónga til lands og sjávar. Hann stendur vörð um þessi öfl og er þeim skjól fyrir vindum hins alþjóð- lega samfélags og samkeppni við dugandi fólk. Hann er bijóstvöm einveldisskipulags karlaveldisins, sem kristallast í hinni föðurlegu konungsímynd sem flokkurinn teiknar upp af leiðtoga sínum, með aðstoð grímuklæddrar flokkspressu sinnar. Framsóknarflokkurinn er ekki vinstri flokkur eða félags- hyggjuafl. Hann er hefðbund- inn íhaldsflokkur landeigenda, sem hefur í sína sjö tugi ára verið pólitískt útibú auðhrings nokkurs á Alþingi Islendinga og vemdar nú leifamar af hon- um. Þessi flokkur vill komast til valda úl að vera í þeirri að- stöðu að rétta gæludýrum sín- um, í gegnum einhverja byggðastofnunina eða sjóðinn, milljarðatugi af fé skattborgar- anna. Hann stendur vörð um þessi gæludýr sín og er þeim skjól íyrir vindum hins alþjóð- lega samfélags og samkeppni við dugandi fólk. Þeir flokkar sem nú em í stjómarandstöðu em kannski litlir, vitlausir og sjálfum sér verstir, en þeir eiga þó eitt sameiginlegt. Þeir standa ekki vörð um neina slíka hagsmuni og ef þeir eiga sér umbjóðend- ur, þá em það þeir sem minna mega sín í þessu þjóðfélagi samtryggingar íhalds og afitur- halds. Hvemig væri nú að fara að kalla þetta dag og snúa bök- um saman í baráttunni? Að lokum vil ég vekja at- hygli á að þetta litla blað sem ég skrifa í er nú eina stjómarand- stöðudagblaðið. Eg hvet vinstri menn á íslandi til að gera veg þess sem mestan. Höfundur er varaþingmaður Alþýðuflokksins í Reykjavík. „[Framsóknarflokkurinn] vill komast til valda til að vera í þeirri aðstöðu að rétta gæludýrum sínum, í gegnum einhverja byggðastofnunina eða sjóðinn, milljarða- tugi af fé skattborgaranna." Kaþólskt mannlíf Nýtttölublað málgagns kaþ- ólsku kirkjunnar á íslandi, Merki krossins, geymir upplýsingar um ýmisskonar umsvif kaþólskra ís- lendinga. Kaþólskir voru hér í árslok 1994 2.535, sem jafngildir tæplega 1% af heildarmann- fjölda (Islendingar voru í árslok 266.786). Á landinu eru 10 kaþ- ólskir prestar og þeir fram- kvæmdu 46 skírnir og 19 hjónavígslur, níu jarðarfarir og 22 fermingar. Fimm íslending- ar voru teknir upp í kirkjuna. Á íslandi eru 46 nunnur: 15 St. Jósefssystur, 14 St. Franciskus- systurog 17 Karmelsystur. H i n u m e q i n "FarSide" eftir Gary Larson. Einsog lesendur Reykja- víkurbréfs Morgun- blaðsins sáu á sunnudag- inn er sú tíð liðin að stóra blaðið standi í blindni með ríkisstjórn sem Sjálf- stæðisflokkurinn á aðild að. Nú tekur Mogginn af- stöðu í hverju máli fyrir sig, og skoðanir blaðsins koma ekki fram annars- staðar en í ritstjórnar- greinum. Þessi þróun hef- ur orðið smámsaman síð- ustu ár, jafnframt því sem Morgunblaðið hefur hrist af sér klakabrynju kalda stríðsins, og er vitanlega fagnaðarefni enda Moggi gamli miklu sprækari fyrir vikið. Athygli vekur í for- ystugrein í gær, þarsem fjallað er um nýja ríkis- stjórn, að talsverðu púðri er eytt í að fjalla um þá ákvörðun að setja Ingi- björgu Pálmadóttur í stól heilbrigðisráðherra. Bent er á að aðrir ráðherr- ar Framsóknar hafi mun meiri reynslu til að fást við þetta vandasama ráðu- neyti; og nefnir leiðarahöf- undur jafnvel Pál Péturs- son til sögunnar sem betri kost en Ingibjörgu. Víst er um að fleiri en Mogginn hafa furðað sig á því að Ingibjörgu, sem hefur minnsta reynslu ráðherr- anna, skuli falið þetta risa- vaxna verkefni... Alþýðubandalagsmenn eru mjög með bögg- um hildar eftir stjórnar- myndun, enda blasa nú við fjögur ár til viðbótar í stjórnarandstöðu. Kosn- ingarnar voru síðasta tækifæri Ólafs Ragnars Grímssonar til að tryggja sér framhaldslíf í pólitík, en hann þótti standa sig hörmulega: fyrst i kosn- ingabaráttunni og svo í baktjaldamakkinu sem fylgdi í kjölfarið. Ólafur Ragnar lætur af for- mennsku í haust og þá telja flestir alþýðubanda- Iagsmenn að valdaferli hans í íslenskum stjórn- málum sé lokið. Stein- grímur J. Sigfússon þykir hegða sér líktog væri hann þegar orðinn for- maður, enda yfirgnæfandi líkur á að hann hljóti brautargengi. Margrét Frímannsdóttir er ein um að geta ógnað Stein- grími, en hún er mjög tví- stígandi í málinu... Aðeins meira um alla- balla. Framtíð Viku- biaðsins, sem Alþýðu- bandalagið gefur út, ræðst á næstunni. Rekstur blaðs- ins hefur aldrei hvílt á traustum grunni, og óvíst að alþýðubandalagsmenn treysti sér til að halda út- gáfunni áfram í núverandi mynd. Vikublaðið þykir standast illa samanburð við Þjóðviijann sáluga, sem sveipaður er rauðum blæ í minningu alþýðu- bandalagsmanna - og reyndar fleiri... „Já, herra lögregluþjónn: BAMM! Þetta kom bara svif- andi utanaf vinstri kantinum á gríðarlegri siglingu og lenti ofan á honum..." Fimm á förnum ve Hver er heilbrigðisráðherra og úr hvaða kjördæmi er hann/hún? (Réttsvar: ingibjörg Pálmadóttir-Vesturlandi) Isól Fanney Ömarsdóttir, upp- alandi: Það er Ingibjörg Pálmadótt- ir, 1. þingmaður Vesfttrlands. Ingibjörg Diðriksdóttir, nemi: Eg hef ekkert fýlgst með þessu ráð- herrabrölti. Guðrún Pétursdóttir, kennari: Er það ekki Ingibjörg Pálmadóttir frá Vesturlandi? Björn Sveinsson, útibússtjóri: Ingibjörg Pálmadóttir úr Vestur- landskjördæmi. Helena Jónsdóttir, bankamað- ur: Eg hef ekki grænan grun um það. V i t i m e n n Píanóleikarinn, kvikmynda- leikarinn og Snigillinn Baldur Sigurðarson frá Ey í Vestur- Landeyjum kallar ekki allt ömmu sína: Mætti handleggs- brotinn í píanóprófið en komst inn. Sunnlenska fréttablaðið. Þetta er alveg svakalegt. Sighvatur Björgvinsson um ríkisstjórn Framsóknar og Sjálfstæðisflokks. Vestfirska fréttablaðið. Það var ekkert tilbúið þegar kosningabarátta Jospins hófst. Hann hafði enga kosninga- skrifstofu, enga peninga og enga stefnuskrá... Imyndarsmiðirnir voru svolítið reikandi. Fréttaskeyti frá Reuter. DV í gær. Þetta er búinn að vera erfiður vetur á manni, maður! Eg man ekki annan verri. Það er engin uppgjöf í manni. Það er svo furðulegt helvíti að það er einsog þrjóskan aukist í manni við þessi harðindi. Guömundur Jónsson á Munaðarnesi, hreppstjóri Árneshrepps á Ströndum, um snjóþyngsta vetur í manna minnum. Vestfirska fréttablaðið. Er sanngjarnt að fela þetta erfíða ráðherraembætti þing- manni, sem hefur mjög tak- markaða þingrev nslu að baki? Leiðarahöfundur Morgunblaðsins að fjalla um nýjan heilbrigðisráðherra, Ingibjörgu Pálmadóttur. Flokksforingjarnir Halldór, Jón og Olafur létu sanngirni og drengskap lönd og leið þegar Jóhanna átti hlut að máli en voru óvenjulega hóg- værir hver í annars garð. Dav- íð var aftur á móti sanngjarn og sjálfum sér samkvæmur. Menn skulu gæta þess að hann er yfírlýstur sjálfstæðismaður en ekki þremenningarnir. Albert Jensen trésmiður. Kjallaragrein í DV í gær. Formlegur og feiminn hagfræðiprófessor. Frétt DV í gær um Lionel Jospin, sigurvegara fyrri umferðar frönsku forsetakosninganna. Sú nýuppvakta þráhyggja að kjördæmi eigi rétt á ráðuneyt- um er hvergi í skráðum lögum og styðst tæpast við neins konar réttlætiskennd og enn síður við nokkuð sem kalla má vilja kjósenda. Oddur Ólafsson í Tímanum í gær. Einvígi manna f millum vora gríðarlega vinsæl tómstundaiðja meðal írskra yfir- stéttannanna til að drepa U'mann með (...) á þarsíðustu öld. Reyndar var hylli einvígja svo mikil, að það þótti sjálfsögð kurteisi þegar sveitakrá ein tók uppá þeirri einkennilegu þjónustu (-finnst okkur í dag-) að hafa sett af einvígis- pístólum til taks fyrir þá heiðursmenn sem gleymdu sínum heima. Og ef ein- hver er að velta því fyrir sér, þá þótti þetta uppátæki veitingamannsins ekki mikið tiltökumál með löggæslumanna. Byggt á Isaac Asimov's Book of Facts.

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.