Alþýðublaðið - 04.05.1995, Blaðsíða 2
2
ALÞÝÐUBLAÐK)
FIMMTUDAGUR 4. MAÍ1995
s k o ð a
/
UffiniJH
20912. tölublað
Hverfisgötu 8-10 Reykjavík Sími 625566
Útgefandi Alprent
Ritstjórar Hrafn Jökulsson
Sigurður Tómas Björgvinsson
Fréttastjóri Stefán Hrafn Hagalín
Umbrot Gagarín hf.
Prentun ísafoldarprentsmiðjan hf.
Ritstjórn, auglýsingar og dreifing
Sími 625566
Fax 629244
Áskriftarverð kr. 1.550 m/vsk á mánuði.
Verð í lausasölu kr. 150 m/vsk
Taglhnýtingurinn
Það þóttu stórpólitísk tíðindi þegar frambjóðendur Sjálfstæðis-
flokksins á Vestíjörðum kynntu róttæka stefnu í sjávarútvegsmál-
um í lok janúar. Þeir vildu henda kvótakerfmu útí hafsauga og
taka upp sóknarstýringu. Þeirra eigin orð: „Kvótakerfið er skil-
getið afkvæmi forræðishyggjunnar með sama hætti og haftakerfi
það sem komið var á í kreppunni miklu á4. áratugnum og ber á
sér brennimark sósíalisma og miðstýringar, sem eiga ekkert skylt
við Sjálfstæðisflokkinn og stefnu hans.“
Með tillögum sínum tókst vestfirskum sjálfstæðismönnum að
stela senunni í kosningabaráttunni, enda töluðu frambjóðendumir
digurbarkalega í íjölmiðlum um skilyrði fyrir stuðningi við vænt-
anlega rikisstjóm. Þeir gengu svo langt að hafna alfarið samstarfi
við Framsóknarflokkinn, og kváðust ekki styðja Þorstein Pálsson
sem sjávarútvegsráðherra nema gmndvallarbreytingar yrðu gerð*.
ar. Hinn 3. apríl spurði DV Einar K. Guðfinnsson hvort barátta
Vestfirðinga gegn kvótakerfinu væri ekki kosningabomba sem
ekkert yrði gert með eftir kjördag. Þingmaðurinn svaraði: „Okkur
er dauðans alvara með þetta mál. Við getum ekki, munum ekki
og viljum ekki styðja þá stjóm sem ekki breytir þessu kerfi. Við
emm þá að tala um verulegar breytingar í átt til hugmynda okk-
Allir þekkja eftirleikinn. Hinir vösku og málglöðu þingmenn
Sjálfstæðisflokksins á Vestfjörðum hafa undanfamar vikur staðið
í ströngu við að éta ofan í sig stóm orðin. Helmingaskiptastjóm
Framsóknar og Sjálfstæðisflokks er staðreynd - yfirlýsingar Vest-
firðinga fyrir kosningar reyndust haldlaust geip. Þorsteinn Páls-
son er áffarn sjávarútvegsráðherra, og sannarlega em engar kerf-
isbreytingar í augsýn í sjávarútvegsmálum. Varla er veruleikafirr-
ing vestfirskra sjálfstæðismanna þvílík, að þeir ímyndi sér að
Halldór Asgrímsson og Þorsteinn Pálsson taki höndum saman
um að varpa kvótakerfinu fyrir róða.
í Morgunblaðinu í gær birtist löng grein eftir Einar K. Guð-
finnsson þarsem hann mótmælir harðlega leiðaraskrifum Alþýðu-
blaðsins og Morgunblaðsins um sjávarútvegsmál. Fyrst og fremst
virðist þó þingmaðurinn vera að reyna að sannfæra sjálfan sig um
að einhver hafi hlustað á kröfugerð Vestftrðinga. Það er auðvitað
tóm vitleysa. Forystumenn ríkisstjómarflokkanna gátu leyft sér
að láta stóryrði og stefnumál vestfirskra sjálfstæðismanna. sem
vind um eym þjóta.
Einar K. Guðfinnsson segir að það sé öfugmæli að halda því
fram að htið hafi breyst í sjávarútvegsmálum við myndun nýrrar
ríkisstjómar. Vitaskuld má þingmaðurinn blekkja sjálfan sig með
þessum hætti, en staðreyndin er þó sú, að grein hans sjálfs er öf-
ugmælasafn frá upphafi til enda. Þannig segir hann til að mynda
á einum stað: „Það er til dæmis ljóst að himinn og haf skilja að
sjónarmið mín annarsvegar og auðhndaskattstrú Morgunblaðsins
og kratanna hinsvegar.“
Einar K. Guðfmnsson ætti að lesa hina gagnmerku greinaigerð
sem sjálfstæðismenn á Vestfjörðum létu fylgja tillögum sínum
fyrir örfáum vikum. Alþýðublaðinu er ljúft að hressa lítillega
uppá minni þingmannsins: ,fi!f tekst á næstu ámm eða áratugum
að bægja þessari vá frá, þannig að skuldastaða atvinnugreinarinn-
ar verði viðunandi, það er skuldir töluvert lægri en tekjur, þá er
hugsanlegt að setja á sjávarútvegsgjald.“ Nú er Einar K.. Guð-
finnsson náttúrlega búinn að éta þetta ofan í sig, rétt einsog hann
innbyrti heilt kvótakerfi - kryddað með „brennimarki sósíalism-
ans“.
„Loksins, loksins!“ sagði í Reykjavíkurbréfi Morgunblaðsins
þegar Vestfirðingar settu fram stefnu sína. „Það var tími til kom-
inn að sterk öfl innan Sjálfstæðisflokksins risu upp gegn kvóta-
kerfinu.“ Því miður reyndust hin sterku öfl, þegar til kom, álíka
stefinuföst og Ragnar Reykás.
Óneitanlega em örlög Einars K. Guðfinnssonar dapurleg: víg-
reifi þingmaðurinn að vestan sem sagði kvótakerfinu stríð á
hendur er nú orðinn taglhnýtingur Halldórs Ásgrímssonar. ■
„Miklu vænlegra sýnist vera að flýta sér hægt í umræðum um samruna-
og samstarfsform en vera þeim mun ötulli við að skapa traust milli ein-
staklinga og hópa. Hérinn er að vísu glæsilegur á sprettinum en hygg-
indi þarf til þess að komast í mark án þess að springa á hlaupunum."
Hvorki irmilokun né útilokun
f ljósi reynslunnar er ekki vanþörf á
að fram fari umræða um það hvemig
ræða skuli samstarfs og sameiningar-
mál jafnaðarmanna í öllum flokkum
og flokksbrotum.
Gestaboð |
Einar Karl
Haraldsson
skrifar
Margir eru þeirrar skoðunar að efla
þurfi eina hreyfmgu á móti íhaldinu
sem getur skipst á við það að stjóma
landinu. Slík hreyfing þurfi að koma í
stað fimm til fimmtán prósent flokka
sem skiptast á um að hjálpa íhaldinu
við að stjóma.
Orðið hreyfmg er hér notað til þess
að sneiða hjá spumingunni um fram-
haldslíf stjórnmálaflokka, sem ekki
þarf endilega að leggja niður þó að
þeir eigi samstarf innan einhverra vé-
banda.
Aðrir telja að málefnaleg rök liggi
til þess að hér verði áfram tveir eða
fleiri flokkar sem kenni sig við jafnað-
armennsku auk Kvennalista.
Eins og ffarn kemur í dæmisögu Es-
óps um kapphlaup hérans og brodd-
galtarins þá vann sá síðamefndi, með
dyggri aðstoð spúsu sinnar, þótt hægt
færi. Heldur eru þeir héralegir flokks-
kleyfamir sem nú hvetja til skyndi-
sarnmna vegna þess að þeim mislukk-
aðist að bijóta upp flokkakerfið. Sér-
staklega er nálegt að heyra af belgingi
um það hveija eigi að útiloka firá slík-
um samruna.
Miklu vænlegra sýnist vera að flýta
sér hægt í umræðum um samruna- og
samstarfsform en vera þeim mun öt-
ulli við að skapa traust milli einstak-
linga og hópa. Hérinn er að vísu
glæsilegur á sprettinum en hyggindi
þarf til þess að komast í mark án þess
að springa á hlaupunum.
Alltof margir beita útifokunarstefn-
unni til þess að veija eigin innilokun.
Talskona Kvennalista hefur klifað á
því að núverandi foiystumenn flokk-
anna geti aldrei staðið að sameiningu.
Ný kynslóð þurfi að koma til. Þessi
staðhæfmg stenst enga sögulega skoð-
un. Tökum fráfarandi forseta Frakk-
lands, Francois Mitterand. Hann átti
að baki hægri sinnaðan feril í ffönsk-
um stjómmálum þegar hann tók sér
fyrir hendur að sameina jafnaðarmenn
í einum flokki og tryggja vinstri
mönnum meirihlutavöld í Frakklandi.
Það gæti dottið í ólíklegustu menn hér
á Islandi að hefja sambærilega þróun
og Mitterand beitti sér fyrir á sínum
tíma.
Enn aðrir flýja í það skjólið að mál-
efnaágreiningur sé (sem betur fer) svo
mikill meðal jafriaðarmanna á íslandi
að ekki þurfi að óttast sameiningar-
brölt. En þar stendur spurningin
kannski fyrst og ffemst um það, þegar
frá eru skildar sögulegar ástæður,
hvort menn vilja takast á við ágreining
innan stórra heilda eða á milli lítilla
eininga. Hvorutveggja er fær leið. Við
þekkjum þá síðamefndu á íslandi, þar
sem fámennið gerir persónulegan
ágreining illþolanlegan, að minnsta
kosti á vinstri kantinum. Um hina
fyrmefhdu má til að mynda taka Sví-
þjóð þar sem jafhaðarmenn vom um
árabil þverklofnir í afstöðu til aðildar
að Evrópusambandinu án þess að sá
ágreiningur kæmi í veg fyrir að flokk-
ur þeirra ynni kosningasigur og næði
völdum af borgaraflokkunum. Hið
sama hefur verið upp á teningnum í
Noregi. Og þeir sem hafa kynnt sér
sögu norska Verkamannaflokksins
vita að hann hefur verið vettvangur
harðvítugari persónulegra og pólit-
ískra átaka en hér hafa nokkumtíma
þekkst.
Mórallinn er að þeir sem byija sam-
einingartal á útilokun og takmörkun-
um og hinir sem mikla fyrir sér pólit-
ískan og persónulegan ágreining em
sennilega að veija eigin innilokun eða
veikja málstaðinn með viljaleysi. Tök-
um því vel eftir því hvemig fólk ræðir
þessi málefni á næstu missemm og
glæðum eld þar sem er moðreykur.
Þörfin á samstöðu jafnaðarmanna
til þess að ná áhrifum og eftir-
spurnin meðal kjósenda mun ráða
miklu um þróunina á næstunni.
Það sem ræður úrslitum er þó viljinn:
Vilji er allt sem þarf. ■
Höfundur er framkvæmdastjóri
Alþýðubandalagins.
1880 Útför Jóns Sigurðssonar
forseta og Ingibjargar Einars-
dóttur konu hans gerð í
Reykjavík. 1970 Bandarískir
þjóðvarðliðar drepa fjóra
námsmenn í Ohio sem höfðu
tekið þátt í mótmælum gegn
stríðsrekstri í Asíu. 1979 Marg-
aret Thatcher verður forsætis-
ráðherra Breta. 1986 Solveig
Lára Guðmundsdótlir sigrar í
prestskosningum á Seltjamar-
nesi: fyrsta íslenska konan til
að vinna slíkan sigur. 1980
Josip Broz Titó forseti Júgó-
slavíu deyr eftir 35 ár við
stjómvölinn.
Afmælisbörn dagsins
John Hanning Speke enskur
landkönnuður, fyrstur seinni
tíma Evrópumanna til að sjá
Viktoríuvatn, 1827. Audrey
Hepburn kvikmyndastjarna,
belgískrar ættar, 1929. Tammy
Wynette bandarísk sveitasöng-
kona, 1942.
Annálsbrot dagsins
Samvizkuveiki, sturlun og brjál
gjörðu á þessum tímum víða
vart við sig í landinu. í Svarf-
aðardal vom 3 menn til banda
teknir nærri óðir. I Hólárgili í
Skíðadal hengdi sig við hríslu
einn fátækur, frómur maður, að
nafni Sigurður Jónsson.
Ketilsstaðaannáll, 1776.
Orð dagsins
Þó að kali heitur hver,
hylji dali jökull ber,
steinar tali og allt hvað er
aldrei skal ég gleyma þér.
Vatnsenda-Rósa.
Málsháttur dagsins
lllt er að keppa við kjöftugan
fant.
Litillæti dagsins
Einu sinni sagði hann við mig:
„Heyrðu frændi sæll, ég dey
ekki eins og aðrir menn, ég
verð uppnuminn.“
Sigfús Blöndahl um Einar
Benediktsson í samtali við
Matthías Johannessen.
Skák dagsins
í dag fáum við lánaða skák-
þraut úr Eyjirska fréttablaðinu
sem Dalvíkingar gefa út með
myndarbrag. Hvítur leikur og
mátar í öðmm leik.
1. Hh6! Nú er sama hvað
svartur gerir: mát er óumflyjan-
legt í næsta leik.